Ísafold - 04.02.1878, Page 2
10
ÍSAFOLD.
%J8
er alþýðunni okkar að þakka, — for-
feðrum okkar í alþýðustíl — að málið
okkar fagra fór ekki í hundana á um-
liðnum öldum. Yfirmennirnir,—klerka-
lýður og valdsmannalýður—gjörðu flest-
ir sitt til að svívirða málið, færa inn í
það útlend orð og orðaskipun og höfðu
því líkt á takteini í riti og ræðu hver
við annan og svo við alþýðu. það vildi
til hamingju, að þeir hjeldu alþýðunni
frá sjer, svo það varð eins og „djúp
staðfest“ . milli hennar og þeirra. Fyrir
það lagði hún minni lund við að apa
eptir þeim orðskrípin og málleysurnar,
eða áleit sjer ofvaxið því líkt höfðingja-
mál, nema þá einstakir höfðingja-gant-
ar, og voru þeir svo hafðir að háði og
spotti af hinum fyrir bragðið.
þessi útlendi apaskapur flestra
heldrimanna hjerálandi í ræðu og riti
hjelzt við allt fram á okkar daga, svo
þeir gátu hvorki talað nje ritað óbjag-
að alþýðumál.
f>eir eru enn til, sem veilir eru i
þessu, þó nú sje hálf öld liðin síðan mál-
vitringar okkar fóru að vekja máls á
fegurð fornmálsins og alþýðumálsin's, og
byrjuðu að ala upp nýja kynslóð lærðra
manna, sem legði sig eptir að rita og
tala óbjagað almenningsmál. það kveð-
ur svo mikið að því, hvað alþýðumálið
er enn fornt og hreint víðast í sveitum,
að sá sem fer mjög víða hjer um land
(eins og jeg hefi farið), og tekur vel
eptir orðum manna og orðaskipun, get-
ur fundið hjer enn fjölda orða, gamalla
og góðra, og málsgreina, sem málfróð-
ir menn hafa álitið týnt úr málinu, en
finnst í elztu bókum framan úr fornöld
vorrar þjóðar. Sama má segja um sum-
an framburð orða, sem nú er breyttur
víðast hvar, að hann er enn til í sum-
um ættum og sumum sveitum.
Eins og það hefir komið fram á
okkar tíð, að smíðuð hafa verið mörg
ný orð eða tekin upp í málið, sum fal-
leg, sumljót—hinum fallegu er haldið,
hin ljótu týnast eða eru einkis metin,
nema af einstökum mönnum—eins mun
það hafa verið á öðrum öldum okkar
þjóðar hjer á landi. Mörg því lík orð
hafa getað komizt inn í bækur, sem rit-
aðar hafa verið þá, eins hin ljótu og
óþjóðlegu orðin; og þau standa þar enn.
En það hefir líklega farið svo um mörg
þeirra, að þau hafa aldrei komizt víða
inn í daglega málið, því heyrast þau
nú hvergi. þ>að má því segja um þau
orð, að þau hafi aldrei unnið sjer mál-
helgi. f>vílík orð eru því alls eigi fram
berandi nú, þó þau finnist í fornum bók-
um, ef þau eru nú eigi til eða all-tíð í
alþýðumáli í sveitum, eins og segja má
um ýms orðskrípi, sem nú eru komin
upp í einstöku sveit, að þau eru ekki
notandi í ritmáli handa almenningi. f>ótt
menn taki nú npp í rit forn snilldarorð
eða spakmæli, sem menn álíta nú týnd,
til að koma þeim aptur inn í málið, það
er annað mál.
Um orðið „kría“, sagnarorð, er jeg
þjer ekki samdóma—þar ferðu með rugl
—hvað víða það sje haft„ eða af hverju
það sje komið. Eg hefi heyrt orðinu
bregða fyrir víða um land alla mína
æfi. Og það man jeg glöggt, að jeg
heyrði það opt fyrir 50—60 árum, þeg-
ar jeg ólst upp i Axarfirði, og var helzt
haft um beiningafólk, sem fylgdi sjer
fast að í beiningabónum. þ>að var t. a.
m. jafnan haft um karl einn, sem var
skrækhljóðaður og fylgdi sjer vel að
bónum. þ>ykir mjer síðan það hafi þar
átt vel við. J>ví orðið er smíðað af kría
—fuglsnafninu (sem mun vera hljóðs-
nafn) — og hefir þýtt að láta líkt og
kria (sem við munum að er áfjáð, að
sækja eptir beiningum eða mat sínum).
J>essi ætlan • mín eða tilgáta um upp-
runa orðsins kría — að kría sjer—held
jeg megi verða gjaldgengari en þýzku-
afleiðslan þín.
Svipað er að nokkru leytt álit mitt
og þitt um ritmál P. P„ að það sje
eigi alstaðar svo vel vandað eða íslenzkt,
sem óskandi væri, um svo mikilhæf og
ágæt bókamál, sem hann hefir samið.
þ>ví þó mjög fáttsje þar af óíslenzkum
orðum, sem eigi eru alltíð í alþýðumáli,
þá er þar of víða óíslenzk orðaskipun
í málsgreinum, eins og þú segir. (|>ó
ber mest á þessu sumstaðar í seinustu
lagfæringu testamentisins, fyrir utan hitt,
hvað víða þar eru óviðkunnanleg hvers-
dagsleg orðatiltæki). En það eru ein-
mitt sömu. mállýtin, sem þú hrasar í
sjálfur og mikill fjöldi hinna nýrri skóla-
manna okkar, eins og þess háttar sje
nú að verða tízka. Sumir þeirra geta
varla skrifað svo brjef, að það komi eigi
einhverstaðar þar þess konar dönsku-
slettur. Svo hefir verið í mörgum brjef-
um, sem jeg hefi sjeð frá þeim sum-
um. Og sumir alþýðumenn, sem mennt-
aða má telja, eru farnir að taka þessa
kæki eptir. Til að sjá þetta, þurfum
við ekki nema að lesa ræður í alþing-
istíðindunum eptir suma bændur, og
sumt eptir þá í dagblöðum. pá er nú
ekki að tala um lagamálið, sem búið
var til eptir hinum útlendu lögum,
hvernig þar úir af dönskunni víða, þar
sem málvandir þingmenn náðu ekki að
lagfæra. Nú batnar samt lagamál al-
þingis drjúgum á innlendum lögum, svo
er fyrir að þakka, þó það sje blendið
enn á hinum, sem koma utan að. þ>að
er einn málkækur, er sumir þingmenn
hafa tíðkað og tíðka enn í lagamálinu
nýja, málkækur, sem eg veit eigi hvað-
an kominn er, en jeg álít hann eigiís-
lenzkan, því jeg hefi aldrei heyrt hann
í daglegu máli og hvergi fundið hann
í gömlum lögum. Yil jeg bera hann
undir þig, því hann finnst einnig í því
sem þú ritar. það er, að láta orðið
„skal“ og stundum einnig orðið „mun“
hafa með sjer hluttökuorð líðandi mynd-
ar, í stað nafnlauss háttar (
passivi í staðinn fyrir infinitivus eða
með honum). Svona er t. a. m. haft í
5 stöðum í 27. grein þingskapalaganna
frá 7. apríl 1876. (Á það leit eg núna
af tilviljun).
En þó jeg hafi svipað álit þjerum
sumt í ritmálum eptir P. P„ þá má telja
því margt til kosta. það er tilgerðar-
laust, ekki rósamál eða málflækjur,
heldur nærri alstaðar einfallt, ljóst og
skiljanlegt, eins og barnamál hjartnanna,
svo allur almenningur getur lesið bóka-
mál hans með ánægju sjer til gagns,
sem mjer þykir mestu varða. Fyrirþað
hafa bækur hans náð miklu almenn-
ingsáliti og vinna að því gagni okkar
þjóðar, sem hann ætlaðist til, svo mik-
ið, sem kostur sýnist vera á, eptir hag
trúarlífsins, sem nú er hjá okkur. þ>ú
veizt, að það er nú orðið, eptir skyn-
semistrúarkenninguna á undan, eins og
sjúklingur eða nærri örvasa skepna. Má
ætið telja þann velgjörðamann sinnar
þjóðar, sem leggur sig fram að bæta
mein trúarlífsins hjá henni. Og það
hefir P. P. leitazt við —því getur eng-
inn neitað. Og þú munt eigi heldur
neitaþví, að heilsa trúarlífsins hjáþjóð-
unum ræður mjög svo vellíðan þeirra.
5>ótt einstakir menn, sem minnst
eru glaptir í hugsun og máli af útlend-
um orðum og orðaskipun, geti fundið
mállýti í ritum eptir P. P„ þá tekur
almenningur eigi eptir því svo, að það
glepji fyrir honum, að hafa fullt gagn
af bókunum.
Nú mun þjer þykja nóg komið af
útúrdúrum mínum og tólfkóngaviti.
Enda á eg nú ekki eptir nema niður-
lagið, að bera í tal við þig dönskuslett-
urnar þínar í greininni, sem eg nefndi,
eða þær m«álsgreinir, sem mjer fannst
eitthvert danskt óbragð að. „Mundu
nú talin“, „og maður svo hins vegar
væri viss um“, „sem jeg bezt gat í-
myndað mjer“, „að þau nokkru sinni
hefðiífornri bók staðið“, „enaptur var
vel kunnugur þeim“. „Tilfelli“ (er það
fallegt orð?), „þýðingin ekki komst að“,
„Auðvitað og sá lösturinn“, „sem svo
víða hefir vel vandað“, „hann að mak-
legleikum á“. Finnst þjer eigi sjálfum
eitthvert danskt óbragð að þessum
málsgreinum, ellegar klaufabragð að
sumum? Sjaldan er orðum s’vo skipað
í daglegu tali, og í ágætum fornbók-
um hefi eg óvíða fundið líka orðaskip-
un. þ>ó því bregði fyrir á einstöku
stað, eins og jeg man eptir t. a. m. á
einum stað í Eglu, þá tel eg líklegra
að ritarar hafi víxlað þar orðunum, en
að þau standi svo skipuð í frumritinu.
24/g ’77* Böð-varr1.
* * *
Vjer kunnum hinum góðfræga höf-
undi greinar þessarar alúðarþakkir fyr-
ir athugasemdir hans um tunguna okk-
ar, sem bera vott um hans alkunna
fróðleik, greind og lipurð, og eigi síður
um góðgirni hans og hógværð. Vjer
>) J>etta nafn vel jeg mjer hjerna. J>að eptir
skapshöfn minni. En jeg heiti
Sigurður Gwmarsson.