Ísafold - 07.06.1878, Blaðsíða 2
54
ÍSAFOLD.
7J8
mönnum, er eigi fást annarstaðar. —
Frá Miklagarði hafa þau tíðindi komið
seinustu dagana, að flokkur manna hafi
brotizt inn í hallargarðinn, þar sem
Murad—bróðir Abdul Hamids, sá errek-
inn var frá völdum—er í varðhaldi, og
yildu hann þaðan út sækja og setja
hann aptur á veldisstólinn. Hjer sló í
bardaga við varðmennina og annað lið,
er til var kvatt, og varð sú viðureign
2 5 mönnum að bana, en hinir voru fleiri,
sem fengu sár og aðra áverka. Murad
hefir lagt sárt við, að þeir menn hefðu
gert ráð sitt án hans vitundar; en sum-
irþeir, er sitja stjórn soldáns, hafa ver-
ið grunaðir, og þau bönd hafa borizt
að ráðherra flotamálanna, að hann hefir
verið rekinn úr embætti. Daginn á
eptir kom sú frjett, að kviknað hefði í
því hallarsetri, sem Serail heitir, en
stundum er kallað „portið háfa“, þar sem
er íbúðarhöll soldáns, hallasalir stjórn-
arinnar, bústaðir hirðarinnar, kvenna-
búriðo.fl. Nóttinamilli 22. og 23. þ. m.
kom eldurinn upp i þeim partinum, þar
sem eru stofur stjórnardeildanna, og
brunnu þær hallir að mestu leyti. J>ó
er sagt, að flestum skjalasöfnunum hafi
orðið forðað.
Frá Frakklandi. Hjeðan er að því
leyti fegurstu frjettirnar að segja, sem
allar höfuðþjóðir og menntaþjóðir heims-
ins mætast á friðarstefnu í Paris, og
láta sjer verða um það sjón sögu rík-
ari, hvað kunnátta, snilld og menntir
orka að fremja, hvað auður og kapp-
kostun mega veita, mannlííinu til fegr-
unar, unaðs og þarfinda. Vjer eigum
við alþjóðasýninguna á Marzvellinum
og Trocadéro (fyrir norðan Sigmi); en
hennar vitja á hverjum degi hjer um bil
30,000 manna. það má ráða af lýsing-
um ferðamanna, að þó til margra megi
mikið þykja koma, þá standi þó Eng-
lendingar og Frakkar öllum framar,
hinir fyrri að auð og mikilhæfi, en hin-
kom hið 6,400 feta háa Gausta-fjall. f>að
er einkennilegt mjög, svipað aflöngu
bustarhúsi, með snjórákum í báðum hlíð-
um. í>ar eptir heyrði eg þungar dun-
ur og sá mikinn vatnsreyk gjósa upp
efst í dalnum. það var f o s s, og hann
ekki neitt smáræði. það er einn af
hinum frægustu fossum í heimi, hæsti
foss á norðurlöndum, og heitir Rjúk-
andi. Hann er 750 fet á hæð og ber
nafn með rentu. Hann fellur niður í
gljúfur, sem mynda nærri þríhyrndan
krók, með mörgum stöllum og hang-
andi klettasnösum, alskreytt lauftrjám.
Eg gekk fram á eina snösina og sá
fossinn í algleymingi, því vatnavextir
voru í ánni. Hjer var fögur útsjón aust-
ur til hins mikla fjalls og niður í hinn
inndæla dal; um hann og fossinn ganga
sögur margar, og mundi eg lýsa því
öllu betur, ef landar vorar hefðu ekki
nóga dali og fossa að dázt að. í veit-
ingahúsinu við fossinn lá bók; voru rit-
aðar í hana lofræður um fossinn á flest-
öllum Norðurálfutungum, mest þó á
ensku og dönsku, því öllum þykir foss
þessi hið mesta furðuverk náttúrnnnar.
Eg ritaði náttúrlega lofgjörðarvers um
ir siðamefndu að snilld og fegurð. Sýn-
ismunir Englendinga votta, að þeir eru
öllum þjóðum rikari, og eiga mikil og
auðug lönd í öllum heimsálfum. Frá
þeim öllum sýna þeir alls konar jarðar-
gróða og alla yrkingu hans, er til slíks
kemur; þá er ekki að tala um málm-
ana og annað, er úr jörðu er grafið.
Iðnaður þeirra og smíðar frá heima-
löndunum er vottur um framúrskarandi
kunnáttu og hagleik, en hitt, allt sem
þeir hafa hingað haft frá Austurlönd-
um, einkum Indlandi, svo sem vopn,
söðulreiði, föt og vefnaður (t. d. sjölin
frá Kaschemir) eru þeir forkunnargrip-
ir, að fátt kemst til jafnaðar. Af því
tagi eru sjer saman allir þeir dýrindis-
gripir, sem Indlandshöfðingjar o. fl.
sæmdu með prinzinn af Wales á ferð
hans 1875 — kynjasafn af munum úr
gulli og silfri með búnaði af allskonar
gimsteinum. — Frakkar sýna að sínu
leyti fjölbreyttari iðnað en nokkur þjóð
önnur, og í snoturleik og fegurðarsniði
eru þeir öllum fremri. Af því sem
meiru skiptir, má nefna klæði þeirra,
Gobelínsrefla (er svo nefnast*), og postu-
línssmíðar. þeir eru og mestu fata-
sniðsmeistarar í heimi, og engir komast
til jafns við þá í skrautblómagjörð. í
koparsmíði og trjesmíði — t. d. hús-
búnaðar — bera þeir líka af flestum
öðrum. Allar smíðar Frakka bera vott
um fjörlega ímyndan, tilbreytilegt hug-
vit og frábæra handlægni. í mörgum
verknaði standa Belgar og Italir á
þeirra reki, - en um eitt eru ítalir sjer
og flestum fremri, það eru ker og skál-
ar af brenndu leiri (terra cotta). í lista-
verkum er nú með flestum þjóðum vorr-
ar álfu nokkuð jafnt á komið; en þó
mun svo rjett á litið, að uppdráttar-
meistara Frakka hafi á vorri öld dreg-
*) Eptir manni er Gobelin hjet •— eða ætt hans —
og átti verkstaðinn, þegar Kolbert, ráðherra
Loðvíks 14., keypti hann ríkinu til handa.
fossinn í bók þessa eins og hinir, og
mun langt að bíða þess, að menn geti
skilið það. þ>ar skildi enginn íslenzku.
Nú byrjaði eg aptur ferðina niður
frá fjöllunum; en þar eð eg fór nú aðra
leið til þess að geta sjeð fleiri sveitir,
þá hlaut eg að ferðast yfir heiði, sem
var 3 mílur vegar. þar var enginn
mannavegur, eigi nema íjárgötuslóðar
hjer og hvar, og var enn aur og snjór
á hæstu fjöllum. Veitti mjer örðugt að
finna slóðana, því eg var aleinn, eins og
vant er. Hjer var náttúran stórkostleg,
en eyðileg mjögvegna skógleysis; það
bregður manni við, er maður ferðast
um Norveg. Fjalltindar voru hjer, sem
víðaí Norvegi, kúlumynduð granitbjörg,
með skorum í, fullum af snjó; hliðarn-
ar þaktar víðir-runnum og seltúnin utan
í þeim farin að grænka. f>ar sást eng-
in skepna og heyrðist eigi svo mikið
sem fugl kvaka; vorið var hart og ekki
fært að flytja f selin fyr en eptir Jóns-
messu. En þó varð eg einhvern veg-
inn frá mjer numinn, hrifinn og skelfd-
ur af hinni hátíðlegu þögn, eptir allan
hávaðann og glauminn í stöðunum;
þessi eyðilegu fjöll minntu mig svo við-
ið lengst fram úr öðrum. þjóðverjíir
hafa ekki sent annað til sýningarinnar
en listaverk (uppdrætti og myndasmíði).
— Um sýnismunina frá Norðurlöndum
höfum vjer sjeð lítið enn talað, en það
er sem dönskum frjettamönnum þyki
miður hafa tekizt með sendingarnar frá
sjer en takast hefði mátt. þeir hafa
þar á móti látið vel yfir sendingum Svía
og Norðmanna, og sjerílagi lofað hina
síðarnefndu fyrir gott og haglegt fyrir-
komulag á sýnismunum sínum. Af
Austurlandabúum skara Sínverjar og
Japansmenn lengst fram úr; einkum
finnst mönnum mikið til um verknað og
smíðar Japansbúa. — það eru eigi að
eins kostagripir og smíðar eða aðrir
munir, sem hjer gefur að líta, en á
sýningarsvæðinu eru reist ýmis konar
hús frá mörgum löndum, iveruhús, skól-
ar, verknaðarskálar, matgjörðarhús,
lystiskálar (f aldingörðum, t. d. frá Sín-
landi) o. s. frv., og í sumum sýndur
húsbúnaður, áhöld, en í nokkrum öll
aðferð við ýmsar iðnir og verknað. —
J>að óhapp varð til mannskaða í París
fyrir skömmu, að eldur hleypti í lopt
upp verksmiðju, þar sem búnar voru
til hvellhettur eða tundurhettur á bissur,
og fengu af því eitthvað um 20 manns
bana, en margir meiðsl og örkuml.
Frá ýmsunt löndum. Á Englandi
hlutust fyrir skömmu róstur og upphlaup
af missætti með verkiðnameisturum eða
eigendum baðmullarverkstaða og verka-
mönnum í Lanchaskíri, einkum í Black-
burn, Great Harwood og Preston. Hin-
ir fyrnefndu vildu hleypa vinnukaupinu
niður um 10 af hundraði. Hjer varð að
kveðja herlið til að stilla ófriðinn, og
tókst það ekki fyr en verkmenn höfðu
gjört verstu spjöll á híbýlum hinna og
verksmiðjum, en sjálfir — ásamt fleirum
— fengið sár og illar ákomur. í Great
Harwood skutu þeir út um gluggana á
einu húsinu, er sig áttu að verja, á
kvæmt á fjöllin heima, þar sem hin inn-
dæla fegurð faðmar hina ógnandi há-
tign.
Nú kom eg niður í hinn tignarlega,
þrönga og 6 mílna langa Ármótsdal.
Hjer mætti eg fólki sem var að flytja
í selin, og var það í fyrsta sinu aít eg
sá klyfjaða hesta í Norvegi, því í öll-
um lágsveitum eru hafðir að eins vagn-
ar. Fólk þetta rak hópa afkúm, geit-
um og sauðfje, og var klukka fest um
háls á hverri skepnu, svo hægra yrði
að finna þær, ef þær týndust. Efst í
dalnum voru vegir mjög ljelegir, en
þegar kom neðar í hann, þá máttu veg-
irnir heita afreksverk. Sumstaðar í
dalnum er ekkert undirlendi og höfðu
menn því orðið að brjóta fram 3 faðma
breiðan vagnveg utan í hallanda klöpp-
um, já stundum grafa veg gegnum snas-
irnar! Granitberg er rautt í sárið og
mynduðu veggirnir því bleikrauða boga-
rák niður um dalinn. En þetta kostar
stórfje og erfiði, enda eru Norðmenn ó-
sparir á hvorutveggja.
þar eptir kom eg niður í Seljörð.
Sú sveit liggur milli tveggja fiskivatna
undir háum fjöllum fyrir neðan Ármóts-