Ísafold - 25.03.1878, Side 2
26
ÍSAFOLD
dómaranum, hvernig lagamenn eigi að
fara með mál svo, að þau verði útkljáð
á sem rjettlátastan og sómasamlegastan
hátt. f»að getur því opt verið örðugt
að komast í skilning um ensk dómsmál,
þó salir þessir sjeu optast stórir ogvel
lagaðir til að taka við margmenni. í
Oxford var þannig um daginn háð saka-
málaþing í sal, sem annars er hafður
til að leika í sjónarleiki. Voru þar sæti
fyrir fleiri hundruð manna; en samt var
salurinn troðfullur allan þann tíma, sem
á rjettarhaldinu stóð. (Frá kl. 10 um
morguninn til kl. 6 um kvöldið).
Margur mundi ætla, að lítt fært yrði
að halda við á slíkum dómþingum þeirri
reglu og þeirri þögn, sem nauðsynleg
er til að rjettarhald geti farið fram
skipulega; en það er öðru nær. Eins
og Englendingar mega eiga það, að
hvergi fer guðsþjónusta fram á hátíð-
legri hátt en hjá þeim, eins hafa þeir
almennt mikla virðingu fyrir dómstól-
um sínum. Einum tveim sinnum hefi
eg heyrt almenning gjöra róm (applaus)
að ræðu fyrir dómþingi, — í annað sinn
var það innbrotsþjófur, sem sjálfur flutti
mál sitt, í hitt skiptið ungur málaflutn-
ingsmaður, er talaði; en í hvorttveggja
skipti varð steinshljóð, undir eins og
dómarinn áminnti þá sem viðstaddir
voru um, að hjer væri eigi sýnileikur á
ferðum. Hjer heyrist þess aldrei getið,
að dómarar fái að sitja í embættum sin-
um þrátt fyrir hneykslanlega hegðun,
eða þó þeir sjeu fyrir aldurs sakir eða
af öðrum orsökum alveg óhæfir tii að
gegna embættum sínum, og aldrei þess,
að dómari ginni fáfróða almúgamenn
til að samþykkja eða segja annað, en
þeir í rauninni ætla sjer. Slílct getur
ekki heldur vel átt sjer stað hjer,
þar sem margir vottar eru viðstaddir
hvert rjettarhald og allmargir þeirra
lögfróðir, og hvað dómarana snertir,
þá er það meira vandaverk en íslenzk-
ur dómari getur gjört sjer í hugarlund
að vera dómsforseti á Englandi. Hann
verður ekki að eins að vera skarpur og
mælskur maður, til þess að geta gripið
fljótt og vel aðalatriði málsins og skýrt
glögglega frá þeim, þegar hann að end-
uðum málflutningi ávarpar kviðinn;
hann verður líka að vera vel að sjer í
lögum, því úrskurði þá, er þar verður
að gefa, verður hann optast að kveða
upp jafnóðum og spurningin kemur
fram, án þess að leita leiðbeiningar í
lagabólcum; en málsfærslumennirnir,
sem sjálfsagt geta vel þegið að fá
höggstað á dómaranum og sem þekkja
málið, áður en það kemur fyrir rjettinn,
geta aptur leitað eins mikið og þeir
vilja í laga- og dómasöfnum, og af þeim
eru til við hendina þ}rkk bindi svo
hundruðum skiptir.
Heima á íslandi þykir það tölu-
verð minnkun að verða f}'rir op-
inberri ákæru („komast undir manna
hendur11) eða eigaí máli við náungann.
—á'jer höfum jafmel heyrt það kallaða
góða ástæðu til að víkja embættismanni
frá, að hann þóttist þurfa að verja land
sitt, hlunnindi og fjenaö gegn ágeng-
um nábúum. Hjer líta menn nokkuð
öðruvísi á slíkt. f>að er vitaskuld, að
ekki þykir neinn sómi að verða fyrir
„ákæru rjettvísinnar“, og þrætugjarnir
menn eru ekki í meiri metum hjer en
annarstaðar, en valdstjórnin lætur al-
menning sjálfan áfella málagarpana, og
hún álítur sjer skylt að fara með hvern
ákærðan mann sem með heiðvirðan
mann, þangað til hann er sakfelldur á
löglegan hátt. Auðvitað er, að hinn á-
kærði er tekinn fastur, þegar nauðsyn-
legt þykir að útvega tryggingu fyrir,
að hann strjúki ekki áður en málið er
útkljáð; en að undanskildu fangelsinu,
má hann lifa og láta eins og hann vill,
bera sig saman við vini sína og við lög-
fræðinga um málstað sinn, og aðrar
farin að leggjast svo þungt á mig, að
jeg fór að reyna að venja mig á að
drekka brennivín. En jeg hafði eigi
annað upp úr því en höfuðverk, og ótt-
aðist jafnframt, að svo kynni að fara,
að jeg yrði reglulegur drykkjumaður
með tímanum, en það var nógaf drykkju-
mönnum í sveitinni undir, og eigi ábæt-
andi. I þeirra tölu voru grannar mínir
hinir fáu, sem til voru, enda var viðtal
þeirra eigi annað en letistunur og brenni-
vínshixti — og kaus jeg miklu heldur
að vera einn en að hafa samneyti slíkra
skepna. Loks tók jeg upp á því i ó-
yndisúrræðum að fara snemma að hátta
á kvöldin og neyta miðdegisverðar sem
allra-síðast; með því styttist kvöldið, en
dagurinn lengdist.
Eigi alllangt þaðan, sem jeg átti
heima, var höfðingjasetur eitt mikið og
fagurt, er greifafrú nokkur átti, er hjet
B., en sat þar þó eigi, heldur hafði
þar ármann. Hún hafði alls einu sinni
á æfi sinni dvalið þar nokkrar vikur,
skömmu eptir að hún giptist. En þeg-
ar jeg varbúinn að vera nokkuðáann-
að ár í sveitinni, frjettist einu sinni, að
hún ætlaði að vitja þangað aptur, og
reyndist það satt; hún kom þangað um
Jónsmessuleytið og maðurinn hennar
með henni.
J>að þykja eigi smáræðis-tíðindi í
hjeraðinu, er þangað er von á lendum
manni stórauðugum og er það þá stöð-
ugt umtalsefni hálft missiri fyrir og
hálft missiri eptir komu hans, bæði
meðal höfðingja og almúgamanna.
Mjer þótti og eigi ónýtt að eiga von á
að verða .granni ungrar og fríðrar
hefðarkonu. Jeg rjeð mjer eigi fyrir
forvitni að sjá hana, og fyrsta sunnu-
daginn eptir að þau hjón voru
komin, lagði jeg af stað að heimsækja
þau.
Jeg hitti skósvein, sem bauð mjer
inn í hversdagsherbergi greifans sjálfs.
J>að var stórt og prýðilega búið. f>ar
voru stórir bókaskápar meðfram veggj-
27n8
eins rannsóknir og þær sem þeir Björn
sýslumaður Blöndal og Jón heitinn á
Stóra-Ármóti í Árnessýslu urðu frægir
fyrir á sínum tíma, þekkjast ekki hjer.
J>ví fer svo fjarri, að dómarar hjer herði
að hinum ákærðu um að segja satt og
skýra frá broti sínu, að þeir þvert á
móti stöðugt áminna þá um að segja
elckert, sem geti orðið þeim til áfellis,
og heldur segja sig saldausa en seka,
því þeir muni fá þá hegningu, sem þeir
verðskuldi, ef kviðurinn úrskurði þá
seka, hvort sem þeir vilji játa sjálfir
brot sitt eða eigi. Af hendi valdstjórn-
arinnar flytur æfinlega málsfærslumað-
ur málið, en hinum seka er frjálst að
flytja sjálfur sitt mál, ef hann vill það
heldur en að fá sjer málaflutningsmann,
og hafa margir ákærðir menn, er varla
kunnu að draga til stafs, og því hefðu
engin ráð haft með að flytja mál sín á
íslandi, gjört það snilldarlega fyrir ensk-
um dómstóli. Hinn ákærði stendur eða
situr á tilteknum stað, en rjett hjá sjer
hefir hann málaflutningsmenn sína, og
vinum hans er heimilt að ganga til hans,
taka í hendina á honum og hvísla að
honum því, sem þeim þóknast.
J>að er sjálfsagt, að þegar hinum
ákærða er gefið svo mikið frelsi til að
verja mál sitt, verður mjög áríðandi að
vitni þau, sem geta borið um málið,
verði prófuð sem rækilegast, ogaðlög-
in ekki hamli dómaranum frá að nota
sannanir þær, sem til eru. Hjer erþað,
að kviðurinn hjálpar. J>að er eigi að
eins heimilt hverjum kviðmanni að
leggja sjálfur fyrir vitnin þær spurn-
ingar, er hann vill, heldur getur lcvið-
urinn heyrt og tekið gildan vitnisburð,
sem mundi hafa sárlitla þýðingu sam-
kvæmt íslenzkum lögum, t. a. m. vitn-
isburð barna, jafnvei yngri en 10 ára,
giptra kvenna í málum, er varða eigin-
menn þeii'ra, og fl. Beri sitt vitnið hvað,
sem optar er hjer á landi en skyldi,
unum, og marmaramyndir uppi á þeim,
en dýrindisábreiða á gólfinu. Ofninn
var úr marmara, og sldnandi spegill
mikill þar uppi yfir. Jeg var löngu
orðinn óvanur allri viðhöfn og skrauti,
og langt síðan að jeg hafði komið í
nokkurt höfðingjahús. Mjer fannst því
eins og það ætlaði að verða lítið úr
mjerinnan um slíka dýrð, og beið greif-
ans all-feiminn, eins og ölmusumaður
ofan úr sveit, þegar hann á von á að
fá að tala við stjórnarherrann. Bráðum
var hurðinni lokið upp og kom þar inn
ungur maður fríður sýnum, á þrítugs
aldri á að gizka, og kvaddi mig vin-
gjarnlega. Jeg ætlaði að fara að gjöra
honum grein fyrir hver jeg væri, en
hann Ijet sem þess gjörðist engin þörf
og var hinn þýðasti í viðmóti. Hann
var svo alúðlegur og blátt áfram, að
það fór undir eins að fara af mjer feimn-
in; en þá kom konan hans inn.
(Framhalcl).