Ísafold - 04.02.1878, Page 1

Ísafold - 04.02.1878, Page 1
V 3. 1878. í S A F 0 L 0. i Hvað e r? l~jvað er líf og hvað er heimur? Hví er ekki rúmsins geimur Kaldur, dimmur, alkyrr, auður? Eða: hví er nokkuð til? Hvað er til, svo heita kunni? Hví er allt í tilverunni, Blöndun, myndun, breyting, hreifing, Bylgjudrif, á tímans hyl? Hvað er tímans undra-iða, Oldufall sem lætur niða Augnabliks frá innsta djúpi Eilífðar að taptri strönd? Tíðbrá hulin alda’ og ára Ollu fleytir sama bára Innst að huldri alrúms miðju Ótakmarka þess frá rönd. Hverjar eru, og hvaðan runnar Hvatir innstu tilverunnar? Sækjast eptir mergðar myndun Með sjer eiga þar um stríð, Hverfa þó að einu allar, Undir heildarlög þær kallar Almyndunar eptirsóknin, Upp sem fyllir rúm og tíð. Sókn að vera, sókn að starfa Sókn að lifa og njóta þarfa Streymir fram um eilífð alla Alrúmspunkti hverjum frá. Allt er fullt af lífs viðleitni Lægri’ og hærri’ í ótalbreytni. Vekur allt og veldur öllu Vilji mikill. Hver er sá? Dýrðar-vilji sjálfs Hins sanna; Sá einn er, og frumhvatanna Eilíf, samkvæm, ótalbreytni Ytri mynd er sannleikans. Sælu-vilji sjálfs hins góða Sá einn er, og full-samhljóða Gjörvallt dregst, því eitt ber annað Inn í miðpunkt kærleikans. Yzt á rúms og tíðar tjöldum Titrar líf á geisla-öldum Sjást í döpru ljósi lætur Leiptur-hverfan mynda-sveim. Innst í djúpi lífsins lindár Ljósin, sömu guðdómsmyndar Öll þó skína, og eiiíft glæða Endurskin frá stundarheim. Atvik hverf, sem aldir gleymá Ut á jöðrum stundar-heima, feim, sem er og aldrei breytist Reykjavík, mánudaginn 4. febrúarmán. Innst í veru heyra til. |>ar er eilíft augnablikið, Ei þar skilur smátt og mikið, Elska söm þar gjörvallt geymir, Greinir vizka mergðar-skil. Sá hinn mikli, sanni, góði, Sem í lífsins megin-flóði, Eilífðar á augnabliki Ótakmarka fyllir hring; Hann býr sjálfur í oss öllum; Andi hans, er vorn vjer köllum, Hann er einn og æ hinn sami, Ýmsri í líkams tilbreyting. Eilíft lífið er í honum, Út hann strjálar lífgeislonum, Endurskin af eigin veru f þeim vaka lætur hann. ímynd hans í anda vorum í þeim stendur tignarsporum: Að sjer draga’ og í sjer glæða Eilífs lífs að geisla kann. Kristur, Guðs er kom að sýna, Kærleikann og sanninn brýna, Mynd hans björt og megingeisli Manns bar eðli í tímanum. þ>ó fyrir ofan takmörk tíðar, —Telst þar ekkert „fyr“ nje „síðar“— Lifir dýrstur ljóss með skara Lífs í miðpunkt eilífum. Hann brá Ijósi heiminn yfir, Helgri sem í fegurð lifir, Skýrir daprar geisla-glætur Guðdóms-myndar vorrar það. Eigum ljóssins nýja’ að neyta, Nýrra guðdóms krapta leita Guðsmýnd vora glæða’, og færast Gæða’ og kærleiks miðpunkt að. Svo er gjörvallt, innra og ytra Aflstraumar hins góða- og vitra, Eilíft djúp þeir innra fylla, Ytra’ er tið og rúm hjá þeim: jpó fyrir ofan takmörk tíðar Teljist ekkert „fyr“ nje „síðar“, Sjerhvers lífs þar eilíft eðli ,Endurskín frá stundar-heim. Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi. „Styrbjörn á Nesi“. I laglega er nafnið valið, því þú ert opt styrjargjarn í ritmálum. Hefir mjer stundum komið til hug- ar, þegar jeg las greinir eptir þig um mállýti hjá öðrum og mjer hefir fund- izt þú stranda á sömu skerjum, er þú vítir aðra fyrir, að senda þjer kveðju mína og spyrja þig, hvað komi til þess, að þú gætir svo opt að flýs í auga bróð- ur þíns, en gáir ekki að sams konar hjá þjer. Mjer finnst þú rita að öllum jafnaði einkennilega fallegt mál, tilgerð- arlitið og gáfumannlega, en hleypur þó áþig stundum, að mjer finnst, svo mjer þykir fyrir því, að þú, sem vítir aðra fyrir mállýti, skulir bera sjálfur fram á málvopnaþingi líka mállesti. Núna las jeg ' eina greinina eptir þigþísafold IV 17, 1877), „Um dönsku- slettur og fornyrði-1, og þykir hún næsta vel rituð víðast hvar að máli og efni, enda sýnist þú vera þar nokkru hóg- værari en opt endranær. þó eru þarí málsgreinir eptir þig, sem eg efast um að sjeu rjett islenzka. Mun eg bera þær undir þitt álit síðar, þegar eg er búinn með fáeina útúrdúra um efni í greininni, sem eg er á líku máli um eins og þú, eða öðru máli. Jeg er alls kostar á sama máli og þú um það, að fjöldi orða finnist i ís- lenzkum bókum frá 13. og 14. öld, sem eru óhafandi í ritmáli nú á dögum. pá fóru einkum klaustramenn og þeir sem hermdu eptir þeim, að rita með ýms- um sjergæðingsskap og afbrigðum frá alþýðumáli, tóku upp orðskrípi, sem flækzt höfðu inn í málið og sjaldgæf voru, eða smíðuðu þau af nýju, eins á- mátlega og þeir rituðu sjálfir; höfðu latínska orðaskipun og marga aðra nýja málkæki, sem hafa þá strax verið frá- brugðnir alþýðumálinu, svo þeir gætu sagt líkt og Faríseinn, að þeir væru ekki eins og aðrir menn: rituðu og töl- uðu öðruvísi en þeir. J>að þarf ekki annað en líta hingað og þangað í Bisk- upasögurnar okkar gömlu og ýmsar gamlar skræður eptir klaustramenn og þeirra líka (t. a. m. ýmsa kafla, sem Konráð prófessor Gíslason hefir tek- ið upp í bók sína „Um frumparta ís- lenzkrar tungu11).-—það þarf ekki nema að fara yfir þess háttar ritgjörðir frá 13. og 14. öld, til að sannfærast um, að þvílíkt mál, að orðum og málsgreinum, er ekki hafandi nú á dögum 1 ritmáli, ekki fegrandi með því það, sem nú lík- ist því, en er nú afmáð í daglegu máli, eigi berandi á borð fyrir alþýðuna okk- ar, sem talar enn í dag fallegasta málið, sem við eigum til, svo fallegt, að það er nærri því eins og fegursta sögumál- ið frá gullöld tungunnar okkar. því skilja nú börnin okkar einnig enn sög- urnar, nærri hvert orð. þú veizt að það

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.