Ísafold - 12.06.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.06.1878, Blaðsíða 3
þau því opt og tíðum eða notar þau í rangri merkingu. Sama er að segja um mórall, dramatiskur, karaktér o. fl. þess háttar. Skólagengnum mönn- um eru s’ík orð auðvitað miklu hand- hægri og því ef til vill viðfelldnari en íslenzkar þýðingar þeirra, en i munni alþýðu. verða þau að vandræðagrip og aflagi. þ>ýð. er manna hagastur á tungu vora, og því er honum síður fyrirgef- andi en flestum öðrum, er hann vísar eigi á bug óþörfum aðskotadýrum. —„Sawitri, forn-indversksaga. þýdd af .Steingr. Thorsteinsson11. — Smá-saga þessi, er prentuð var í fjóð. neðanmáls í hitt eð fyrra, er nú nýkomin út í bækl- ingi út af fyrir sig (prent. hjá E. þ>.), og með eirprentuðu myndarblaði fram- an við, er þýðandinn hefir útvegað frá (þýzkalandi. í>ýð. segir,- í eptirmála aptan við kverið, að sagaþessi sje tal- in meðal fegurstu gimsteina í forn-ind- verskum skáldskap, og sje óhætt að fullyrða, að hún, hvað efni snertir, sje eitt hið fegursta í allri skáldmennt heimsins. þ>etta er sjálfsagt ekkert of- lof. Hún er afbragðs-falleg að efni, og nafn þýðandans er fullgild ábyrgð fyr- ir, að eigi þurfi að óttast lýti á hinum íslenzka búnaði hennar. Að myndinni framan við er og mikil prýði. Síðustu frjettlr frá útlöndum, frá frjettaritara vorum í Edinborg, herra Jóni A. Hjaltalín, dags. 31. f. m.: „John Russéll jarl dó 28. þ. mán. í þessari viku hefir verið sagt, að Breta- stjórn og Rússlandsstjórn hefði jafnað með sjer það sem þær skildi á um skilyrðin fyrir stjórnendafundinum, og að hann ætti að koma saman 11. júní- mánaðar. Nú í tvo daga hefir ekkert heyrzt um þetta framar; en allir halda hjer, að eigi þurfi nú að óttast að ó- friður verði". Frá Nýja-íslandi. Eptir því sem oss er skrifað þaðan 19. apríl hefir tíð- arfarið verið ágætt síðan seinast frjett- ist, eða frá 1. marzm. ,, J>að litla snjóföl, sem var eptir í skógunum, tók alveg upp 10.—11. marz. J>ótt tíðin væri góð og skemmtileg, þá hjeldust þó tals- verð næturfrost í marz og framan af apríl annað veifið. 20. marz var Rauðá orðin íslaus og hófust þá strax skipa- göngur á henni. 9. apríl braut ísinn upp á Winnipeg-vatni, en þó er það varla orðið skipgengt enn. Heilsufar gott yfir höfuð; þó hefir skarlats-sóttin stungið sjer niður á nokkrum stöðum og dó unglingsmaður einn, Halldór Ó- lafsson að nafni, úr henni um miðjan marz; annað hefir ekki dáið úr henni. Mannalát hafa eigi orðið önnur, nema hvað kona ein, Guðrún Jónsdóttir (gipt Pjetri Pálssyni frá Brimnesi við Seyðis- fjörð), ljezt snemma í apr. eptir nýlega afstaðinn barnsburð. Fiskiafli hefir verið nógur víðast hvar með fram ný- lendunni. Ymsir töpuðu netjum um sömu mundir og ísinn braut upp. Á- stand nýlendumanna hefir yfir höfuð verið all-gott í vetur, og ef til vill betra en við var áð búast, svona rjett eptir að menn hættu að fá stjórnarlán, og urðu eingöngu að tefla upp á eigin spýtur. Ymsum, sem mesta hjálp hafa þegið, fyrr og síðar, og sem fyrirhafn- arminna og náðugra þykir að lifa af hjálp frá öðrum, en vinna fyrir sjer og hyski sínu sjálfir, óx mjög í augum að þurfa að fara að bjarga sjer sjálfir að öllu leyti, og spáðu þegar í haust hungursneyð og jafnvel hungursdauða ef enginn hjálpaði þeim. J>essir menn, sem flestir hafa safnazt í söfnuði síra Páls þorlákssonar, voru þó flestir engu síður færir um að hjálpa sjer sjálfir, en aðrir nýlendubúar. þegar kom fram yfir nýjár rituðu nokkrir menn úr þeira flokki beiðni um hjálp til Norðmanna (sýnódu-manna) í Bandaríkjunum; ogmun það málnúkunnugt orðið heima. Rifr- ildið út af kenningum og kreddum norsku sýnódunnar endaði með því, að hinn 25. og 26. marz var haldinn al- mennur trúar-samtals-fundur á Gimli. Voru á fundinum á 3. hundrað manns, úr söfnuðum beggja prestanna, og fór fundurinn ágætlega fram. Fundur þessi er sjerlega merkilegur að þvi, að hann er sá fyrsti þess konar fundur, er haldinn hefir verið meðal Islendinga síðan þeir urðu til sem þjóð. það var ákveðið að gefaút sjerstakan bækling, sem inni- hjeldi allar ræður er haldnar voru, á- samt þeim stöðum úr öllum þeim skjöl- um og skræðum, sem vitnað var til. „Framfari“ hefir því lítið skýrt frá þvi, er gjörðist á fundinum, að öðru en þvi, að á fundinum kom það í ljós, að skoð- anir prestanna eru mjög mismunandi á grundvallaratriðum kristinnar trú- ar, nefnil. innblæstri Ritningarinnar, trú arjátningunum (þ. e. Augsborgar, nic- ensku, Athanasíusar o. s. frv.) og kirkj- unni (þ. e. hinum ýmsu kristnu kirkju- fjelögum heimsins). — Síra Páll tekur t. d. trúarjátningarritin til jafns við hei- laga Ritningu, en síra Jón skoðar þau sem mikilsverða vitnisburði um það, hvernig lærifeður hinnar lútersku kirkju- deildar, sem íslendingar hafa staðið í, hafa skilið og kennt lærdóma heilagr. Ritningar og varizt villukenningum. það er varla hægt að segja, að síra Páll láti meiningu sína á þessu atriði krókalaust í ljósi í safnaðalögum sínum, sem birtustí 16 nr. „Frf.“, ogsem væri fróðlegt fyrir alla að lesa, einkum hina íslenzku presta, sem Páll ýmist skoðar sem trúlausa eða villutrúarmenn. Síra Páll skoðar ekki sjálfan byskup betri en aðra, og mundi alls eigi leyfa hon- um að flytja ræðu í sínum prjedikunar- stól og yfir sínum íslenzka söínuði hjer“. Á „Budstikken“ má sjá, að á þing- ráðsfundi þeim á Gimli 11. marz, er Framfari getur um í 16. tölubl, hefir Olafur Olafsson frá Espihóli verið kjör- inn þingráðsstjóri (þ. e. nýlendustjóri) í stað Sigtr. Jónassonar, og er undar- legt, að Framf. lætur þess ógetið. Hinn nýi þingráðsstjóri hefir gefið sira Páli vottorð þess efnis, að „betl“ hans eða sóknarmanna hans hafi enganveginn verið ástæðulaust eða um skör fram. það er auðheyrt á „Framfara-1 sjálfum, að hann er á milli vonar og ótta um forlög nýlendunnar. Hann níðir ísland (gamla) af öllum mætti, og fortekur hjer um bil að það eigi nokk- urn tíma viðreisnar von; virðist hann þannig ætla að gjörast hinn rammasti vesturflutninga-postuli. Hann hefir og nú að færa níðbrag mikinn um ísland, kveðinn undir nafni Vesturfara, sem er að leggja af stað hjeðan, en að sögn eptir gamlan klerk hjer á landi, sem mun hafa vegnað hjer allvel alla æfi og ætlar sjer eflaust að bera hjer bein- in. þetta háttalag „Framfara“ qr eigi að eins honum til minnkunar, heldur og beinlínis mjög svo óhyggilegt. Hin íslenzku verzlunarQelög ú Breiðafirði og við Húnaíióa. — Sakir óhappa þeirra, er verzlunum þessum hefir viljað til af skipströndum og öðr- um atvikum síðastliðið ár, varð kaup- maður sá í Bergen, er hafði á hendi umboð þeirra, gjaldþrota í vetur er leið, svo sem áður er getið í ísafold. Er nú mælt að von muni vera á málaflutnings- manni frá Khöfn til að ráðstafa verzl- unum þessum, annast um skuldaheimtu og annað, er þar að lýtur. Grufnskipsfcrðir milli Skotlands og íslands. Slimon kaupmaður í Leith ætlar að senda hingað stórt gufuskip (621 smálest) í sumar, 8 ferðir, á ýmsar hafnir í hverri ferð ; þar á meðal er von á því til Reykjavíkur 10. og 27. júlí, og 10. og 27. ágúst. það á að taka vesturfara í tveim fyrstu ferðunum, og síðan hesta, og sauðfje á fæti í haust. Skipið heitir „Cumbrae“. Oveitt embætti. Nýtt kennaraembætti við lærðaskólann í Reykjavík. Arslaun 2000 kr. Kennari þessi á að taka að sjer kennslu í hinum nýju tungumálum, og auk þess umsjónina við skól- ann þóknunarlaust, ef þess verður krafizt. Embætt- ið var auglýst laust 24- f. m., og bónarbrjef um það eiga að vera komin til ráðgjafans fyrir 11. á- góst þ. á. Leiðrjetting. í ísafold IV 30 (8»/n 77) segir, að stjórnin hafi synjað Jóni heitnum Bjarnasyni, stýrimanni á Helclu, um styrk til að halda áfram námi sinu og leysa af hendi gufuskipsformannspróf. Vjer höfum nú fengið vitneskju um það úr áreið- anlegum stað, að þetta er eigi rjett hermt: beiðni Jóns heitins um styrkinn hafði aldrei komizt fyrir augu eða eyru stjórninni, og hefir oss verið svo frá skýrt, að hann mundi vafalaust hafa fengið áheyrn. Hitt og þetta. — Norður-Ameríkumenn (Yankees) eru allra manna spurulastir. Eitt sinn var einn á ferð á gufu- skipi með mörgu öðru ferðafólki. f>ar var ungur maður, meðal annara, hálf-feimleitur, og mjög dökk- ur á hár og hörund. Ameríkumanni varð eitthvað hálftítt um þenna mann, og hjelt sjer nærri honum langan tíma dags, eins og honum byggi eitthvað í skapi, er ungmenninu kæmi við. Loks gengur Ameríkumaður að honum og segir: „Ókunningi (stranger), hvernig stendur á því, að þá ert svo dökk- ur á brún og brá?w Hinum varð felmt við og svar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.