Ísafold - 30.11.1877, Side 4

Ísafold - 30.11.1877, Side 4
120 Húnavatnssýslu, að fráskildum Bólstað- arhlíðarhreppi, er fylg-ja skal 9. lækn- ishjeraði (Skagaíjarðarsýslu) eins og hingað til. Veðrátta hefir verið stirð hjer syðra (og víðast um land) í haust og vetur það sem af er; umhleypingar með stór- viðrum og frosti öðru hvoru, eigi miklu þó (um 6° á R. mest), ogfjúk allmikið núna síðustu vikuna. Afli hefir enginn verið hjer syðra á haustvertíðinni, utan ofurlítill reytingur fáeina róðra, en góður fyrir norðan og austan. Að vestan er ófrjett enn, nema úr Ólafsvík; þar hefir verið allgóður afli; en þurr sjór sunnan undir Jöklin- um. — Norðanblöðin geta þess, að eitt af fiskiskipum Færeyinga hjer við land, er „Gylfi“ heitir (32 smálestir), hafi afl- að í sumar á 8—10 vikna tíma á Siglu- firði og Eyjafirði 31,000 af fiski, „enda höfðu skipveijar sótt afla sinn af mesta kappi og róið nær því í hverju veðri sem var, og er á leið sumarið eigi kom- ið að fyr en í myrkri og þá unnið að afla sínum við ljós í skriðbyttum-1. (Nf.). — þ>iljubátarnir hjeðan, „Reykjavík’1 og „Fanny“, er austur fóru á Seyðisfjörð í sumar eins og { fyrra með opnabáta til fiskjar, öfluðu bæði saman fram undir 80,000 af þorski og ýsu. J>ar af var ,.Fanny“ með 14,000, á hrakningi sínum. Aður en skip þessi fóru austur, höfðu þau verið hjer á hákarlaveiðum og afl- að um 300 tunnur lifrar, og talsvert af þorski. Hin þilskipin hjeðan fengu og talsverðan afla, fyrst hjer fyrir sunnan land, og síðan fyrir vestan og norðan, en eigi hálfkvisti við þetta. — Eystra öfluðu og hákarlajaktir mætavel í sum- ar: af 3 jöktum fráDjúpavog aflaði ein 396 tunnur, önnur 360 oghinþriðja 270. Eptir að þetta var sett, barst oss danskt blað, þar sem sagt er frá afla Færey- inga hjer við land í sumar. J>eir hafa haft hjer 12 þiljuskip, í 8—lovikur, og er gizkað á að aflinn af þeim öllum muni hafa orðið 390,000 fiskjar. Sjö voru komin heim, með 16,500 minnst, en 48,000 mest — þar næst 42,000með- altal 30,400. þess er getið, að eptir 1 skipið hafi fengizt 30 % í hreinan á- bata, og þó orðið að greiða 10 % i á- byrgðargjald fyrir það. Verzíun. Fjártaka hefir verið með langmesta móti í haust í flestum kaup- stöðum, einkum fyrir norðan og austan. Hið enska gufuskip, er „Gránufjelag11 útvegaði þangað, tók um 1,200 fjár á fæti á Akureyri, og um 1,500 á Seyð- isfirði. Auk þess voru saltaðar niður til útflutnings rúml. 1,800 tunnur á Akur- eyri, 400 á Sauðárkrók (það fór allt í sjóinn í strandinu), 700 á Blönduiis o. s. frv. Á Brákarpolli hafði Jón kaup- maður Jónsson (frá Ökrum) og mikla fjártöku, til skurðar (um 1500 fjár). Við verzlanirnar hjer í Reykjavík hefir fjár- taka verið ljtil fremur, varla teljandi nema við eina (Fischers), enda kaupa bæjarbúar handasjer megniðaf því fje, sem hingað kemur.— Verð á kjöti og öðrum afurðum fjársins mun hafa verið mjög áþekkt víðast um land, þó held- ur frekara að jafnaði fyrir norðan og austan en sunnanlands—:upp að 22 a. pdið, en hjer eigi yfir 20 a., utan hjá stöku manni, svo sem Snæbirni kaup- manni á Akranesi (25 a.); eins hafði Jakobsen á Seyðisfirði gefið 24 a. fyrir pdið. Á fje því, sem Skotar keyptu á fæti, var hæst verð 22 kr„ en mjög fátt náði því. Hjer var verð á fullorðnum sauðum á fæti 14—18 kr. Mör 30 a. Sauðargæran 35 a. pundið. Kvennaskólar. Eyfirðingar eru nú búnir að koma á fót kvennaskólakennslu hjá sjer, á Syðra-Laugalandi, í húsum ekkjufrúar Kr. Havstein (amtmanns). Fyrir kennslunni stendur fröken Anna Melsteð (yfirrjettar-málaflutningsmanns), sem góðkunn er orðin víða fyrir til- sögn í meðferð á mjólk og innanbæjar- búsýslu, er hún hefir numið í Danmörku; einnig kennir þar frú Valgerður J>or- steinsdóttir, ekkja Gunnars prófasts Gunnarssonar. Eins og kunnugt er, veitti alþingi í sumar skóla þessum 200 kr. styrk hvort árið 1878 og 1879, og í fyrra vetur safnaðist um 4000 kr. í gjöfum handa honum í Kaupmanna- höfn, fyrir forgöngu Eggerts alþingis- manns Gunnarssonar og ýmsra góðra manna meðal Dana. 8—10 ungar stúlkur kváðu njóta kennslu í skóla þessum í vetur. — Annan kvennaskól- ann hafa Skagfirðingar stofnað, í Ási í Hegranesi. f>ar kenna þær húsfrú Sigurlög Gunnarsdóttir, kona Ólafs um- boðsmanns Sigurðssonar, og húsfrú Jóna Sigurðardóttir (frá Möðrudal), tengdadóttir Einars alþingismanns í Nesi. — Á kvennaskólanum í Reykja- vik eru nú 11 stúlkur, og mundu vera miklu fleiri, ef húsrúmið leyfði. En nú er í ráði, að byggja nýtt hús allmikið handa skólanum í sumar að kemur, og má hann þá heita kominn í góðar og traustar skorður. Hann nýtur og 200 kr. styrks úr landssjóði á ári. HITT OG f>ETTA. — Rússneskur liðsprestur einn hjelt áminning- arræðu fyrir liðsdeild sinni áður en hún lagði af stað i ófriðinn i vor. Svo sem lög gjöra ráð fyrir, dró hjjnn enga dul á, hver samastaður þeim væri ætlaður hinum meginn, er fiýðu úr Bardögum eða reyndust ragir og ónýtir, og lýsti kvölunum, sem þeir ættu von á þar, meðal annars með þessum orðum: ,.þið munuð verða látnir vaða brennivin upp undir höku, og fá þó ekki að smakka deigan dropa af þvi“. (111. Tid.), •— Bakari og smjörbóndi áttu skipti saman, Bak- arinn kærði bónd.inn um laka vikt á smjörinu og það til muna. Dómarinn.: „Attu nokkra vog?“ — Bóndi: „Jú.“ — „J>á áttu sjálfsagt lóð líka?“ — „Nei, þau á jeg engin“. — „Hvernig ferðu þá að vega smjörið, sem þú lætur út?“ — í ’uö er hægt. Meðan bakarinn kaupir smjör lijá mjer, kaupi jeg lika brauð hjá honum. f>eS?ar hann nú biður mig t. a. m. um 3 pund af smjöri, tek jeg bara eitt af þriggja-punda-brauðunum frá honum og vikta smjör- ið á móti því“. — Bóndinn varð sýkn í dómnum. (111. Tid.). Auglýsingar. Nú er búið að prenta 6 arkir eða um 2/3 af LANDAFRÆÐINNI sem getið er um í auglýsingu í „ísa- fold“ IV 27, 19. f. m., og er það inn- gangurinn og Norðurálfan öll, þar á meðalnokkuð á aðra örk u m ísland. þessar arkir er búið að hepta inn sjer, handa þeim, sem liggur á kverinu, svo sem til að kenna á börnum í vetur eða piltum undir skóla, og kostar heptið 90 aura. Prentsmiðju „Isnfoldar“, Reykjavílc, 24/n 1877. Björn Jónsson. m. + .eð innilegri sorg tilkynni jeg hjermeð öllum vinum mínum og minna á Islandi, að guði hefir þóknast að kalla til sín minn elsk- aðamann Ásgeir Ásgeirsson, kaupmann á ísafirði, frá mjer og mínum ungu börnum. +>eir sem þekktu hann munu játa, að hann var merkur maður og föðurlands- vinur. Hann andaðist í Kaup- mannahöfn 2. nóvember 1877, °S var jarðsettur 8. nóvember s. á„ á hermanna - kirkjugarði (Garnisons kirkjugarði) þar í borginni. Verzl- uninni á Isafirði verður framhaldið af syni okkar, Ásgeiri S. Ásgeirs- syni, og felur hann sig skiptavin- um vorum til hins bezta. K.aupmannahöfn, 9. nóvember 1877. Sigríður Jensdóttir Ásgeirsson. Jeg undirskrifuð flyt hjer með inni- legt hjartans þakklæti öllum þeim heið- ursmönnum, er á ýmsan hátt hafa lagt mjer lið og hjálpað mjer í raunum mín- um og einstæðingsskap í haust, og nefni jeg þeirra á meðal sjerstaklega hina göfugu heiðurskonu, frú Ragnheiði Smith, Jón verzlunarstjóra O. V. Jóns- son og Jón Jónsson prentara. Reykjavík í nóv. 1877. Kristín Grímsdóttir. Nærsveitamenn geta vítjað „Isafoldar“ í Apótekinu, Ritstjóri; Björn Jónsson, cand. philos. Prentsraiðja „ísafoldaru.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.