Ísafold - 25.03.1878, Side 3

Ísafold - 25.03.1878, Side 3
ÍSAFOLD• 27 metur kviðurinn, hverju helzt sje trú- andi. í einu máli sem jeg hlýddi á í Cambridge, báru 2 menn það fram, að hinn ákærði hefði sömu nóttina og glæp- ur sá var drýgður, er hann var sakað- ur um, verið í margra mílna fjarlægð að spila við þá, en lögregluþjónn þótt- ist hafa sjeð hann þar, sem verkið var framið. fegar vitni þessi voru yfirheyrð hvort i sínu lagi bar þeim ekki saman um ýms atvik í spilunum,. og áleit kvið- urinn þau ljúgvitni og sakfeldi hinn á- kærða. í öðru máli, sem varð að miklu umtalsefni í blöðunum fyrir nokkru síð- an, komst kviðurinn aptur á móti að þeirri undirstöðu, að hinn ákærði hefði sannað sýknu sína með 2 vitnum, sem báru að hann hefði verið langt í burtu þaðan, er athæfið fór fram, þá stund er það var framið. Hjer bar vitnunum saman, þótt hvort um sig væri spurt út í æsar um hvert atvik, en síðar kom það upp, að vitnin hafði rangminnt mánaðardaginn, og að það hafði verið viku fyr en þau báru fyrir rjettinum, sem þau höfðu verið saman við hinn ákærða; en það var ekki aptur tekið. þ>egar kviður hefir sýknað ákærðan mann, verður málið ekki tekið upp apt- ur á móti honum. J>að leiðir af því, að margir þurfa að taka þátt í meðferð sjerhvers stór- glæpa-máls1 (auk dómarans, málafiutn- ingsmanna og vitna að minnsta kosti 23 grandjary-m enn og 12 pettyjury- menn), að sakamál verða ekki prófuð undir eins og þau koma fyrir, heldur má til að safna þeim saman um langan tíma. Yerður því opt að láta hinn á- kærða bíða þess í fangelsi svo mánuð- um slciptir, að mál þessi verði prófuð, og hafa menn kvartað undan því. Hjer í London á þó enginn slíkur dráttur, sjer stað, er teljandi sje, því hjer er sakamannadómur háður á hverjum mán- uði, og hvað sem öðru líður hefir drátt- ur þessi lítið að þýða í samanburði við drátt þann, sem leiðir af fyrirkomulag- inu hjá oss, þar sem flestöll stórglæpa- mál verða optast að fara til hæstarjett- ar. Til þess að gefa litla hugmynd um, hvernig beitt er rjettarfarsreglunum hjer. á landi, vil jeg geta þess, að við ofan áminnzt rjettarhald, sem jeg var við- staddur í Oxford 22. f. m., voru dæmd 5 mál gegn 9 ákærðum, — eitt af þess- um málum var heldur ljótt ránsmál, — og var ekkert þeirra eldra en tveggja mánaða. Hjer í London var jeg við- staddur á sakamannadómsþinginu í fe- brúar. f>að var í 4 deildum (4 dómar- ar og 4 kviðir), ogsat yfir dómum frá ir.-—16. f. m. og afgreiddi á þeim tíma 70 mál gegn 101 manni. Lauk þannig hver kviður að jafnaði 3 málum á dag, en þar á meðal var 1 morðsmál, 1 mann- drápsmál, 1 o rán með líkamlegu of beldi, 17 innbrot o. s. frv. J>að er óhætt að gera ráð fyrir, að hefðu mál þessi ver- ’) Hin smærri sakamál, sem ekki varða 6 mán- aða fangelsi, má útkljá án kviðar. ið prófuð á- íslandi, hefði ekki veitt af 5—10 hestum til að flytja málsskjölin til Reykjavíkur. f.andsy firrjettinum hefði þótt takast greiðlega, ef hann hefði lokið við málin á 3 mánuðum; en jeg þori ekki ætla á hve mikill tími og kostnaður hefði farið til að prófa málin í hjeraði og skrifa málsskjölin, þó málunum hefði verið skipt milli 4 sýslumanna. |>ótt svo sje, að almenningur beri meiri virðingu fyrir dómum hjerálandi, en á Islandi, einkum í sakamálum, og að miklu fljótara sje lokið dómum á mál hjer en heima, og kostnaðurinn minni, heldur en með því fyrirlcomulagi, sem vjer höfum haft á íslandi síðan kvið- dómar voru lagðir niður og dönsk og norsk rjettarfarslög upp tekin á voru landi, mundi það þó eigi ríða neinn baggamun, ef íslenzka rjettarfarið, sem nú er, veitti meiri tryggingu fyrirrjett- látum úrslitum málanna, en enska rjett- arfarið. Mótstöðumenn kviðdómanna— og þeir eru ekki fáir, —hafa haldið þessu fram; en jeg get ekki sagt, að jeghafi komizt að þeirri niðurstöðu, eptir því, sem jeg hefi sjeð. Sjálfsagt fá fleiri lögfróðir dómarar að fjalla um hvert mál á íslandi en á Englandi, en af þessum dómendum getur að eins einn þekkt málið til hlítar, hjeraðsdómarinn, sem einn býr það í hendurnar á lands- yfirrjetti og hæstarjetti. í flestum mál- um eru úrslitin komin alveg undir með- ferð sýslumannsins á þeim. Hinn seki mun, ef nokkur dugur er í honum, kom- ast undan, ef sýslumaðurinn er ekki því eptirgangsamari, og duglegur sýslu- maður getur fengið mann til að játa sig sekan, þótt hann sje það ekki. Hjer á Englandi getur og að borið, að sekir verði sýknir en saklausir sakfelld- ir; en hjer lendir ábyrgðin ekki öll á einum manni. Kviðirnir tveir, er fjalla um hvert mál áður en fullnaðardómur er lagður á það, hafa mesta ábyrgðina; og hvað það snertir sjerstaklega, að sak- lausir geti orðið sakfelldir, þá er það mikil trygging, bæði fyrir dómendur og almenning, að vita, að hinn ákærði hefir haft fullt frelsi til að verja sig, áður en málið var tekið undir dóm. í engu af þeim málum, sem jeg hefi heyrt flutt, hefi jeg haft ástæðu til að vera kviðn- um ósamdóma, en i mörgum þeirra hafa mjer virzt hinir ákærðu svo einbeittir og fastir fyrir, að enginn dómari mundi hafa fengið þá til að meðganga; en í engu þeirra voru sannanirnar svo, að hinir ákærðu hefðu orðið sakfelldir sam- kvæmt lögum þeim, er vjer höfum á íslandi um sannanir í glæpamálum. Sírandferðirnar. Til uppbótar hinni stuttu skýrslu vorri um þær 18. þ. m. skal þess hjer getið, að í fyrstu ferð- inni á „Díana“ að koma til Seyðisfj. 17. maí, til Rvíkur 21., Sthólms sama dag, Bíldud. og þingeyrar 22., Flateyr- ar 23., ísafjarðar og Sauðárkróks 25., Akurernar og Vopnafjarðar 27., og Seyðisfjarðar og Eskifjarðar 29., til Rvíkur aptur (sunnanlands) 4. júní, fer þaðan 15. s. m. til Sthólms, Bíldudals o. s. frv., á sömu hafnir og í hinni leiðinni og á Skagaströnd að auki (19. júní), — til Eskifjarðar og Seyðisfjarð. ar 25. júní. í 2. ferð kemur hún á Seyðisfjörð 22. júlí, Húsav. s. d., Akur- eyri 24., Isaf. og jþingeyri 26., Sthólm 27., Rvík 30., fer þaðan aptur 6. ágúst til þingeyrar 7., ísafj. 9., Akureyrar og Húsav. 11. og frá Seyðisfirði út 13. I 3. ferð kemur húntil Seyðisfj. 10. sept., til Húsav. s. d., Ak. og Skstr. 12., ísafj. 14., Flateyr. 15., fing. 15., Sth. 16. og Rvíkur 19.; fer þaðan aptur 25. sept. til Seyðisfj. (sunnanl.) og þaðan heim- leiðis 28. s. m. Til þess að girða fyrir misskilning getum vjer þess, að í jpjóðólfi 20. þ. m. er sagt skakkt frá tilhöguninni á ferð- um Díönu. Landpóstferðunum verður samkvæmt augl. landsh. 18. þ. m. í Stjórnartíð. B 3 hagað þetta ár að kalla alveg eins og í fyrra, að fráskildum þeim smábreyt- ingum, er getið var í ísaf. IV 31. Póst- ferða-áætlunin ertilsýnis á öllum brjef- hirðinga- og póstafgreiðslustöðum. Verðlagsskrár um árið meðal- vætt- 1878—1879: alin in1 í Skaptafellssýslum. . . 58 11,60 - Rangárvallasýslu . . . - Borgarfjarðar-, Gullbr. og Kjósar-, Árnes-, 0g Vestm. sýslum og í 59 11,80 Reykjavíkurbæ .... - Húnavatns- og Skaga- 59 11,80 fjarðarsýslu - Eyjafjarðars., þingeyj- arsýslu og Akureyrar- 56 I 1,20 kaupstað 54 10,80 - Múlasýslum 57 11,40 Jafnaðarsjóðsgjald er þetta ár í suðurumdæminu .... 18 aurar - vesturumdæminu .... 25 — Eldgosið. f>að er nú sannspurt eptir manni, er sendur var af Bakkanum ept- ir ráðstöfun landlæknisins til þess að forvitnast um eldinn, að eldstöðvarnar eru á Landmanna-afrjett, og aðalgígur- inn, á að gizka 50—60 faðma á vídd, á flötum sandi, svo sem 1—1% mílu í landnorður frá Heklu, hjá Krakatindi, sem svo er kallaður. Kvað þar komið upp allmikið hraun, en lítið öskufall fylgt; þó nokkurt vikur. í fyrra kvöld sást aptur til eldsins hjeðan úr bænum, og virtist allmikill. Tómas Hallgríms- son læknakennari lagði af stað í gær- morgun þess erindis, að kanna eldstöðv- arnar svo nákvæmlega sem kostur væri á. Verzlunarfrjettir frá Danmörku og öðrum útlöndum eru hvergi nærri góð- ar, en líkur til að verzlunin fari nú að batna aptur, er ófriðnum er af ljett. >) = skatturinn.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.