Ísafold - 18.03.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.03.1878, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD. 19 18 %"< § þeirra, og á þessari hjálp ríður íslend- ingum því meir, sem land þeirra eraf- skekktara en önnur lönd, og að heita má á hala veraldar. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 28. febr. 1878. Ófriðurinn. Oss ljek svo grunur á í upphafi síðustu frjetta vorra, sem upp- hafið væri þá þegar komið á raunum Tyrkja og óhöppum. Að því hefir far- ið síðan. þegar Gúrkó hershöfðingja hafði tekizt að hreinsa mestallt landið fyrir vestan Plevna og stökkva liði Tyrkja suður yfir Balkan og að Sofíu- kastala, þá tepptust allir flutningar að vestan til Plevnahersins, en hergirðing- ar Rússa tóku að færast nær og nær og lykjast fastara um vígstöðina. Hin síðasta bjargarvon brást Osman pasja þá, er Rússar stökktu aptur herdeild- um Súleimans pasja, er hann hafði feng- ið aðalforustu hersins í stað Mehemeds Alis. Súleiman hafði safnað drjúgum her saman við bæ þann, er Osmanba- zar heitir, svo að Rússar höfðu litlar njósnir af. þenna her sendi hann af stað vestur í byrjun desembermánaðar og átti hann að freista að slíta herlínu Rússa við Tórnóva og halda svo til Plevna og veita Osman pasja lið til út- rásar á Rússa og til málarjettingar þar vestra. Tyrkir guldu „afráð“ að eins við þá tilraun sína, og sá Osman þá engan kost annan fyrir höndum, en reyna að brjótast út úr herkvínni. Að þessu kom io. desember, ogvaráform- að að koma hernum vestur að Viddín (einum vestasta af köstulunum við Duná). Framsveitir Osmans hröktu Rússa frá einu fyrirstöðuvíginu, eða rjettara, felldu þá flesta, er þar stóðu. Lengra komust Tyrkir ekki, því nú drifu herdeildir Rússa að frá öllum áttum og gerðu harða sókn að víginu og öllum stöðv- um Tyrkja. Áður en þeir náðu víginu, hafði ógurlegt mannfall orðið í beggja liði, en að því búnu tók her Osmans að hörfa aptur undan austur að Víd- fljótinu (fyrir vestan Plevna). Hjer var enn viðtaka nokkra hríð á árbökkun- um — einkum eystra megin —, en þeg- ar Osman sá, að til einskis mundi koma að þreyta lengur vörnina, þá sendi hann boð til Nikulásar keisarabróður og bauð að gefa upp vörn og vopn. Hann hafði orðið sár i bardaganum, en hjelt þó forustunni til þess er lokið var. Tyrkir höfðu misst allt að 4000 manna í orr- ustunni, fallinna og særðra, en afRúss- um höfðu fallið 10 foringjar og hjerum bil 200 manna, en óvígir urðu nokkuð á 13. hundrað manna. Að því næst verður komizt af svo ýmsum sögnum, sem flutzt hafa um töluna á þeim her, er hjer gekk á vald Rússa, mun óhætt að segja, að þeir, sem færir voru til fylgdar og vopnaburðar, munu eigi hafa verið fleiri en milli 30 og 40 þúsunda, en Tyrkir höfðu skilið þá eptir í sjúkra- 1 húsunum, ersárir voru og óvígir. f»að f var hægt að sjá á mönnum Osmans, e að margt hafði að þeim kreppt upp á e síðkastið, og voru flestir illa til reika. f Margir voru berfættir, eða höfðu ekki c annan skófatnað en ilsóla á fótum sjer. j Aðkoman i Plevna var hin hörmuleg- i asta. íbúar bæjarins voru hálfdauðir . af alls konar skorti, en þó tók yfir í i sjálfum sjúkrahúsunum, því í sumum ] þeirra var helmingurinn dauður í rúm- i unum sökum aðhjúkrunarleysis. Bæði < Rússum sem öðrum hafði fundizt mik- 1 ið til, hve kænlega og harðfengilega • Osman hafði varið Plevnastöðina, og ] því fóru margar sögur af því, hvernig ] þeir Nikulás keisarafrændi, Karl Rú- • menajarl og herforingjar Rússa tjáðu , honum kurteisi sína og virktaratlot með fegursta móti, er fundum þeirra bar saman. Daginn á eptir heimsótti Al- exander keisari Osman pasja, og fjekk honum aptur sverð sitt, er hann, sem allir aðrir, hafði selt af höndum. Við þetta komst mál Tyrkja eða vörnin af þeirra hálfu á þann halla, að þeir fengu eklci sinn hlut rjettan upp frá þessu. Vjer höfum að eins tíma og rúm til að rekja feril atburðanna í skömmu máli. Á hinum eystri herstöðvum stóð all- mikil orrusta skammt frá Rústsjúk 13. desember, og lutu Tyrkir enn í lægra haldi og ljetu hjer um bil 1000 manna. En það var sjer í lagi vesturfrá, að Rússar fylgdu sjer bezt að herverkun- um eptir Plevnasigurinn, enda gekk nú hjer bezt undan. Núkomulíka Serbar í leikinn og settust um kastala Tyrkja, þá er þeim eru næstir, Nisch og Widdín, og höfðu þær sveitir Tyrkjahersins nóg að vinna, erhjervoru tilvarnar. Seinna unnu Serbar báða kastalana, en hinn síðara með aðstoð bandamanna sinna. Rússar leituðu suður yfir Balkan um vesturskörðin og leiðirnar að Sofíu, og komu þar niður á sljettlendið, en Tyrk- ir hrukku hvervetna undan, er fundir urðu. Gúrkó var enn fyrir þeim deild- um og ljet þegar (i byrjun ársins) her sinn búast til umsátar, en hjer þurfti lítils við, því Tyrkir höfðu (27. des.) haft sig á burt úr borginni. Gúrkó Ijet þó ekki hjer lengi fyrir berast, en hjelt liði sínu austur til Filippópel og Sjipka, og stóðst það svo vel á endum, að hann var kominn austur á móts við skarðið, er Radetzky kom um Sjipka að norð- an. Hann ljet sínar deildir veitast á móti Fillippópel og öðrum stöðvum, er Tyrkir höfðu tekið til varna, því á und- an honum og Radetzký var Skóbeleff kominn suður um það skarð, er l'rajans- skarð heitir, og svo í svig við her Tyrkja í Sjipkaskarðinu. Við þetta komust Tyrkir í klömbrur, og þó þeir reyndu að brjóta þær af sjer, urðu leikslokin, sem vita mátti, að allur her þeirra (35,000) komst í bandingja tölu (9. janúar). Að Tyrkir hafi enn varizt drengilega, má< af því ráða, að Rússar kostuðu til sig-l ursins allt að 7000 manna. Upp frá þessu var fyrir Tyrkjum ekki um gott að gera. Fólkið flýði þúsundum sam- an undan Rússum til austurborganna, felmtur og ofboð hnekkti öllum ráðum, og setulið Tyrkja og aðrar sveitir stukku þar undan, er vöm skyldiveita. Nokk- uð af liði Súleimans pasja var sent til Adríanópel, og sjálfur fór hann á móti innrásarstrauminum, en sneri skjótt um hæl aptur til að komast undan ofurefl- inu. Ottinn var ekki minni i Miklagarði en annarstaðar, enda streymdi hingað mest af flóttafólkinu. Soldán sjálfur skalf nú á béinum og bað ráðherra sína leita um frið fyrir hvern mun. þeir höfðu áður beðið Englendinga að leita um sættir við Rússa, og þeir fóru slíku á flot, en fengu þau svör, að Tyrkir yrðu sjálfir að flytja bænir sínariþessu efni og snúa sjer að höfuðforingja Rússa- hersins. Soldán sendi þá Mehemed Ali ogReuf pasja (hermálaráðherrann) að semja umvopnahlje. peir voru fyrst og skjótast kostirnir gerðir af Rússa hálfu, að Tyrkir skyldu gefa upp Adríanópel og allar kastalavarnir á Bolgaralandi. Samningarnir fóru fyrst fram í herbúðum höfuðforingjans, og var lengi yfir þeim mesta hulda, en það, sem vísast frjettist, var það, að Rússar Ijetu her sinn sækja æ lengra austur á bóginn að Adríanópel og lengra. pann ió.jan. fór Skóbeleff með her sinn inn í Filippópel, og fám dögum síðar gáfu Tyrkir upp Adríanópel, og var haldið áfram að semja um vopnahlje og for- spjöll til friðargerðar. þangað fór stór- vezírinn, Server pasja, og með honum annar ráðherra. Kostirnir voru hinir ó- mildilegustu, og það kom fyrir ekki, að samningamenn Tyrkja þæfðu í móti, því Rússar hjeldu sínu áfram og þok- uðu hernum nær og nær höfuðborginni. par kom, að Tyrkir urðu að víkja úr öllum varnarstöðvunum og virkjunum fyrir vestan Miklagarð, svo að allt varð nú á Rússa valdi. pó að Rússum muni hafa þótt það ísjárvert, að taka Mikla- garð hertalci, þá vildu þeir láta Tyrki hafa hitann í haldinu. Við það var víða komið í öðrum löndum um þessar mund- ir, að Alexander keisari hefði heitið i öndverðu, að Miklagarði skyldi óhætt, hvað sem annars yrði að vinna, en nú var Englendingum orðið órótt heldur, , og ráðaneyti Bretadrottningar beiddist fjár (6 miljónir punda sterl.) tilbúnaðar hers og flota. pegar Englendingar heyrðu, að Rússar voru komnir að höf- uðborg Tyrkja, ljetu þeir flota sinn halda upp í mynnið á Hellusundi eða Dardanellasundinu, frá Besíkuvíkinni, og fengu leyfi soldáns til að fara inn í Marmarahaf, en hjeldu frá aptur, er Rússar sögðust ekki hafa nein- ar frekari atfarir sjer í hug. Rúss- ar höfðu kúgað þau heit af Tyrkj- um, að halda því öllu heimulegu, sem til var skilið í sáttmálagerðinni, og því Ifóru hjer af margar hviksögur. póvar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.