Ísafold - 23.03.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.03.1878, Blaðsíða 1
I S A F 0 L 0. V 6. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 28/2 78. [Niðuri.] Frá ýmsum löndum. Á Frakk- landi urðu leikslokin þau meðþjóðvalds- mönnum og einvaldsflokkunum, sem við mátti búast, að Mac Mahon hlaut að slíta tryggð og sambandi við Broglie hertoga, traustagoð einvaldssinna, og ganga hinum fyrnefndu á hönd fyrir fullt ogallt. Hann ljet borginmannlega lengi, en stálið fór að fara úr honum þegar Orleaningar — og í þeirra broddi Audriffet Pasquier, forsetinn í öldunga- ráðinu — vikust úr fjandmannaliði þjóð- veldisins og lögðu fast að honum að hverfa að öðru ráði, en tekið hefði ver- ið ió. maí, og láta hófsmenn þjóðvalds- manna taka aptur við stjórntaumunum. 13. des. gerðist Dufaure gamli forseti stjórnarinnar og tók við stjórn dóms- málanna, sem fyrrum, en með honum gengu í ráðaneytið: Waddington (utan- ríkism.), Marcére (innanríkism.), Leon Say (fjárhagsm.), og ýmsir fleiri. Hinir una illa við sinn hlut, en keisaravinir verst allra, enda höfðu flestir af þeirra liði komizt í embættin hjá Broglie, en hafa nú orðið að gefa allt frá sjer apt- ur. Síðan hefir allt farið skaplega með stjórn og þingi, en stundum gera keis- aragarparnir (Paul Cassagnac og fleiri) þar nokkuð hark með illyrðum, en bera sjaldan annað en smán úr býtum. — Nú er langt komið með sýningarskálann, og eru þangað þegar komnir sýnismun- irnir frá flestum þjóðum. Væri þável, ef friðlega bæri undir til þessa friðar- móts þjóðanna. — 6. janúar dó Raspail gamli, „kamfórulæknirinn“, sem hann var nefndur, 84 ára að aldri. Hann var jafnan einn hinn ákafasti í flokki lýð- valdsmanna. — ig. jan. dó efna-og eðl- isfræðingurinn Henry Regnault 68 ára að aldri, og 9. febrúar líffærafræðing- urinn Claude Bernard, 64 ára gamall. Hann hefir ritað margt í sinni fræði, er vísindamenn þeirrar greinar hafaímikl- um metum. — Frá Ítalíu eru mikil tíð- indi að segja, er þar hafa orðið bæði konunga- og páfaskipti. Viktor Emanuel andaðist eptir skamma legu 10. janúar. fví mega allir nærri geta, hve harm- dauði hann varð allr't þjóðinni; en hún átti líka að sjá á bakmiklum og ágæt- um manni. Hann hafði veitt henni þá forstöðu til fremdar og þrifnaðar, að vart hefir nokkurt land átt sjer hollari og traustari höfðingja, eða með nokkurs konungs forustu klofið fram úr meiri vandræðum. Hann varð eigi meira en Reykjavík, laugardaginn 23. marzmán. 58 ára að aldri, en hjer var mikið dags- verk unnið, er smán, þrælkun og doða var hrundið af ágætri og atgerfismikilli þjóð, og kröptum hennar komið í sam- verknað til heiðurs og fremdar, eða í stuttu máli: henni lypt úr lágum sessi í vegsæti meðal þjóða vorrar álfu. þeg- ar stórmennið flutti honum heillaóskir á nýársdag, minnti hann þá á í áhuga- miklu máli, að nú kynnu þeir tímar að fara í hönd, að sín þjóð, sem fleiri, ættu í ströngu að stríða, og bað menn hyggja sem mest á öruggt og þjóðlegt sam- heldi. Fjórum dögum síðar missti hann traustavin sinn og þjóðhollasta mann, Lamarmora hershöfðingja (á 73. aldurs- ári), sem var fyrir her ítala í bardag- anum við Custozza 1866. Konungi fjell þungt um lát hans, en þá skyldi svo skammt þeirra á milli. Af hinum unga konungi, Umberto I., vænta allir dugs og drengskapar, og hann hefir líka heitið að hafa dæmi föður síns sjer fyr- ir augum. — 7. febrúar andaðist Píus páfi IX, en hafði opt verið lasinn seinna hlut ársins er leið, og næstum að stað- aldri sfðan um nýár. Hann var fæddur 13. maf 1792, og hjet Johan Maria, en að greifanafni Mastai Feretti. Hann var kosinn páfi 16. júnf 1846, og hjelt svo postullegu embætti í 31 ár og 8 mán- uði, eða talsvert lengur en nokkur páfi annar á undan. Hvað á daga hans hefir drifið á þeim árum, er flestum kunnugt að nokkru leyti, er mestu skiptir, og hver breyting hefir orðið á hag páfa- stólsins, en hann ljetaldrei sveigjast til undanláts eða samþykkis við hina nýju ríkisskipun á Ítalíu. Hitt er og alkunn- ugt, að hann ljet meir og meir ánetj- ast af kristmunkum og þeirra ráðum. Allt um það er sagt, að honum hafi verið vel við Viktor konung undir niðri, og þegar hann leyfði einum höfuðklerlci sfnum að veita honum þjónustu ábana- sænginni, eiga honum að hafa farið þau orð um munn: „væri jeg ekki rúmfast- ur sjálfur, skyldi jeg fara og þjónusta Viktor Emanuel11. 20. febrúar var kos- inn nýr páfi, og varð fyrir kjörinu sá kardínáli, er hjet Gioacchino Pecci (f. 2. marz 1810). Hann hefir tekið sjer páfanafn og heitir Leo 13. Af honum hefir það orð farið, að hann sje val- menni og vel „lærður“ maður, og að hann til þessa hafi fyllt þeirra flokk, er hafa ráðið til hófs og stillingar, og að reyna til að leita sátta og samsmála við konungsríkið. Hann var fyrrum erki- biskup í Perúgíu, og eptir lát Anton- ellis (nokkurs konar) hirðmeistari páf- 1878. ans (camerlengo). — Hjeðan frá Dan- mörk eru fá tfðindi aðsegja. Veturinn hefir verið hjer, sem víðast f Evrópu, hinn bezti, en atvinnubrestur mikill, eink- um í höfuðborginni, og er nú reynt að ráða bót á honum með almennum sam- skotum. Af þingdeilunum er bágt að segja neitt, svo að menn sjái, hvert málin reka. En nú standa vinstrimenn í tveim andstæðum flokkum — fyrir öðr- um Berg og Tauber, en hinum Holstein greifi frá Hleiðru og Högsbro. í um- ræðunum skellur þeim opt hart saman, en við atkvæðagreiðslurnar fylgjast þeir að nálega í öllu. Onnur umræða fjár- laganna (1878—79) er búin, og er lítið ríflegar lagt til flestra greina en f fyrra. Samt ætla menn, að miðlunarmál verði fundin, svo að komizt verði hjá nýjum bráðabirgðarlögum. — Af hinum meiri eða nafnkenndari skörungum Dana eru engir dánir, en þó skalþessa nefna, er látizt hafa síðan um nýár: Lars Björn- bak, alþýðuskólakennara, örðugan vinstri- flokksmann; P. A. Fenger, prest (af Grundtvigsflokki) við Frelsarakirkjuna á Kristjánshöfn, og J. M. P. Griine, er fyrrum var ritstjóri „Kaupinhafnar- póstsins11. Griine var fyrst iðnaðarmað- ur (rennismiður), en bæði námfús og vel til náms fallinn, og hafði á ferðum sín- um um útlönd lagt stund á ýmsan fróð- leik og menntir. — Svíar og Norðmenn sitja nú yfir þingmálum sínum. Svfa- konungur ljet ekki stjórn sína í þetta skipti bera upp herskipunarmálið, “því hann bjóst við, að á sömu leið mundi fara og fyr, en nú hefir einn af „land- mannaflokki“ borið frumvarp upp til nýrrar herskipunar, og mun því dauf viðtaka búiníefri málstofunni. Afþeim mönnum, sem látizt hafa, síðan vjer skrifuðum seinast frjettir til ísafoldar, skal nefna: J. R. Rydquist, einn hinn ágætasta málfræðing Norðurlanda. Hann dó 17. des. f. á. og hafði þá sjö um sjötugt. Frægasta og mesta rit hans er „Svensk sprákets lagar“ (f 5 bind- um). H. M. Melin, prófessor í guð- fræði við háskólann í Lundi og dóm- kirkjuprófast; ritaði á móti bók Strauss um Jesú Krist. Elias Fries, prófessor við háskólann í Uppsölum í grasa- og náttúrufræði. Vjer skulum að endingu getaþess frá öðrum álfum, að sögur bárust af óg- urlegum jarðskjálpta í Suður-Ameríku, þar sem 2 borgir — önnur þeirra Lfma, höfuðborgin í Perú — lögðustað mikl- um parti í eyði; og í annan stað af ó- dsemilegri hungursneyð í norðurhluta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.