Ísafold - 23.03.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.03.1878, Blaðsíða 2
22 ÍSA FOLD Sinlands. þaðan segir svo enskur mað- ur, að fólkið hrundi niður þúsundum saman á hverjum degi, eptir að það hafði gert það til stundlengingar lífsins að leggja sjer til munns gras og gras- rætur, eða jafnvel hálmstráin úr þök- um hreysa sinna. Stanley (frá Ameríku, sem fann Livingstone) er nú kominn aptur úr för sinni um þvera Afríku, og eiga menn þar von á fróðlegu riti, er hann segir ferðasögu sína alla. Hann hefir bæði á Frakklandi og í Lundúnum sagt mönnum frá höfuðuppgötvunum sínum og helztu ferðaþrautunum, og hefir öll- um fundizt mikið til um sagnir hans, og þá eigi síður um óbilugan kjark hans og þrautgæði. Póstferðirnar milli íslands og Danmerkur. iii. [Siðasta grein]. [„7—13“] I lögunum um hina stjórn- arlegu stöðu íslands í ríkinu 2.jan. 1871 (stöðulögunum), eru póstferðirnar milli Islands og Danmerkur eigi taldarmeð- al hinna sjerstaklegu islenzku mála, og lúta þær því undir hið „almenna lög- gjafarvald“ ríkisins, sem Islendingar enn þá eiga ekkert atkvæði um, og í 6. gr. laganna er sagt, að gjöldin til póstferða þessara skuli greidd úr ríkissjóðnum. þ>etta allt mun því mega skilja svo, að Danir einir eigi öllu að ráða í þessum málefnum, bæði hversu margar ferðirn- ar skuli vera og hve mikið fje eigi að veita til þeirra; þeir hafa þannig, sem vjer köllum, töglin og hagldirnar.—Vjer skulum hjer eigi fara út i það, að rann- saka, hversu hentugt þetta sje, en hins fáum vjer eigi bundizt að geta, að oss virðist engin ástæða til að efa, að hvorki hetra Krieger, þegar hann skar á þráð- inn og skellti á oss stöðulögunum, eða stjórnin síðan, hafi skilið svo atriðið um póstferðir þessar, að þær til eilífðar aldrei mættu vera fleiri en 7 á ári, og einnig til eilífðar ættu að ganga alla leið milli Islands og Kaupmannahafnar; til að ætla stjórninni svo takmarkaðan skilning, er að vorri hyggju engin á- stæða ; þess má miklu fremur nokkur merki sjá, að Danir álíta í raun og veru póstskipsferðirnar, eins og þær eru nú, ónógar til þess, að það verði með sanni sagt, að ísland með þeim sje „tengt við veröldina“ ; enda mun enginn sanngjarn maður geta lcallað það stöffugar sam- göngur milli Islands og Danmerkur (eða annara landa), þegar póststjórnin lætur sjer nægja að senda hingað póstskip sjálfa „sumarmánuðina“ að eins, (svo sem Ploug komst að orði á landsþing- inu 1869), en lokar síðan veröldinni fyr- ir oss um minnst 4 eða, optast 5 mán- uði ársins. Vjer eigum hjer auðvitað einungis við pœr póstferðir, sem ríkis- sjóðurinn eptir stöðulögunum er skyld- ur að halda uppi, (eltki strandsigling- arnar); og það eru þessar ferðir, sem vjer fáum eigi betur sjeð, en að hin brýnasta þörf sje á að haga öðruvísi, það er að segja, láta þær verða tíðari og reglubundnari, en þetta ætlum vjer því að eins auðið, að menn láti sjer það segjast, að fylgja því eina ráði, sem eðli- legast er og afstaða Islands bendir til, en það er að láta póstferðir þessar að eins ná til þeirra landa, sem næst liggja íslandi (Skotlands eða Norvegs), og koma landinu þannig í nokkurn veginn viðunanlegt og stöðugt samband við Danmörku og önnur lönd, með því að tengja póstskipsferðirnar hjeðan við hin næstu lönd, þaðan sem nægar eru sam- göngur, hvort helzt sem vera skal. Menn skyldu ætla, að margt mætti hvetja stjórnina í Danmörku til að efla sam- göngurnar við Island á þann veg, sem hlutarins eigið eðli virðist svo berlega benda á, og sem í raun og veru aldrei mundi geta valdið hinum danska ríkis- sjóði verulega meiri útlátum til ferða þessara en þeim, er hann nú greiðir. J>ó aldrei væri annað, þá ætti stjórnin að vita, að hjer geta bráðlega komið fyrir þau vandræði af náttúrunnar völd- um, svo sem af jarðeldum, jarðskjálpt- um, hafísþökum, og hallærum, bæði til sjós og lands, að hver ein stjórn, sem yfir slíku landi ætti að segja, og meira en að nafninu lætur sjer umhugaðhagi þess, mundi álíta það skyldu sína að sjá um, að þangað gætu samgöngurnar verið svo tíðar og reglubundnar, sem auðið er, svo þaðan mætti fá áreiðan- legar fregnir á öllum tímum árs; og það virðist sem stjórninni mætti því fremur vera hugarhaldið, að efla slíkar samgöngur við ísland, sem henni ekki getur verið það ókunnugt, að mörg atvik, en ekki sízt verzlunareinokunin, hefir komið Islendingum i það örverpi, að þeir nú eiga hvorki slíkan skipakost nje manna, að þeir af eigin ramleik væru færir um að fleyta sjer yfirhafið, þó líf allra landsmanna lægi við. — En umhitt megum vjer íslendingar afvorri hálfu vera fullkomlega sannfærðir, þó ekki væri af öðru, þá af gamalli reynslu frá öðrum málum, að ef vjer alls eigi látum á oss bæra og áræðum eigi að stynja upp neinni ósk í þessa stefnu, þá muni þess langt að bíða, að máli þessu verði hrundið í það lag, sem hjer er bent á, en sem þörf tímans sýnist þó svo harðlega að krefja; og vjer viljum því að lyktum leyfa oss að vænta þess, að landshöfðinginn, svo sem sjálfkjörinn talsmaður vor, taki mál þetta að sjer bg veiti öflugt atfylgi sitt til þess að fyrirkomulagi því, sem verið hefir á póstferðum þessum um hin síðustu 20 ár, verði hið bráðasta breytt og hrund- ið í það horf, sem hjer að framan hefir verið bent á. Nýr ritdómari. (Niðurlag). Mörgum mun nú raunar þykja ó- þarfi fyrir oss að fara að verja blað vort gegn annari eins persónu og hinum víð- ræmda þrekvirkja-prentara, eða þrek- þrykkjara, sem vjer viljum leyfa oss að nefna hann fyrir stuttleika sakir, allra- helzt er hverjum manni liggur í augum uppi það sem vér drápum á síðast, að dómur hans er eigi af öðru sprottinn en því sem Danir kalla „brednid'1 eða jafnóhreinum og lúalegum hvötum. En það er kunnugt, að „svo tekst leiðum að ljúga, að ljúfur verði að trúa“, og því er aldrei vanþörf á að reka aptur óhróður og ósannindi, hvaðan sem þau koma. Vjer eigum hjer jafnframt við aðra óhroðaklausu í Nf. 9. nóvbr. f. á., eptir sama höfund, en sem vjer höfð- um eigi sjeð um daginn, er vjer rituð- um upphafið á þessu svari, með því að það númer blaðsins hafði þá orðið ept- ir af póstinum hingað suður og kom eigi fyr en nú. þ>ar kallar hann sig til blekkingar „Nokkrir kaupendur við Faxaflóa“, en blærinn og orðfærið sver klausuna svo greinilega í ætt við hann og engan annan, að enginn vafi er á, enda getum vjer ogþess til skýringar, að einmitt hjer við Faxaflóa hefir ísa- fold í haust og vetur bætzt fleiri kaup- endur en nokkuru sinni áður, og að vjer höfum einmitt hjer um pláss feng- ið á þessu tímabili lof en eigi last fyr- ir hana hjá mörgum merkismönnum. fessi níðgrein minnir oss og á sams konar klausu í þjóðólfi fyrir hjer um bil 2 árum, þar sem meðal annars var fundið . að pappírnum í Isafold og orða- lagið annars jafnþrifalegt og tíðkanlegt er hjá þrek-þrykkjaranum, en svo stóð á, að þá var nýfarið að kaupa pappír- inn í hana beinlínis frá Khöfn, en áð- ur hafði hann verið keyptur hjá prent- aranum, og hann „lagt á“ hann hjer um bil Vi verðs. þetta sárnaði göfugmenn- inu svo, að hann var eigi i rónni fyr en þ>jóðólfur hirti fyrir hann áminnzta níðklausu, þar sem hann kallaði sig „Nokkrir kaupendur Isafoldar11, eða hjer um bil sama og nú í Nf. „Ríki hugmyndanna11 er eigi svo auðugt hjá höf., að þar sje til tvískiptanna. þ.ess þarf eigi að geta, að pappírinn í Isa- fold hefir alltaf verið betri síðan hætt var að kaupa hann hjá prentaranum en áður. Hann sullaði að jafnaði saman við hann lítt hæfu úrgangsrusli, og seldi sem nærri má getajöfnu verði og hinn pappírinn, sem var sæmilegur. þ>ví fer mjög fjarri, að oss þyki sjálfum ísafold svo fullkominn, að eigi megi margt að henni finna, af þeim sem vit hafa á. En það er vitaslculd, að þegar hinir fara að finnaað, verður raunar last þeirra lof, hvað þá heldur þegar illgirni og aðrar slíkar hvatir ráða dómnum meðfram, og það á fylli- lega heima um höfund níðgreina þeirra, sem nú höfum vjer minnzt á. Vjer þykjumst eigi gera oss seka í neinu raupi, þótt vjer segjum, að blað vort standi alls eigi á baki hinum blöðun- um hjer á landi. Um það getum vjer borið fyrir oss dóma fjölda margra merkismanna, og jafnvel einmitt Norð- anfara sjálfs, sem af sinni venjulegu góðsemi hefir hirt níðgreinir E. þ., nauð- ugur þó, sem sjá má á athugasemd hans aptan við klausuna í blaðinu 9. nóvbr. f. á. Vjer leyfum oss t. d.. að setja hjer nokkur ummæli hans umísa- fold í þ. á. 15.—16. blaði, 28. f. m.:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.