Ísafold - 12.06.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.06.1878, Blaðsíða 2
58 */«™ eigendum sje frjálst, að fá til þessa hvern prest, sem í embætti þjónar, er þeir vilja. 8. Uppgjafaprestar fái eptirlaun úr landssjóði og eins presta og prófasta ekkjur, samkvæmt eptirlaunalögunum; einnig sjeu prestar og prófastar skyldir til að sjá ekkjum sínum og börnum fyrir forsorgun og lífeyri eptir sinn dag, eptir sömu reglu sem gildir um aðra embættismenn. Rjettursá, sem presta- ekkjum hefir verið áskilinn til ábýlis- jarða, sjenuminn úrlögum; þósjeþeim leyft að búa á allt að hálfu prestssetr- inu næsta farda,ga-ár eptir fráfall manna þeirra, efþeirdejja eptir jólaföstukomu. Náðarár prestaekkna falli burt, og sömu- leiðis það, sem uppgjafaprestum og prestaekkjum hefir verið lagt til af ár- gjöldum prestakallanna og úr landssjóði. Árgjáld af prestaköllunum og borgun fyrir veitingu prestakalla falli burt. 9. Prestar sjeu leystir frá því að hafa umsjón og ábyrgð lje'nskirkna, en um leið sje hversöfnuður skyldaður til, að takaaðsjer umsjón og ábyrgð sókn- arkirkju sinnar, þegar honum er afhent hún með nægilegri stærð og öllum til- hlýðilegum skrúða og áhöldum, í gildu standi eða með fullu álagi fyrir hvað eina, sem upp á þetta vantar. Gjöld þau, sem nú eru greidd kirkj- um, tíundir, ljóstollar og legkaup, falli burt, og sömuleiðis falli burt skyldu- vinna sóknarfólks við kirkjugarða og byggingu kirkna, en þetta sje kostað af sjóði kirkjunnar. Aptur á móti sje kirkjunum ákveð- ið gjald frá sóknarmönnum, er sje reikn- að út þannig: af öllum þeim gjöldum, sem kirkjum á öllu landinu ber að lúka 5 seinustu árin (frá 1875—1879), sje tekið meðaltal, reiknað í álnum ; í þessa álna-upphæð sje deilt með fólkstölunni 1880 og sú álnatala eða brot úr alin, sem þá kemur út með einföldu broti, sje upphæð kirkjugjaldsins á hvern mann á landinu. Landshöfðingi reikni út þessa gjaldaeiningu á hvern mann, og aug- lýsi hana á prenti í Stjórnartíðindunum. í hverri kirkjusókn sje kosin 3 manna nefnd, eptir sömu reglu og kosið er til hreppsnefndanna. þ>essi sóknarnefnd hafi á hendi umsjón kirkjunnar, bygg- ingu hennar, viðhald og hirðingu ; hún reikni út með aðstoð sóknarprestsins eptir gjaldaeiningunni og fólkstali því, sem sóknarpresturinn tekur við lok hvers árs, hve mikið kirkjugjald kemur á alla sóknina, og jafni því niður á þá menn í sókninni, sem gjalda til sveitar, eptir sama hlutfalli og sveitarútsvörin í nið- urjöfnunarskránni, ogsje sóknarprestur- inn einnig hjálplegur henni til þess, og heimti hún það síðan inn af greiðend- um í peningum. Eindagi á kirkjugjaldi sje Mikjálsmessa. Nefndin haldireikn- ing kirkjunnar og komi sjóði hennar á vöxtu með ráði og umsjón prófastsins. Sóknarnefnd þessi sje jafnframt með- hjálparar sóknarprestsins, og semji bisk- upinn með ráði synódus erindisbrjef fyr- ir allar sóknarnefndir landsins, er lands- höfðinginn samþykki; en einkum sje ætlunarverk þeirra að styrkja og að- stoða prestinn í því að halda góðri reglu í sókninni og afstýra ósiðum, sporna við vanhelgun helgidagsins, halda reglu og siðsemi við guðsþjónustugjörðir utan kirkju sem innan, laga sálmasönginn í kirkjunni og útvega forsöngvara, hafa eptirlit með uppfræðingu ungmenna, og halda foreldrum og húsbændum til að láta þau koma til kirkju á messudög- um í sókninni, þegar færð og veður leyfir o. s. frv. Jón Gutformsson. Bðkafregn. — „Snót, nokkur kvæði eptir ýrpis skáld. friðja útgáfa. Akureyri, árið 1877. Utgefandi: Gísli Magnússon og fleiri“. — þ>essi þriðja útgáfa af Snót er nokkru minni en hinar fyrri útgáf- ur hennar, og að vorri ætlan betri, miklu betri en mið-útgáfan. Meðal ann- ars er sleppt úr þessari Snót öllum „harmljóðum eptir dána menn“, og eiga þau að koma í safni sjer. Allmörg hinna nýju kvæða, er tekin hafa verið í þetta safn, bæta það og prýða stór- um, og viljum vjer einkum til þess nefna kvæði Gríms Thomsens og sumt af kvæðum Páls Olafssonar. Kvæði Gríms Thomsens: „Ríman af Skúla fógeta“, „Sprengisandsvísur“ , „Skúlaskeið“, „Álfadans“ og „Á Glæsisvöllum“, eru svo einkennilega þjóðleg, í þessa orðs beztu merkingu, að þau munu fám úr minni líða, er þau heyra eðalesa. Auk þess ber allur frágangur á þeim vott um hina mestu vandvirkni. Páll Olafs- son er „talandi skáld“ hið fremstahjer á landi. Kveðskapur hans er svo frá- bærlega lipur, að væri kvæðin rituð í samfellu, en eigi í vísu-orðum, og veitti maður eigi eptirtekt höfuðstöfum og stuðlum, og hendingum, mundi maður eigi verða annars var en það væri ó- bundin ræða, og það svo liðlega orðuð og óbrotið, sem bezt má verða. Mörg þeirra má og að efni til telja með beztu kvæðum vorum. „ísland“ (Eyja stend- ur upp úr sjó o. s. frv.) eptir hann er að oss finnst einna bezt allra þjóðhá- tíðarkvæðanna eða að minnzta kosti al- þýðlegast kveðið, og „Litli fossinn“ er eitt hið fegursta smá-kvæði, sem til er á íslenzku. Oss þykir útgefandinn hafa gjört skáldinu óleik með því að taka of mörg kvæði hans í safnið (í „viðbæt- inn“), eigi af því, að þau, er vjer hefð- um viljað undanskilja, sjeu tilkomu- minni en margt annað í safninu, held- ur af því, að í slíkt safn á að vorum dómi eigi' að taka nema hin beztu kvæði eptir hvert skáld; — fátt, en gott. Af sömu ástæðu þykir oss hann hafa tek- ið of margt af þjóðhátíðarkvæðum síra Matth. Jochumssonar. —„Hamlet Danaprinz. Sorgarleik- ur (Tragedia) eptir W. Shakspeare. I is- lenzkri þýðingu eptir Matthías Jochums- son“. — f>ýðandinn er svo þjóðkunnur orðinn fyrir íþrótt sína, að allir ganga að því vísu, að þetta verk hans, er nú er nýkomið út, muni vel af hendi leyst, endaþykjumst vjer geta fullyrt, að svo sje: að hinn íslenzki búningur, er hann hefir tilbúið handa þessu meistaraverki hins heimsfræga höfuðskálds Breta, sje yfir höfuð að tala listasmíð. J>að er vitaskuld, að hætt er við, að alþýðu finnist skáldskapur Shakspeares sjer of vaxinn ; — sú mun raun hafa á orðið um Macbeth, hið eina af ritum hans, sem hjer er kunnugt orðið •—; og því mun sumum þykja miður við eiga að leggja fje úr landssjóði til að koma slíkum rit- um á gang. En ætti skáld og rithöf- undar að kveða og rita það eitt, er al- þýðu finnst veraviðsitt hæfi eða henni gezt helzt að í svipinn, og ekkert ann- að, og landssjóðurinn að vera lokaður fyrir hverjum þeim, er eigi fúllnægir slíkum kröfum, þá væri bókmenntum vor- um apturför vís en eigi framför. Um „Hamlet“ er annars það að segja, að hann er, eins og þýðandinn tekur fram, einna alþýðlegastur af leikritum Shak- speares; efnið eða sagan, sem leikurinn er tilbúinn út af, násvipað sumum forn- um þjóðsögum vorum, og jafnvel auð- þekkt í henni nokkur höfuðatriðin úr Amlóða-sögu, sem er alkunn hjer á landi, enda nafhið á höfuðmanni sögunn- ar og leiksins hið sama (Hamlet == Am- lóði). En eigi mega menn samt ímynda sjer, að „Hamlet“ eigí að lesast eins og saga, eins og menn þylja tröllasögu eða kveða rímur á kvöldvöku í sveit; að lesa slíkt rit á þann hátt er rjett á borð við og ef einhvertæki upp á því að hafa Tölvísi Bjarnar Gunnlögssonar fyrir kvöldvökulestur í heyranda hljóði. Meistaraverk hinna míklu skálda eru aldrei svo auðveld og alþýðleg, að eigi þurfi á mestu athygli og eptirtekt að halda til að skilja þau til hlítar eða hafa þeirra full not. J>ví gaumgæfileg- ar sem maður les þau og kynnir sjer, því fleiri gimsteina kemur maður þar auga á, og því meira yndi ljá þau manni. Oskandi væri, að þýðandinn ljeti eigi hirðulauslegan prófarkalestur lýta svo mjög verk sín og raun hefir á orðið til þessa, og sem „Hamlet“ hefir eigi held- ur farið varhluta af. Eins þykir oss hið ytra útlit bókarinnar ósamboðið lista- verki, þar á meðal pappírinn allt of ljelegur. Að rjett sje eða þörfáað „inn- leiða“ hin útlendu orð akt og scena (er þýð. ritar ,,sena“) ogfleiri þesskon- ar sameignar-orð ýmsra erlendra tungna getum vjer og eigi fallizt á. J>au eru í sjálfu sjer eða að uppruna engu heppi- legri nje meira vit í þeim en hinum ís- lenzku orðum þáttur og atriði, sem löngu eru búinn að öðlast helgi í máli voru og alþýða hefir full not af, en skilur eigi útlend heiti, og aíbakar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.