Ísafold - 07.06.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.06.1878, Blaðsíða 4
56 ÍSAFOLD. Á gr ip af reikningi sparisjóðs i Reykjavik frá 11. júní til 11. desember 1877. Krónur. Aur. Útgjöld: Krónur. Aur. 1. Útborguð innlög 39724 8 2. Af vöxtum til 11. des. 1877, alls 2441 kr. 86 aur., útborgað 2 11 25 3. Vextir til 11. desbr. 1877, lagðir við höfuðstól 2230 6l isóócn 5° 4. Ýmisleg útgjöld 135 55 5. Verðmunur við sölu kgl. skuldabrjefa 603 23 6. Eptirstöðvar 11. des. 1877: þ-r_ aur> 35231 25 a, konungleg skuldabijef . . 55900 ,,,, b, skuldabrjef einst.manna. . 91643 „„ 3462 39 c, peningar í sjóði 4962 19 22 77 152505 19 195409 91 alls 195409 9i T e k j u r: Eptirstöðvar n. júní 1877: kr. aur. a, konungleg skuldabrjef . . 61700 „„ b, skuldabrjef einst. manna . goió3 „„ c, sent til Kaupmannahafnar sem depositum........... 2500 „„ d, peningar í sjóði....... 2330 50 Innlög samlagsmanna .... 33000 64 Vextir af innlögum 11. des. 1877................... 2230 61 Vextir af konunglegum skuldabrjefum og lánum........................... Fyrir 69 viðskiptabækur............ alls ^--------- eptirstöðvunum......................................................................152505 kr. 19 aur. felast: a, innlög og vextir 757 samlagsmanna....................................... 141753 kr. 66 a. b, varasjóður ........................................................... 7166 — 31 — c, verðmunur á konunglegum skuldabrjefum..................................... 3585 — 22 — 152505 19 _ Reykjavík, 27. maí 1878. Á. Thorsteinson. Ed. Siemsen. H. Guðmundsson. og döprum geislum dreiíir hljótt á dáins vinar leiði. ■f Hinn 27. marz 1877 andaðist yngis- maður Guðjón Jónsson frá Fljótsdal í Fljótshlíð, fæddur 15. aprilm. 1855. Sjer- hver er hann þekkti, mun sárt sakna hans. Hann var glaður í lund, en þó jafnan stilltur vel, ástúðlegur í umgengni, hjartagóður og meðaumkunarsamur við alla, er bágt áttu. — Gáfur hans voru hinar farsælustu, enda var þekking hans framúrskarandi, á svo ungum aldri og án allrar tilsagnar. Danska og þjóð- verska tungu skildi hann svo vel, að hann gat aðstoðar- og tálmunarlaust haft not af hverri bók á þeim tungum. Hann var alla æfi heilsutæpur, og þekkti af eigin reynslu, hve þungur er kross sjúk- dóms og þjáninga; hafði hann og ásett sjeraðverja þeim lífsstundum, er drott- inn veittihonum, tilþess að Ijetta með- bræðrum sínum byrði þeirra. Munu og margir minnast með þakklæti þeirrar hjálpar er hann veitti þeim hið síðasta ár æfi sinnar. Einn af vinum hans minnist hans með þessum orðum: O þú in sterka hulda hönd er hjúpuð myrkri drottnar, og leiðir oss á leynda strönd þars lífsins alda brotnar, þú hirðir ei um hulið mál frá hjartars dýpstu sárum, og vægir hvorki veikri sál nje vonarlausum tárum. Og allt það líf, er andað fær af eggjum dauðans særist svo langt, sem drottins nálægð nær og nokkurt hjarta bærist; og það sem hjeðan horfið er in hulda eilífð dylur, sem ekkert mannlegt auga sjer og ekkert hjarta skilur. Og hann, sem ljek sjer lífið við og lifði oss til gleði nú hvílir djúpt við dauðra hlið á dimmum grafar beði, og máni bleikur mænir rótt frá iniðrar nætur heiði Og látins ná við feigðar frón mun faðmur dauðans halda; þar bærist ekki brostin sjón nje bróður-hjartað kalda, og moldin svarta síð og ár mun sveipa hvarminn ljósa,— því hníga móður harmatár á höfuð bleikra rósa. Og það er von þín sorg sje sár og svölun þín í tárum þá hann er laginn liðinn nár er ljetti margra sárum. En það þig hugga, móðir, má í missi svona skjótum, að hrifinn þínu hjarta frá hann hnje að drottins fótum. O, far þú sæll í drottins helgu hönd, með hryggum sjónum eptir þjer vjer mænum; þinn fagri andi sveif á ljóssins lönd og lík þitt hvílir undir sverði grænum. Hví lá svo fögur leið að feigðar-strönd er ljóssins faðir skrýddi blómum vænum? það drottins ráð er hulið vorum harmi, sem hjartað kólna ljet í þínum barmi. En þó að þitt sje endað æfi-skeið, og ei þú framar megir sárin græða, þín minning æ mun skína helg og heið í hjörtum þeim, er angurstárin mæða; Vjer sjáum þín var sæl og fögur leið, vjer sáum að hún liggur upp til hæða; Og þar er hönd er þig um eilífð leiðir og þar er faðmur, sem þjer drottinn breiðir. Sof þú nú sætt og rótt, — senn rennur dauðans nótt heimsins af boganum breiðujn ; ekkert þig angrað fær, eilífur friður grær djúpt undir dáinna leiðum, Ásthlýjum armi með yfir þinn lága beð vorsólin brosgeisla breiðir, svo munu síð og ár sorgblíðrar móður tár vökva þitt laufgaða leiði. J>egar við skýja skaut skínandi stjörnubraut eyðist að Álföðurs dómi, upp rennur ægi frá eilífðar morguns brá engla með harpstrengja hljómi. 27. marzm. 1878. X þjóðhátíðarkostnaðarsamskot. Síra St. Thorarensen á Kálfatjörn og Egill Hallgrímsson í Minni-Vogum 7 kr. 75 a. hvor. -— Úr Fellnahreppi í Norður-Múlasýslu safn. af hjeraðsl. ]=. Kjerúlf 10 kr. 65 a. — Úr Auðkúlusókn í Húnavatnss. safn. af prófasti síra Jóni pórðarsyni 18 kr. Mestirgef- endur þar: Jón prófastur 3 kr., Jón óðalsbóndi Pálmason i Stóradal 2 kr. — Úr Vestmannaeyjas. safn. af sira Br. Jónssyni 14 kr. 75 a. Mestir gef- endur þar: síra Brynj. og |>orst. alþingism. Jónss. 4 kr. hvor, M. Aagaard sýslum. 2 kr. — Frá Ak- ureyri safn. af Friðb. bókbind. Steinssyni 12 kr. 50 a. Mestur gefandi: Christiansson amtmaður 10 kr. — Úr Kaldrananeshreppi i Strandasýslu safn. af Jóni lækni Guðmundssyni á Hellu 8 kr. 50 a. Mestur gefandi: Torfi alþm. Einarsson á Kleifum 5 kr. — Ur Háls-sókn i þingeyjars. safn. af síra St. Árnas. 8 kr. 60 a. Mestir gefendur: Guðm. Daviðsson Veturliðast. 2 kr., Indriði porsteinsson á Víðivöll- um 1 kr. 50 a- — Bjarni Jónsson á Víðirhóli 4 kr. — Úr Hofshreppi i Skaptafellssýslu safn. af hrepps- nefndinni 8 kr. 50 a. — Úr Reykhólasveit safn. af próf. síra Ó. E. Johnsen 9 kr. Mestur gefandi: prófasturinn 2 kr. 40 a. — Úr Neshreppi ytra safn. af Tómasi hreppstjóra Eggertssyní 8 kr. — Úr Breiðuvikurhreppi 3 f r. 70 a. Fjármark Helga Jónssonar í Móakoti: blaðstýft aptan bæði, hang- andi fjöður aptan bæði. Brennimark: HELGI. Ritstjóri: Björn Jónsson, eand, philos. Prentsmiðja „ísafoldar11.— Sigm, Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.