Ísafold - 18.03.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.03.1878, Blaðsíða 4
20 í SAFOLD. mest einræmi á einu, ogr það var, að Rússar áskildu sjer fasta stöð við sundið, svo að þeir gætu vakað yfir, að eng- inn út í frá kæmi því á sitt vald. Eng- lendingum þótti þessu til sín stilað, og því sendu þeir flotaforingja sínum, Hornby aðmíráli, boð á nýjan leik, og buðu honum að halda um Dardanella- sundið og upp að höfuðborginni. Rúss- ar höfðu þá svo tögl og hagldir í Mikla- garði, að soldán þorði ekki að leyfa Bretum sigling um sundið, en þeir voru við því búnir, og ljetu flotann halda í óleyíi Tyrkja inn í Marmarahafið. í orði kveðnu var svo látið, að Bretar vildu vera í námunda við höfuðborgina til að vera þegnum sínum, sem þar voru, til hjálpar, ef róstur og uppþot kynnu að orsakast af návist Rússa. Englend- ingar lögðust við akkeri við eyjar, er Prinseyjar heita, fram undan Mikla- garði, en nær hinni ströndinni. Rúss- um varð heldur hverft við þessa gest- komu, og ljetu Breta þegar vita, að þeir mundu senda her sinn inn í Mikla- garð, ef það væri ráð hinna að senda lið í land og setja það á vörð í borg- inni. Englendingar vægðu enn til og Ijetu flotann hörfa aptur úr því lægi, sem áður var nefnt, og leggjast suður við Dardanellasund. þetta gerðist í miðjum febrúarmánuði, en það var sem Tyrkir yrðu nokkuð tregari en áður að ganga að öllum ókostunum, og því ljet Nikulás keisari þá vita, að hann mundi láta her sinn fara inn í höfuð- borgina, ef þeir gerðu meiri vífilengjur. Vopnahljes-samninginn skrifuðu full- trúar Tyrkja undir 31. janúar, og ná- ýega alla kastalana fyrir norðan Balk- an höfðu Rússar á sínu valdi 8. febrú- ar, en eptir það var samið um friðar- kostina. það var sem sje ráð Rússa, að hafa fullan friðarsáttmála við Tyrki sjeríhöndum, og koma frammeðhann á ríkjafundi, eða á fundi þeirra ríkja, sem hlut áttu að Parísarsamningnum 1856. Um stórveldafund hafa mörg skeyti farið milli höfuðríkja álfu vorr- ar, þar sem friðargerðin skyldi lögð til samþykkta og austræna málið tilfullra lykta. Að svo komnu hefir þeim samizt um að halda samfund í Baden-Baden, en þó er enn svo við sig vaxið, að margir efast um, að á fund verði farið. Verði fundurinn þar haldinn, hafa þjóð- verjar áskilið sjer forsætið. Bismarck var nýlega kvaddur skýrslu um horf þ>ýzkalands til austræna málsins eptir þeim vöxtum, sem á því erunú orðnir, og þykir flestum, sem hann hafi orðið Rússum vilmæltari en sumir mundu kjósa.—þ>ess skal hjer getið, að Grikkir rjeðu loks til, þegar Tyrkir voru full- þrotnir á landi, og sendu 12000 manna inn í þessalíu til liðs við uppreistar- menn soldáns, en urðu felmtsfullir, er Tyrkir ætluðu að veita þeim heimsókn á flota sínum, og æptu á stórveldin sjer til hjálpar. þau rjeðu þeim að senda köllin til hers síns og kveðja hann aptur. fetta ráð höfðu Grikkir, og stilltust svo þau vandræði að sinni. Annars hafa Krítarbúar hafið uppreist, og sett sjer landsstjórn, og segjast vilja sam- tengjast Grikklandi. Ef ríkjafundur verður, þá getur verið að mál og hagur Grikkja fái nokkra rjettingu, en vart að því skapi, sem þeir segjast eiga tilkall til. [Hjer bætir frjettaritarinn við lausafregnura og á- gizkunum um friðarskilmálana, en það fellum vjer úr, með. því að þegar póstskipið lagði af stað frá Skotlandi 8. þ. m. voru þangað komnar áreiðan- legri sögur um friðinn, sem hjer segir, eptir brjefi til vor frá herra J. A. Hjaltalín] : Edinburgh, 8. marz 1878. Fulltrúar Rússa og Tyrkja skrifuðu undir frið'arskilmálana í San Stefano á sunnudaginn er var [3. marz]. Skulu þeir Rússakeisari og soldán hafa selt hvor öðrum fullar tryggðir að hálfum mánuði liðnum. Skilmálarnir eru enn eigi birtir almenningi, og verða eigi, fyr en tryggðirnar eru fram seldar af hálfu hvorra tveggja. Sagt er að þeir sjeu þessir: Tyrkjar greiði Rússum 216 miljónir króna, Rússar fái vígin Batúm, Kars, Ardahan og Bayazid í Armeníu; hjeraðið Dóbrúdsja og eyj- arnar í Dunármynni. Búlgaría sje gjörð fylki sjer og hafi Rússar þar setulið í 2 ár. Bosnia og Herzegovína fái og sjálfsforræði. Siglingar milli Svartahafs og Miðjarðarhafs og aðrar fleiri greinir bíði stjórnendafundarins. Er talið líklegt, að hann verði seint í þ. mán. (í niðurlagi frjettanna, sem verður að bíða næsta blaðs, eru helztu tíðindi konungaskipti á Italíu og páfaskipti í Róm — Viktor Emanúel dó io. janúar, en Píus níundi 7. febr.; hinn nýi kon- ungur heitir Umbertó I., elzti son Vik- tors, og páfinn nýi Leo 13. — ÁFrakk- landi eru þjóðvaldsmenn komnir að stjórn, og fer þar allt skaplega síðan. Vetur ágætur um alla Norðurálfu. Flokkur Vinstrimanna í Danmörku klofnaður. Jarðskjálptar ógurlegir í Suður-Ameríku: hrundu 2 stórborgir, önnur þeirra Líma, höfuðborgin í Perú. Hræðilegt hallæri í Kína norðanverðu). Póstskipið (Valdemar, Ambrosen) hafnaði sig hjer 16. þ. m. Hafði feng- ið gott ferðaveður, logn fráFæreyjum. Farþegjar: Jakob Sveinsson snikkari, Pjetur Hafliðason verzlunarmaður, og Löwe ljósmyndari. Ný lög. Hinn 14. desbr. f. á. hefir konungur vor ritað undir þessi lög frá síðasta alþingi: 11. Lög um skatt á ábúð og afnotum jarða og á lausafje. 12. Lög um húsaskatt. 13. I.ög um tekjuskatt. 14. Lög um laun sýslumanna og bæj- arfógeta. 15. Lög um skattgjöld á Vestmanna- eyjum. 16. I.ög um að launum lögregluþjóna í Reykjavíkurkaupstað sje ljett af landssjóði. 17. Lög um rjettindi Ábæjarkirkju í Skagafirði. 18. Lög um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. 19. Lög um að selja kornvörur og kol eptir vigt. 18/378 20. Lög um gagnfræðaskóla á Möðru- völlum í Hörgárdal. 21. Lög um að skipta þingeyjarsýslu og Skaptafellssýslu, hvorri um sig, í tvö sýslufjelög. og 27. f. m. undir 22. Lög um kirkjutíund í Reykjavíkur- lögsagnarumdæmi. 23. Lög um afnám konungsúrskurðar 13. marz 1833 [um húsaleigustyrk handa lyfsalanum í Reykjavík]. J>au 1 o _sem áður voru staðfest, eru talin upp í ísaf. IV 25, 27 og 30. Ostaðfest eru þá enn þessi 7 : skipta- lögin, vitagjaldslögin, kaupmannalögin, lögin um fiskiveiðar útlendra þegna Dana- konungs, einkarjettarlögin, gjafsókna- lögin og tíundarlögin. Póstsskipaferðaáætlunin er nú kom- in. Aðalpóstskipið, sem verður Phönix hjer eptir, hagar ferðum sinum einsog í fyrra, og strandferðaskipið (Diana) fer 3 ferðir, sömu leið til og frá landinu og hitt, en kemur fyrst á Seyðisfjörð, fer þaðan fyrstu ferðina sunnan um land til Reykjavíkur og síðan áfram vestur og norður fyrir á sömu hafnir og í fyrra flestar, og til Eskifjarðar, og þaðan svo áfram til Rvíkur sunnan um land, en frá Rvík aptur vestur og norður fyrir til Austfjarða, hjer um bil á sömu hafnir og áður; aðra ferð frá Seyðisfirði norð- an um land til Rvíkur og síðan alla hina sömu leið aptur ; þriðju ferð er eins hagað að öðru en því, að heim í leið fer skipið frá Rvík sunnan um land til Seyðisfjarðar, eins og i fyrra. Díana byrjar fyrstu ferð frá Khöfn 8. maí. Hæstirjettur hefir dæmt í 3 ísl. málum í vetur: Ákurgerðismálinu, milli Garða- prests og Knudtzonsverzlunar í Hafnar- firði (sbr. Dómasafn 1873,013.50), þriggja- marka-ómagamálinu frá Grenjaðarstað (Dsafn. 1874, bls. 11), og barnsútburðar- málinu frá Skógtjörn, — og staðfest landsyfirrjettardómana í þeim öllum. Reýkjanesvitinn. Ríkisþing Dana kvað hafa veitt fje til hans að sinni hálfu. Krisuvíkurnámarnir. Með næstu ferð kvað von á Paterson til að vinna þá í sumar með fullu fylgi. Frá Hyja-íslandi góðar frjettir. -— Komin 9 nr. af F r a m f a r a. Mohn, stórkaupmaður í Björgvin, aðalvið- skiptamaður verzlunarfjelaganna hjer á landi, hefir orðið gjaldþrota í vetur. Auglýsingar. Áskorun. Hjer með skora jeg á þá, sem hafa fengið lán úr þeim sjóðum, sem jeg hef undir höndum, að borga rentu af láninu á 11. júní gjalddegi sam- kvæmt skuldabrjefum þeirra, þar eð lengri dráttur á slíkri borgun er sjóð- unum til svo mikils skaða, að jeg má ekki láta hann við gangast. Skrifstofu biskups, í Reykjavík, 16. marz 1878. P. Pjetursson. I sölubúð O. P. Möllers sál. kaup- manns verður fyrst umsinn seldur ým- islegur vamingur fyrir peninga út í hönd með niðursettu verði. Reykjavík, 18. marz 1878. Fyrir hönd dánarbúsins Georg Thordal. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. pliilos. Prentsmiðja „ísafoldar11.— Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.