Ísafold - 02.05.1878, Blaðsíða 2
38
íSAFOLD
an eiga von á í vandræðum sínum. —
Vjer víkjum nú að því máli voru, sem
bendir á, að Rússar hafa ekki „sopið
kálið“, semþeim þótti í ausuna komið
i San Stefanó.
Vjer gátum þess í síðustu frjettun-
um til „ísafoldar11, að Englendingar höfðu
haft varan á þar eystra, og látið flota
sinn leggja inn í Marmarahafið. f>ó
Rússar gerðu skop að tiltektum þeirra,
og líktu þeim við geddu í vatni, sem
sæi bjarndýr á bakkanum og hefði við
það illt i hyggju, þá sáu þeir þegar,
að sjer kynni að vera hjeðan meiri ó-
leikur búinn. þeir höfðu gert ráð fyrir,
að stórveldin skyldu kvödd á fund að
ráða málunum til aldarlykta, en það var
svo að skilja, að þau skyldu gjalda
samþykki til þess af sáttmálanum, sem
þeir vildu undir þau láta borin. það
voru Englendingar, sem hófu fyrst máls
á, að allar greinir sáttmálans yrði að
leggja til prófs og umræðu á fundinum,
og hjer mætti engu undan skjóta, þar
sem allt lyti að breytingum á friðar-
gerðinni, sem stórveldin hefðu samþykkt
í París 1856. þetta vildu Rússar ekki
fallast á, og þá lýstu hinir yfir því, að
þeir mundu eigi öðrum kosti fundinn
sækja. þó var niðurstaðan orðin, að
hann skyldi haldinn í Berlín, og skyldi
Bismarck hafa forsætið. Englendingar
hafa allan seinni hluta vetrar gert mik-
ið að útbúnaði flota sins, en nú var og
tekið að safna landher, og haft í ráði
að kveðja varalið til vopna. Derby lá-
varður hefir lengi staðið fyrir utanrík-
ismálum í Torystjórninni, en farið jafn-
an svo varlega í sakirnar við Rússa,
að margir hafa sagt það hafa stælt þá
upp og komið þeim á þá trú, að Eng-
lendingar mundu aldrei fara í stríð út
af austræna málinu. þegar bera skyldi
upp á þinginu að safna varaliðinu og
hafa það til taks, leizt lávarðinum sem
óvænna horfðist til um friðinn, en hon-
að jeg hitti eigi. Síðan fór Silvíó að
miða á mig, og var næsta þungur á
brún, en í sama bili var hurðinni hrund-
ið upp og Macha (konan mín) kom
hlaupandi inn og í fangið á mjer. Und-
ir eins og jeg sá hana, fjekk jeg fullt
ráð aptur.
„Sjerðu ekki, góða Macha, að við
erum að þessu í gamni“ mælti jeg.
„Hvað kemur til að þú ert svona æst.
Farðu og fáðu þjer vatn að drekka,
komdu svo aptur og þá skulum við fara
að spjalla við þennan fornkunningja
minn“.
Macha trúði mjer ekki.
„Er það satt?“ mælti hún ogsneri
sjer að Silvíó; „segið þjer mjer, hvort
það er satt; eruð þið að þessu að gamni
ykkar“.
„Maðurinn yðar gjörir margt að
gamni sínu, greifafrú“ svaraði Silvíó.
„Hann hefir einu sinni rekið mjer utan
undir að gamni sínu, öðru sinni skaut
hann kúlu gegnum húfuna mína að gamni
um þótti ákjósandi, og í lok marzmán-
aðarskilaði hann af sjer utanríkisstjórn-
inni. í hans stað kom Salisbury lá-
varður, sem stóð áður fyrir Indlands-
málum, og fám dögum síðar (1. apríl)
skrifaði hann brjef til erindreka Eng-
lands á meginlandinu, þar sem hann
leiðir skarpt og skorinort fyrir sjónir,
hvemig friðargerðin í San Stefanó eigi
að eins ógildi fyrirfram það eptir sje af
Parísarsamningnum, en svipti Tyrkja-
veldi öllu forræði og hneppi það undir
Rússland. Með svofelldu móti verði
bæði jafnvægi ríkjanna raskað á meg-
inlandinu til mestu muna, og högum og
hagsmunum Englands—já, allrarNorð-
urálfu, hrundið í óvænlegt horf. I.ávarð-
urinn tekur fjarri, að Englendingar geti
sótt stórveldaþing með öðru móti, en
að allur sáttmálinn verði lagður þar fram
til prófs og leiðrjettingar. (Xiðurl.).
Um áfenga drykki.
„Varðar mest til allra orða
að undirstaðan rjett sje fundin“.
II.
Aðalefnið í öllum áfengum drykkj-
um er vínandinn, svo sem fyr er
getið, og aðaleðli og ástand þeirra kem-
ur af honum. En þeir aðgreinast hver
frá öðrum eptir því, hvað milcið er í
þeim af vinandanum, og eptir þeim
smekk, lit og lykt, er þeir hafa, sem
ýmist er eðlileg afleiðing af ásigkomu-
lagi þesslagar, sem þeireru gjörðirúr,
eða einhverjum efnum, sem blandað er
saman við til að gjöra einkennilegan
smekk, lit eða lykt. Smekkur sá, sem
einkennir ýmsar víntegundir, á rót sína
í nokkurs konar oliuefni, sem ýmist er
í vínberjunum sjálfum, eða kemurfram
við ólganina í vínberjasafanum. Einir-
berjabrennivinið fær smekk sinn af því,1
að einirberjum er blandað saman við, I
og ölið fær sinn beiska smekkafhuml-
inum. En það er einungis vegna vín-
andans, sem er í ölföngunum. að menn
sækjast svo mjög eptir þeim, og hann
er orsökin til áhrifanna, semþau hafa
á likamann.
Af því, sem nú hefir sagt verið,
leiðir þá, að allir áfengir drykkir eða
vínandinn í þeim öllum er kominn frá
einni og sömu uppsprettu, nefnilega af
því, að sikur eyðileggst eða breytist, þ. e.
hann myndast úr sikri; þannig og eng-
an veginn öðruvísi ervinandinn til orð-
inn. Vínandinn er ekki til í náttúrunni,
og myndast hvergi við vöxt og við-
gang dýra nje jurta, eins og önnur þau
efni, sem sköpuð eru mönnunum til
fæðu. Enginn efnafræðingur hefir enn
þá fundið hann í nokkru því efnasam-
bandi, sem myndast í jurtaríkinu. 11-
geislarnir, sem sólin sendir gegnum
himingeiminn til að leysa sundur eitruð
loptefni á jörðunni, og sameina aptur
frumefni þeirra með nýjum samböndum
i jurtaríkinu í heilnæmar fæðutegundir
fyrir dýrin, — þetta himneska afl teng-
ir aldrei saman þau efni, sem vínandinn
hefir, í sama hlutfalli og þar er gjört.
þvert á móti fram kemur vínandinn
einungis með því að rífa sundur og
eyðileggja hinar heilnæmu fæðutegund-
ir, sem náttúran hefir lagt niðuríjurta-
ríkið manninum til viðurhalds. Vínand-
inn kemur frá sömu uppsprettu og hin-
ar banvænu sóttnæmis-gufur, sem eru
undirrót og orsök sjúkdóma og drep-
sótta; hann myndast nfl. við dauða og
rotnun dýraefna og jurtaefna. Um leið
og vínandinn myndast, myndast líka
einhver hin banvænasta loptstegund, ef
of mikið kemur af henni í andrúmslopt-
ið. það er kolasýran.
Vínandinn hefir sömu áhrif á lík-
ami dýranna og eitur, ogveldur dauða,
! sje hann tekinn í stórum skömmtum.
I Ef vínanda er hleypt í æðarnar, liggur
sínu, og nú hefir hann skotið fram hjá
mjer að gamni sínu; . . . nú kemur til
minna kasta að gjöra að gamni mínu“.
Að svo mæltu tekur hann til að
miða á mig aptur, — í viðurvist henn-
ar. Macha varp sjer fyrir fætur hon-
um.
„Stattu upp, þetta er hin mesta
svívirðing“ kallaði jeg upp hamslaus af
bræði, . . . „og gjörið þjer svo vel að
hætta að kvelja veslings-konuna. Ætl-
ið þjer að skjóta aptur eða ekki“.
„Nei“, svaraði hann; „jeg er núá-
nægður. Jeg hefi sjeð fátið á yður,
hræðslan hefir knúið yður til að skjóta
á mig í annað sinn; það er nóg . . —
Jeg lofa ykkur nú að eigast við, yður
og samvizkunni yðar“.
Að svo mæltu gekk hann út, en
þegar hann var kominn fram á þrösk-
uldinn, sneri hann sjer við, og hleypti
kúlunni úr byssu sinni inn í myndina,
rjett að kalla í sama stað og mín hafði
lent, og leit þó varla við þangað. Kon-
an mín var liðin í ómegin. J>jónustu-
fólkið horfði á eptir honum öldungis
forviða, en gjörði enga tilraun til að
láta hann eigi komast burt. Hann fór
út i garðinn, kallaði á vagnmann sinn
og var allur á brott áður en jeg rank-
aði við mjer“.
þeir hittust eigi optar, greifinn og
Silvíó, og eigi átti það heldur fyrir
mjer að liggja að sjá vin minn aptur í
þessu lífi. þegar Alexander Ypsilanti
þreif til vopna gegn Tyrkjum, gjörðist
hann hans maður, og er mælt hann hafi
fallið í orrustunni við Skulomany.