Ísafold - 20.07.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.07.1878, Blaðsíða 1
V 18. U8fT' Með pví að jeg hcfi í hyggju að fara utan í lok þessa mdnaðar og verða erlcndis um hríð, bið jeg alla pá, sem erindi eiga við ritstjóra ísafold- ar, að sm’ia sjer til herra dr. phil. Grims Thomsens d Bessastöðum, sem hefir tekið að sjer ritstjórn blaðsins í fjarveru minni. En í útgefanda stað vcrður herra amtsskrifari Pdll Jó- hannesson í Reykjavík (í húsum Hlutafjelagsverzlunarinnar) ; við hann cru menn pví beðnir að eiga um útsend- ing blaðsins og útsölu, reikningaviðskipti öll (viðv. blaðinu), o. s. frv. Auglýsingum í blaðið veitir hann og viðtöku, og sömu- leiðis peir cand. theol. biskupsskrifari Magnús Andrjesson og yfirprentan Sigmundur Guðmundsson. Herra Páll Jóhannesson hefir og d hendi aðal-útsölu á bókum frá ísafoldar-prentsmiðju, og sömu- leiðis d „Framfarat1 í Sunnlendinga- og Vestfirðingafj’órðungi; einnig tekur hann við andvirði fyrir „Skuld“ o. s. frv. f»eir sem vilja koma einhverju til prentunar í ísafoldar-prentsmiðju eða hafa yfir höfuð einhver viðskipti við prentsmiðjuna, eru beðnir að snúa sjer til herra dómkirkjuprests síra Hall- gríms Sveinssonar. Reykjavík, 20. júlí 1878. Björn Jónsson. Útlendar frjettir. Til framhalds frjettunum í síðasta blaði hefir frjettaritari vor í Edinborg ritað oss 12. p. m. þannig: „Stjórnendafundurinn er þegar á enda. Allar aðalgreinir eru jafnaðar. Rússland fær Batum, en heimilar skulu öllum öðrum þjóðum siglingar á þá höfn. Til að stemma stigu fyrir Rússum í Asíu hinni minni, hafa Bretar og Tyrkir gjört svofelldan samning: „„Vilji Rússar halda Batum, Arda- han, Kars, öllum saman, eða nokkurri þeirra borga, eða ef þeir vilja síðar taka nokkuð af ríki soldáns í Asíu, fram yfir það, sem til er tekið í full- gjörðum friðarsamningi, þá bindast Bret- ar því, að leggjast á eitt með soldáni að verja það ríki með herafla. Reykjavík, laugardaginn 20. julímán. 1878. Soldán lofar Bretum að gjöra bót á stjórnarráðstöfunum sínum í þessum hjeruðum, svo bæði kristnir þegnar soldáns og aðrir fái fulla vernd og tryggingu. Skulu báðir hlutaðeigendur síðar semjá um, hverjar þessar bætur skuli vera. Sóldán leyfir Bretum að taka að sjer eyna Cyprus og stjórna henni; er þetta gjört í því skyni, að Bretar geti gjört þær ráðstafanir, er þeim þykir þurfa, til þess að skilmálar samnings sje uppfylltir““. Hina siðustu málsgrein nota Bret- ar svo, að þeir gjöra Cyprus að skipa- stöð og herstöð, líkt og Malta hefir verið, svo þeir hafi lið og vopn til taks, hvað sem í skerst“. Nánari skýrslu um það sem við hefir borið frá því er póstskipið var hjer á ferðinni næst á undan, ritar oss frjettaritari vor í Kaupmannahöf n á þessa leið: Austræna málið. TJað hefirnúræzt, sem Lundúnablaðið „Standard“ sagði í vændum (sbr. ísaf. V 14): fyrir þeirra meðalgöngu, sem leituðu samkomulags til friðarfundar, samdist það með stór- veldunum, að senda erindreka sína til Berlínar og leggja þar í gerð allar mis- klíðir og vandræðagreinir. (f>eir komu til Berlínar 10. og 11. júní, ogþann 13. var fyrsti fnndurinn haldinn. Til erind- anna hafði ekki af verri endanum ver- ið valið. Frá Rússlandi komu þeir Gortsjakoff, kansellerinn, og Sjúvaloff greifi, en hinn þriðji fyrir þess hönd var Oubril, sendiherrann i Berlín; frá Austurríki Andrassy, kanselleri Jósefs keisara, og Karolyi greifi (sendiherrann í Berlín), eu hinn þriðji Haymerle (sendi- herra í Rómaborg); frá Englandi Beac- onsfield jarl, Salisbury lávarður og Odo Russel (sendih. í Berlín); frá Frakk- landi Waddington, ráðh. utanríkismál- anna, de St. Vallier greifi (sendih. i Berlín), og hinn þriðji maður, er De- prez heitir (forstjóri í utanríkisdeildinni); frá Ítalíu Corti greifi, ráðh. utanríkis- málanna og Launay greifi (sendih. í Berlín); fyrir hönd Tyrkja grískur mað- ur, Karatheodory að nafni (úr utanrík- isstjórn Soldáns), Sadullah „bey“ (sendih. í Berlín) og hershöfðinginn Mehemed Ali (sem hafði um tima aðalforustu fyr- ir her Tyrkja í stríðinu). Fyrir hönd hins þýzka keisaraveldis voru Bismarck, Biilow ráðherra og Hohenlohe greifi (sendih. í París). Öllum fylgdi fjölskip- aðar sveitir göfugramanna og reyndra til skrifstarfa og annarar aðstoðar. það fyrsta sem gert var, var að kjósa for- setann, og þótti Bismarck þar sjálf- kjörinn, en Andrassy bar upp kjörið og fór fögrum orðum um það, sem Norðurálfan ætti stjórnarforstöðu hans að þakka. Fundirnir hafa verið haldn- ir i hinni nýjuhöll Bismarcks í Berlín, og var hjer allt stórkostlega og skraut- lega undirbúið. Öll litlu, þ. e. að skilja: nýju rlkin á Balkansskaga ofanverðum — eða bandamenn Rússa (Rúmenar, Serbar og Svartfellingar) — og Grikk- land höfðu og sent sína erindreka, en þeim var ekki hleypt að fundunum fram- an af, og síðar að eins til að bera mál sín upp og kröfur, en utan atkvæða- rjettar. Við það máttu líka smælingj- arnir hlíta, þar sem annað eins stór- höfðingjaval gekkst fyrir að skipa um mál þeirra. þó ráðið væri, að láta ekk- ert berast út í almenning af umræðum og gerðum fundarins, hefir allt hið mark- verðara orðið hljóðbært, en urmull frjettaritara kominn frá öllum löndum að beina sögunum leiðir til blaðanna í allar áttir. Vjer skulum drepa á í stuttu máli það sem gerst hefir. það er þá fyrst til upphafs, er nú þykir fyrir satt hafanda, að Rússar og Englendingar höfðu þegar á undan mul- ið í sundur sín á milli alla óþjálgustu hnausana, svo að nú varð allt mýlcra undir, er á fundinn var komið. Bros- andi tóku þeir hvor öðrum, Beacons- field og Gortsjakoff, og því skyldi þá ekki yfir hinum hýma? Sá eini, sem varð helzt í brún að bregða, var Tyrkja- greyið. í heiði rann upp sól friðarins í Berlín, og dag af degi hefir skin henn- ar orðið glaðara. Nú eru smákekkir einir eptir — þeirra á meðal það, að Tyrkir fallist á ýmsar greinir —, en menn treysta því, að þeir þori ekki annað, þegar öllu er í skorður ráðið, og tryggðirnar skal veita. þrjú fundamót enn um höfuðmálin, eða þar um bil, austræna málið sært út úr Evrópu, en henni sólaröld friðar og rjettlætis fyrir höndum! Gangið upp á Kapítólium.æðri og lægri, syngið goðunum lof, stórveld- unum heill og heiður! — Hjer sló út í fyrir oss, fyrirgefið, lesendur góðir! en nú skal þess getið sem gjört er. Bolg- aralandi skal skipt í tvennt við Balkan. Fyrir norðan fjöllin verður landið al- fijálst, og íbúar þess kjósa sjer höfð- ingja með samþykki stórveldanna (og soldáns?), en vjer höfum ekki getað sjeð á því sem heyrzt hefir, hvort þessi höfð- ingi á að vera soldáni skattskyldur eða ekki, sem ráð var fyrir gert í San Stef-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.