Ísafold - 18.03.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.03.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D. V 5. Póstferðirnar milli íslands og Danmerkur. ii. [,,7—i3“]- Þegar vjer þá gætumþess, að póstsambandinu milli íslands og Dan- merkur (og þá einnig annara landa) hefir síðan 1858 verið þannig hagað, að eitt gufuskip hefir verið látið fara 6 eða 7 ferðir á ári milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, og á þessari leið ætíð komið við í Skotlandi og á Fær- eyjum, þá getum vjer engan veginn á- litið, að póstferðirnar hafi verið greiðar eða stöðugar, eins og vjer áður tókum fram að þær œttu að vera; og því síð- ur hefir nú póstskip þetta getað verið hraðboði, sem það eigi að eins hefir ver- ið notað til hinnar eiginlegu póstþjón- ustu, eða til að flytja póstsendingar og ferðamenn, heldur einnig og mestmegn- is til vöruflutninga fyrir kaupmenn í Reykjavík og í Hafnarfirði. — þ>að hefir því leitt af öllu þessu fyrirkomulagi, að póstferðir þessar hafa orðið næsta strjál- ar og þunglamalegar í framkvæmdinni, og til þessa hefir margt hjálpazt að; j fyrst og fremst það, að láta skipið t \ livert skipti fara alla leið frá Kaupmanna- j höfn út til Islands, og þar næst að láta | það í hverri ferð krækja inn í Skotland og dvelja þar 1 eða 2 daga og aptur jafnlengi á Færeyjum. þ>á er og enn eitt, er löngum hefir orðið póstferðum þessum að þrepskildi, sem örðugt hefir Hólmgangan. Eptir Alexander Púschkín. (Framh.). Hefði jeg átt hægt með að hefna mín á honum þannig, að mjer væri sjálfum óhætt, mundi jeg eigi hafa látið hann komast svona vel undan mak- legum málagjöldum“. Jeg leit forviða framan í Silvíó, er jeg heyrði þetta. „Svona er það lagað“ mæltihann; „jeg má eigi stofna lífi mínu í hættu, því að fyrir sex árum var mjer rekinn löðrungur, og sá sem það gjörði, er enn á lífi“. Nú fór jegaðverða forvitinn. „Og þjer hafið eigi barizt við hann?“ mælti jeg; „yður hefir verið meinað það ein- hyern veginn?“ „Jú, jegbarðist við hann, og hjerna eru dálitlar menjar hólmgöngunnar“, Reykjavík, mánudaginn 18. marzmán. veitt yfir að stíga, og það eru ísalögin í Eyrarsuhdi í öndverðum marzmánuði, þegar skipið hefir átt að leggja út frá Kaupmannahöfn; þau hafa eigi ósjald- an valdið því, að skipið eigi hefir kom- izt þaðan á stað fyrri en l/2 mánuði, 3 vikum eða jafnvel mánuði síðar en á- ætlað var. — Póstferðir þessar og allt fyrirkomulag þeirra, svo sem það, að skipið eigi er látið vera á ferðinni nema rúmlega sumarmánuðina að eins, virðist því vera svo óhentugt og illa lagað sem orðið getur til að tengja eyland eins og ísland er, sem liggur einmana út í miðju Atlantshafi, við hinn mennt- aða heim, eyland, sem án efa hefir meiri þörf en nokkurt land annað á því að standa i stöðugu og svo tíðu sam- bandi sem kostur er á við ver- öldina. Flestir munu vera samdóma um, að margra alda sorgleg reynsla sje nægilega búin að sanna, að einmitt samgönguleysið við önnurlönd hafi átt mikinn, máske mestan og verulegastan þátt í því, að koma íslandi í það örverpi, að íslendingar í flestum greinum hafa orðið langt á eptir öðrum menntuðum þjóðum. En,—menn munu spyrja: til hvers er að tala um þetta? Póstskipsferðirn- ar eins og þeim nú er háttað, kosta ríkissjóðinn ærið fje, og að fjölga þeim mundi kosta hann enn meira; og er nokkur von þess, að uppástungum í þá átt yrði framgengt? Vjer skulum eigi dvelja við að svara 1878. þessum mótbárum, því að oss virðist í þessari grein allt undir því komið, að málefni þessu sje fyrir komið á sem haganlegastan hátt og samkvæmastan hlutarins eigin eðli og þörfumt ímanna; og viljum vjer þá fyrst geta þess, að vjer sjáum eigi neina skynsamlega á- stæðu til að láta póstskip frá íslandi ganga alla leið suður til Kaupmanna- hafnar. Vjer fáum eigi betur sjeð en að póstsambandi íslands við Danmörku og við önnur lönd væri miklu betur borgið, og að samgöngurnar gætu orð- ið miklu tíðari og reglubundnari, ef póstskip það, er hin danska stjórn ár- lega sendir út hingað, væri látið fara hverja ferð að eins milli Skotlands og íslands, eða, ef það þætti hentugra, milli Norvegs og íslands. Allir vita að hvort heldur milli íslands og Skotlands eða milli íslands og Norvegs er (nálega) helmingi skemmri leið en milli íslands og Kaupmannahafnar ; það vita menn og, að milli Skotlands og Kaupmanna- hafnar, eða Norvegs og Kaupmanna- hafnar, eru nægar samgöngur á öllum tímum árs, svo að frá Danmörku mætti koma þangað, ef menn svo vildu, 2 eða 3 sinnum áviku brjefum þeim og póstsend- ingum, er til íslands ættu að fara, ef að eins væri þannig til hagað, að póstskip væri við hendina á ákveðnum tímum til að ferja slíkar sendingar út til ís- lands. En—munu menn spyrja—mundi slík tilhögun ekki kosta ríkissjóðinn miklu meira fje, enþað, sem nú ervar- svaraði Silvíó, og lauk upp hattöskju, tók upp úr henni rauða húfu eða hettu, með gullskúf upp úr kollinum og borða- lagða, og setti hana upp. Hjer um bil þumlung fyrir ofan ennið var gat í gegnum hana, eptir kúluskot. „pjer vitið“ mælti hann, „að jeg hefi verið í hestmannaliðsflokknum frá M. þjer þekkið skapferli mitt; jeg er nokkuð metnaðargjarn; framan af æf- inni var jeg mesti ofsi. í þá dagavar ofstopi og sörlamennska í mestu gengi í hernum, og jeg var einhver versta ó- hemjan. pá þótti meðal annars sá fræknastur, er mest gat drukkið, og jeg drakk í rot heljarmennið hann B., er hann Denis Dawydoff hefir kveðið drápuna um. pá leið varla sá dagur, að eigi væri gengið á hólm. par var jeg optast öðrum þræði; berðist jeg eigi, var jeg hólmgönguvottur að minnsta kosti. Fjelögum mínum þóttu ósköpin öll til mín koma, og sveitarhöfðingjun- um þótti jeg manna óþarfastur í liðinu, en þorðu eigi aðbægja mjerburt. peir urðu og sjaldnast lengi í völdunum. Jeg þótti þannig mestur afreks- maður í vorri sveit, og undi því allvel hagmínum, þótt sökótt ætti jegímeira lagi og nokkuð ónæðissamt. En þá bar svo til, að í hóp vorn bættkt ung- ur maður auðugur, af göfugum ættum. Jeg hefi aldrei sjeð slíkt óskabam ham- ingjunnar, hvorki fyr nje síðar. Hann var ungur og upprennandi, manna fríð- astur sýnum og mesti gáfumaður, allra manna glaðlyndastur, framúrskarandi hreystimaður, og kunni eigi að hræð- ast. pessum miklu kostum fylgdi virðu- legt tignarnafn og nógur auður. pjer getið því nærri, að fjelögum mínum muni hafa þótt eigi litið til hans koma. Enda þóttist jeg brátt verða þess á- skynja, að vegur minn og gengi rýrn- aði óðum; jeg fann, að þessi hinnungi maður þóttimjer fremri um flestahluti. Hann hafði heyrt fara af mjer mikið orð og gjörði sjer því far um að ving-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.