Ísafold - 07.06.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D.
V 14. Reykjavik, fóstudaginn 7. júnímán.
1878.
íssins, svo sem nærri má geta, einkum
í Skagafirði; sagður þaðan mikill hrossa-
fellir.
Útlendar frjettir.
Khöfn, 25. maí 1878.
Austræna niálið. „Menn vaða í villu
og svima“, — svo hefir við átt um til-
gátnasagnir blaðanna, siðan Sjúvaloif
greifi lagði af stað (frá Lundúnum) til
Pjetursborgar i byrjun mánaðarins. Er-
indi hans var, að tjá fyrir Alexander
keisara og stjórn hans, hvað til friðar-
ins mundi verða að vinna; en hitt er
sjálfsagt, að hann hefir sett þeim um
leið fyrir sjónir allt það, sem honum
var betur kunnugt en öðrum, t. d. að
Englendingum væri nú orðin full alvara
að taka til vopna, um herbúnað þeirra
og liðskost, og að Rússlandi væri hjer
fangs von af frekum úlfi, ef eigi drægi
til samninga og friðar. Báðar leiðirnar
lagði greifinn um Berlín oghafði tal af
þeim Vilhjálmi keisara og Bismarck,
en í seinna skipti voru blöðin jafnheimsk
og áður og urðu einskis vísari um, hver
kostaboð hann hefði meðferðis. Fyrir
tveim dögum er Sjúvaloff kominn aptr
til Lundúna, og hefir haft viðræður við
þá Salisbury og Beaconsfield. Enn er
þagnarhjúpur yfir því, sem hann hefir
haft að bjóða, en þó hafa stjórnarblöð-
in þegar gefið í skyn, að hann hafi
komið með góð tíðindi frá Pjetursborg.
Nánara hafa þau svo að kveðið, að stjórn
Rússakeisara væri fús til að láta St.
Stefanó-gerðina verða breytingum háða,
ef svo talaðist til á ríkjafundi, og setja
endimörk Bolgaralands eptir samsmál-
um við Englendinga. Blaðið Standard,
sem fer helzt með það eina, er Beacons-
field vill að sagt sje, gat þess til fyrir
fám dögum, að ríkjafundur mundi kom-
ast á í byrjun eða fyrra hluta júlímán-
aðar; Rússar hefði hliðrað vel til og
margt væri fengið til góðra álita, og
að því leyti væru málin komin í vænt
efni — ef ekkert skærist í og yrði til
brjáls á svo góðu horfi. — Af herbún-
aði hvorratveggju, Rússa og Englend-
inga, fara sömu sögur og áður. Rússar
hafa sent meiri her suður í Rúmeníu,
og hafa allt landið á sínu valdi, en allt
búið við Dunárósa að teppa siglingar
eða umfarir frá Svartahafinu inn í fljót-
ið, ef ófriður verður. Her þeirra um-
hverfis Miklagarð heldur sömu stöðv-
um, og stendur svo með reidd vopnin
yfir höfði soldáns, ef hann skyldi sína
sig líklegan til að ganga i lið með Eng-
lendingum.—Englendingar halda áfram
að sínu leyti að senda skip austur í
Miðjarðarhaf og flytja sem ákafast lið
til Malta frá Indlandi. Bæði heima hjá
sjer og annarstaðar búa þeir strand-
vamir og hafnarvarnir, til að þeir verði
hvergi varbúnir, ef Rússar freista að
veita þeim heimsókn; en til þess hafa
þeir þegar svo efnt, að samskot eru
höfð um allt ríkið til að búa út víkinga-
skip og kaupa þau hjá Vesturheims-
Pústskipið Pliönix kom í fyrri nótt,
á io. sólarhríng frá Khöfn.
Strandi'erðaskipið Díana kom í fyrra
dag úr ferð sinni kringum landið, sömu
leið og hún fór: varð að snúa aptur
við Melrakkasljettu, fyrir hafís. Hún
komst hjer um bil tafarlaust svo langt,
en hitti þó ís á leiðinni hjer og hvar,
einkum á Eyjafirði (stóra spöng, sem
henni tókst að eins að smeygja sjer
hjá), og apturíleið hitti hún Húnaflóa
alþakinn ís, og aðra ísspöng fyrir Horn-
ströndum, komst að eins inn á Reykj-
arfjörð, á milli spanganna, sem síðan
bar saman, svo hún var inni lokuð 2
daga, laugardag og sunnudag 1. og 2.
þ. m. Síðan losnaði isinn þar frá Strönd-
unum austur á bóginn, svo að henni
opnaðist leið vestur fyrir, fyrir Hom;
úr því sá hvergi til íss. Hún hjelt 10
mílur vegar norðurmeð ísspönginni við
Melrakkasljettu, ætlaði norður fyrir
hana, en sá hvergi fyrir og sneri þá
við. Farþegjana á austurhafnirnar fór
hún með inn á ísafjörð, og kom eigi
annarstaðar við aptur í leið, nema á
Reykjarfirði. Nú liggur hún hjer til
hins 15. þ. m., og leggur þá af stað
sömu leið aptur samkvæmt áætluninni.
Nokkru af þessum legutíma hjer virð-
ist annars hefði verið betur varið til
þess að skjótast austur fyrir sunnan land,
inn á hafnirnar eystra, sem nú missa
algjörlega af fyrstu ferðinni.
Harðindi eru mikilnyrðra sakir haf-
Frá Norvegi.
an óþrifnað á nokkrum bæ; og væri
óskandi, að landar vorir allir væri eins
skapi farnir. Allur óþrifnaður spillir
heilsunni, misbýður fegurðartilfinning-
unni og deyfir velsæmistilfinningu manna,
og er þjóðinni til smánar fyrir útlend-
um, sem náttúrlega hljóta að dæmahið
innra eptir hinu ytra.
þar eptir fór eg á gufubáti upp
eptir hinum 6 mílna langa Tindasjó.
þar voru há tináafjöll á báða vegu og
hlíðar skógi vaxnar, með smágeirum og
grænum blettum; það voru tún og akr-
ar á smábæjunum í hlíðunum. Bænd-
ur höfðu að meðaltali 6—8 kýr ogsár-
fáar kindur og dálítinn jarðarávöxt, en
engan sjávarafla; voru þeir því fátækir
mjög, helzt í hinum efri sveitum á þela-
mörk. En hjer var miklu betri jöfn-
uður og samkomulag á milli hjúa og
húsbænda, ríkra og fátækra, heldur en
hjá hinum auðgu stórbændum austur á
Upplöndunum.
Vestur frá Tindasjó ofanverðum
liggur Vestfjarðardalur, sem er einhver
efsti afdalur á þelamörk, djúpur og
næsta fagur; eg gekk nú upp eptir
honum, og hvað sá eg þá? Fyrst 300
feta háa fossa, blómlegar hlíðar beggja-
vegna og svo fólkið með sinn einkenni-
lega búning. Karlmenn voru ýmist í
blárri peisu, með silfurhnöppum, eða þá
í hvítri, stuttri vaðmálstreyju, með svart-
og rauðrósaðan kraga og ermar, og
svartrósaða skjöldu báðumegin á síð-
unum; blátt vesti og lokubrækur, sem
náðu upp undir höndur. Oll klæði þessi
voru alsett stórum silfurhnöppuui og
fremur dýr. Hin norska bændahetta,
sem er svípuð oplausri lambhúshettu
með litlum skúf í toppi, er alrauð á Upp-
löndum, en hjer á þelamörk er hún
með 2 svörtum röndum. Konur hjer
höfðu húfu svipaða derlausri karlmanns-
hettu og stundum sveipuðu þær klút-
ræflum í snargarð um höfuð sjer, og
fór heldur ólaglega. þær voru margar
í hvítri peisu, rúmgóðri og með falleg-
an brjóstskjöld og millur af silfri, og
pils með hvítri brydding að neðan; að
öðru leyti var búningur þeirra svipaður
hversdags-kvennbúning vorum. Annars
var fólk þetta fremur þægilegt og við-
felldið.
Nú hjelt eg áfram upp dalinn; fjöll-
in hækkuðu æ meir og meir og loks
(Niðurl.). Fyrir vestan Norðursjó er
hið háa fjall, þar sem hið frakkneska
loptfar kom niður um árið [veturinn
18 Wlnl
Við efri enda á vatni þessu liggur
3 mílna langur skógur upp að Tinda-
sjó. Gamall og æruverður bóndi frá
þelamörk var nú i för með mjer. Svo
hreinskilinn var hann, að hann sagði
mjer bæði kost og löst á sveitinni, þar
sem hann átti sjálfur heima. Og sjer
í lagi varaði hann mig við að koma á
ókennda smábæi þar, „því“, sagði hann,
og varð undirleitur, „það er svo mikill
sóðaskapur í sumum sveitum vorum, að
vjer megum skammast vor að segja frá
því. Já, svo smánarlegt, að á einstöku
bæjum getur jafnvel orðið vart við lús“!
Enda þykir öllum, ekki að eins mennt-
uðum mönnum, heldur einnig almúga-
mönnum í Norvegi þaðhinmesta háð-
ung, ef vart verður við lús og þvílík-