Ísafold - 23.03.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.03.1878, Blaðsíða 4
24 ÍSAFOLD. til svo ómerkilegt verk í hennar þjón- ustu, að vel fari ef um það á að fjalla með óþrifalegum hrosshóf. jþessi til- raun hans — og eins ritdómaramennsk- an — ætti að kenna honum að hafa hugfast hið ágæta heilræði: Skomager, bliv ved din Læst! og að breyta eptir því eptirleiðis; að vera ekki að bögglast við andleg störf, hvað ómerkileg sem þau eru, heldur unasjer, eins og hingað til, — „neffsl á askbofni, með asklok fyrir himinn“. Forngripasafnið. Vjer viljum enn að nýju vekja athygli manna á Forn- gripasafninu, og biðjum vjer því alla þá sem kynnu að eiga nokkra gamla hluti er fáanlegir væru, að senda oss þá til safnsins, hverju nafni sem nefnast, vjer munum borga slíka hluti eptir efnum safnsins og þeirra fornfræðislega gildi, en hinir gjöra þó enn betur, er gefa hlutina eða selja með vægu verði. þeir sem ekki kynnu að geta komið slíkum munum til okkar vegna einhverra kring- umstæðna, biðjum vjer að skrifa oss um þá og lýsa þeim, að vjer eptir því gæt- um gjört ráðstöfun. Vjer viljum taka það fram, að menn sjeu ekki að pukra með slíkahluti eða selja þá út úr landinu, án þess að hafa áður boðið þá Forngripasafninu, vjer höfum komizt að því, að á þann hátt hafa margir góðir hlutir gengið úr greip- um oss, og farið út úr landinu, og að enda hefir verið selt frá kirkjum, án þess að fá leyfi stipsyfirvaldanna (bisk- upsins); slíkt verður ekki afsakað, þar nógar eru nú ferðir og samgöngur hing- að til Reykjavíkur. Forngripasafnið er sú eina vísinda- lega stofnun hjer á landi þesskyns, og mættum vjer ekki hafa minna „ættar- bragð“ af forfeðrum vorum, en að leggj- ast allir á eitt að hlynna að því. Safn- ið á sjer marga velgjörðamenn hjer á landi, sem hafa sent þvi gjafir í fornum munum, og þannig er það orðið til í fyrstu; þar að auki hefir það fengið nokkuð fje í heild sinni frá því opin- bera til að kaupa gripi fyrir, fyrst frá stjóminni útlendu meðan svo stóð á, og síðan frá alþinginu; ber oss því nauðsyn til að láta þetta allt verða að þeim not- um, sem ætlast er til, og láta hvorki skeytingarleysi eða aðra smámunasemi hamla því. fað er kunnugt, að allar menntað- ar þjóðir verja ærnu fje til að safna forn- menjum, ekki einungis í sinu eigin landi, heldur og senda menn jafnvel í aðrar heimsálfur í því skyni, því þeir vita vel að fornir hlutir eru sá „þegjandi vott- ur, semlýgur sízt“ um hinn fyrri tíma, ef menn bera skynbragð á gildi þeirra hluta. Ef vjer nú vildum nokkuð fara að dæmi þessara þjóða, ættum vjer ekki að horfa í lítilfjörlegan kostnað eða ó- mak að hirða það, sem er í okkar eig- in landi, heldur en að láta það missast fyrir fullt og allt; nú eru einmitt síð- ustu forvöð, og hefði átt að vera gjört fyrir löngu ? þó vjer sjeum ekki auð- ug þjóð, þá erum vjer vel færir um þetta, enda sýnum vjer það, að vjer leggjum ærið fje til sums, sem ekki er þýðing- armeira fyrir landið en forngripasafnið. Síðan 1870 hefir engin skýrsla get- að komið yfir safnið, eða fornfræðisleg lýsing á þeim hlutum, og hefir því þó margt og mikið aukizt síðan, bæði keypt og gefið, en þessu verður ekki hrundið í lag nú þegar eins og vjer vildum, eða vera ætti, bæði fyrir húsrúmsleysi fyrir safnið, og vegna fjelevsis, þetta getum vjer sýntogsannað nær sem vera skal. Nú er nóg til í 2 herbergi eins stór og þessi 2 sem eru; þar að auki er safnið lítt flokkað eptir aldri og kyni hlutanna, því öllu þurfti að hrúga saman sem mest mátti vera, tíl að geta sýnt það, því þar við bætist, að safnið þarf að núm- erast allt að nýju, sjálfsagt allt sem komið hefir síðan 1870, enda miðarnir fallnir af mörgu hinu, þvf kuldi og hrá- slagi er ekki hentugur fyrir foma hluti úr járni; þannig eru nú ástæður safns- ins, svo allir sjá að því þarf að taka al- varlegt tak, þegar því verður viðkomið. Vjer höfum því eigi önnur ráð sem stendur, enn að reyna að auglýsa í blöð- unum eptirþví sem vjer getum við kom- ið. þá merkustu hluti sem komið hafa síðan 1870, og eins það sem hjer eptir mun koma, einkanlega það sem gefið er. Forngripasafnið er opið á miðviku- dögum og laugardögum frá kl. 1—2. Jón Arnason. Sigurður Vigfússon. * * .* 17. janúar 1878 hafa stiptsyfirvöld- in kvatt Sigurð Vigfússon til að vera umsjónarmaður forngripasafnsins, ásamt með inspektor Jóni Arnasyn.i sem um undanfarin ár einn hefir haft umsjón safnsins á hendi. Eldgosið, er vjer gátum fyrir skemmstu, var í hrauninu norður og austur af Heklu, á þrem stöðum, að því er næst hefir orðið komizt. fað byrjaði 27. f. m. og stóð næstu dagana á eptir, með tölu- verðum jarðskjálptum, og nokkru ösku- falli; en virðist hafa slotað síðan. Að minnzta kosti hefir enginn mökkursjezt hjeðan síðan snemma í þ. m. Askan er að dómi landlæknis vors hin sama og sú sem fjell í Heklugosinu síðasta, 1845, ipjög skaðleg mönnum og skepn- um. Ytarlegri frjettir — eptir brjefum úr næstu sveitum við eldsupptökin — höfum vjer eigi rúm fyrir í þetta sinn. Veirarfar hefir verið hið örðugasta á Norðurlandi: snjóar miklir og sífelldir umhleypingar; víða orðið heytæpt. En nú að líkindum kominn þar bati. Hjer syðra var og ótíð fyrra part þ. m.; stakasta gæftaleysi. En nú góðviðri nokkra daga. Aflabrögá. Nú er hjer hlaðfiski að heita má um allan Faxaflóa sunnan- verðan hvern dag, sem róa gefur. Ur Bolungarvík er og sagt mokfiski, og góður afli undir Jökli. Bjargarvandræði eru nú öll úti, eins og sjá má á þessu. En með því að afla- frjettirnar voru eigi komnar norður þeg- ar póstur lagði af stað, komu nú það- an með honum eitthvað framundir 2000 kr. af samskotafje handabágstöddum hjer syðra, mest úr fáeinum sveitum í Eyja- firði og þingeyjarsýslu, þar á meðal t. d. um 600 kr. úr einni sókn (Húsavík- ur). Sem nærri má geta, verða gjafir þessar fráleitt notaðar. Sem dæmi upp á framúrskarandi höfðinglyndi Norðl- inga getum vjer þess, að frá einum bónda, Jóni Guðmundssyni á Ásgerðar- stöðum í Hörgárdal, „sem er enginn ríkismaður“, kom 100 kr. ávísun. „Hann reisti bú af litlum efnum—er oss skrif- að—, og á mörg börn, sem nu eru fyrst að komast úr ómegð, en frá því hann byrjaði búskap hefir hann ávallt verið einhver beztibjargvættursveitar sinnar“. Manntjón. Laugardaginn 9. þ. m. týndist skip með 7 mönnum í róðri frá Birni óðalsbónda Jónssyni á (þórukoti í Njarðvík, í vestanroki með dimmviðr- isfjúki. Skipið rak upp hjá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. 23/sT8 Brauðaveitingar. Hinn 20. þ. m. veitti landsh. Vallanesbrauð síra Bergi Jónssyni, fyrr- um prófasti, á Asi í Fellum, v.1853, og s.d. Hóla, Við- vík og Hofstaði í Skagaíirði síra Páli Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal, v. 1841. Um það brauð sóttu aulc hans þeir síra Gunnar Olafsson á Höfða (v. 1843), síra Magnús Thorlacius (v. 1847), síra Markús Gíslason (v. 1862), sira Isleifur Einarsson (v. 1864), og síra Oddgeir Guðmundsson (v. 1874) en um Vallanes síra J>orsteinn prófastur |>órarins- son á Berufirði (v. 1858) og síra J>orvaldur Ásgeirs- son á Hofteigi (v. 1862). Heiðursmerki og nafnbót. Hinn 23. f. mán. sæmdi konungur vor Asgeir alþingismann á J>ingeyrum Einarsson heiðursmerki Dannebrogs- manna, og gjörði s. d. Ara lækni Arason á Flugumýri að kanselíráði. Auglýsingar. J>að hefir fleirum sinnum vakið ept- irtekt vora, að frásagnir þær, er herra Jón Ólafsson, ritstjóri blaðsins „Skuldar“, hefir látið prenta í nefndu blaði, um verðlag á innlendri og útlendri vöru í verzlununum hjer á Seyðisfirði m. fl. þar að lútandi, eru meira og minna ranghermdar, og sumar með öllu til- hæfulausar. Vjer undirskrifaðir viljum því hjer með biðja alla, og sjer í lagi skiptavini vora, að trúa e k k i slíkum frásögnum, eður nokkru því, er herra Jón Ólafsson kynni framvegis að setja í nefnt blað og snertir verzlanir þær, er við veitum forstöðu, nema að nöfn okk- ar sjeu undir það rituð. jþess skulum vjer geta, að vilji herra Jón Ólafsson fá sannar fregnir um verð- lagátjeðum vörum hjá okkur, þámun- um vjer láta honum þær í tje, að þvi leyti kringumstæður leyfa. Seyðisfirði, 4. jan. 1878. J. Chr. Thostrup. J. A. Holm. Sigurður Jónsson. Jeg undirskrifaður auglýsi hjer með fyrir öllum skuldunautum mínum, aðjeg í dag hefi gefið herra kaupmanni Jóni Guðnasyni hjer í bænum fullmakt til þess, að innheimta allar skuldir til mín, ogskalallt, sem velnefndur Jón Guðna- son gjörir í þessu tilliti, vera eins og jeg það sjálfur gjört hefði. Reykjavík, 18. marz 1878. //. C Robb. * * * Um leið og herra kaupmaður H. C. Robb auglýsir hið ofangreinda, inn- kallast hjer með allir þeir, sem skuldir eiga að lúka velnefndum H. C. Robb, til þess hið allra fyrsta, að semja við migum tjeðar skuldir, að minn'sta kosti fyrir 20. dag næstkomandi júnímánað- ar, þar eð þeir ella mega vænta þess, að jeg framfylgi kröfunum eptir lands- lögum og rjefti. Reykjavík, 19. marx 1878. Jón Guðnason. FUNDIZT hefir gullhringur með steini í nálægt húsi Tómasar læknis. Fjármark Sigurðar Magmíssonar í Gróf í Ytrihrepp: blaðstýft apt. hægra, hangandi fjöður framan vinstra. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prentsmiðja „ísafoldar11.— Sigip, Guðmundsson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.