Ísafold - 30.04.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.04.1878, Blaðsíða 4
36 ÍSAFOLD. læknishjerað (Árness.) settum hjeraðsl., cand. med. & chir. Guðm. Guðmundss. Frá Nýja-íslaiuli. f>að má sjá á Framfara 6. f. m., að nokkuð hefir þó verið hæft í sögn þeirri, er vjerhermd- um í siðasta bl. eptir Dagblaðinu danska. þegar stjórnarlánið var á enda, snemma í vetur, „kom upp kvein mikið um bjargarskort og yfirvofandi neyð“. Ljet þá þingráðsstjóri rannsaka ástandið, og reyndust 116 fjölskyldur hafa nægilegt fyrir sig að leggja, 116 bjargartæpar, en 23 bjargarlausar. Skömmu síðar fengu nokkrir menn í sóknum síra Páls þ>orlákssonar hann til að skrifa norsku synódunni „betlibrjefi', sem Framfari kallar svo, og það komst í norræn blöð þar vestra, og þannig var hallærissag- an til búin. Telur Framf. þessa safnað- arlimi sira Páls hafa farið með ósann- indi til að betla út ije, og hafi bjarg- arskorturinn „eigi verið meiri en svo, að menn gátu, að fám fjölskyldum und- anteknum, hjálpað sjersjálfir með fiski- veiði, vinnu sjálfra sín eða vandamanna, sem voru suður í Manitoba, eða pening- um þeim, er menn höfðu“. í brjefi til vor írá síra Jóni Bjarnasyni, dagsettu 15. f. mán., segir meðal annars: „Mikið er að vita til þess, hve góður Drottinn hefir verið við Nýju-íslendinga í vetur. Tíðin hefir stöðugt verið svo blíð og dýrðleg, að fæstir munu trúa því á gamla Is- landi. Frost varla að heita hafi mátt nema svo sem 4 daga rjett eptir nýár, og optast nær hjer um bil auð jörð. Aflinn í Winnipeg-vatni alltaf nokkur og stundum ágætur. Hann dofnaði um síðustu mánaðamót, en nú er apturað því er frjetzt hefir komið bezta fiski (hvítfiski) út af norðurtakmörkum ný- lendusvæðisins, og hjer á Gimli aflast þessa dagana sjerlega vel gullaugu og pækar (pike, einskonar gedda). Rauðá er farið að leysa hjerna megin við Winnipeg, og líklega helzt ísinn ekki lengi frameptir á vatninu. Farið að sá í Minnesota og undirbúningur til sán- ingar gjörður í Manitoba“. Bóknieniitafjelagið. Á sumardaginn fyrsta (25. þ. m.) var haldinn all-fjöl- sóttur Bókmenntafjelagsfundur hjer í Reykjavíkurdeildinni. Forseti (Magnús Stephensen) lagði fram ársreikning deildarinnar, sem bar með sjer, að deild- in á sem stendur í sjóði rúml. 1600 kr. Hann gat ýmsra bókasendinga, er deild- inni hefði bætzt árið sem leið frá öðr- um löndum, þar á meðal um 20 bóka frá einhverjum indverskum stórhöfð- ingja, er ætti heima í Calcútta á Austur- Indíalöndum, og væri meiri hluti bók- anna á tungu Hindúa, en fáeinar á ensku, flestar um sönglist. Afráðið var á fund- inum að gefa út rit, er síra þ>orkell Bjarnason á Reynivöllum hefir samið, og er siðabótarsaga Islands. Fjelags- stjórnin bar og undir fundarmenn, hvern- ig þeim litist á, aðfjelagið tækiað sjer að koma út á íslenzku smámsaman nokkrum náttúrusögubæklingum, frum- rituðum af enskum náttúrufræðingum handa alþýðu og með myndum, og var tekið vel undir það. Samþykkt var og á fundinum, að endurnýja skyldi með samþykki Khafnardeildarinnar heityrði það um verðlaun fyrir ágrip af Islands- sögu, er veitt var fyrir nokkrum árum í minningu þúsundára-hátíðarinnar, þó með þeim breytingum, að verðlaunin skyldu að eins vera 500 kr., en ritlaun að auki, ef íjelagið tæki handritið til prentunar, að fresturinn til að semja ritið, — er skyldi verafrá 10—15 arkir prentaðar í sama broti og Skírnir, — skyldi vera 5 ár, og að sagan skyldi ná frá upphafi (bygging landsins) til þess tíma, er lokið væri við handritið. Enn fremur samþykkti fundurinn, að prenta skýldi aptan við þ. á. Frjettir frá Islandi stutta skýrslu um eldgosið hjá Heklu, eptir Tómas Hallgrímsson læknakennara. Hafís. Með póstskipinu frjettist, að fullt sje af hafís fyrir öllu austurlandi, svo að kaupskip hafa orðið að snúa þar aptur. Póstskipið hitti í þórshöfn á Færeyjum skonnert „Sophie“, Larsen, sem fór frá Khöfn T8. f. m. og átti að 3%78 fara til Tuliniuss á Eskifirði, en komst eigi inn þangað fyrir hafís og sneri frá landi aptur 15. þ. m., eptir margar til- raunir til að komast inn. J>að hafði hitt þar við ísinn skonnert „Harriet", er átti að fara til norðurlands, en komst hvergi; hafði hitt ís 8—10 mílur undan landi undan Borgarfjalli. Harriet hafði haft tal af 3 skipum öðrum, sem norður áttu að fara, en urðu frá að hverfa, og hjeldu vestur fyrir land til þess að reyna að komast áfram þeim megin. það voru „Alfred“, „Hanna“ og „Anine“. Enn fremur lá við ísinn briggskipið „Hertha“ og saltskipið frá I.iverpool til Seyðis- Qarðar. Isinn náði þar 2—3 mílur und- an landi við Eskifjörð og á harða-reki suðureptir. Ný lög. Hinn 12. þ. m. hefir kon- ungur staðfest þessi lög frá síðasta al- þingi: 24. Lö'g um skipti á dánarbúum og prota- búum m. fl. 25. Lög um vitagjald af skipum. Auglýsingar. Nýprentuð er í prentsmiðju ísafold- ar Prjedikun á 4. sd. eptir trini- tatis eptir Jón biskup Vídalin, (aldrei prentuð fyrri), útgefandi jón Bjarnason Straumfjörð, 16 bls. í 8'’o, auk formála eptir útgefandann. Kostar hept 25 a., og fæst hjá útg. og í prentsmiðju ísa- foldar. — Af ræðu þessari hefir selzt hjer í bænum og nágrenninu, töluvert á 4. hundrað á tæpum mánuði. í sölubúð O. P. Möllers sál. kaup- manns, verður fyrst um sinn seldur ým- islegur varningur, (sumt nýkomið núna með póstskipinu), fyrir peninga út í hönd með niðursettu verði. Reykjavík, 6. apríl 1878. Fyrir hönd dánarbúsins, Georg Thordal. Nærsveitameun eru beðnir að vitja „ísafold- ar“ í Apótekinu, þegar þeir eiga leið um. Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos. Prent'smiðja „tsafoldar11.— Sigm. Guðmundsson. vana; hann gat eigi án þess verið eins og sumir geta eigi bragðað á mat nema þeirfái sjer eitt staup áður tilaðskerpa matarlystina“. Jeg sá, að greifanum og greifafrúnni þótti vænt um að það fór af mjer feimnin. „Og hvað var hann þá að skjóta á ?y spurði greifinn. „Til dæmis á flugu á veggnum. Ljer hlæið, greifafrú; en þetta er þó satt. Sæihann flugu á veggnum, kall- aði hann undir eins á þjón sinn og skip- aði honum að koma með skammbyss- umar sínar. Hann fjekk honumhlaðna skammbyssu, og í sama bili var flug- an frá!“ ,,J>að var merkilegt“ mælti greifinn. „Og hvað hjet þessi mikli skotmaður?“ „Silvíó !“ „Silvíó?“ kallaði hinn ungi maður upp yfir sig, og sprattupp. „jþekktuð þjer Silvíó?“ „Já, herra greifi, við vorum góð- kunningjar. Yfirmennimir í herdeild- inni, sem jeg var í, fóru með hann eins og lagsmann sinn. En í fimm ár hefi jeg hvorki heyrt hann nje sjeð. — J>jer þekkið hann máske líka, herragreifi?“ „Já, það er hann, það er hann! Sagði hann yðúr aldrei frá einum at- burð, sem fyrir hann hafði komið?“ „Eigið þjer við dansveizluna, þar sem einhver ungur slæpingur ,rak hon- um utan undir?“ „Já; sagði hann yður eigi hvað hann hjet, þessi slæpingur?“ „Nei, hann nefndi hann aldrei með nafni“ svaraði jeg, en flaug í sama bili í grun, hvernig á stóð ogbað greifann afsökunar á hinum ógætilegu orðum mínum. „J>að hafið líklegast verið þjer“ mælti jeg. ,.Já, það varjeg“, svaraði greifinn, og var honum auðsjáanlega órótt niðri fyrir; „og myndin sú arna, sem er með götum eptir 2 kúlur, er til minja um síðustu fundi okkar“. „Blessaður minnstu eigi á það, góði minn“, mælti greifafrúin; „mig hryllir svo við að hugsa til þess“. „Jeg má til að segjafrá því“ svar- aði greifinn, vjek sjer að mjer og mælti: „Iýer vitið, hvernig jeg gjörði á hluta vinar yðar; nú skuluð þjer fáaðheyra,, hvernig hann fór að hefna sín“. Að svo mæltu bauð hann mjer til sætis í hægindastól, og hlýddi jeg næsta forvitinn á sögu þá, er nú skalgreina: „Fyrir fimm árum kvongaðist jeg“ mælti greifinn, „og dvaldi hjer mánað- artíma eptir brúðkaupið. Jeg hefi því lifað hjer sælustu stundir á æfi minni; en aptur á móti hefir og orðið hjer sá atburður, er hefir lagzt næsta þungt á mig síðan. Eitt kvöld var jeg úti að ríða mjer til skemmtunar, ogkona mín með mjer; hesturinn hennar var hálf- óstýrilátur; hún varðhrædd, rjetti mjer taumana, fór af baki og fór gangandi það sem eptir var heim. (Niðurl.). 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.