Ísafold - 30.04.1878, Side 3
ÍSAFOLD.
35
30/47 8
að búa til vínandann úr korntegundun-
um, er pd fyrst aff gjöra maltúr peim,
og það er að koma til vegar sömu efna-
breytingu í þeim og framkemur þegar
fræin skjóta frjóvöngum eða springa út*.
Ef maltið er nú síðan tekið og marið
sundur, og því svo blandað saman við
mjöl annara korntegunda og mátulega
hveitu vatni hellt yfir, þá gjörir „dia-
stasinn“ í maltinu þá breytingu í öllum
þessum mjöl-graut, að línsterkjan verð-
ur að sikri, — en hún er meiri partur
mjölefnisins,—en vatnið dregur allt sikr-
ið til sín úr mjölinu, og „diastasinn“
með, svo þegar því er hellt af eða síað
frá, þá fer allt þetta nýmyndaða sikur
með vatninu. þetta ernú mesta verkið
við vínanda tilbúninginn. þriðja stigið
er að breyta þessu sikri í vínanda, og
sú breyting kemur fram af sjálfu sjer
við ólgu, sem kemur í þennan sæta lög,
af því hann hefir í sjer holdgjafa-efni,
nfi. „diastasinn“, eins og áður var sagt.
fegar þessi þrjú stig eru um garð
gengin, nfl. maltgjörðin, bruggunin og
vínólganin, þá er eptir að ná vínandan-
um úr maltleginutn eða bruggleginum.
Vínandi þarf miklu minni hita til að
gufa upp, heldur en vatn, og það hjálp-
ar mönnum til að ná honum úr brugg-
leginum.
Lögurinn er sem sje hitaður þang-
sem kallast „diastasu og um leið verður lin-
sterkjan að sikri. f>essi umbreyting er vísdóms-
leg tilhögun forsjónarinnar, því jurtalím og lín-
sterkja gætu ekki orðið að næringu fyrir hina
ungu jurt án þessarar breytingar.
*) Malt er optast gjört úr byggi, en líka úr öðr-
um korntegundum; er þannig farið að þvi að
byggið eða hvaða korntegund, sem er, er bleytt
i vatni, lagt síðan í dyngju; þar fer það að
hitna af sjálfu sjcr og springa út (skjóta rótum)
og myndast þá i þvi „diastasu og sikur, erþví
síðan nuggað til og frá til þess að það hitni
allt jafnt og springi allt jafnt út. f>egar það
nú hefir skotið frjóvöngum hæfilega mikið, þá
er það allt í einu þurrkað, og er þá malt-gjörð-
inni lokið.
að til að vínandinn fer að gufa burt,
en við þann hita breytist vatnið ekki í
gufu. Vínanda-gufan er nú leidd i langa
pípu, sem liggur i einlægum bugðum
niðriíköldu vatni; þar þjettist hún sam-
an við kuldann og verður að legi—-vin-
anda—en af þvi að vínandinn sækir ept-
ir að draga til sín vatn, þá fer allt af
nokkuð af því með honum; þess vegna
er þessi lögur eimdur í annað sinn, og
er hann þá nokkuð sterkari. það er
hinn venjulegi vinandi (spiritus vini).
Sje hann eimdur í þriðja sinni verður
ekki eptir í honum nema svo sem 10
til 20 af hundraði af vatni, og er hann
þá kallaður hreinsaður vínandi (spiritus
vini rectificatus). Að ná öllu vatninu
úr vínandanum er erfitt og fyrirhafnar-
samt, en þó er það stundum gjört.
Vínandinn er, þegar hann eralveg
hreinn, gagnsær vökvi, með þægilegri
lykt, og gagntakandi brennandi smekk.
Hann er hjer um x/5 ljettari en vatnið,
og dregur vatn svo sterklega til sín, að
ef að flaska með vínanda er látin standa
opin, þá dregur hann til sin vatn úr
loptinu, og þyngist til muna. Hann er
reykulli (breytist fljótar í gufu) en vatn-
ið. Hann getur ekki frosið við þann
kulda, sem menn þekkja mestan; þess
vegna er hann hentugur i kuldamæla,
þar sem kuldinn er svo mikill, að kvika-
silfrið frýs. Vínandinn er mjög eldfim-
ur, og logar reykjarlaust með daufum
bláum loga, sem ber litla birtu, en hefir
ákaflega sterkan hita; þess vegna er
hann svo hentugur til að brenna hon-
um við ýmislegar efna-rannsóknir. Vín-
andinn er almennt notaður til að leysa
upp ýms efni, sem ekki uppleysast í
vatni. Hann er líka ágætt varnarmeð-
al gegn rotnun, og þess vegna má
geyma jurtir og dýr í honum alveg ó-
skemmd. Læknar og náttúrufræðingar
brúka hann til að geyma limi og lík-
ami í.
Póstgufuskipið Phönix (Ambro-
sen) hafnaði sig hjer í gær, eptir 14
daga ferð; var viku frá Khöfn til Skot-
lands, sakirþoku. Farþegjar: JónJóns-
son landshöfðingjaritari, Sveinn Sveins-
son búfræðingur, kaupmennirnir Aug.
Thomsen, Jakob Thorarensen frá Reykj-
arfirði, Chr. Hall frá Borðeyri og Einar
Jónsson frá Eyrarbakka; ennfremur A.
Rothe ingenieur, sá er hjer var i fyrra
að undirbúa Reykjanesvitann, og með
honum steinsmiður, Liiders að nafni, og
eiga þeir nú að reisa vitann í sumar;
Jensen bakarasveinn og skipbrotsmenn-
irnir 4 frá Fanny (Jóh. Zoega, Krist.
Guðmundsson, Helgi og Oddur).
Útlendar frjettir almennar eru litl-
ar aðrar en frjettust með Fyllu og síð-
an með frakkneska herskipinu hinu
meira: ófriður enginn enn sem komið
er, en látið all-ófriðlega, einkum afEng-
lendingum; þó engan veginn vonlaust
um að skruggan líði hjá. (Fijettapist-
ill vor frá Khöfn kemur í næsta bl.).
Fiskiskútan Fanny þeirra Geirs
Zoéga og hans fjelaga, er lá í Færeyj-
um í vetur eptir hrakninginn þangað i
haust, lagði út þaðan á leið hingað 15.
f. m., en hreppti landnorðanstorm með
kafaldshríð og hafróti miklu, hraktist
suður í Englandshaf, valt tvisvar á hlið-
ina, braut af sjer öldustokkinn oglask-
aðist svo, að skipverjar sáu eigi annað
fyrir en opinn dauðann. það varð þeim
til lífs, að þýzkt kolaskip, á leið frá
Noregi til Englands, bar þar að, er
skútan var komin að sökki, og björg-
uðu þjóðverjar þeim, veittu þeim bezta
beina og aðhjúkrun og komust þeir
þannig á land og náðu i póstskipið. í
Leith.
Emhættaskipan. Yfirdómaraembætt-
ið var veitt af konungi 12. þ. m. Lárusi
E. Sveinbjörnsson, bæjarfógeta í Reykja-
vík, Snæfellsnessýsla cand. juris Sig-
urði Jónssyni í Kaupmannahöfn, og ig.
Hólmgangan.
Eptir
Alexander Púschkín.
(Framh.). Hún var mjög fríð sýnum.
Greifinn sagði henni, hver jeg var. Nú
versnaði mjer feimnin aptur, og því meir
sem jeg reyndi til að láta eigi á henni
bera, því klaufalegar fór fyrir mjer.
Loks tóku hjónin það til bragðs, til þess
að gefa mjer tóm til að átta mig, að þau
fóru að tala saman sín á milli, eins og jeg
væri gamall kunningi þeirra, sem þau
þyrftu eigi að skipta sjer af, þó til heyrði.
Fór jeg þá að ganga til og frá um
stofuna og virða fyrir mjer bókaskáp-
ana og myndirnar á veggjunum. Jeg
hefi ekkert vit á myndum; en eitt af
þeim, sem jeg sá þar, vakti athygli
mína. J>að var uppdráttur af fögru
hjeraði í Sviss; en þaðjáta jeg, aðþað
var eigi hjeraðið, sem mjer varð svo
mjög starsýnt á, heldur það, að í miðja
myndina voru göt eptir tvær byssukúl-
ur, hvort rjett hjá öðru.
,.þetta er laglega skotið!“ mælti
jeg og sneri mjer að greifanum.
„Já, það er laglegt skot“ svaraði
hann. „þjer eruð líklega góður skot-
maður líka?“
„Og lítið lætur nú að því“ svaraði
jeg, og þótti mjer vænt um, að þarna
var fengið umtalsefni, sem var mitt með-
færi. „Jeg held samt að jeg mundi
naumast missa spils á 10 faðma færi,
það er að segja væri jeg kunnugur á-
haldinu“.
„J>að kalla jeg laglega gjört“ mælti
greifafrúin, og var að heyra sem hún
hefði gaman af þessu umtalsefni. „Held-
ur þú, góði minn, að þú mundir hæfa
spil á 15 faðma færi?“
„pað er ætíð hægt að reyna það“
svaraði maður hennar. „Sú var tíðin
að jeg varallvel leikinníað skjóta; en
nú hefi jeg eigi snert á skammbyssu
upp í mörg ár“.
„Sje svo“ mælti jeg, „þori jeg að
veðja um, að þjer hæfið eigi spil á 3
faðma færi, herra greifi. Til þess að
geta hæft vel með skammbyssum, verð-
ur maður að æfa sig á því á hveijum
degi; það hefi jeg reynt. Jeg hafði
einu sinni það orð á mjer, að jeg væri
beztur skotmaður í minni hersveit; en
svo liðu einu sinni nokkrar vikur svo,
að jeg tók mjer aldrei byssu i hönd, og
þá missti jeg flösku á 3 faðma færi
fjórum sinnum hvað ofan í annað. Einn
af íjelögum mínum fór að hlæja að mjer
fyrir það og sagði: „þú ert fjarska of
meinlaus, lagsmaður; þú ert að hlifa
flöskunum“. J>ví segi jeg það; maður
verður að æfa sig vel; annars verður
maður hreint ónýtur. Jeg þekkti einu
sinni mann, sem skaut aldrei færri en
þrjú skot fyrir miðjan dag á hverjum
degi, enda hefi jeg aldrei þekkt aðra
eins skyttu. það var orðið honum að