Ísafold - 04.02.1878, Blaðsíða 4
12
ÍSAFOLD.
virða mjertil vorkunnar, þó jeg geti .eigi
fylgt honum, þar sem hann bregður
mjer um það, að jeg, sem „of rauður“
maður, haldi fram „ó-rauðum“ manni,
en mjer liggur samt nærri að kalla þetta
„svart“ eða „grænt“, og er það, að mínu
áliti, samlitt pólitíkinný hans.
Skuldar-grein P. O. er svo mik-
ið mál, að hún er óefað tíföld við allar
alþingisræðúr hans, þó að öll „já“og„nei“
sjeu tínd með, og vil jeg þó sleppa
hinni forkostulegu vísu, sem líklega á
að vera „rúsínan“ hjá honum. P. þyk-
ist rekja svo nákvæmlega sannleikann
í þessu registri sínu, að hvergi svífi; en
vjer erum allir menn, og vil jeg benda
honum á sumt, er mjer þykir honum
skjátla í. Jeg vona að hann misvirði
eigi við mig, þótt orð eða setning falli
úr, því að það er eigi öllum gefin jafn-
mikil gáfa til að semja „kommentara“
eins og umboðsmanninum vorum.
pá er fyrst atkvæðafjöldinn. par
hallar P. svo h'tið til sjer í vil; stelur
2 atkv. af síra E. og bætir við síra A.,
en getur eigi um þau 2 atkv., er felld
voru, (fer í kringum sannleikann, karl-
tötrið, sem hann kunni þó svo illa í Nf.-
greininni). I öðru lagi er í Hjeraðs-
landafræði hans svo lítið frábrugðnar
hugmyndir um vegalengdir frá því, er
almennt er talið; þannig álít jeg, að
Fljótsdalshjerað sje lengra en það er
breitt til, og eigi man eg betur en hest-
heldur ís væri þá á Lagarfijóti, erfund-
urinnvar á Fossvelli. (Ætli P. reki eigi
minni til þess lika?). pá talar P.ofur-
sakleysislega um það, að hann hafi vilj-
að láta aíla halda sannfæring sinni í
þessu máli, og þá sjálfsagt eigi talið
neinn á að kjósa sira A.; en segi hann
það öðrum en mjer. Eða hyggur P.
jafnvel sjálfur, að yfir 40 búendur úr
að eins 2 V2 hreppi þjóti af stað, tíðandi
og gangandi, óhvattir, til að kjósa lítt
eða ekkert þekktan mann vestan úr
Eyjafirði; nei! nei! P. minn, fyrir slík-
um samtökum og áhuga manna þarf að
„agitera11, og það í röskvara lagi; segi
jeg þetta eigi til að niðra mönnum, því
að svona er það haft um heim alla.n;
en hitt þykja oss lýti, að þora eigi að
gangast við því að hafa „agíterað11.
Enn getur P. um það, að síra Halldór
á Hofi hafi látið kosning þessa hlut-
lausa; og eru það bein ósannindi, því
að bæði hann og allir Vopnfirðingar
voru síra A. andstæðir. En þó svo
hefði verið, þá mun P. ráða í, hvað
því hefði valdið; en „blindur er hver í
sjálfs síns sök“. Hitt hefði P. aptur á
móti átt að sjá, að það var meira en
„taktleysi11, að fara að vasast í að fá
sjer eptirmann, fyrst hann sagði af sjer
þingmennsku sakir frábærs ódugnaðar.
Hvað það snertir, að Fljótsdælingar og
Felinamenn hafi fylgt mjer og P, Vig-
fússyni, þá tel jeg það hvorki okkur
nje þeim til vansæmdar; því að svo mun
um flest lítt kunn mál, að þeir, er að
þeim standa, verða opt að fara eptir
tillögum annára, jafnt vitrir sem óvitrir,
og verða því að meta málavöxtu eptir
góðgirni þeirri og drengskap, er þeir
þykjast þekkja hjá tillögumanni. Eitt
sannleiksatriðið er það hjá P., að hvert
mannsbarn á Uthjeraði hafi fylgt síra
A. Jeg segi nei, því að tveir bændur
úr Hlíðinni (Guttormur á Fossvelli, og
Jón á Hrafnabjörgum) greiddu síra E.
atkvæði sín á kjörfundinum, og svo
veit eg til að 3 bændur í Hjaltastaða-
þinghá, en sem eigi komu á fund, voru
andvígir síra A.
Loks vil jeg geta þess, að jeg mun
aldrei verða P. þorn í auga, sem kapps-
bróðir hans til alþingiskosningar, enda
væri það illa gjört, ef hann kynni að
muna aptur í skildingana, sem hann
fekk fyrir þingmennskuna sælu, og vil
jeg svo kveðja hann, óskandi bæði þess,
að kenningarnafn það (skopparakringla),
er hann gaf Jökuldælingum, festist eigi
við hann sjálfan, og að honum hafi
gengið betra til að koma síra A. á þing,
en Agli gamla, erhannvildi sá silfrinu
á Lögberg. 27n ’77-
þorvarður Kjerulf.
* * *
Hafim vjer tekið rjett eptir, muádi hinn heiðr. höf.
greinar þessarar, sem segir einarðlega til nafns síns,
eigi liafa átt kost á að svara fyrir sig í „lieyranda
hljóðiu, ef vjer hefðum synjað honum rúms, og fyr-
ir þá skuld eina höfum eigi gjört það, en alls eigi
af því, að vjer sjeum honum samdóma, eða að Vjer
vildum fara að sletta blaði voru fram í þrasið út
úr þessari alþingiskosningu, sem auk þess fer nú að
fyrnast úr þessu. Vjer erum eptir þingið í sumar
á allt öðru máli um þingmennsku síra A. en hann
virðist vera; en jafnframt játum vjer hreinskilnis-
lega, að vjer hefð’um eflaust, eptir því sem á stóð,
fyllt flokk höfundarins og hans fjelaga, hefðum
vjer .verið í tölu kjósenda í N.M.sýslu síðastl. vor.
Bjargarvandræöin. Með því að nú má
heita kominn góður afli suður í Garð-
sjó, þegar róa gefur, og nú er veðrátta
farih að batna •— bezta hláka nú sem
stendur — eru hjer eigi mikil bjargar-
vandræði sem stendur og verða eigi,
haldist aflinn, þótt torvelt sje að náhon-
um hjer af Inn-nesjunum, — nema á
Akranesi. J>ar er ástandið mjög ískyggi-
legt, eptir því sem segir í skýrslu frá
hjeraðslækni Borgfirðinga, er landlækn-
irinn hefir af góðfýsi ljeð oss. Læknir-
inn fór um nesið og skoðaði bjargræð-
isástæður margra heimila þar síðast í
f. m., eptir áskorun landlæknis, með-
fram til að grennslast eptir, hvað hæft
mundi í orðróm þeim, er á lagðist um
fráfall manns eins þar á nesinu, er varð
bráðkvaddur um miðjan f. m. Segir
læknirinn, að þótt enn sje ekki farið að
brydda á veikindum af rnatarskorti eða
óhentugu viðurværi, virðist sjer allt út-
lit til, að þess muni eigi langt að bíða,
nema bráð bót verði á ráðin, „einkum
ef litið er til þess, að 40 heimili munu
þegar að þrotum komin með allt bjarg-
ræði, og þess utan fjöldi af heimilum
að eins hafa forða um nokkurra vikna
tlma“. — Ut af grjótvinnusögunum get-
ur læknirinn meðal annars þess, að „á
einu heimili hafi bóndinnskýrt sjerfrá,
að hann eptirtilboði hreppsnefndarinn-
ar hefði ásamt 8 mönnum öðrum unnið
að grjótflutningi í barnaskólahús það,
er í áformi er að koma þar upp; sagði
bóndinn „að þeir hefðu unnið að því í
3 daga, svo sem 4 klukkustundir á
hverjum degi“ og taldi það „ekki
stranga vinnu11; hefði hver fengið að
launum 13 kr. 75 a., eða sem svaraði
liðugri krónu um hverja klukkustund,
er unnið var, og taldi hann þá borgun
„gjöf en eigi gjald11. Jeg kynnti mjer
og betur grjótvinnu þessa—segirlækn-
irinn — og get eigi annað álitið en að
hún, í því sleðafæri, sem nú er og jafn-
an hefir verið síðan hún hófst, megi
fremur kallast ljett vinna. Heimilið, þar
sem maðurinn (bóndinn) dó, segir lækn-
irinn eptir skýrslu ekkjunnar engan
veginn muni hafa verið með þeim bág-
stöddustu hvað bjargræði eða efni snerti,
en hafi lifað meira á háfi en nokkurt
hinna heimilanna. Einkum hafði bónd-
anum, eptir frásögn ekkju hans, þótt
háfur góður og borðað hann í meira
lagi; og var það meining hennar, að
hann hefði honum að bana orðið11.
Hitt og þetta.
Kossaniptir nefnast játendur nýrrar trúar
á Rússlandi, og eru allt ógefnar meyjar. f»ær kall-
ast og öðru nafni „Krists brúðir“. f>ær prjedika
krossfesting holdsins, og umfram allt að geyma
meydóm sinn óspjallaðan. f>ær mega eigi koma í
baðhús, eigi neyta ssetinda og eigí hvílast ámjúku;
þær eiga að gæta sín við hvers konar munuð og
tærilæti, og þvo sjer sem sjaldnast. Yerði „kossa-
nipt“ veik, má hún eigi neyta nokkurra meðala, því
að „veikindin eru send af guði“, segja þær, „og
gegn hans vilja má enginn breyta“. Hver, sem tek-
in er í trúarfjelag þetta, er bundin þvi að fjölga
játendum hinnar nýju trúar, svo sem framast er auð-
ið. „Kossaniptirnar‘“ eru því á sífelldum erli:„fara
út um allan heim“, eins og postularnir, og boða trú
sína. Nafnið „kossaniptir“ er af þyí dregið, að
langi þær til að kyssa karlmenn, mega þær það
eins og þær vilja; er svo sagt, að þær neyti þess
leyfis óspart.
Auglýsingar.
„FRAMFARI“.—Hjer með bið
jeg alla sunnanlands og vestan, sem
ætla sjer að gjörast lcaupendur „Fram-
fara“, að láta mig vita það með næstu
póstferð (marzferðinni). Jafnframt og
jeg vísa í auglýsingu mína í „Isafold11
IV 31, itreka jeg það, að skyldu ein-
hverjir þeirra, er skrifað hafa sig á
boðsbrjefið frá herra H. Briem og sent
mjer það, ætla að hætta við kaupin,
verða þeir að láta mig vita það með
þeirri ferð; ella er það um seinan.
„Framfari11 kostar hjer á' landi 7
krónur árgangurinn, 36 blöð, jafnstór
“Norðl.11 og „Norðanf.11, en miklu mál-
drýgri (smærra letur og þjettara).
Reykjávík, 31. janúar 1878.
Björn Jo'nsson.
Sá, sem fyrir misgáning í síðustu
póstferð (í desember) hefir orðið fyrir
því að fá ú r í staðinn fyrir lítinn stokk
með meðalaglasi í, er beðinn að senda
það annaðhvort póstafgreiðslunni í
Krossanesi eða póststofunni í Reykja-
vík, og mun þá meðalastokknum verða
komið til skiia. Sendingin var merkt
„S. S. Skagafjörð11 og vóg á' póststof-
unni 17 kvint.
Reykjavíkur póststofu, 2. febr. 1878.
O. Finsen.
Fyrir næstu póstferð mun Dýra-
frœðin og Landafrœðin, sem auglýstar
eru í „ísafold11 IV 27, og víðar, verða
alprentaðar, og geta þeir, sem þess
óska, fengið bækur þessar með þeirri
ferð, hvort heldur þeir vilja bundnar
eða óbundnar.
Prefitsmiðja „ísafoldar“ tek-
ur að sjer til prentunar með mjög væg-
um kjörum hverskonar rit og ritlinga,
grafskriptir, eyðublöð og arínað því um
líkt. — Prófarkalestur annast ritstjóri
„ísafoldar11 ef þess er óskað.
Nærsveitamenn eru beðnir að vitja „ísafold-
aru í Apótekinu, þegar þeir eiga leið um.
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos.
Prentsmiðja „ísafoldar“.— Sigm. Guðmundsson,