Ísafold - 18.07.1878, Síða 4
G8
ÍSAFOLD.
byggt i staðinn fyrir, ogskal landsdrott-
inn endurborga leiguliðanum á einhvem
hátt það, sem húsið er dýrara en hin;
eða að öðrum kosti leyfa leiguliða æfi-
langa ábúð, ef hann kýs það heldur.—
þegar landsdrottinn hefir gjört þetta
annaðhvort, er steinhúsið hans eign, en
jarðarhús þau, er áður voru, á leiguliði.
Jeg gjöri nú ráð fyrir, að jarð-
eigendum þyki þetta nokkuð hart; en
þeir verða að gæta þess, að meðan
þeir slaka ekkert til við leiguliðana,
mun jörðum þeirra lítið framfara,
hvorki í einu nje öðru, og loks mun
reka að því að þeir fá ekki jarðir sín-
ar byggðar, ef þeir ekki gæta sín í
tíma, og breyta betur við leiguliða sína
hjeðan af en hingað til, því „flýtur á
meðan ekki sekkur“.
Á margan annan hátt mætti hugsa
sjer þetta, og vil jeg skora á alla
greinda og góða menn, að veita þessu
máli athygli, því jeg get ekki betur
sjeð, en að þetta sje eitt af velferðar-
málum vorum.
Alpýðumaður í Suðurmúlasýslu
Útlendar frjettir.
(Frá frjettaritara vorum i Skotlandi).
Edinborg, 8. júlí 1878.
Hinn 31. maí rákust tvö þýzkfier-
skip hvort á annað í sundinu milli Eng-
lands ogFrakklands, hét annað Grös-
ser Kurfúrst, hitt König Wil-
helm. Hið fyrra sökk á fám mínút-
um, og týndust um 300 manns, en Kö-
nig Wilhelm skemmdist eigi alllítið.
Hinn 2. júni skaut maður að nafni
Dr. Nobiling á Vilhjálm Prússakeisara,
þar sem hann ók í vagni gegnum götu
þá, er kallast Unter den Linden. Komu
nokkur höglin í andlit keisaranum og
handlegginn annan. Hefir hann legið
í sárum síðan, en er á góðum batavegi.
Dr. Nobiling reyndi að ráða sjálfum
sjer bana, en særði sig að eins; liggur
hann enn í sárum.
Hinn 13. júní byrjaði stjómenda-
fundurinn í Berlín. þetta er hið helzta
sem ráðið er til lykta. Servía verður
óháð Tyrkjum alveg, og fær nokkra
sneið af landi. Rúmenía verður og ó-
háð og fær Dobrudscha og Silistria og
önnur lönd við Dunármynnið, en verð-
ur að skila Rússum aptur sneið þeirri
af Bessarabíu, sem þeir fengu við frið-
inn 1856. Austurríki setur liðí Bosníu
og Herzegovínu, og ætla margir, að
Tyrkir muni eigi hafa framar af þeim
hjeruðum. Montenegro fær landsauka
nokkum og höfnina Antivari. Búlgaría
fyrir norðan Balkanfjöll verður gjörð
að fylki sjer, og yfir það settur krist-
inn stjórnari, og setja Tyrkir ekki þann
stjórnara. Fyrir sunnan Balkaníjöll
verður og gjört nýtt fylki, og skulu
stjórnendur allir og valdamenn vera
innanhjeraðsmenn. Grikkland fær sneið
nokkra sunnan af Thessaliu. f að sem
nú er eptir órætt, er um Batum við
Svartahaf; er ætlað, að Rússar muni
fá þann bæ, og að fundurinn hafilokið
störfum sínum í þessari viku.
Bretar hafa gjört samningvið Tyrki,
að sjá um, að ríki Tyrkja í Asfu hald-
ist óskert, og hafa Bretar ábyrgð á, að
þeim ríkjum sje vel stjórnað. En Bret-
ar fá rjett til að halda eynni Cyprus,
og hafa þeir þegar sent flota þangað.
Seint í f. m. fóru fram kosningar
í Belgíu, og gengu þær gegn klerka-
flokknum, sem nú hefir haft þar völd
á hendi í mörg ár. Sögðu þeir þá frá
sjer ráðin, en frelsismenn komust að.
Sá heitir Frére Orban, er fremstur er
í stjóm þeirra.
Georg V. konungur í Hannover,
sá er Prússar ráku fráríkjum 1866, dó
í París 12. júní.
Mercedes drottning á Spáni dó 26.
júní. Hún var rjettra 18 ára, og hafði
eigi verið gipt nema nokkra mánuði.
Prestvígsla. Hinn 17. f. m. vígði
biskupinn cand. theol. Sigurð Gunn-
arsson prest að Ási í Fellum.
Brauðaveitingar. Hinn 25. f. m. veitti
landsh. Tjörn í Svarfaðardal síra Kr. E. J>órarins-
syni á Stað i Grindavík — aðrir sóttu eigi —,
°g 13 þ. m. Hvanneyri í Siglufirði cand. theol.
Skapta Jónssyni, sem einnig var eini sækjandinn.
Oveitt brauð. Staður í Grindavik, metinn
493 kr. 26 a., augl. 28. f. m. Sá sem fær þetta
brauð, kann að verða settur til að þjóna Selvogs-
þingum fyrst um sinn.
Skipafregn. Komin: 1. f. m. „Örnen“, 17,
Lou, með vörur til Linnets og Christensens í Hafn-
arfirði; 7. „Anna“, 41, Petersen, með ýmsar vörur
til Fischersverzl. hjer og í Keflavík; s. d. „Ran-
ders“, 100, Sörensen, með við frá Halmstad til
Knudtzonsverzlunar; 9. „John Holmes“, 81, Samp*.
son, frá Christiansand, með við í ískjallara Bow-
mans ; 11. „Yraldemar“, 89, Heintzelmann, frá Li-
verpool með salt til Fischers; 13. „Helene Frede-
rikke“, 72, Mortensen, frá Khöfn með vörur til
Fischersverzlunar; 20. „Marie Christine“, 61, Han-
sen, frá Liverpool til Smiths; s. d. „Neptune“, 76,
Green, frá Christianssand með timbr og ís i iskjall-
ara John Holmes og Bowman’s; 26. „Anton“, 166,
Pedersen, frá Mandal með timbur tíl lausakaupa;
28. „MastifF“, gufuskip, 870, Kerr, frá Skotlandi
skemmtiferð; 6. júli „Louvise“, 93, Rasmussen, frá
Hull til Fischers með salt; s. d. „Uranus“, 75,
Clarkson, frá Hull eptir lax til John Holmes og Co.
(fór til Húsavikur 8. júlí); 7. „Gylfe“, 41, Simon-
sen, færeyskt fiskiskip; 13. „Queen“, 283, W. 'Reid,
(hrossaskip Slimons). — Farin aptur til útlanda:
18. f. m. „John Holmes“, með lax til Hull ; 5. þ.
m. „Mastiff“.
Auglýsingar.
þjóðhátiðarkoatnaðar-samakot. Úr Hvit-
ársiðuhreppi, safnað af sýslunefndarm. Eyjólfi jó-
hannssyni og hreppst. Salómoni Sigurðarsyni 5 kr.
92 a. — Úr Jn’erárlilíðarhr. safnað af alþingismanni
Hjálmi Pjeturssyni 4 kr. 60 a. — Safnað af sýslu-
nefndarm. Helga Magnússyni í.Birtingaholti 23 kr.
Mestar gjafir þarámeðal: frá prófasti J. Kr. Briem
i Hruna 6 kr. (hafði áður gefið 4 kr.), Helga Magn-
ússyni í Birtingaholti 2 kr. (áður 4 kr.), síra Stein-
dóri Briem i Hruna, Sigurði Magnússyni á Kóps-
vatni og Jóni Ingimundarsyni á Skipholti 2 krónur
liverjum (áður 2 kr. hver), frá síra Valdimar Briem
i Hrepphólum og Einari Jónssyni á Laugum 2 kr.
hvorum. Safn. af herra Bjarna Árnasyni á Brodda-
dalsá í Strandasýslu 7 kr. 67 aurar.
í prentsmiðju Einars þórðarsonar í
Reykjavík er nýprentuð „Stutt æfi-
m i n n i n g Sig. Breiðfjarðar skálds“,
ásamt nokkrum ljóðmælum hans,
IV -j- 6o bls. Kostar i kápu: 50 aura,
18/t78
og verður til sölu hjá Sigmundi Mattías-
syni, gestgjafa á Seyðisfirði, Haraldi Ó.
Briem, trjesmið á Rannveigarstöðum í
Álptafirði, forsteini Jónssyni lækni á
Vestm.eyjum, Guðm. Guðmundssyni,
barnakennara á Eyrarbakka, J. Borg-
firðing, í Reykjavík, Á. Ó. Thorlacíus,
kaupmanni í Stykkishólmi, J>orv. Jóns-
syni, lækni á ísafirði, Eggert Ó. Briem,
presti á Höskuldsstöðum, Kristj. Hall-
grímssyni, verzlunarfulltrúa á Sauðár-
krók, og Friðbimi Steinssyni, bókbind-
ara á Akureyri.
Til athugunar kaupendum skal þess
getið, að á bls. 49, 16. 1. a. of. er mis-
prentað bls.tal 1 059, í staðinn fyrir 159.
FUNDIZT hefir á Jónsmessudag síð-
astl. á götunum fyrir ofan Árbæ pen-
ingabudda með rúmlega 1 kr. í pen-
ingum. Rjettur eigandi fær hana á
skrifstofu ísafoldar gegn borgun fyrir
þessa auglýsing.
Skildu ferðamenn frá fjarlægari
hjeruðum landsins óska eptir að fá ræðu
Mag. Jóns þorkelssonar Vídalíns um
lagarjettinn keypta nú í sumar,
þá fæst hún enn hjá útgefandanum
Jóni Bjarnasyni Straumfjörð verzlunar-
þjóni við Knudtzon’s verzlun í Reykja-
vík.
Jörðin Halldórsstaðir í Vatnsleysu-
strandarhrepp fæst til kaups á þessu
sumri. Afgjaldið er 2 skippund af salt-
fiski. Lysthafendur eru beðnirað snúa
sjer til undirskrifaðs.
Reykjavík, 19. dag júnímán. 1878.
II. Th. A. Tliomsen.
Með því að enn eru óseldir nokkrir
lotterí-seðlar fyrirkvennaskólann,
biðjum vjer þá, er vilja styrkja fyrir-
tækið með því að kaupa seðla þessa,
að snúa sjer til einhverrar af okkur
undirskrifuðum.
Annan ágúst kl. 12 verður dregið
um gripina.
Reykjavík, 16. júlí 1878.
Olufa Finsen. Ingileif Melsteð.
María Finsen. þórhildur Tómasdóttir
þðrunn Jónassen.
TÝNZT hefir 8. þ. m. milli Melshúsa
og Eiðis á Seltjarnarnesi r e i ð b e i z 1 i
vænt með koparstöngum og keðjutaum-
um með ól í miðju. Finnandi er beð-
inn að skila því annaðhvort á skrifstofu
ísafoldar eða til Eiriks hreppst. Eiríks-
sonar á Miklaholti í Biskupstungum,
gegn sanngjömum fundarlaunum.
STRANDFERÐASKIPIÐ DÍANA
kemur við í Stykkishólmi í næstu
ferð hjeðan, 6. ágúst, en fer ekki
beina leið til þingeyrar, eins og póst-
stjórnin danska hefir sett í ferðaáætlun-
ina af misgáningi.
Reykjavikur póststofu, 18. júní 1878.
O. Finsen.
Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. philos.
Prentsroiðja Btsafoldaru.— Sigm. Guðmundsson,