Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.10.1877, Blaðsíða 3
103 Jeg hefi látið mjer nægja að nefna hjer aðalstöðvarnar, þótt jeg ætlist til, að skipin komi sem viðast við umhverfis landið. Með 3. ferð byija strand- siglingamar. J>á fer skipiðástað frá Khöfn 4. maí, kemur til Rvíkur t. d. 12., fer þaðan aptur 15. s. m. vestur í Stykkishólm, áDýrafjörð, ísafjörð, Borðeyri, Sauðárkrók, Sigluíjörð, og kemur til Akureyrar 22. s. m., fer þaðan aptur 23. austur fyrir land til Djúpavogs, þaðan síðan til baka 29. s. m. og alla hina sömu leið aptur norðan og vestan um land til Rvíkur og þaðan til Khafnar. þetta vona jeg nægi til að gjöra mönnum áætlun mína full-skiljanlega. Eptir ferðaáætlun nefndarinnar mætast skipin 4 sinnum: 14. júní, 14. júlí, 10. ágúst og 10. sept., en eptir minni áætlun 6 sinnum: 15. maí, 15. júni, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept. og 15. okt. Nefndin hefir eigi tillit til þess i ferðaá- ætlun sinni, að skólapiltar þurfa nú að leggja af stað frá Reykjavík 15. júní og koma þangað aptur 15. sept. Aptur mætti finna það að minni ferðaáætlun, aðjeg tek eigi tillit til þess, að alþingi kemur saman i.júlí. En því svara jeg svo, að mjer þykir eigi óliklegt, að alþingi verði eptirleiðis stefnt saman 15. júni, þvi að þá getur það komizt að í skólanum, en þingmönnum sjálfum er lang-þægilegast að koma saman sem fyrst á sumrinu, til að ná heim aptur fyrr en öll sumarstörf eru úti. það liggur i augum uppi, að það er mjög mikil óforsjálni að velja af- skekktan og mannfáan verzlunarstað til að láta skipin mætast á. J>að þarf bæði mikinn vinnuafla til að ferma og afferma 2 gufuskip á stuttum tíma og mikið húsrúm til að geyma í kolabirgðir fyrir bæði skipin. Skipin þurfa að standa lengst við á þeirri höfn, sem þau mætast á; stundum þarf annað, ef til vill, að bíða eptir hinu svo mörgum dögum skiptir, en þá er illt fyrir fam- ingarmenn að geta ekki fengið hús í landi, eða notið þeirra þæginda, sem kost- ur er á í Reykjavík fremur en á nokkrum öðrum verzlunarstað í landinu, úr því að Reykjavík er lang-fólkflest, og er hvergi á landinu saman komið jafn- margt menntað fólk og efnað og þar. Hjer er yfirstjórn landsins, aðsetur al- þingis, fleiri verzlanir en á nokkrum öðrum stað á landinu og fleiri iðnaðar- menn. Hjeðan eru því langfjörugust viðskipti, bæði við aðrar sveitir innanlands og við önnur lönd; en það er auðsætt, að mótstöðvar skipanna (þ. e. sá staður, er þau mætast á) hafa það fram yfir alla aðra staði á landinu, að þaðan má skiptast á brjofum, bæði við önnur lönd og önnur hjeruð landsins á miklu skemmri tíma en nokkurs staðar annarstaðar á landinu; brjefi, semkemurmeð skipinu A, má svara undir eins daginn eptir, eða undir eins og skipið B er ferðbúið (og ætti sjálfsagt að sjá um, að æfinlega liði dagur frá því annað skip- ið kæmi og þangað til hitt færi). Með þessu móti gætu brjef farið fram og aptur á milli þingmanna í Reykjavík og kjósenda þeirra og kunningja heima í hjeraði á fám dögum, og milli verzlunarmanna í Reykjavík og húsbænda þeirra og skiptavina erlendis á 2—-3 vikum, þar sem nú líður að jafnaði fram undir 2 mánuði, frá því sá sem hingað skrifar frá útlöndum getur fengið svar aptur. Eins og jeg tók fram áðan, eru eigi tilteknar í ferðaáætlun minni nema aðalstöðvamar í hverri ferð. Eg gjöri ráð fyrir, að skipið komi á sem flestar hafnir í hverri ferð og hefi eg látið Djúpavog vera endastöðvar, en eg ímynda mjer, að tíminn mundi jafnvel endast til að láta skipið fara á Papós. það er ekki svo mikill munur á verzlunarstöðum vorum, að ástæðasje tilað takaeinn fram yfir annan; samt álít jeg það sjálfsagt, að láta skipin ekki koma víðar við í Faxaflóa en í Reykjavík, og ekki víðar á Breiðafirði en á Stykkishólmi. Að því er Faxaflóa snertir, eru verzlanirnar í Keflavík, Hafnarfirði, áAkranesi, Straumfirði og Brákarpolli í raun rjettri eigi annað en hjáleigur frá Reykja- vík. Og gufuskipin ætti einmitt að geta stutt að þvi, að enn fleiri hinna smærri verzlunarstaða á landinu dragist inn í verzlunarsamband við Reykjavik. Mundi þá eigi líða á löngu áður Reykjavík yrði aðalból eða forðabúr (Stabel- plads) hinnar islenzku verzlunar, en það er aðalskilyrðið fyrir að verzlun geti orðið reglulega innlend hjer á landi og að kaupmenn geti staðið sig við að hafa hjer vörubirgðir likt og stórkaupmenn hafa annarstaðar. það má sjálfsagt breyta framantjeðri ferðaáætlun á ýmsan veg, svo sem með því að færa til þann dag, er skipin mætast, og verður hún jafngóð fyrir því. það sem hættast er við að allar ferðaáætlanir strandi á, ef skeyta á sam- an ferðir tveggja skipa, er, að tíminn frá því skipið fer frá Reykjavík áleiðis til Hafnar og þangað til það leggur á stað hingað aptur í næstu ferð, reynist of stuttur. Eptir ferðaáætlun þeirri, sem nú er í gildi, er þessi timi 23, 21, 20, 16, 21 og 21 dagur fyrir Arktúrus, en 22 og 19 fyrir Diönu. Eptir ferðaáætlun nefndarinnar verður hann 18, 17, 19 og 17 dagar, eneptirminni ferðaáætlun ýmist 19 eða 20 dagar. Jeg fæþví eigisjeð, að þetta atriði þurfi aðverða því til foráttu, að láta skipin mætast í Reykjavík; og verði því hætt, að láta skip- in liggja hjer á höfninni 8—14 daga, mun verða meir en nógur tímitil að láta annað skipið fara frá Reykjavík vestan og norðan um land til Djúpavogs eða Papóss og þaðan hingað aptur, meðan hitt skipið fer til Khafnar og býr sig þar undir næstu ferð. , Bókafregn. Lovsamling for Island, syttende Bind, 1857-—59, samletog udgivet af Jón Sigurðsson, Althingsm. Khavn 1877. 8. Vjer skulum eigi tefja timann með því að rekja sögu þessa mikla verks, eða skýra frá upptökum þess og fram- haldi um undanfarin ár. J>að mun lesend- um vorum kunnugt, að eptir ýmsar mis- heppnaðar tilraunir, er nokkrir íslend- ingar höfðu gjört til þess að fá komið út íslenzku lagasafni, byxjuðu þeir stjóm- ardeildarforingi Oddgeir Stephensen og Jón skjalavörður Sigurðsson að gefa út safn þetta árið 1853, og, að þeir í sameiningu hafa unnið að því til árs- loka 1854, eðaað hinum 15 fyrstubind- um þess, en þau 2 bindin, sem siðan eru komin, nl. 16. bindi (1855—56) og 17. bindi (1857—59) hefir Jón Sigurðs- son einn gefið út. Almennt munu menn fúsir á að játa, að lagasafn þetta sje mjög mikils vert og hafi að geyma mikinn fjársjóð, bæði fyrir stjórnar- og lagasögu íslands um liðnar aldir, og sjer í lagi sje það eigi að eins alls kostar ómissandi hand- bók fyrir hina „praktisku“ embættis- menn landsins, heldur hljóti það og að vera uppspretturit fyrir öllum vísinda- legum rannsóknum og vísindalegum rit- um í íslenzkri lögfræði, þegar sá tími kemur, að farið verður að semja þau. — Hitt hafa einstaka menn látið á sjer heyra, að eigi væri svo brýn nauðsyn á að safni þessu væri framhaldið nú, eða lengur en þangað til hið íslenzka bókmenntafjelag fór að gefa út „Tíð- indi um stjórnarmálefni íslands“ (23/;! 1854), með því að það sje hin handhæg- asta alþýðubók um þetta efni, þar sem bæði lögin sjálf og bijef og úrskurðir stjómarráðanna, að því er ísland snertir, sje þar prentað og það á islenzku að öllu leyti. En þessi skoðun ætlum vjer að eigi sje á nægum rökum byggð, því fyrst erþað, að fyrstu 2—3 árin fram- an af munu brjef og úrskurðir stjóm- arinnar, sem prentuð eru í tíðindum þessum, eigi sjaldan hafa verið stytt að mun, og þar næst eru brjefin eigi hjer að finna á frummálinu, heldur að eins í þýðingu, sem að vísu alloptast mun vera vönduð, en sem menn þó hljóta að játa að eigi er frumtexti, eigi orð þau, er stjómin sjálf hefir valið í laga- skýringum sínum og úrlausnum á rjett- arspumingunum; en það munu þó flestir viðurkennna, er hafa slík málefni um hönd og eiga úr þeim að greiða, að hentara sje að hafa frumtexta en þýð- ingu að eins fyrir sjer. En þar hjá er þess að gæta, sem hjer skiptir mestu, þegar um framhald á lagasafninu ís- lenzka er að ræða, og það er það, að í Tíðindum um stjórnarmálefni íslands er eigi að finna nærri þvi öll þau stjóm- arbijef og stjómarúrskurði, er ísland snerta, og rituð hafa verið á árabili því, er þau ná yfir. þetta má sjá með því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.