Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.10.1877, Blaðsíða 2
98 úr nýlendunni: „Jeg skildi við fólkið með heitu hjarta og með því loforði, að jeg skyldi gjöra allt mögulegt til að koma og gjörast prestur meðal þeirra. |>að var eptir seinustu guðsþjónustu- gjörð mína í húsi Kristjáns frá Hjeð- inshöfða í jþingeyjarsýslu (hann gaf jeg í hjónaband kveldinu áður; kona hans er ung stúlka frá Hjarðarhaga), að jeg sagði fólkinu söguna um mig og synó- duna, jafnframt því að jeg sagði frá því, hvernig mjer hefði litizt á nýlend- una. Jeg talaði lengi eptir prjedikun þenna dag, og aldrei á æfi minni hefi jeg fundið hjarta mitt slá eins heitt fyrir þjóð minni og sjaldan hefir mjer held- ur fundizt guð vera mjer nálægari en í þetta skipti. Mjer fannst það vera heilög skylda mín, og hún Ijett, að ganga út í bardagann með nýlendu- mönnum, og jeg festi þá það áform í huga mjer, að fara til þeirra í haust, ef líf og heilsa ekki þrotnaði. Jeg sá mörg viknuð andlit við þetta tækifæri, og jeg fekk mikinn og gleðilegan þakk- lætisvott frá mörgum þeirra, ef ekki öllum, er viðstaddir voru. Jeg sá bezt þenna dag, að jeg stend íslenzkum hjörtum nær en norskum, og það gladdi mig ekki lítið að sannfærast um, að í nýlendunni eru margir ungir menn, sem hafa vilja til að lypta sjer upp, hug og traust á drottni og hjartað heitt og með lifandi tilfinningu. Mjer var sýnd mesta velvild, og hjartanlega ljetu menn í ljósi ósk sína að fá mig aptur. Jeg prjedikaði móti stjórnarkirkju meðal annars; jeg bað menn út af guðspjall- inu á 7. sunnud. e. Trin. muna eptir í baráttunni fyrir brauðinu í þessulandi, að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði; jeg gekk inn á ástand fólksins í nýlendunni, og hin ungu brúðhjón bað jeg að gjöra sitt til, að hefja heimilislífið í nýlendunni-1. Sira Jón ætlar að flytjast alfarinn norður til landa sinna í Nýja-íslandi í haust og gjörast prestur þeirra. En kand. Halldór Briem, er verið hefir hjer heima í sumar og fer nú með Díönu alfarinn til Nýja-Islands, verður ritstjóri “Framfara“. TTýtt bindindisfjelag. Viðleitni til að koma á b'indindis- fjelögum er farin að hreifa sjer enn á ný á stöku stöðum um landið. Meðal annars er ossritað að austan, aðíNorð- firðijiefir síra Magnús Jónsson á Skorra- stað komið á bindindisfjelagi í sumar. Hjer eru helztu atriði úr lögum þess: Undirbúningsbindindi um 12—6 vikur; hver fjelagsmaður hafi fjelagslögin og borgi 50 aura við inngönguna. íveru- tími 3 ár samfleytt. „Enginn fjelags- maður má, h vernig sem á stendur, bragða eða veita nokkurn áfengan drykk, hverju nafmsem heitir, cðahvað iítinnvínanda sem liann hefir í sjer fólginn, nema 1.. í heilagri kvöldmáltíð; 2., eptir ráði hjeraðslœknis11. Sjerhver fjelagsmaður er skyldur að telja menn í bindindi eptir mætti, og koma með nýjan fje- laga til hvers höfuðfundar, ef honum er unnt. Utansveitarmann má taka í fjelagið, sem hefir sömu skyldur og sömu ábyrgð sín 3 ár, enda hafa allir fjelagar þjóðbindindi fyrir augum. Skyld- ir eru allir fjelagsmenn að tálma vín- drykkjum á heimilum sínum, að því leyti sem hægt er. Tveir eru höfuðfundir. Hver fjelagi gefi forseta eða fjelags- stjórn skriflega skýrslu um atgjörðir sínar bindindismálinu til eflingar á und- an hverjum höfuðfundi. Auk forseta, varaforseta, gjalkera og varagjaldkera er ræðumaður og vararæðumaður. Fje- lagið á að leitast við að sýna þeim mönnum viðurkenningu og fullnægju, sem sýna sjerstaklegan áhuga, bindind- inu til eflingar. Abyrgð fyrir lagabrot er lík og í hinum fornu bindindisfjelög- um; áminningar og útrekstur eptirbrota- fjölda. Lögin skulu endurskoðuð eptir þrjú ár. Vesturfarar. „Fimmtíu vesturfarar fóru af Seyðis- firði í sumar með hrossaskipi Slimons (Snowdoun) og voru þeir flestir úr Eyða- þinghá, þar á meðal Jónatan Jónatans- son á Eyðum, merkisbóndi, og hafði hann selt áður svo nefndan Eyða-stól fyrir 10,000 kr., auk bús sfns, sem var allgott. Flestir þessara munu hafa ætl- að til Nýja-íslands“. (Úr brjefi so/8). J>j ó ð vinafjelagið. Aðalfundir J>jóðvinafjelagsins á al- þingi í sumar voru haldnir 25. og 27. ágúst. Sóttu þá flestir hinna þjóðkjörnu þingmanna og nokkrir aðrir. Á fyrri fundinum skýrði forseti, Jón Sigurðsson alþingisforseti, frá lögum fjelagsins og framkvæmdum síðan á síðasta þingi. Hann kvað fjárhag þess mundu hafa orðið í allgóðu lagi, ef það hefði eigi orðið að taka að sjer þnngvallaþjóðhá- tíðarskuldina 1874. Henni væri hvergi nærri lokið enn, þótt talsvert skarð hefði verið í hanahöggvið, síðan fjelagið tók hana að sjer (1875). Sum hjeruð og sýslur landsins hefðu ávallt sýnt fjelag- inu mikinn sóma og mikla rausn, svo sem einkum ísafjarðarsýsla, en aptur hefðu einstöku hjeruð skorizt að kalla algjörlega úr leik. —• Fundurinn kaus 3 menn til að endurskoða reikninga fje- lagsins um síðustu tvö ár: Jón á Gaut- löndum, Jón Jónsson ritara og Tryggva Gunnarsson. Komu þeir með skýrslu sína á næsta fundi, 27. ágúst, og höfðu eigi fundið neitt sjerstaklega athuga- vert við reikningana. Ályktað var, a ð leita samskota um land allt til þess að ljúka við þjóðhátíðarskuldina, og að bjóða mönnum til að ganga í fjelagið með 2 kr. tillagi á ári, gegn því að fá allar ársbækur fjelagsins, ernema skyldu ríflega því í verði, en fjelagar með 50 aura tillagi skyldu að eins fá skýrslur fjelagsins ókeypis. Forseti til næsta þings var kosinn í einu hljóði Jón Sig- urðsson frá Kaupmannahöfn. Kvaðst hann því að eins taka við því kjöii, að að fundaamenn allir, og fyrst og fremst alþingismenn, hjetu fjelaginu alúðarfylgi og skuldbindu sig til að leggja allt kapp á eflinguþess og útbreiðslu, hver eptir sínum mætti. Játuðust allirundir það í einu hljóði. Samkvæmt fjelags- lögunum kvaddi forseti síðan til vara- forseta Tryggva Gunnarsson, kaupstjóra og alþingismann, og gjörðu fundarmenn mjög góðan róm að því kjöri. í for- stöðunefnd voru síðan kosnir: Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, Jón Jónsson landritari og þorlákur O. Johnson verzl- unarmaður. Á forstöðunefndarfundi dag- inn eptir skiptu þeir með sjer störfum þannig, að Jón Jónsson skyldi vera gjald- keri fjelagsins, Björn Jónsson skrifari og þorlákuf O. Johnson bóka- og á- haldavörður. Xiatínuskólinn var settur 1. þ. m., af hinum setta rektor H. Kr. Friðrikssyni. Samkvæmt fjárveitingu alþingis er þegar búið að fjölga heimasveinsplássunum. í skólan- um um 10, enda var þess mikil þörf, því skólapiltar verða nú í vetur yfir 90, fleiri en nokkurn tíma hefir átt sjer stað. Skólareglugjörðinni nýju frá 11. júlí þ. á. á þegar að fara að beita, að svo miklu leyti sem því verður við komið. Hinn gamli fimleikakennari, Steenberg, er nú búinn að segja af sjer, og er Olafur stúdent Rósenkranz settur í hans stað fyrst um sinn. — Við nýsveinatöl- una sem frá er skýrt í „ísafold“ IV 14 (bls. 56), hafa enn bætzt þessir 10 í sumar og haust: í 2. bekk Kristinn Daníelsson frá Hrafnagili og Hannes jþorsteinsson úr jþistilfirði; í 1. bekk Oddur Jónsson frá Steinnesi, Guðmund- ur Schewing frá Geitaskarði, Sigurður Briem frá Reynistað, Sveinbjörn Egils- son þorsteinsson frá Hafnarfirði, H. Kr. Riis frá Isafirði, Lárus Árnason frá Vil- borgarstöðum á Vestmannaeyjum, Eirík- ur Ketilsson frá Kotvogi í Höfnum, Jórður Jensson, rektors, úr Reykjavik. Veðrátta, aílabrögð o. fl. Hjer um Suðurland var veðrátta hin hagstæðasta meira hluta sumars, utan kuldasöm nokkuð, svo að opt var frost til Ijalla á nóttu og stundum jafn- vel ofan til sveita, t. d. nóttina milli 29. og 30. ágúst. 11. ágúst varð al- snjóa til fjalla og nær ofan til sjávar á suðurfjöllum, Akrafjalli og Esju. I önd- verðum september tók heldur að bregða til óþurka og hafa þeir haldizt síðan lengst af, með rosum og hryðjuveðráttu núna síðustu vikuna. Um Norðurland og Austurland hefir sumarið verið eitt- hvert hið kaldasta, er menn muna, allt fram í sept.; þá brá þar til sunnanáttar og hlýinda. „Framan af í sumar var mjög hretasamt, snjóaði optast í hverri viku ofan í mið fjöll og stundum meir“ segir í brjefi úr Skagafirði 16. f. m., og í brjefi af Austfjörðum 30. ágúst: „Hjer hefir varla liðið svo nótt í allt sumar, að eigi hafi snjóað eða fryst til fjalla og enda í byggð; þessa dagana

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.