Ísafold - 31.01.1878, Blaðsíða 1
Í S A F 0 L 0.
V 2.
Reykjavík, fimmtudaginn 31. janúarmán,
„ísafold11 kostar 3 kr. árgangurinn (erlendis
4 kr.), frá nýári til nýárs, 32 blöð (arkir) alls, 2 á
mánuði tvo fyrstu og tvo síðustu mánuði ársins, en
3 á mánuði hina átta, með mislöngu millibili, eink-
um eptir því, hvernig stendur á póstferðum.
Andvirðið greiðist í kauptíð á sumrin, í pen-
íngum eða innskript.
Utsölumenn fá 7. hvert expl. í sölulaun.
Blaðið er sent kaupendum með póstferðum og
öðrum áreiðanlegum ferðum, þeim kostnaðarlaust.
jpeir sem kynrtu að eiga eptir að láta
mig vita, að þeir ætli að byrja kaup á
„IsafoXd“ með þessum nýbyrjaða árgangi
(5. árgangi, frá nýári 1878 til nýárs 1879)
eru beðnir að láta það eigi dragast, til
þess að upplagið geti sem fyrst orðið haft
mátulegt. Útg.
Steinhús og timburhús.
ví mun trauðlega verða á móti borið,
að einn af þjóðlöstum vor Islendinga
sje skaðleg vanafesta, heimskuleg fast-
heldni við forna venju, þótt þessi forna
venja sje raunar löngu orðin að sann-
kallaðri óvenju eða ósið. Dæmi þessa
eru næsta mörg; því er vef og miður.
Hjer skal að þessu sinni að eins minnzt
á eitt þeirra. 5>að er húsagjörð vor.
J>að er óhætt að fullyrða, að hver
maður með meðalgreind er löngu búinn
að sjá og sannfærast um, að húsagjörð
sú, er tíðkazt hefir hjer á landi víðast
til þessa,'er þjóðinni til hins mesta
niðurdreps, verulegt tjón landi og lýð,
og eins hitt, að víðast vantar lítið ann-
að en viljann til að ráða bót á þessu,
og sumstaðar ekkert annað. fað vant-
ar dug og áræði til að leggja niður
fornan ósið í þessu efni, að leggja nið-
ur moldargrenin og timburhjallana, og
taka upp steinhúsagjörð í staðinn.
Hjer í höfuðstað landsins standa
menn svo vel að vígi í þessu efni, að
með sanni má segja, að hjer vantar
ekkert nema viljann. Hjer er allt til,
er hafa þarf til steinhúsagjörðar: nægi-
legt efni rjett við hendina, og þar eptir
gott, bæði grjót og kalk; nægileg kunn-
átta til að fara með hvorttveggja og
hagnýta sem bezt má verða; nægur
vinnuafli árið um í kring; og næg þekk-
ing á kosturn steinhúsa umfram önnur
hús, og eins á því, hve stórkostlegur
fjársparnaður það er —ofan á allt ann-
að—að hafa grjót til húsagerðar held-
ur en við eða mold. Bæði hafa menn
hjer fyrir augum sjer greinileg dæmi
þessu til sönnunar, því hjer eru þó til
fáein steinhús, og eins nýtur hjer við
þess manns, er leggur manna mestan
hug á að byggja út hinni skaðvænu
fornu húsagjörð vorri og ryðja til rúms
steinhúsagerð, og lætur aldrei þreýtast
að prjedika mönnum betra sið í þessu
efni, bæði í ræðu og riti, sem í mörgu
1878.
öðru, er til framfara horfir landi og lýð.
það er hinn góðfrægi landlæknir vor,
Dr. Hjaltalín, sem vjer eigum líka með-
al annars að þakka að hjer er nú orð-
ið kostur á ágætu kalki, með helmingi
minni tilkostnaði en ella mundi eða
áður var. jþað var hann sem fann kalk-
námuna í Esjunni, og var aðalhvata-
maður þess, að farið var að vinna hana.
Mönnum er hjer — vjer ítrekum
það — fullkunnugt um kosti steinhúsa
umfram timburhús. Mönnum er kunn-
ugt, að þau eru t. d. miklu hlýrri, sjeu
þau almennilega til búin, einkanlega
öldungis súglaus, þar sem sjaldan eða
aldrei tekst að gjöra timburhús svo, að
eigi sje um þau töluverður súgur eða
komi að minnsta kosti upp eptir fá ár;
þar af leiðir ákaflega eldiviðareyðslu,
og, það sem lakast er, heilsuspilling
þeirra, er í þeim búa. Mönnum er
kunnugt, að litlu sem engu þarf til að
kosta til viðhalds steinhúsi, úr því að
það er einusinni komið upp, svo að
j mesti munur er á steinhúsum og timb-
| urhúsum að því leyti. Mönnum er
Ikunnugt, að steinhúsum er töluvert ó-
hættara við bruna en timburhúsum,
enda brunabótagjald fyrir þau miklu
minna. Loks er mönnum kunnugt það
sem mest er um vert í .þessu efni, og
Uppgötvan Leverriers.
Leverrier var stjörnufræðingur mik-
ill frakkneskur, sem andaðist í sumar
er leið í París. Hann var fæddur 1811
og vár lengi forstöðumaður fyrir sijörnu-
húsinu í París.
I Stjörnufræði Úrsíns, er Jónas Hall-
grímsson íslenzkaði (Viðey 1842), er svo
að orði komist (á 36. bls.):
„Stjörnuspekingarnir hafa leitað svo
grandgæfilega um allan himininn, að
það eru lítil líkindi til að nein stór jarð-
stjarna og óþekkt geti verið til innar,
eður nær sólu, en braut Úranusar ligg-
ur; ekki eru heldur líkindi til að nein
slík stjarna sje utar, sú er eigi heima í
voru sólkerfi11.
En fjórum árum síðar eða árið 1846,
fannst Neptúnus, áttunda jarðstjarnan í
sólkerfi voru, 200 miljónum mílna fyrir
zitan Úranus !
Lað var Leverrier, semfann þessa
nýju jarðstjörnu, er menn höfðu áður
fortekið að til gæti verið, og er það
einhver hin frægasta uppgötvan í stjörnu-
fræðinni, sjer í lagi vegna þess, hvern-
ig hann fór að því.
Hann fann hana áður ert hann sá
hana. Hann leit eigi á himininn. Hann
sat við skrifborðið sitt og reiknaði út,
að þarna, á þeim stað í geimnum, hin-
um ómælanda alheimsgeim, er hann til-
tók, 600 miljónir mílna frá jörðunni,
væri jarðstjarna, er ekkert mannsauga
hefði nokkuru sinni litið ; að jarðstjarna
þessi væri 60,238 daga og 11 stundir á
leiðinni umhverfis sólina; að hún væri
24x/2 sinnum þyngri en jörðin; að það
mætti sjá hana á tilteknum stað á himn-
inum á þeirri stundu, er hann til tók,
hefðu menn nógu sterkan sjónauka til
þess.
Leverrier sýndi útreikning sinn
Vísindafjelaginu í París, einhverju fræg-
asta vísindafjelagi í heimi. Mörgum
mundi hafa orðið á að halda, að mað-
urinn væri eigi með öllum mjalla: að
þykjast vita hvað gerðist 600 miljónir
mílna í burtu, en geta þó eigi vitað svo
mikið sem hvernig veðrið yrði næsta
dag. pað lá og nærri að ímynda sjer,
að Leverrier ætlaði að hafa menn að
gabbi, þvi að auðvitað var, að engum
manni var auðið að sanna, að hann hefði
rangt fyrir sjer, hvað fjarri sanni sem
þetta hefði verið, er hann kom upp með.
Enn mátti ímynda sjer, að þetta væri
prettir: hann væri líklegast löngu búinn
að sjá stjörnuna, en þættist hafa fundið
hana hinn veginn, af speki sinni. En
Vísindafjelagið var fjarri því að láta
sjer neitt slíkt til hugar koma. pað
skoðaði reikning Leverriers með mestu
alvörugefni; því var kunnugt, að hann
var mikill náttúrufræðingur. Hann hafði
og skýrt því frá, hvernig hann hefði
farið að þessu afreksverki sínu, og hver
rök hann hefði fyrir því, að hann mundi