Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 1
V Isafold IV 26. Reykjavik, fimmtudaginn II. októbermán. 1877. Um viðreisn forngripa- safnsins. Eptir sira Helga Sigurðsson. [Niðurlag, frá IV 8, bls. 30]. Jeg hefi nú vikið nokkuð á, í hverjum greinum forngripasafninu eða forstöðu þess sje, að ætlan minni, helzt ábótavant. Erþá þessu næst að hugleiða, hverjum helzt beri að bæta úr þessu, og hvernig þess- ari bót eigi einkum að veravarið. þ>að eru stiptsyfirvöldin og alþingi, sem sú skylda hvílir á, stiptsyfirvöldunum sök- um þess, að þau hafa lofað safninu for- stöðu eða yfirumsjón, eins og sjá má í brjefiþeirra til mín (24. febr. 1863), þeg- ar safnið var stofnað. En í þessari for- stöðu Hggur víst umsjón, útvegun og næg afskipti af landsins fornmenjum; og nær þá þessi forstaða bæði til þeirra forngripa, sem þegar eru fengnir, og líka, og það ekki síður, til hinna, sem enn eru ófengnir víðsvegar um landið. Alþingi ber og að bæta úr fyrrgreindu, sökum þess, að forngripasafnið er lands- ins eign, sú eign, sem bæði er dýrmæt, verðskuldar hjálp og þarf hennar, úr landssjóði. J>að er því næg forstaða og sómasamlegur fjárstyrkur, sem forn- gripasafnið þarf nú sjer til viðreisnar. Ræki bæði stiptsyfirvöld og alþingi skyldu sína í þessu efni, er óefað, að öllalþýða muni, sem fyrri, fúslegavilja auðga safnið með forngripum og að- stoða það á annan hátt. Eða hví skyld- um vjer með lifandi áhuga hafa stofn- sett og eflt forngripssafnið, ef vjer seinna skiptum oss lítið eða of lítið afviðhaldi þess, viðgangi, eða þeirri viðreisn, sem allirsjá, að það nú þarfvið? Vjer, sem eigum fornsögurnar og margar aðrar sögur og ljóðmæli, sem segja oss margt um forngripina, vjer ættum þó sjálfsagt að hirða sem bezt um gripi þessa, er útskýra sögurnar, og eru að mörgu falli þeirra lifandi eptirmynd. Vjer ætt- um í þessu að Hkjast öðrum menntuð- um þjóðum, og það því heldur, sem vjer eigum fegri söguöld en flestar þær. Vjer ættum, og hljótum líka að sjá, að eins og vjer höfum álit og sóma af sög- unum í augum allra menntaðra þjóða, eins höfum vjer það af fornmenjunum; og því telja aðrar þjóðir sjálfsagða skyldu vora og sóma, að safna þeim og við halda sem fremst að unnt er. Vjer megum því ekki meta þær lítils, nje hafa umhyggju fyrir þeim í einhverjum smá-hjáverkum (líkt og nú virðist gjört). Vjer megum ekki ætla, að vjer getum svo sem kostnaðarlaust frelsað fornmenj- ar vorar frá glötun, safnað þeim, varð- veitt þær og útskýrt, eða ætla, að vjer höfum verulegan sóma og gagn af forn- gripasafni án fyrirhafnar og fjárfram- laga. Til slíks hugsar engin menntuð þjóð; enda leggja menntaðar þjóðir fús- lega mikið í sölurnar, bæði fyrirhöfn og fje, fyrir forngripasöfn sín. Jpeirra dæmi, ásamt vorri eigin nauðsyn og sæmd, hlýtur því að vera næg hvöt fyr- ir oss að gæta sem bezt forngripa vorra, og nú, þegar safníð þarf viðreisnar við, að veita því hana. Forstaða safnsins, eigihún að vera góð, er ekki neitt smáverk eða hjáverk, eins og sumir halda þó, sízt þegar nú þarf að færa þar svo margt í lag, sem of lítið hefir verið skeytt um, kynna sjer safnið til hlítar, veita því nýtt fjör og hluttekning allra landsmanna, og að mörgu leyti byrja svo að segja þar, sem Sigurður málari hætti. Safnið, eða þess viðreisn útheimtir, að minnsta kosti fyrst um sinn, svo að segja allan tíma for- stöðumannsins, og þar með auk annars miklar skriptir, bæði skýrslur viðvikj- andi safhinu, og brjefaskriptir til margra manna út um landið, til þess að fá þá á ný í fylgi með sjer, til að ná í eða benda á sem flesta forna hluti, ásamt uppruna þeirra eða sögu. Líka þarf forstöðumaður, efvelværi, og að dæmi annara þjóða að gjöra eða láta gjöra uppdrætti af eða eptir hinum helztu fornmenjum (svo sem skornum hlutum, ýmsum tegundum höfðaletra o. fl.), eða skera í trje eða stinga á annan hátt á spjöld myndir slíkra hluta, gefa þær síðan út, svo þær verði sem flestum kunnar, utanlands og innan. Og víst er um það, að stundum getur það orðið næsta nauðsynlegt, að forstöðumaður takist á hendur ferðir út um landið í þarfir safnsins, t. d. að láta grafa upp forn dys eða hauga, eða til að draga upp eða lýsa hinum óhræranlegu forn- menjum (t. d. úthöggnum steinum eða hellum, gömlum húsa- eða búðatóptum o. fl.), sem allmikið er til af til og frá í landinu. Allur þessi starfi og þó ekki væri nema nokkuð af honum, er ekki neitt lítilræði, og meiri en svo, að ætl- andi sje til, að hann verði hafður í hjá- verkum. Til þess að leysahann nokk- urnveginn vel af hendi er því ekki að hugsa til að fáist neinn ólaunaður mað- ur. En launalaus forstaða er, eins og þegar er bent á, ónóg, og verður aldrei nema hjáverk og hálfverk. Og ekki er í þessu atriði hlaupandi í það, þótt 101 Sigurður málari ásamt Jóni Árnasyni, stæði fyrir safninu launalaust, semkall- að var, því þess ber að gæta, að fyrst hafði hann lítið annað að gjöra, þar næst og einkum, að ýmsir veglyndir höfðingjar í Reykjavík veittu honum löngum fæði og fleira; svo hann hafði slík óbeinlínis laun; því þeirsáu, hver ágætismaður Sigurður var, og að hann þurfti slíkrar aðstoðar við, til þess að geta orðið að því gagni, sem hann varð. J>ó hefði Sigurður meira gjört en hann gjörði, hefði hann haft viðunanleg bein- línis laun, og ætíð getað varið öllum sínum tíma í þarfir safnsins. Og hvað sem þessu líður, er auðsjeð, að ónóg forstaða fyrir safninu getur, eins og hún nú árlega gjörir, bakað því óbætanlegt tjón, einkum þegar útlendir menn eru að draga út úr landinu ýmsa forngripi, helzt hina dýrmætari, án þess að því sje verulega hamlað, eða forstöðumað- ur verði þar fyrri til bragðs en þeir. En að ná í slíka hluti ætti að veraeitt af störfum forstöðumannsins. Samkvæmt því, sem nú hefir verið bent á, er nauðsynlegt, að forstaða forngripasafnsins sje gjörð að embætti, og forstöðumanni ákveðin viðunanleg laun, svo að hann gæti varið öllum sín- um tíma og kröptum 1 þarfir forngripa- safnsins. J>essi laun gætu víst ekki hugsast minni en 1200—2000 krónur, þegar á önnur laun og allt annað er litið. J?ar að auki þyrfti forstöðumað- urinn að hafa í höndum nokkurt fje til forngripakaupa, einkum til að hamla því mikla tjóni fyrir landið og safnið, að ýmsir, einkum hinir dýrmætari forn- gripir úr gulli og silfri, svo og kálf- skinnsblöð og forn handrit o. fl., miss- ist árlega út úr landinu, og sömuleiðis til að leita að forngripum í jörðu, rann- saka óhræranlegar fornmenjar o. s. frv. Einnig þarf safnið styrks við til þess að geta öðru hverju gefið út skýrslur sínar, og þurfi því ekki ætíð að eiga undir getu eða getuleysi bókmenntafjelags- ins í því efni, eins og að undanförnu; nú t. a. m. vantar skýrslu fyrir 6 eða 7 árin síðustu. pótt ganga megi að því vísu, að meiri hluti manna sjeu mjer samdóma í því, að brýn nauðsyn sje á viðreisn og eflingu forngripasafnsins, og að þar til útheimtist næg og góð forstaða og fjár- veiting úr landssjóði, getur þó verið, að sumir segi, að alþingi skorti fje til þess- arar viðreisnar, og að það hafi í svo mörg horn að líta með fjárframlög sín. Jpessu nú nefnda neitar enginn. En

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.