Ísafold - 30.11.1877, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.11.1877, Blaðsíða 1
ísafold. IV 30. Reykjavík, föstudaginn 30. nóvembermán. 1877. Til íslendinga! í lok alpingis fálu pingmenn mjer í sumar, eins og á pingimi í hitt eff fyrra, aff bcra konungi vorum sínar pegnlcgar kveffjur og heilla oskir. Ept- ir aff eg var kominn til Kaupmanna- hafnar, var paff ein mín hin fyrstaferff aff leita fundar við konung, og bera honum pcssar kveðjur af hendi alþing- is. Hann Ijet í Ijósi seiu dffur sitt mildilega hugarfar til pjóffar vorrar og umhyggjuscmi fyrir velferff og fram- förum lands og lýffs í öllum greimim, scm be-J md verffa, og iók eg einkum fram viff hann þau atriffi, sem oss lccgi ríkast á geffi, og vjer mundum framast ceskfa að framgang fengi mcffal þeirra mála, scm alping hefffi haft meðferðis, sem vœri gufuskipsferffiriiar kringum Islands strendur, að pœr yrffi sem hag- anlegastar, og gat jeg pess, að alpiug hefffi boriff framtil stjórnarmnar nýjar uppdstungur um þctfa cfni, sem þaff vonaffi aff mundi dvinna sfer siyrk kon- ungsins og leiffa mál petta til hcppilegri iykfa en hingaff til, sem heht vœriþó'rf d. Konungur tók þvi mdli vel og Ifúf- lega, og kvaffþaff mundihitta fyrir fús- an hug hjá sjer til aff fylgja md/i voru svo sem bezt mcetti verffa, og í öiluin efn- um og mdlum vorum lýsti hann hinum beztu fyrirœtiunum, sem oss gat veriff auffiff aff óska oss. Vj'er getum du cfa öruggir treyst þvi, aff ráffgjafar hans munu finna hjá honum fúsan vilja til aff fœra hagsmunamdl vor til bczta veg- ar, eptir pví sem auffið' er. Að lyktum samtals vors fól hann ttij'er d hcndur að færa Islendingum vinsamlega kveðju og mildilcgt loforð tim sína konunglega hylli, hvenœr sem þar til gœfist fcrri, Kaupmannahöfn, 6. nóvember 1877, Jón Sigurðsson. Útlendar frjettir, Kaupmannahöfn. Ófriðurinn. Nú er tekið að halla heldur á Tyrkja megin, og" ósýnt að þeim takist að rjetta aptur sinn hluta í viðskiptunum. Vjer verðum að fara stutt yfir viðburðina, og minnast að eins á hið helzta, en reynum að rekja þá svo, að ferill þeirra verði fullglöggur, og sambandið sjáist milli þess, er áður hefir verið sagt frá í frjettagreinum vor- um, og hins er síðar hefir orðið, I nið- urlagi greinarinnar í „ísafold" IV, 27. 19. okt. varþess getið, að Mehmed Ali hefði orðið að stöðva framsókn sína vestur. pað var eptir allharða bardaga (á ýmsum stöðum milli J.ómárkvisla) með deildum hans og herdeildum Al- exanders keisarasonar, og stóð hinn síðasti hjá hæ, er Tsjerkóvna heitir. Tyrkjum hafði veitt betur í þeim við- skiptum framan af, en við Tsjerkóvna svignaði vinstri (þ. e. syðri) armur fylk- ingar Mehemeds Alis fyrir ofurefli Rússaliðsins, sem sótti þar að frá suð- urstöðvum Rússa, og mundi hafa kom- izt á svig við Tyrki og þeim í opna skjöldu, ef hershöfðingi þeirra hefði ekki haldið undan í tækan tíma. Hann tók nú stöðvar fyrir austan eystri kvísl Lómár, en Rússar treystu sjer ekki til að halda eptir til sókna. Soldáni og herstjórum hans í Miklágarði brá svo illa við þessi tíðindi, er vestursókn austurhersins fórst svo fyrir, að hann tók herstjórnina af Mehmed Ali, og setti í hans stað Soleiman pasja, for- ingjann harðvítuga í Sjipkaskarðinu. jþó hann sje sá fullhugi sem öllum er orðið kunnugt, hefir honum nú ekki þótt ráð að byrja nýja framsókn vest- ur á bóginn, en bíður enn átekta í þeim stöðvum—eða því nær—þar sem Mehe- med Ali skildi við austurherinn. A þeim slóðum hefir því lítið sem ekkert orðið til tíðinda með Tyrkjum og Rússum, og sama er að segja um viðureign þeirra fyrir norðan, eða í Dobrúdsja, þar sem Hassan Egypta-prins reynir að stemma stigu fyrir Zimmermann hershöfðingja. — Vjer víkjum nú sögunni vestur á vigslóðirnar hjá Plevna. Hjer höfðu bandamenn látið fjölda liðs og mátt kenna á bráðræði sínu, sem nokkuð var af sagt í síðastu frjettagrein vorri. Allan fyrri hluta októbermánað- arvarðhjer lítið um atburði, en þó ljetu Rússar skothríðina ríða að vígjum Tyrkja án afláts og þokuðu fram að þeim hlaupskurðum sínum, þar sem því mátti við koma. Um þenna tíma fengu þeir drjúgan herauka að norðan, ogþá komu varðliðssveitir keisarans á leik- völlinn. T?að sást á öllu, að nú skyldi vanda sem mest til um sóknina að Plev- na, og til að stýra henni var nú til kvaddur Todtleben gamli, sem varð frægur af vígjagerð og vörn Sebastó- pólskastala. Við þann liðskost, sem nú var fenginn, varð Rússum hægra að færa hergarðinn lengra og lengra vest- ur fyrirPlevna, eða hvorn endann nær öðrum þeim megin vígstöðvarinnar. Os- man pasja hafði ávallt fengið bæði lið, vistir og föng að vestan frá Viddin og 117 Sofíu, og því var nú mesta gangskör að því gerð að teppa allar leiðir fyrir þeim sendingum. En áður enn dróg til atburða á vestursvæðinu freistuðu Rú- menar atreiðar að víginu fram undan Gríviza (19. okt.) og náðu þar stöð um stund, en urðu að hrökkva þaðan apt- ur áður að kveldi kom. par fjellu af þeim 200 hermanna og tveir fyrirliðar, en sárir urðu 20 fyrirliðar og 707 her- manna. prjár eða fjórar mílur í útsuð- ur frá Plevna er ein vígstöð Tyrkja, þar sem Orhani (eða Orkani) heitir. Hjer höfðu Tyrkir áfangastað, þegar lið, griparekstrar og aðrar sendingar komu frá Sofíu, og hjeðan sætti sá fyrirliöi, er Sjefket pasja heitir, færi að koma sendingunum alla leið fram hjá varð- fiokkum Rússa, eða þá gera þar skarð fyrir þeim, er þyrfti. Rússar sendu nú Gúrkó hershöfðingja — þann hinn sama, sem sveimaði í sumar suður yfir Balk- an — þangað vestur á leiðir með mikið riddaralið og stórskotasveitir. Eigi langt frá Orhani hitti hann fyrir sjer deildir Tyrkjaliðs (24. október), og voru þaö eins konar forverðir fyrir her Sjefkets pasja við þorp eða bæi, sem Telis og Dúbnik heita. Gúrkó ljet sækja hvora- tveggju stöðina í senn, en beitti þann dag mestum hluta liðs síns móti hinu síðarnefnda vígi. Hjer var barizt í tíu stundir með mesta harðfylgi af hvorum- tveggju. En eptir geisilegt mannfall í liði Tyrkja sáu þeir ekki annan kost fyrir höndum, er uppi stóðu, en gefa upp vörnina og þiggja grið. Höfuðfor- inginn (Akmed Evsi pasja), margir fyr- irliðar og hjer um bil 3000 hermanna urðu hjer teknir höndum. Síðan sneri Gúrkó liði sínu að Telis og varð hjer viðtakan linari. Iið Tyrkja komst hjer í herkví og fyrirliðarnir sáu sjer til einkis að þreyta vörnina og beiddust griða. (28. okt.). I þessum viðureignum mun það láta nærri, að Tyrkir hafi lát- ið síns liðs 7—8 þúsundir manna. þetta dregur ekki til lítils munar eptir allt það, sem gekk í súginn í Sjipkaskarð- inu — og eptir þær ófarir, sem byrjuðu í Asíu fyrir Tyrkjum í fyrra hluta októ- bermánaðar, og nú skal a minnzt. I Armeníu hofðu Tyrkir her sinn í tveím megindeildum. Fyrir vesturdeildinni í austur og suður frá Kars (kastalaborg- inni) var höfuðforinginn Múktar pasja, en fyrir hinni eystri, er sótt hafði inn yfir landamæri Rússa, sá foringi er Is- mail pasja heitir. í vor og framan af sumri vegnaði Tyrkjum betur á flestum stöðum, þar sem atburðir urðu, en þar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.