Ísafold - 23.03.1878, Síða 3

Ísafold - 23.03.1878, Síða 3
ÍSAFOLD. 23 ..ísafold hefir frá fyrsta verið og' er að mörgu leyti okkar bezta blað. Mjer er að minnsta kosti óhætt að segja það, að hún ber lang't af sunnanblöðunum öllum, síðan ,.íslendingur“ eldri var uppi........ ;það er mjög vandáður frágangur á henni hvað ritstjórn snertir, eins og líka hinn ytri búningur er lang- þokkalegastur blaðanna hjer, einkum síðan hún kom sjer sjálfri upp prent- smiðju, sem virðist hafa fegurra og fjöl- breyttara letur en nokkur hinna prent- smiðjanna hjer, enda er sjerstaklega vönduð prentun á því, sem jeg hefi sjeð frá henni. Málið á ísafold er bæði hreint og lipurt; hinar útlendu neðan- málssögur, er hún hefir flutt, hafa ver- ið prýðilega þýddar, enda líka sjerlega vel valdar (núna síðast „Höfrungshlaup11 t. a. m.). Utlendar frjettir hefir mjer þótt ísafold segja einna bezt af blöð- unum hjer; núna síðan í sumar, að hún hefir fengið sjer nýjan frjettaritara í Khöfn .... kalla jeg. þær snilldarlega ritaðar....... það hefir ekkert blað hjer nokkurntíma sagt eins vel alþing- isfrjettir og ísafold í sumar“. þ>að er siður sumra blaða, að henda á lopti hvert lofsyrði, er að þeim hrýt- ur, og flytja lesendum sínum undir eins. Vjer höfum aldrei kunnað við það, og því gjört oss að reglu, að láta Isafold aldrei hafa meðferðis lof um sjálfa sig. En að vjer neyðumst til að bregða út af þessari reglu til þess að bera hönd fyrir höfuð oss, er vjer erum áreittir, vonum vjer að enginn lái oss. Vjer leyfum oss því enn fremur að herma ummæli nokkurra merkismanna, utan- lands og innan, um blað vort, úr brjef- um frá þeim til vor einmitt fyrir skemmstu, frá því tímabili, sem last þrekþrykkjarans á við : „Isafold er hjer almennt álitin bezta blaðið, sem út kemur hjer á landi“. [10/» 78]- x , „Allir játa, að Isafold sje bezta blaðið okkar“. [4/, 1878]. „Mjer þykir ísafold fremst afheima- blöðunum“. [21/i 78]. „Við getum með góðri samvizku mælt með ísafold og „anbefalað11 hana sem hið áreiðanlegasta og bezt „redi- geraða“ blað heima [2eh 78]. „Eg var búinn að einsetja mjer í sumar, að þaklca yður einhvern tíma fyrir, hve ágætlega þjer sögðuð frjettir frá alþingi, og af því það má varla lengur dragast, gjöriegþað nú“. [ls/12 77]. „ísafold er ágætt blað að mörgu leyti, og skarar að minnsta kosti fram úr öllum blöðunum að skipulagi og reglulegri „redaction11, sem varla vottar fyrir í sumum hinna. Alþingisfrjettirn- ar hennar í sumar munu hafa verið svo góðar og greinilegar, sem kostur erá“. [•7* 783. „þjer ritið hið einfaldasta og fal- legasta mál, og allt af er blað yðar vandaðasta blaðið að rithætti og jafn- asta“. _ [25/9 77]. Vjer ítrekum það, að því fer fjarri, að vjer þykjumst eiga þetta lof allt slcilið. En úr því að almenningi hefir verið birtur dómur eptir illgjarnan hat- ursmann blaðsins, og að fáu eður engu merkan, á hann líka að fá að sjá þessa dóma, sem allir eru frá mönnum, sem þrek-þrykkjarinn er tæplega verður þess að leysa á þeim skóþvengina. Oss kemur eigi til hugar að fara að eyða orðum að sjálfum aðfinningun- um í klausum þrek-þrykkjarans, sem vitaskuld er, að eigi er svo mikið vití, að þær hreifi við því sem er aðfinnslu- vert í raun og veru, sem og eigi er við að búast; því „hvað skal blindum nmnni að dæma um lit“ : jafn-menntun- arlaus maður og margnefndur prentari er, hlýtur að dæma um ritstörf einsog blindur um lit, og það þótt hann vant- aði eigi viljann til að dæma rjett, hvað þá heldur þegar hann er eigi í pallin- um. En vjer getum þó eigi bundizt þess að geta þeirrar merkilegu tilvilj- unar, að rekistefnan út af „giptingar- máli trúarvillumannsins í Vestmanna- eyjum“, sem hann nefnir eitt til að- finningar, var einmitt eptir einn afþeim örfáu mönnum, sem prentarinn hefir nokkrar mætur á, öðrum en sjálfum sjer, þótt það sje raunar auðvitað ekki nema matarást. Vjer þykjumst ekki rjúfa þagnarskyldu vora um höfund aðsendra greina í blaði voru, þótt vjer getum þessa. Að prentarinn risti eigi svo djúpt, að honum gæti skilizt, að efni áminnztrar blaðadeilu var eigi Mormójia- giptingin, heldur það hið mikilvæga atriði, hvort stjórnarherra Islands hefði brotið stjórnarslcrána eða eig'i, — það er eigi nema eins og við var að búast af slíkum manni. — f>á birtist enn hið þriðja afkvæmi hinnar veglegu þrykkjarasálar í við- aukablaði við þjóðólf 14. þ. m., kost- uðu að sögn af honum sjálfum, enda munu þau útlát hafa tekið eigi alllítið upp á geðsmuni hans. Aðalefni grein- arinnar, — semvjerhöfum engan heyrt minnaZt svo á, að hann hafi eigi hrist höfuðið yfir ofurmegni heimsku, klaufa- skapar og ósvífinnar ósannsögli höfund- arins —• er ýmiss konar lygi um prent- smiðju Isafoldar eða snertandi hana, og höfum vjer eigi rúm til að skipta oss af því 1 þetta sinn, enda á það raunar ekkert skyltvið ritdómaramennsku hans; en eigi mun skuldinni samt gleymt. Aptur á móti skulum vjer verða hjer við ósk hans um að gjöra grein fyrir dóm vorum um Barnagullið fræga, en tökum það þó fram áður, að oss kem- ur eigi til hugar að ætla að fara að spilla fyrir sölu á kver-ómynd þessari — það mun vera það, sem tekur höfund- inn sárast. Oss kemur eigi hót við á hverju hann prangar, og almenningur kaupir svo margt ónýtisruslið, bæði í búð og annafstaðar, að litlu munar þó þetta bætist við. þetta mun útgefand- inn geta huggað sig við í öngumsínum. Hið nafnkennda ritverk, er hjer ræðir um, og mun vera sveinsstylcki út- gefandans í ritsmíðum, þótt hann hafi samt brugðið sjer með það í smiðju til annara, eptir því sem stendur í eptir- málanum, er 18 blöð alls að meðtöldu titilblaði og eptirmála, í litlu 8 bl. broti og á ljelegan pappír, og kostar að eins 45 aura. (Væri eigi einlægra að gefa kverið en að taka svona lítið fyrir það!!). Efninu er skipt í 35 greinir, og er þó ótalinn titillinn og eptirmálinn (37 með þeim). Af þessum 35 eða 37 greinum eru 19 ekki annað en stafróf, staf- rófabrot og samstöfur (atkvæði), sumar greinarnar ekki nema 3—4 línur. jpær eru allar með vísindalegum fyrirsögnum; ein heitir „Hljóðstaðir“, önnur „Einsat- kvæðisorð, sem byrja með savihljóðs- s(af“. Á einni blaðsíðu í samstöfunum sem vjer höfum litið á, standa þessar nýgjörvingar: juks(!), gíll, hlcms, hlikk, o. fl. því líkt, er eigi mun hafa sjezt fyr á íslenzku. Af hinum 16 grein- unum eru 6 skýringar við myndirnar hinar nafntoguðu, 5 um aðgreiningar- merki, tölustafi, greining stafa, útlenda stafi, skammstafanir og merki, 2 smá- sögur, 1 er sex línur um að börnin eigi að lesa vel, 1 fjórar línur um mishæðir á jörðunni (úr Halldórs Landafræði), og 1 (hin síðasta) um tunglið. Myndaskýr- ingarnar eru auðsjáanlega eptir útgef- andann. Hin fyrsta (6 línur), um barna- skólamyndina úr Hrappseyjarprent- smiðjunni, endar á þessari skarplegu á- lyktun: „það eru helzt líkur til, að þetta hafi verið barnaskóli11. Gufuskipslýs- ingin (með gufuskipsmyndinni hans Pay) er eigi ósvipuð lýsingu, sem er höfð eptir manni, er ætlaði að segjafrá vef- staðnum nýja, þegarhann komst á gang hjer, í stað íslenzka vefstaðarins. Hún varhjer umbilþannig: „Fyrst er spýta upp, svö er spýtaniður, og svo er spýta upp, og svo kemur spýtaniður, og svo spýta þvers um“ o. s. frv. í gufuskips- lýsingu þessari er meðal annars getið um stóra skrúfu, er sitji á endanum á stórum járnás. Mundi það vera hægur sess?! Tunglslýsingin er forkostuleg. þar er fyrst einungis sagt frá lögun tunglsins, vexti þess og þverran (og segir þar meðal annars, að þegar bjarta hliðin snúi að jörðinni komi hnattmyndun þess fram í fullri stærð!). En síðan segir hinn lærði höfundur: „þannig stendur á gangi tunglsins allt árið í kring“. Hann er eigi búinn að minn- azt einu orði á gang þess! Svo kem- ur: „hjer um bil fjórðu hverja viku höfuni vjer nýtt tungl. Vilji menn þá vita, pegar tunglið er í vexti, eða nær það er að minnka“ o. s. frv. Og þetta segir hann, að íslenzku-\s.ermax\ lærða skólans hafi lesið yfir, og lagað það, sem honum hafi þótt ábótavant. Smá- sögurnar, sem áðan nefndum vjer, eru báðar teknar úr öðrum bókum islenzk- um, en þess látið ógetið, sem nærri má geta. Onnur er sú um okurkarlinn í P'lórenz, sem þótti vænt um að prest- urinn sneri lagsbræðrum sínum til iðr- unar, til þess að hann yrði einn um ok- ur-atvinnu sína. þessari sögu hefir prent- aranum eptir því getizt.bezt að afallri þeirri mergð af smásögum, er til eru á íslenzku eigi síður en öðrum tungum. það er all-einkennilegt. — Hin er úr Barnagulli síra Bjarna Arngrímssonar : „Páll og Jón“, og byrjar þannig: „fað' var eitt barn, sem hjet Páll“. í sögu þessari er og meðal annars þannig lcom- izt að orði: ,, Hvar fæst mjólk og skyr f rá ?“ „Spyr að eins, svo fær þú greind með tíð“. „Strax flaut þar mjólkfram“. „I þeim skinnsvepp, sem þú þar sjer, er ný mjólk geymd(!)“. ■— Ogþettaer útg. svo ósvífinn að segja_ að íslenzku- kennarinn hafi lagað! — I upptalningu skammstafananna og merkjanna vantar margar algengustu skammstafanir og merki. í'leira hirðum vjer eigi til að tína, enda ætlum vjer að þetta muni nægja til að sýna, að dómur vor eigi við fuíl- gild rök að styðjast. Vjer höfum og eigi heyrt nokkurn mann lúka öðru orði á margnefnt Barnagull en að það væri stakasta ómynd. Um hinn ytra frágang á því munum vjer eigi þrátta meir; vjer höfum undir höndum sýnis- hom af kverinu, er mun fyllilega stað- festa dóm vorn í hvers manns augum, er það lítur. Margur mun kalla eigi of- ætlun j afnvel alveg ómenntuðum manni að böggla saman nýtilegu stöfunarkveri, einkum er eigi jjarf annað en prenta hvern staf að kalla upp úr öðrum stöf- unarkverum; og því var prentaravesl- ingnum vorkunn, þótt hann rjeðist í I þetta „þrekvirki“ sitt. En Pallas Aþene I lætur eigi að sjer hæða; það er eigi

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.