Ísafold - 18.07.1878, Síða 1

Ísafold - 18.07.1878, Síða 1
í S A F 0 L D. V 17. Reykjavík, fimmtudaginn 18. júlímán. 1878. ALM ANAK Jjjóðvinafjelagsins 1879 fæst á skrifstofu ísafoldar og víðar, fyrir 40 aura. Er það rjett að vera að ofsækja smáskammtalækuana ? (Niðurl.). f>að er með öðrum orðum, að meðan að læknaskipunin er svo ó- fullkomin sem hún er, meðan svo fjarska mikið brestur á, að nægilegt sje til af góðum, lærðum læknum á þessu víð- lenda og strjálbyggða landi, — á með- aner ekki rjett og ekki til neins að vera að reyna til að útrýrna öll- um skottulækningunum, sem svo eru kallaðar; og sjerstaklega er beinlínis ranglátt að taka einungis fyrir vissan flokk af skottulæknum, nefnilega smá- skammtalæknana, eins og nú er verið að gjöra, og það einmitt þá þeirra á meðal, sem langbezt eru að sjer, og allcunnir að varfærni og samvizkusemi í lækningatilraunum sínum, og sem munu gjörasjer að regluað vísa hverj- um manni, sem þeirra leitar, fyrst til hiima lærðu lækna, og því að eins ljá sitt lið, að hinir fáist eigi til þess eða sjeu frá gengnir eða tilraunir þeirra hafi reynzt árangurslausar, og sem vafa- laust geta fylkt fyrir sjer á þingi jafn- mörgum tugum manna, er eptir mann- legum skilningi eða fyrir manna sjón- um eiga þeim næst Guði heilsubót sína að þakka, og hinir sumir hverjir ein- staklingum, og sem loksins eigi verður sannað um, að nokkuru sinni hafi gjört nokkurn skaða með lækningatilraunum sínum. þ>að má nú ganga að þvi vísu, að læknisvaldið okkar kalli þetta hjegóma- mál, brýni embættisrödd sína og hrópi að fornum vanda: „Hjátrú! hjátrú! homöópaþían er eintóm hjátrú oghind- urvitni, fals og svik“ o. s. frv. Tökum dálítið dæmi: Mikill stór- skammtalæknir leggurfram allt sitt vit og kunnáttu til að hjálpa sjúklingi, en fær ekkert áunnið og segir sjúklinginn dauðan innan skamms. Smáskammta- læknir tekur við, þar sem hinn er frá genginn, og manninum batnar þegar. J>essa eru mörg dæmi, sem allir vita. Hvað segir þá stórskammtalæknirinn ? — „J>að er náttúran, sem hefir hjálp- að“. — J>að er kenjótt náttúra: hún fer að hjálpa undir eins og stórskammta- læknirinn hættir sínum tilraunum, en kemur eigi nærri því á meðan (!). Batni sjúklingi eptir lækningatilraunir stór- skammtalæknis, á það að vera íþrótt h a n s að þakka og kunnáttu; batni sjúklingi eptir tilraunir smáskammta- læknis, á það að vera einungis „nátt- úrunni“ að þakka, en lækninum alls eigi. — Deyi sjúklingur eptir tilraunir stórskammtalæknis, kennir hann það því, að sóttin hafi verið ólæknandi; deyi hann eptir tilraunir smáskammtalæknis, er viðkvæðið undir eins, að hann hafi drepið hann. Sje þetta og annað eins eigi hjátrú (eða annað verra), þá vitum vjer eigi hvað .hjátrúer. Stórskammta- læknar, sem bannsyngja hina lækninga- aðferðina og fortaka, að hún geti nokk- urn tíma orðið að liði, eru þannig langt- um hjátrúaðri en alþýða, sem ekki trúir því, að „náttúran“ gjöri sjer mannamun, gjöri mun á því, hvort reyndar hafi verið við sjúklinginn stórskammtalækn- ingar eða smáskammtalækningar. í öðrum löndum er urmull af smá- skammtalæknum, eins og allir vita, og þeir eru fjöldamargir einmitt háskóla- prófaðir í stórskammtalækningum (alló- paþíu), með öðrum orðum: svo mennt- aðir menn og vel að sjer í reglulegri læknisfræði, sem lög og landsstjórn ætlast til um þá, er trúa skal fyrir lífi manna í hættulegustu veikindum. Sje nú homöópaþían eintóm hjátrú, sýnir þetta, að hálærðir læknar geta líka verið hjátrúaðir. Og stjórnendurnir, sem leyfa smáskammtalækningarnar og veita leyfi að hafa smáskammta-lyfj a- búðir (apótek) — það er eittslíkt apó- tek í Kaupmannahöfn —, eru þá líka hjátrúaðir. í hegningarlögum vorum er lögð þung ábyrgð og refsing við því að reyna eigi til að hjálpa manni, sem staddur er í sýnilegum lífsháska, sjeu nokkur tök á því. Nú er maður í lífs- háska staddur á sóttarsæng, og engin tök eru á að ná í lærðan lækni, en ó-. lærður læknir er til taks, oghannhefir von um að geta orðið sjúklingnum að liði; bakar hann sjer þá eigi ábyrgð samkvæmt hegningarlögunum, — hvað þá heldur gagnvart samvizku sinni — ef hann lætur það ógjört? Sama er að segja um það, þegar að vísu hefir náðzt í reglulegan (prófaðan) lækni, enlækn- ingatilraunir hans hafa reynzt árang- urslausar, þá virðist það óneitanlega vera jafnvel skylda hins ólærða læknis að neita eigi um að gjöra tilraun til að hjálpa, ef hann hefir nokkra von um, að sú tilraun geti orðið að notum. Almenning mun enn reka minni til, að fyrir rúmum 20 árum gengu ó- sköpin öll á fyrir læknisvaldinu hjer með ofsóknir gegn smáskammtalækn- unum fyrir norðan, og kom það eink- um fram við hina þjóðkunnu nytsemd- armenn, síra þorstein á Hálsi og síra Magnús á Grenjaðarstað, sem voru mestu bjargvættir í læknisleysinu sem þá var. Leikslokin urðu þau, svo sem kunnugt er, að stjórnin í Kaupmanna- höfn, danska stjórnin, sem sjaldnast hefir þótt ýkja-frjálslynd, hún skipaði að hætta þessum látum, skipaði, að láta smáskammtalæknana í friði meðan ó- sannað væri að nokkrum manni hefði orðið mein að lækningatilraunum þeirra. þessa þyrftu þeir að minnast, sem nú eru farnir að fitja upp á sömu heimsk- unni aptur. Stjórnin mun naumast ganga á bak tilvitnaðra orða sinna nú, er skoðanir manna í Danmörku á smá- skammtalækningum eru orðnar enn frjálslegri en þá var. Embættislæknarnir eru eða verða að vera í stað heilbrigðisnefnda hver í sínu hjeraði, og því er eigi einungis ekkert tiltökumál, þótt þeir hafi eptir- lit á skottulækningum, heldur er það jafnvel skylda þeirra. En þeir eigaað láta jafnt yfir hvorutveggju ganga, smá- skammta-skottulækna og stórskammta- skottulæknana, en eigi að leggja ann- an flokkinn í einelti, af hleypidóm gegn meðulunum eða lækninga-aðferðinni. Sálmabókarnefndin. (Aðs.). í seinasta blaði pjóðólfs er þess meðal annars getið, að sálmabókarnefndin hafi á hin-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.