Ísafold - 30.11.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.11.1877, Blaðsíða 3
119 Vopnafirði, eyðiey, er liggur undir Fagradal. Eigandi kindanna — það voru 8 ær geldar — sá úr landi sama daginn og þær hurfu enskt fiskiskip liggja í logni og þoku nærri eynni, og nokkra menn fara á bát frá skipinu upp í hana. Með því hann var hálfhræddur um kindur sinar, hrindir hann fram bát og rær við 3. mann fram undir eyna. þeg- ar hinir sjá til ferða hans, leggja þeir burt frá eynni aptur og út til skipsins; var þá komin dálítil gola, og neyttu skipverjar hennar og ljetu þegar í haf. En landsmenn komust aldrei svo nærri þeim, að þeir gæti greint, hvort þeir hefðu kindurnar meðferðis eða eigi, en horfnar voru þær úr eynni. því siður gátu þeir sjeð nokkurt auðkenni á skip- inu. — Innbrotsþjófnaðurinn var framinu á Seljamýri í I.oðmundarfirði: brotin upp skemma þar við sjóinn og stolið úr henni ýmsum munum, fullra hundr- að króna virði. Frá því segir svo i ágætri skýrslu hreppstjórans, Björns bónda Halldórssonar á Úlfsstöðum: „i. ágúst lögðust 6 fiskiduggur enskar inn- arlega hjer á firðinum, undan Seljamýri, settu strax út báta og tóku að leggja síldarnet sin, djúpt og grunnt, eitt svo nærri, að bundin var annar endi á land. Að þvi búnu fóru margir i land, og gengu heim að Seljamýri. Bóndi var á engjum með fólk sitt, nokkuð frá bæn- um, en húsfreyja fámenn heima. Hefir hún svo frá skýrt, að „duggarar11 þessir hafi viljað verða sjer helzt til nærgöng- ulir, og sýnt alllitla kurteisi. Sendi hún því ungling strax til manns síns, er að vörmu spori kom heim með syni sin- um (vöxnum); höfðu Englendingar sig þá flestir á braut og niður að sjó, en eptir dvaldi einn af skipstjórum og 2 menn með honum. Ekki sjer til sjáfar frá bænum; hjelt bóndi, að þeir, sem fóru, hefðu þegar haldið fram í skip sín. Seinna um kvöldið fór skipstjór- inn, sem eptir hafði orðið, ogþeir sem með honum vor, einnig af stað, og gengu þeir feðgar með þeim til sjóar. þegar þangað kom var skipstjóri bát- laus, því hinir fyrri voru komnir fram á bátunum. Tók bóndi þá bát sinn og flutti þá fram að beiðni þeirra. Piltur- inn tók eptir, að skemma föður síns þar við sjóinn var opin, án þess að hann vissi neina von til þess, en hafði þó eigi orð á því, fyr en þeir feðgar komu i land aptur. Sáu þeir þá, að skemman var upp brotin, sprengdur frá henni hengilás og hann allur barinn og brotinn sundur í mola, en úr skemm- unni horfinn poki með 20 pd.af hvítri ull, ásamt byssu og miklu af skotfærum, 5 þorskalínustokkum, nýjum olíufötum — stakk og brókum —, 4 „starfsknifum“ og fleiru smávegis“. í sama bili vildi svo til, að hreppstjórann bar þar að, með 2 mönnum, og fór hann að beiðni bónda og þeir allir með honum fram í skipin morguninn eptir i aptureldingu, með því að þá ætluðu þau á stað, og| gerðu 2 af skipstjórunum þá fyrir ept- irgangsmuni hreppstjóra þjófaleit um skipin öll, og fundu þýfið mest allt og skiluðu aptur, utan ullina. peir hrepp- stjóri og fjelagar hans voru látnir biða á einu skipinu meðan leitin fór fram á hinum, og voru því leyndir þess, hverjir hinir seku voru. Eptir það tóku skip- verjar að seglbúa, og fóru hinir við það i land. En þess gætti hreppstjóri þó áður, að hann ritaði upp nöfnin á öll- um skipunum, og eins einkunnarstafi þeirra og tölu, utan á einu; þar voru stafirnir og talan svo máð, að eigi varð lesið. Eigi er þess getið, að herskip- in frakknesku eða „I'yfla“ hafi verið neinstaðar í nánd, er brot þessi voru framin, og eigi hins, að þau hafi skor- izt neitt í leikinn síðar, enda er oss ó- kunnugt, hvort brotin hafi verið kærð fyrir þeim eða eigi. En eitthvað mun málinu hafa hreift verið yfirvalda veginn. Mannalát og slysfarir. Annan októ- ber þ. á. andaðist 68 ára húsfrú Berg- Ijót Guttormsdóttir, prófasts Pálssonar í Vallanesi, kona Sigurðar prófasts og riddara Gunnarssonar á Hallormsstað, mesta merkiskona og valkvendi. — 4. f. m. andaðist hjer í Reykjavík húsfrú pórunrt Asgrímsdóttir, prests Vigfús- sonar í Breiðuvíkurþingum, ekkja Gríms prófasts Pálssonar á Helgafelli (ý 1853), — fædd 9. febr. 1801, vænkona ogat- kvæðamikil, áður elli og mótlæti bug- aði hana. — í októbermánuði andaðist merkismaðurinn Sigurður Árnason í Höfnum á Skaga, faðir Árna bónda þar, „einhver menntaðasti leikmaður samtíðismanna sinna, þeirra er engrar tilssgnar höfðu notið“ (Nf.). — 3. sept. andaðist úr taugaveiki Jóu bóndi og sýslunefndarmaður Guðmundsson á Kag- aðarhóli í Húnavatnssýslu, sextugur að aldri, mesti dugnaðar- og framkvæmd- armaður og uppbyggilegasti fjelags- maður. — Álptnesingar misstu í sumar tvo merkismenn á bezta aldri, þorldk bónda Jónsson í þórukoti (j 22. júlí) og Ketil bónda Steingrímsson á Hliði (ý 13. okt.), mestu sæmdarbændur, orð- lagða fyrir dugnað og drenglyndi. — Fyrir eigi all-löngu barst skipi á í fiskiróðri frá Olafsvík vestra, og týnd- iat 1 maðurinn. — í október drukkn- uðu 4 menn á bát frá Guðlaugsvík við Hrútafjörð. Um rjettirnar drukknaði maður í Hjeraðsvötnum 1 Skagafirði.— Fiskiskútan „Fanny“, þeirra G. Zoéga og hans ijelaga, er lagði af stað hing- að austan af Seyðisfirði seint i septem- ber, með hlaðfermi af afla, og með 13 manns, — formaður Sigurður Símonar- son, — lenti í mestu hrakningum, og náði loks landi í Færeyjum (þórshöfn) 19. f. m. við illan leik, eptir 27 daga útivist. Hættast var hún komín í ofsa- veðrinu aðfaranótt hins 1 x. f. m.; tók þá út 3 mennina, en 2 náðust inn apt- ur lifandi, en hinn 3. drukknaði, Jón þórðarson, unglingsmaður, frá Steinum við Reykjavík. Bátinn tók og út, og mikið brotnaði af öldustokknum, en að annað bilaði eigi til muna, því út- búnaðurinn var góður. Eigi þótti þó skútan fær í sjó að leggja hingað nú, og komu skipverjar með póstskipinu, og þóttu heldur en ekki úr helju heimt- ir; voru löngu taldir frá hjer. — þegar póstskipið kom til Færeyja hingað í leið, sótti það eptir tilvísan eyjamanna vestur fyrir eyjarnar skrokk af stóru skipi ensku (eða frá Ameríku?), er allir menn voru týndir af, og komu því inn á þórshöfn. — þá er — þótt lengra sje áað minnast — um þiljubátinn ,,Heklu“, (35 smálestir), er þeir Jón Stefánsson verzlunarstjóri, Jón útvegsbóndi Ólafs- son og fleiri hjer í bænum höfðu látið smíða handa sjer í Danmörku í fyrra vetur og lagði af stað frá Khöfn 11. marz síðastl. hingað til Rvíkur, og skyldi taka til þorskveiða undir eins og hing- að kæmi. þar voru á 4 íslendingar: Jón skipstjóri Bjarnason formaður, og hásetar Snorri Tómasson, smiður, úr Garði, Benóní Kristjánsson (bónda Jóns- sonar í Stóradal) og Friðrik Elíasson „frá Melnum“ hjer við Rvík, allt nýtir menn og vaskir, formaðurinn bezta mannsefni og einhver efnilegasti sjó- maður, er hjer hefir verið. það var bróðir sira þorkels Bjamasonar á Reyni- völlum, en systursonur Jóns rektors þor- kelssonar. Hann leysti af hendi próf í sjómannafræði i sjómannaskólanum í Kaupmannahöfn fyrir tveim árum, ept- ir mjög stuttan námstíma, með svo á- gætum vitnisburði, að skólastjórnin sæmdi hann verðlaunum fyrir, og hvatti hann til að vera lengur við skólann, og leysa af hendi próf það, er þarf til þess að geta orðið formaður fyrir gufuskip- um; en til þess skorti hann fje og var synjað um styrk af stjórninni. — Eitt hinna færeysku fiskiskipa við Austfjörðu missti bát í sumar seint, á Fáskrúðsfirði, með 4 mönnum, er engum varð bjargað. Strand. Hinn 12. þ. m. sleit upp á Sauðárkrók kaupskipið „Germania“ (skipstj. Lehnkul), nýfermt 600 tunnum af kjöti, og miklu af tólg og gærum. Strengirnir slitnuðu hver eptir annan og hleypti skipstjóri þvi upp i sand; kaðalstreng var fleytt í land á ár, og á honum voru svo skipverjar allir 6 dregnir í land, gegnum brimgarðinn, hver eptir annan. Morguninn eptir molaðist skipið í spón og náðist eigi af farminum óskemmt nema einar 4 tunnur af kjöti. Skipverjar voru fluttir hingað suður undir eins, nema skip- stjóri varð eptir. — Enn fremur strand- aði í haust, 27. sept., verzlunarskip á Papós. Læknahjeraðaskipun. Samkvæmt til- lögum hlutaðeigandi sýslunefnda og landlæknis hefir landshöfðingi gjört þá breytingu á skipun 8. og 9. læknis- hjeraði, að 8. læknishjerað skal upp frá þessu (frá 1. jan. 1878) taka yfir alla

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.