Ísafold - 12.06.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.06.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D. V 15. Reykjavik, miðvikudaginn 12. júnímán. 1878. MlSPRENTAÐ í fáeinum exemplörum af síðasta bl. í auglýsingunni frá J. J. Breiðfjörð: tala fyrir áríðandi nauðsynjamáli f. taka fyrir árið- andi nauðsynjamál. Andvirði þessa árgangs af ÍSAFOLD, 3 kr., á að greiðast nú í sumarkaup- tíðinni, eða undir eíns og árgangurinn er hálfnaður, þ. e. 16. blaðið kemur út. „FRAMFAItI“ á einnig að borgast í sumarkauptíðinni, eða að minnsta kosti áður en póstskipið fer hjeðan í næstu ferð (30. júlí). „SKULD“ geta þeir sem vilja borgað til útgefanda ísafoldar, og á það sömuleið- is að vera gjört fyrir lok sumarkauptiðar. Lög um fiskiveiðar á opnum skipum, Alþingi bjó til í fyrra sumar „lög um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum“; konungur staðfesti þau 14. desembr. f. á. og að, loknum I manntalsþingum í vor verða þau gild um allt land. Lögum þessum er nokkuð öðruvísi háttað en vandi er til um laga-boð. |>au eru eigi beinar fyrirskipanir um, hvað þegnarnir eigi að gjöra eða láta ógjört, hver um sig, að því er snerttr atvinnuveg þann, er hjer ræðir um, held- ur hafa þau að geyma u m b o ð frá lög- gjafarvaldinu handa þeim til að setja sjer sjálfir lög í þessu efhi, á þan» hátt, er áminnzt lög mæla fyrir. í*au eru samsteypa upp úr nokkruiu frum- vörpum, er2.þingm. ísfirðinga bar upp á þinginu í fyrra fyrir þeirra hönd og handa þeim einum. þinginu var kunn- ugt, að önnur fiskihjeruð lancjsins þurftu engu síður við einhverra afskipta frá hálfu löggjafarvaldsins heldur enísfirð- ingar, en sá hins vegar, að eigi mundu við eiga sömu reglur um veiði-aðferð o. fl. í öllum veiðistöðum landsins, og treysti sjer eigi til að skera úr, hvað bezt hentaði á hverjum stað. þ>ví urðu úrræðin þau, að fá íbúum hvers hjeraðs fyrir sig í hendur vald til að setja sjer sjálfir reglur með lagagildí í þessu efni, með forgöngu sýslunefndanna og að áskilinni staðfestingu amtmanns, svo sem getið er í ísafold IV 24, |>að er vafalaust mikil rjettarbót að þessum lögum, og ættu því öll veiði- pláss á landinu að færa þau sjer ræki- lega i nyt sem allra-fyrst. Landsmenn hafa helzt til lengi orðið að búa við lagaleysi að því er snertir annan að.a,!- bjargræðisveg sinn, og beðið fyrir það margfaldau hnekki opt og tíðum. Eptir lögunum á sýslunefndin að búa til frumvarp til fiskiveiða-samþykkta þeirra, er hjer ræðir um, og bera það síðan undir atkvæði hjeraðsmanna á al- mennum fundi, þar sem þeir hafa at- kvæðisrjett, er kosningarrjett hafa til alþingis: Sýslunefndin í Gullbringu- og Kjósarsýslu ernúþegar farin að undir, búa þetta að því er snertir veiðistöð- urnar hjer við Faxaflóa sunnanverðan, og hefir hún tilnefnt í því skyni nokkra menn í nefnd til þess að koma með til- lögur þar að lútandi sjer til stuðnings við tilbúning frumvarpsins. Oss þykir óefandi, að þessir menn muni leysa yerk sitt vel af hendi. En vjer ætlum þó eigi óþarft, að almenningi gefizt jafn- framt nú þegar færi á að hugsa málið ýta.rlega og undirbúa sig til að ræða það á hinum fyrirhugaða hjeraðsfundi, sem haldipn verður einhverntíma í sum- ar. Fyrir því setjum vjer hjer nokkrar uppástungur um hið helzta, er hin fyrr irhugaða samþykkt þyrfti inni að halda, og eru þær að efni til frá greindum og reyndum formanni (20 ára formanni) hjer úr sýslunni, en sem eigi er í tölu þeir-ra, er sýslunefndin hefir kva.tt ráða. 1. þ>að þykir fullreynt, að neta- lagnir á djúpi í Garðsjó spilli mjög fiskigöngum lengra inn eptir flóanum, og í annan stað spillast net þa.r mjög og glatast sakir strauma. því ætti að banna þar algjörlega allar netalagnir á Öllum timum árs. Garðmenn gjörðu sjálfir samtök I vetur um að hætta við lóðif þar á vetraryertíðinni. þær ætti nú að banna algjörlega með samþykkt- inni, frá jólum til Krossmessu. Merkja- lína fyrir djúpmiðum ætti að vera frá Garðahólma til Keilisness. 2. þegar fiskur er kominn á blá- grunn, sem kallaður er, ætti ekkert skip að mega hafa þar nema 1 trossu, og eigi fleiri en 7 net f trossu, þrítug, og allir að vitja í senn, t. d. um sólarupp- komu, eptir merki frá þar til kjörnum formanni í hverju hverfi, Með þvi mó.ti yrði komið fyrir hina,r miklu neta- skemmdif af mannavöldum o,g aðra þess konar óreglu, 3. væri, ómissandi að taþa upp hina gömlu reglu, að bera niður gotu fyrir fiskinn,,, þegar hann er genginn á grunn seinni part vertiðar. 4. Varast ættí að b.era niður gr|ót fram á miðum, heldur ætti að flytja jafnan alla seglfestu í landaptur, verði því með ijokkru móti við komið. — íhugi menn nú þessar tillögur, og umbæti þær, eða komi með aðrar betri. Uppástungu r snertandi prestastjettina og kirkjurnar. (Niðurl,). 6. Prestum sje ákveðin laun sin í hundraðatali eptir landsvísu, og presta- köllunum skipt í 6 flokka eptir fólks- tali, sem tekið sje tiundahvert ár, eins og hingað til, í fyrsta skipti eptir fólks- talinu 1880, í i, flokki sjeu þau prestaköll, sem hafa yfir 1100 manns, með 3ohundr- aða launum. 1 2. flokki sjeu þau prestaköll, sem hafa frá 900 til 1 ioo manns, með 27 hundr. launum. í 3. flokki sjeu þau prestaköll, sem hafa frá 700 til 900 manns, með 24 hundr. launum. í 4, flokki sjeu þau prestaköll, sem hafit frá 500 til 700 manns, með 21 hundr, launum, í 5. flokki sjeu þau prestaköll, sem hafa frá 300 til 500 manns, með 18 hundr. launum og í 6. flokki ÖIl þau prestaköll, sem hafa undir 300 manns, með 15 hundr, launum. Tíunda hvert ár sje tekið fólkstal og flokkuð prestaköllin á ný. 7, Prófastsdæmum sje ekki breytt að öðru leyti en þvi, að þar sem presta- kall, eptir hinni nýju skipan þeirra, liggur í tveim prófastsdæmum, verði það allt látið fylgja því prófastsdæmi, sem prestssetrið liggur í. Prófastar fái þóknun fyrir yfirlit það, sem þeir hafa og skrifstörf i al- mennings þarfir, úr landssjóði, Prófasts- dæmin sje flokkuð eptir tölu sóknanna, þannig: í flokki sjeu þau prófasts- dæmi, sem hafa yfir 16 sóknir, með 4 hundr, launum. í 2. flokki sjeu þau prófastsdæmi, sem hafa ftá 9 til 16 sóknir, með 3 hndr. launum, og í 3. flokki þau prófastsdæmi, sem hafa 8 sóknir eða færri, með 2 hundr. launum. Laun þessi sjeu greidd þeim í pening- um, eptir meðalalin verðlagsskrárinnar ár hvert, Auk launa þeirra, sem þeim nú eru ákveðin fyrir störf sín, sje þeim með lögum ákveðin hæfileg þóknun fyrir að setja inn presta og vígja kirkj- ur, en aptur á móti sje úr lögum num- inn forrjettur sá, sem þeir hafa nú, til aðgefa í hjónaband og jarðsyngja presta og þeirra nánustu náunga, en hlutað-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.