Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 2
102 hvað sem þessu liður, vona jeg flestir sjái, að greind þörf og nauðsyn safns- ins sje eitt af þeim hornum, sem al- þingi á að líta í, og að þingið sjái, að, þegar til fjárframlaga kemur, megi forn- gripasafn landsins ekki sitja á hakan- um, heldur verði þörf þess (ásamt sæmd og gagni þjóðarinnar) að metast jöfn og hijóti að verða samferða hinum brýn- ustu nauðsynja-málum landsvors. Eptir því, sem nú er ástatt fyrir forngripasafn- inu, liggur í augum uppi, að alþingi og landsstjórn og þar á meðal stiptsyfir- völdin verða að ganga á undan þjóð- inni, eða einstökum mönnnum hennar, i viðreisn og eflingu safnsins. Og í þessu efni bið jeg menn gæta að, eða ímynda sjer, hvað verða muni (nema ekkert) úr áhuga Norðlendinga og annara góðra manna, að styrkja að því með samtök- um, að byggt yrði geymsluhús handa safninu, ef menn sæju, að öll önnur um- önnun fyrír safninu lægi í hinum fyrri dvalanum. En nefnd samtök hófu hinir framtakssömu Norðlendingar 1874 i minningu ioooára hátíðarinnar, ogsendu mjer og mörgum prentuð boðsbrjef á- hrærandi hluttekning í samtökunum, eða samskotunum. þetta gerðu þeir í fyllsta trausti til landsstjórnar og al- þingis áhrærandi eflingu fomgripasafns- ins. Og þeir Og fleiri eru svo dreng- lyndir, að þeir munu ekki ganga úr samtökunum, svo framt þeir sjá, að nefnt traust þeirra rætist og ásannast. Og þetta er ekki að eins skilyrði fyrir þess- ari hluttekning í geymsluhúsi handa safn- inu, heldur og líka fyrir forngripagjöf- um einstakra manna handa safninu ; þvi svo bezt eru allir á þetta fúsir, að þeir sjái, að landsstjórnin gjöri sitt hið bezta til í þeim efnum, eða styðji að viðreisn forngripasafnsins eptir fremsta mætti. J>essi viðreisn safnsins er því eitt af þeim málum, sem alþingi ætti að taka til meðferðar. Ef alþingi fjellist á, sem vonandi væri, fyrgreindar tillögur mín- ar, eða aðrar betri frá öðrum, væri nauðsyn á að koma þar eptir, sem fyrst að unnt væri, á nægri og góðri forstöðu fyrir safnið. En þar eð forstaðan er (eða ætti að vera) vandasöm og allum- fangsmikil og erfið, riði á, að ekki væri hrapað að að veita hana hverjum, er máske hafa vildi, heldur þeim einum, er í sem flesta staði væri henni sem bezt vaxinn. fótt allir sjái og játi, að geymslu- hús fyrir safnið sje verulegt skilyrði fyrir hinni umræddu viðreisn þess, ætla eg þó ekki að tala meira um það að sinni. Að vísu er og verður hjer eptir mjög og of þröngt fyrir safnið í hinu ljeða húsrúmiþess, á dómkirkjuloptinu; en aptur á móti, þó húsnæðisleysis sje mikill annmarki, er hann samt minni en hinir sem fyr var bent á (þ. e. skort- ur á nægri forstöðu, deyfð yfir safninu, fjárskortur og missir forngripa út úr landinu); -og því tíður mest á, að ryðja þeim á braut, enda er vandsjeð hvort meira verður aðgjört í bráð. fótt landsstjómin verði að ganga eins 0g á undan alþýðu í viðreisn forn- gripasafnsins, er auðvitað, að öll alþýða verður að finna sjer skylt að hlynna að því og auðga það eptir bezta mætti, og ætíð muna eptir, að það er íslands eign, og jafnframt allra ibúa þess; það er, eins og sögurnar, sú eign, sem sögu- landinu og þess sögufróðu íbúum er og verður til sóma og gagns, ef þeir hirða eins vel um hana og vera ber. 'þetta hefir og öll alþýða og heldri menn landsins látið sjer vel skiljast, og látið það ásannast í því, að auðga fúslega og fagurlega safnið með fjölda mörg- um fomgripum, að gjöf eða við fremur vægu verði, eins og vera þurfti. Líka hafa flestir (einkum meðan Sigurður málari stóð fyrir safninu) kannazt við þá sjálfsögðu skyldu, að farga ekki forngripum til útlendinga, heldur láta safnið ganga fyrir að fá þá. J>að hefir helzt heyrzt, þótt bágt sje til að vita, á seinni ámm, að einstöku menn, þótt fáir sjeu, sem betur fer, hafi látið út- lendinga ganga fyrir, og enda lagt sig í framkróka að útvega þeim forngripi, og það af þeirri litlu ábatavon, að þeir borguðu gripina nokkuð betur en hið efnalitla fomgripasafn mundi geta að líkindum. En vonandi er, að engin vinni það hjer eptir fyrir slíkan smá-ábata, að forngripasagan hafi hann í ævarandi minnum, á verðskuldaðan hátt. í þeirri góðu von, að æskilegt, nauð- synlegt skipulag komizt bráðum á forn- gripasafnið, og af löngun til að efla það, er jeg allt af að reyna til, að komast yfir fomahluti handaþví, bæði semjeg hefi keypt og fengið að gjöf; og hefi jeg nú þegar fengið nokkra slíka. Til hinnar sömu viðleitni og vilja vildi jeg mælast við sem flesta landa mína og vini forngripasafnsins, jafnframt sem á- stæða er til að vona hins bezta til þeirra í þessum efnum, sökum þess, hve fús- lega og vel þeir hafa áður hlynnt að safninu, og verið öðrum til uppörfunar. En, eins og kunnugt er, þarf opt snar- ræði og stöðugan áhuga og fyrirspurnir til þess að ná í forngripina, og einkum tilað frelsaþá fráskaðlegri glötun, eða þá flæking út í óvissuna. Vjer megum ekki heldur forsmá hina smærri fornu hluti, njesneiða hjáþeim, því þeir geta stundum verið eins þýðingarmiklir fyrir safnið sem hinir stærri. Safninu eru og kærkomnir hlutir, sem máske eru að sumu leyti líkir þeim, sem það fyr hefir fengið. Allir þessir hlutir lýsa á ýms- an hátt öld sinni, skýra landsins sögu, þjóðhætti og menntun í mörgum efnum og samanburðir þeirra, þótt líkir sjeu, geta verið næsta skemmtilegir og fræð- andi. Eins oghin stutta ritgjörð frámjer (sem prentuð er bæði í íslendingi, III, nr. 20, 1863, og skýrslu hins ísl. forn- gripasafns 1868) ásamt 15 gripum, er jeg upphaflega gaf safninu, varð meðal til að stofna það, 1863, eins vona jeg, að ofanskrifuð grein mín geti nú orðið hvöt til viðreisnar nefndu safni; og í þeirri von bið jeg hinn heiðraða ritstjóra að ljá henni rúm i blaði sinu. Melum, 3. d. marzm. 1877. Gufuskipsferðirnar. (Aðs.). Fá mál hafa vakið meiri eptirtekt almennings en fyrirkomulag gufuskipsferðanna umhverfis strendur landsins og milli landsins og annara landa, enda er vitaskuld, að óhentugt fyrirkomulag á ferðum gufuskipanna getur spillt svo notum þeirra og aukið svo kostnaðinn til þeirra, að með engu móti sje við unandi. Flestum hefir komið saman um, að ferðaáætlun sú, sem fjárlaganefndin í neðri deild alþingis samdi i sumar, taki langt fram áætlun þeirri, er farið hefir verið eptir þau 2 sumur, er vjer höfum haft strandsigl- ingaskip. J>ó er eitt atriði í þessari ferðaáætlun, er að minni hyggju þyrfti lagfæringar við. það er, að gufuskipin, strandsiglingaskipið og aðalpóstskipið, eru látin mætast á Seyðisfirði. J>að sýnist mjer mjög óhentugt. Mjer sýn- ist sjálfsagt, að láta þau mætast í Reykjavík ög hvergi annarstaðar, og með því að breyting þessi hefir mjög mikla þýðingu, en lítinn sem engan kostnaðar- aukaíför með sjer, leyfi jeg mjer að setja hjer ágrip af ferðaáætlun, sem jeg hefi hugsað mjer i stað áætlunar nefndarinnar. (A — aðalpóstskipið, B = strandferðaskipið; mánaðardagarnir segja til, hvenærskipin megafara fráþeim og þeim stað í fyrsta lagi, nema í síðasta dálki er hinn áætlaði komud. til Kmh.). Ferðirn- ar. Skip- in. Frá K.höfh. Frá R.vík. Frá Akureyri. Frá Djúpavog. Frá Akureyri. Frá R.vík. Til K.hafnar. 1. A 1. marz — — — — 23. marz 6. apríl 2. A 20. apríl — — — — 15. maí 28. maí 3. B 4. maí 15. maí 23. maí 29. maí 4. júní 15. júní 28. júní 4. A 4. júní 15-júní 23* júní 29. júní 4. júlí 15- júlí 28. júlí 5. B 4. júlí 15. júlí 23. júlí 29. júlí 4. ág. 15- ág. 28. ág. 6. A 4. ágúst 15- ág. 23- ág- 29. ág. 4. sept. 15. sept. 28. sept. 7. B 4. sept. i5.sept. 23. sept. 29. sept. 4. okt. i5.okt. 28.okt. 8. A 4. okt. — — — — 23.okt. 6. nóv. R A 18. nóv. — — — — i2.des. 25.des.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.