Ísafold - 25.03.1878, Síða 4

Ísafold - 25.03.1878, Síða 4
28 ÍSAFOLÐ. Islenzkar vörur kváðu hafa selzt illa margar. Af saltfiski óseld 400 skpd. í Khöfn, er póstskip fór, og af ýsu 300 skpd.; góður saltfiskur vestfirzlcur. hnakkakýldur, á boðstólum fyrir 56 kr., en gekk eigi út, ókýldur á 50—52 kr.; í ýsu eigi boðið meira en 20 kr. (þ. e. helmingi minna en kaupmenn gáfu al- mennt fyrir hana í fyrra). I.ýsi (tært hákarlslýsi) var í 50—5 2 kr. Tólg í 35—36 a., óselt 15000 pd. Haustull í 70—75 a. Sauðakjöt 58—60 kr. tunn- an, og mikið óselt. Fyrir saltaðar sauð- argærur fengust ekki nema rúmar 2 kr. Af útlcndum vörmn hafði að eins kaffi og sykur lælckað í verði (kaffi 71—75 a., kandís 34 a., hvítt sykur 28 a.). Danskur rúgur óþurrkaður á 6,00—6,20 hver 118—119 pd., rússneskur 6,00—6,80 hver 114—118 pd., rúgmjöl 7,20—7,50 hver 100 pd. jpgjjT' þrjá síðustu dagana undan- farna hefir verið hjer sumarblíða. Á laugardaginn 23. þ. m. var hjer mesti landburður af fiski (Jón Olafsson í Hlíð- arhúsum, hinn mikli afiamaður, sem hef- ir stærst róðrarskip hjer um pláss, 77 í hlut, þar af 50 fullorðinn þorskur), mest- allt á færi ; þeir fáu, sem eru farnir að leggja net hjer inn frá, hafa mjög lítið aflað í þau enn, en í syðri veiðistöðun- um er kominn bezti neta-afii. J>ar Qekk einn maður, Guðmundur Ivarsson í Skjaldarkoti, 900 fiskjar í net sín á laug- ardaginn, og varð að fá.sjer annað skip aptan í til að koma aflanum í land. Jeg kýs heldur last þitt en lof, o. s. frv. Um prentsmiðju Isafoldar, sem kunn- ingi vor þrekvirkjaprentari E. þ>. mundi glaður gefa til sálina úr sjer að aldrei hefði til verið, segir hann í hinum dýr- kejrpta jþjóðólfs-kálfi 14. þ. m. meðal annars, að letrið, sem hún hefir, sje Ijótara en í hinum prentsmiðjunum hjer á landi, að sú leturstunga sje óvíða brúkuð, að það sje illa prentað, semfrá henni kemur o. fl. þ. h. Benidikt Gröndal segir, í formálanum fyrir Dýra- fræði sinni, sem preptuð hefir verið í vetur í prentsmiðju Isafoldar : ,.Eg hefi einnig verið svo heppinn, að fá bókina prentaða með fegra letri en fyr hefir verið hjer á landi (það er hið samalet- ur sem bækur eru prentaðar rneð í hinni nafnfrægu Clarendon-Press í Oxnafurðu ; það gengur um alla Norður-Ameríku og England, og með því eru marg'ar prakt-útgáfur prentaðar á jþýzkalandi og í Danmörku) — og ágæta prentara“. Páll Mclsteð' segir, í formálanum fjnir Landafræðinni, sem prentuð hefir verið í vetur í Isafoldarprentsmiðju .. . . ,.bók þessi kemur út svo prýð'ilega úr garði gjörð, sem hún er, bæði að pappír og prentun“. Klaufarnir og smekk- leysingjarnir Benid. Gröndal og Páll Melsteð; hvað er að marka þá móts við snillinginn hann E. J>.!! Eða er ekki svo? |>á bregður sama hefðarmenni prentsmiðju ísafoldar um okur, og tek- ur til dæmis, að hún hafi selt prentun á einni örká27 lcr. Hann selur prent- unina á alþingistíðindunum á 25 krón- ur örkina. Letrið á örkinni á þeim mun vera álíka og á þessari örk, sem kost- aði 27 kr. hjer, eða þó heldur minna, en upplagið á þeim er 500, en á þess- ari umgetnu 27 króna örk 2000; (þess lætur pilturinn ógetið). Eptir verðlag- inu á prentuninni á alþingistiðinda-örk- inni, semgjöra má ráð fyrir að hlutaðeig- endur látieigi verahærra en minnstverð- ur komizt af með, hefði því átt að taka sjálfsagt 35 kr. fyrir prentunina á um- ræddri örk; — að minnsta kosti mun þrekvirkja-prentsmiðjan aldrei hafa prentað 1500 upplag fyrir minna en 10 kr. J>etta er hið „óheyrða okur“ íísa- foldarprentsmiðju. Hún prentar eptir þessu dæmi fyrir meira en fimmtungi minna kaup en hin. Eða kannske prent- arinn vilji heldur að maður hafi til sam - anburðar prentunina á skólaskýrslurit- gjörðinni í fyrra, þar sem hann tók ekki nema 56 kr. fyrir prentunina á örkinni, með _5—600 upplagi. I hitt eð fyrra gaf þrekprentarinn út Bráðasóttarbældinginn eptir G. E. ILann mun vera rjettum helmingi styttri en Búfjárræktarbæklingurinn, sem prent- arinn finnur að verðinu á, en kostaði samt hjá honum einmitt helming á við Búfjárr. En til síns bæklings fjeklc prentarinn 2/5 pörtum meiri styrk úr landssjóði að tiltölu en prentsmiðja Isaf. fjekk til að gefa út Búfj. Hver bækling- urinn er þá dýrari, eða fremur tvíborg- aður af landsmönnum ? þ>að sem prentarinn segir um ódrýg- indi letursins á Isaf. er, sem nærri má geta, jafnósatt og annað hjá honum. þ>að er jafnminna r mál á hverri blað- síðu í þ>jóðólfi en Isaf. með venjulegu meginmálsletri (það geta allir gengið úr skugga um með því að telja stafina). I f>jóðólfi er meira en helmingi meira af keyptu máli (þakkarávörpum og augl.), en í Isafold. Bæði blöðin kosta 3 kr. (hvort). Hvort þeirra er þá dýr- ara selt? þ>að er eigi einungis hljóðbært, heldur þinglýst fyrir löngu, að „þrek- virkjaprentsmiðjan11 er veðsett lands- sjóðnum með öllu sem hennifylgir, og hrökk eigi til, heldur varð að bætajörð- um við í veðið. Eptir kenningu prent- arans, er hann kallar prentsmiðju Isa- foldar eign þess, sem hún sje veðsett, á hann þá sjálfur ekkert í þrekvirkja- prentsmiðjunni, og er það bágleg nið- urstaða. I prentsmiðju ísaf. hafa i veturverið prentaðar 10—13 arkir á mánuði, af 2 mönnum fullorðnum og 1 dreng. Eptir skýrslu prentsmiðjustjórans sjálfs í Isaf. II 21 voru árið 1874 prentaðar í lands- prentsmiðjunni 199 arkir alls, — eða rúmar 16 arkír á mánuði, af 3—4 full- komnum mönnum, auk yfirprentarans, og 2 drengjum. Ekki erlítið að þykj- ast af! þ>að er mein, að hjer er eigi rúm til að minnazt dálítið á fleiri fremdar- verk prentarans sem prentsmiðjustjóra landsins í heilan mannsaldur, — að lýsa því meðal annars, hversu aðdáan- lega honum tókst að varna henni fram- fara, og að gjöra þessari þjóðstofn- un minnkun með svo smekklausleg- um hroða-frágangi á bókum frá henni, að lengi mun í minnum haft, t. d. núna síðast á að minnast 2. útg. Sálmabók- arinnar—spássíurnar svo litlar, að skera verður inn í mál, ef á að binda hana inn, pappírinn svo ónýtur, að varla loð- ir saman, prentvillur svo megnar, að sumstaðar er í henni stórkostlegt guð- last, svo sem a 46 bls.: „Allt því faðir athvarf hefir Ond ptn til mín fyr og síð“, En kannslte það mætti síðar, ef noklc- ur vildi svo mikið við hafa. Póstskipið líigði af stað 23. þ. m., eins og til stóð. Farþegjar til Kliafnar : konsúl M. Smith. Chr. Möller veitingam., Jóhann Möller kaupmaðnr frá Blönduós, Jakob Thorarensen kaupmaður frá Reykjariirði, Chr. Hall verzlunarfulltrúi frá Borð- eyri, Páll Sigmundsson úr Skagafirði og Eyjólfur gullsmiður porkellsson úr Reykjavík. Auglýsingar. Nýprentað: Um notkun manneldis i harðærum. Eptir Dr. Jón Hjaltalín, landlækni. Fæst hjá höfundinum, í bókhlöðu O. Finsens og í prentsmiðju Isafoldar, — fyrir 30 aura hept. Dýrafræði samin af Benedict Gröndal, er nú fullprentuð og til sölu í prent- smiðju ísafoldar. Hún er XVI -j- 168 bls., og með 66 myndum; kostar í kápu 2 kr. 25 aura. Frá Khöfn var sendur hingað með póstskipinu ritlingur er heitir Brj ef til (slendinga um mál vor erlendis, eptir Islending. J>ar eru meðal annars á íslenzku nokkr- ar greinir um íslenzk mál, er birzt hafa í dönskum blöðum í vetur, ræða eptir Bille á fólksþinginu í vetur um alþingi og Islendinga (heimskulegt frumhlaup, að undirlagi kaupmanna) og svar Nelle- manns Islandsráðgjafa (makleg ráðning). Bæklingurinn kostar 50 aura, fæst í prentsmiðju ísafoldar, hjá verzlunarm. J>. O. Johnson og víðar. í S A F O L D kostar 3 kr. árgang- urinn (erlendis 4 kr.), og borgist í sum- ar-kauptíð. Borga má hana í innskript ef það er gjört í tælca tíð, svo að út- gefandinn geti fengið ávísun fyrir gjald- inu (hingað til Rvíkur eða til Khafnar) í lok kauptíðar. Með því að upplagið var stækkað til muna við síðustu áramót, eru enn til nokkur expl. óseld af þessum árgangi. þ>eir, sem kynnu að vilja gjörast kaup- endur að þeim, eru.beðnir að láta útg. vita það sem fyrst, og mun þeim þá verða sent það sem út er komið með fyrstu ferð, og ^íðan framhaldið. Hertir, ósaltaðir sundmagar úr Kabliau, þorski 0. s. frv. óskast keyptir. Tilboð, merkt C. 127, má senda til Rudolf Morse, Cöín. Fjármark Sigurffar Guð'mundssonar í Hjörsey : sneiðrifað apt. hægra, hamr- að vinstra. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prcntsniiðja „ísafoldar11,— Sigrn. Gnðmundsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.