Ísafold - 20.07.1878, Blaðsíða 4
72
ÍSAFOLD.
engjum manna. Fiskiafli hefir verið
góður og nægur afli enn. Heilsufar
manna hefir verið og er gott, og engir
dáið. Fjórir fjölskyldumenn hafa ný-
lega farið suður til Docotah til að nema
þar land, en hvort fleiri flytja sig þang-
að er óráðið enn. Síra Páll þorláks-
son hvetur menntil að flytja sig þang-
að. Allt er kyrrt nú um kirkjumál.
Hinir nýju eigendur sögunarmyllunnar
i Alikley eru farnir að saga.
Dr. phil. Konráð (xíslason, háskóla-
kennari, hefir fengið svo látandi brjef-
lega kveðju frá löndum sínum, islenzk-
um námsmönnum í Kaupmannahöfn,
á 71. afmælisdegi sínum, 3. þ. m., þar
eð hann fyrir lítillætis sakir vildi eigi
þiggja veizlu, er þeir ætluðu að halda
honum:
„Herra prófessor Konráð Gíslason!“
„þegar vjer, sem sendum yður þessa
brjeflegu kveðju, höfðumíráði að bjóða
yður til samsætis með oss á yðar 71.
fæðingardegi, þá var það oss fullljóst,
að mesta fagnaðarins var leitað fyrir
oss sjálfa. Líkt er ástatt enn: oss
dettur ekki í hug, að yðar virðing verði
aukin við það, sem vjer tjáum yður, en
það er af tilsögn hjartna vorra, að vjer
berum það fram, sem þau geyma, að
vjer vottum yður vorar einlægustu og
virðingarfyllstu þakkir fyrir allt það,
sem þjer hafið starfað og unnið íslenzkri
og norrænni málfræði og fornfræði til
frama, vísindalegum sannleika til ljóss
og sigurs, Islandi til fegurstu sæmda.
Vjer þurfum ekki að leiða hjer rök að
máli; vjer segjum það, sem vjervitum.
Hingað til hefir enginn sem þjer skilið
íslenzka tungu, enginn sjeð sem þjer
lög hennar og líf, enginn sem þjerleitt
menn á veg til að skilja glöggt ogsjá,
hvað fólgið er í fornritum feðra vorra.
Yðar hafa þeir allir að notið, sem á
seinni timum hafa stundað og eflt ís-
lenzk og norræn málvísindi, og á ó-
komnum tímum munu þeir, sem þau
iðka, eiga þar bezta leiðtogann, sem
þjer eruð.
Herra prófessor! Með kærleika og
lotningu kveðjum vjer yður. Afhjarta
biðjum vjer þann, sem ræður auðnu og
dagatali, að blessa og farsæla svo öll
hin efri ár aldurs yðar, að ávextir iðju
yðar og starfa megi komast því sem
næst, sem þjer sjálfir óskið“. (Nöfniu 21).
Meistari Eiríkur Magnússon landi
vor, í Cambridge, hefir nýlega leyst af
hendi ritsmíð, sem efalaust mun auka
eigi all-lítið orðstír hans, og vjer meg-
um kunna honum þakkir fyrir, þótt eigi
komi þetta verk hans beinlínis við bók-
menntum vorum; því að þjóð vorri er
sómi að því, er landar vorir erlendis
vinna sjer til ágætis. Rit þetta er ensk
pýðing á Ijóðmœlmn eptir Johan Lud,-
vig Runeberg, hið viðfræga þjóðskáld
Finna. Að þýðingunni sjálfri, sem öll
er í ljóðum með sama bragarhætti og
á frummálinu, sænskunni, en bragar-
hættir hjá Runeberg dýrri en algengt
er í kveðskap annarra þjóða en vor Is-
lendinga, hefir enskur maður, er Palmer
heitir, M. A., unnið nokkuð með meist-
ara Eiríki, en inngangur bókarinnar,
um æfiferil Runebergs og kveðskap
hans, er eptir hann (E.) einn saman.
Bókin er tileinkuð Oscar öðrum
Svíakonungi, og prýðilega úr garði
gjörð að öllum ytra frágangi. Um sjálfa
þýðinguna erum vjer eigi færir að dæma
til nokkurrar hlítar, enda höfum vjer
eigi enn litið í bókina nema lauslega;
en svo segir oss hugur um, að þeir,
sem meta kunna, muni kalla hana lista-
verk.
þe.ss viljum vjer enn fremur geta
hjer, að í haust kom út í Cambridge
vísihdaleg ritgjörð eptir meistara Eirík
um fornt rúna-almanak, er fannst
austur á Finnlandi árið 1866, ristákefii
úr hreindýrahornum, og um rím forfeðra
vorra. Nú er hann farinn í ferðalag
austur um Svíþjóð og Finnland og víðar
til frekari rannsókna um þetta efni m.
fl., og förum vjer því eigi fleirum orðum
um ritgjörð hans að svo stöddu.
J. A. Heibcrg, prestur danskra safn-
aða i Chicago (Ameríku) og formaður
hins lúterska kirkjufélags Dana í Ame-
ríku, hefir sent ritstjóra ísafoldar ávis-
un til Kaupmannahafnar fyrir 41 krónu
25 aurum að „gjöf frá dönskum söfn-
uðum í Norður-Ameríku handa bág-
stöddum íslendingum11, með þeim
ummælum, að hann voni, að gjöf þessi
verði, þótt lítil sje, til blessunar þeim,
er hlýtur. — Um leið og vjer gjörum
almenningi kunnan þennan vott um bróð-
urlega hluttekningu í kjörum vorum af
hálfu óviðkomandi manna í fjarlægri
heimsálfu, getum vjer þess, að með því
að öll bjargar-vandræði hjer eru nú
úti í þetta sinn, en gefendur mundu
kunna því miður, að gjöf þeirra yrði
send þeim aptur, er þeir hafa hana af
hendi látið af góðum líknarhug, mun
skerfur þessi verða lagður í sparisjóð,
ásamt meiru, og látinn bíða þar nánari
ráðstöfunar gefandanna eða þangað til
hans kynni að verða veruleg þörf síðar.
Próf í forspjallsvísindum við háskólann
tóku í f. m. þessir islenzkir stúdentar:
Björn Bjarnarson og Olafur Halldórsson
(ágætl.), Halldór Daníelsson og John
Finsen (dável), þórhallur Bjarnarson og
Sigurður Guðmundsson (vel), og Jón
þórarinsson (laklega).
Farþegar með póstskipinu hingað 18. þ. m.
Frá Skotlandi frúrnar A. Melsted og f>. Thorsten-
sen, 4 enskir ferðamenn og 2 frá Vesturheimi —
annar þeirra Crawford herhöfðingi, — og frá Khöfn
etazráð Koch stórkaupmaður, formaður gufuskipa-
fjelagsins mikla, frakkneskur konsúll (danskur), og
kaþólskur prestur danskur, sem sezt hjer að (í
Landakoti).
Embættaskipan. Hjeraðslæknisembættið i
18. læknishjeraði (Rangárvallasýslu) veitt af konungi
3. þ. m. Boga Pjeturssyni, hjeraðslækni í Skaga-
fjarðarsýslu. Aðrir sóttu eigi.
Óveitt embætti: 9. læknishjerað (Skaga-
íjarðarsýsla m. m.). Arslaun 1500 kr. Auglýst 6.
þ. m., en 17. september eiga bónarbrjef um það að
vera komin til ráðgjafans.
LEIÐRJETTING. Landlæknirinn ætlaði en fór
e k k i á yfirskoðunarferð með Diönu 15. f. m.,
sem hermt er í Isafold sama dag.
MISPRENTAÐ í Ferðasögu Eiríks á Brúnum bls.
55, 1. 23: 150 álnir á breidd, fyrir, 150 álnir á
lengd, 30 álnir á breidd.
Hitt og þetta.
— I einni götu í New-York, Fift Avenue,
eiga sjer bústað 16 auðmenn svo mildir, að enginn
þeirra helir minna í tekjur um árið en 2 miljónir
dollara, (1 dollar = hátt á 4. krónu), en sumir
margfallt meira, og allir samtals 249 milj. dollara,
Hjer eru nöfn þeirra og árstekjur hvors um sig:
Calort Jones
James Kernochan
Frú Stevens
Dr. Rhinlander
2 milj. doll.
2 — —
2 — —
3 — —
2%78
Pierre Lorrillard . 3 — —
James Gordon Bennet . 4 — —
M. O. Roberts . .5 — —
Stewart .... . 5 — —
Amos R. Eno ....
Lewis Lorrillard . . . . . . 7
Moris Taylor . . 8 — —
August Belmont . 8 — —
Fred. Stevens . . 10 — —
Frú A. T. Stewart . . 50 — —
Jacob & William Astor <Ji O 1 1
Wanderbilt . 75 — _
(Tekið úr Berl. Tid.).
Auglýsingar.
Öll þau hross, sem ganga leyfis-
laust í löndum ábúðarjarða okkar, hvort
þeim er að nafninu til fengin hagaganga
annars staðar eður ekki, verða smöluð
saman, vöktuð og lýst í 14 daga, og ef
eigendur ekki hirða og borga skaða-
bætur fyrir ágang þeirra, verða þau
seld við opinbert uppboð og kostnað-
urinn tekinn af verðinu.
Smölunin byrjar þegar þessi aug-
lýsing er komin út.
12. júlí 1878.
Bændur á Stardal, Fellsenda og Stíjiisdal.
Baðmeðal á sauðfje.
Bezta baðmeðal á sauðfje er
Patent Sanitær
Creosote.
það er hið ágætasta meðal við fjár-
kláða og öðrum útbrotum, og drep-
ur jafnskjótt alla lús. |>að fæst ásamt
notkunar-fyrirsögn hjá nndirskrifuðum,
sem einn hefir sölu-umboð á hendi fyrir
Danaveldi.
Fyrir io kr. má baða yfir 100 fjár.
M. L. Möller & Álcyer
Gothersgade J\í?. 8
Kjubenhavn.
Með því að við vitum til þess, að
ýmsir menn víðsvegar um land eiga til,
þótt lítið beri á, MYNDIR AF ÝMS-
UM MERKISMÖNNUM frá fyrri og
síðari tímum, eptir ýmsa listamenn, svo
sem t. d. síra Sœmund Hólm, síra Hjalta
þorsteinsson o. fl., viljum við hjer með
skora á þá, er slíkar myndir hafa, að
lána okkur þær eða láta okkur þær í
tje á einhvern hátt, til þess að við get-
um látið taka myndir eptir þeim (ljós-
myndir, steinmyndir o. s. frv.), áður en
þær glatast með öllu, og ábyrgjumst
við þær við öllum skemmdum í okkar
vörzlum og skilum þeim jafngóðum
aptur. Reykjavik, 10. júlí 1878.
Sigftís Eymundsson. Einar þórðarson.
W$T FRAMFARI á endi-
lega að borgast fyrir
lok þessa mánaðar.
Ritstjóri: Bjöm Jónsson, cand. philos.
Prentsmiðja „Ísaíoldar1*.*— Sigm. Guðmundsson.