Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 1
9 I 8 A F V 19. Eins og kunnugt er, missir landssjóð- urinn nú ekki all-lítið fje af tillaginu frá Danmörku, af því að lestagjaldið af farmrumi póstgufuskipanna kemur til afdráttar. Stöðulögin ákveða sem sje, að sje nokkurt gjald til landssjóðs lagt á póstskipsferðirnar milli íslands og Danmerkur, skuli jöfn upphæð dregin frá tillaginu. Sést á þessu, að lesta- gjaldið er skoðað sem gjald af sjálfu skipinu, en ekki af farminum, þó það í raun rjettri miklu fremur, eins og líka nafnið bendir á, snerti farminn, og það sjer í lagi þann farm sem sízt skyldi, nefnil. þunga vöru: (korn, salt, stein- kol o. s. frv.). þetta mál hefir verið rættáalþingi fleirum sinnum, en stjórn- in heldur sinni skoðun fram, og þó far- ið væri í mál við stjómina um þetta, er það undir öllum kringumstæðum vafasamt hver úrslit það mál fengi. Umsvifaminnst virðist því vera að afnema lestagjaldið með öllu, en setja í staðinn toll á eina eður fleiri vöruteg- undir. Undan tolli á vörum eru allar undantekningar óhugsandi og þar get- ur engin afdráttur átt sjer stað. Spurn- ingin verður því um það, hverjar vörur eða vörutegundir hægast muni að hitta, og er þetta mikið vandamál. því á ann- an bóginn verður að velja þá eða þær vörutegundir, sem talsvert flyzt af; á hinn bóginn yrði varan að vera þess konar, sem eptirlitið er hægast með, því aldrei verður hjer á landi tilvinn- andi að leggja svo á tolla, að þörf verði á tollheimtumönnum sjer á parti eptir- litsins vegna. Hjer er nauðsynlegt að hafa tollana svo, að sýslumenn ogbæj- arfógetar geti komist yfir að hafa eptir- litið og tollheimtuna. Sú vara, sem manni fyrst kemur í hug að nefna, þó maður gjöri það með nokkrum kvíða, er — kaffi. þ>ví þó kaffi í sjóplássunum megi heita að vera á tak- mörkunum við nauðsynjavörur, þá er bæði brúkun þess svo mikil um allt land og eptirlitið svo óbrotið, að varla virðist frágangssök að ieggja, segjum 5 aura á hvert kaffipund, hvort það er kaffi eða kaffirót, sem kölluð er. Legði maður því næst svo sem 3 aura á hvert sikurpund, næðist bráðum handa lands- sjóði sú upphæð króna, sem lestagjald- ið nemur. Sje því nú svarað, að við það mundi kaffi og sikur hækka í verði og enda meir en tollunum nemur, þá liggur svarið nærri, að þungavaran (korn, kol, salt), sem er eflaugt nauð- synjavara, eptir því einnig mundi lækka Reykjavík, mánudaginn 5. ágústmán. í verði að því skapi, sem lestagjaldinu verður af henni ljett, að tiltölu við and- virðið, altsvo: mest salt og kol, en kom minnst, og mun engin geta neitað því, að eptir almennum hagfræðisreglum er nauðsyn til að ljetta gjöldum af full- komnum nauðsynjavörum, þó einhver önnur vara kunni um leið að hækka í verði. Að eptirlitið með kafFitollinum yrði mjög erfitt, getur varla hugsazt, því ekki er líklegt að kaupmenn tolls- ins vegna fari að flytja kaffi í öðrum umbúðum, en þeim sem tíðkast og þeir taka við því í, til þess að leggja á hætt- una að sæta háum sektum fyrir toll- svik. Æskilegt væri, að menn vildu taka þessa uppástungu til yfirvegunar, og mundi hverri grein, sem samin er stillilega, verða veitt viðtaka í þetta blað. -A. síðasta fundi húss- og bústjórnarfje- lags Suðuramtsins var ákveðið, að reyna skyldi að koma á gripasýningum hjer á landi. Eins og kunnugt er eiga þær sjer allvíða stað, og þykja hafa komið að góðum notum hvervetna. Flestir greindir og reyndir menn munu vera samdóma um, að okkar innlendu skepnu- kyn, -hvort heldur nautpeningur, hestar eða fje, er bæði gott í sjálfu sjer, eins og það líka á bezt við okkar loptslag og þarfir, en þess meira ríður á að láta það ekki verða úrkynja fyrir vanhirðu og fóðurleysi. Góðir fjármenn vita, hversu áríðandi það er, að eiga kyngott, feitlagið og ullargott fje; hestamenn vita hvað á kyninu ríður, og allir vita hver munur er á að kosta fóðri upp á góða kú og upp á styrtlu. Allt fyrir það er þessa síður gætt en vera skyldi. Hross og fje er látið falla í hor og ó- þrifum, og upp á kúna er á stundum meiru kostað á einu ári, en hún er verð sjálf með nytinni. Víðast hvar hjer á landi er graðfolum og hryssum hleypt saman á unga aldri, án nokkurrar skeyt- ingar um kyngæði, lit, vaxtar- og gang- lag, og því eigum við þennan sæg af skökkum og skjóttum afstirmum, sem ensku hrossakaupmennirnir kaupafyrir lítið verð. Sunnanlands er ekkert skipt sjer af, hvort hrúturinn er fjelegur eða eigi, og víðast hvar er nautpeningur miklu lakari, en hann gæti verið með dálitlu vandlæti á kynblönduninni. Gripasýningarnar, sem hljóta að hafa nokkurn kostnað i för með sjer, bæði fyrir búnaðarfjelögin, sveitafjelög- in og landssjóðinn, mundi fljótt verða 1878. til að vekja keppni hjá mönnum, tilað koma upp duglegum og fallegum skepn- um; hæfileg, ekki of lág verðlaun mundu borga mönnum góða þóknun upp i kostn- aðinn við að ala upp afbragðsdýr, en sjer í lagi yrði árangurinn sá, að gott orð kæmi á skepnuhöld hjá þeim, sem verðlaunin hlytu, og skepnur þeirra manna yrði keyptar hærra verði en áð- ur. það mundi þá sýna sig, hverjum framförum okkar íslenzka skepnukyn getur tekið, og stórum betri markaður mundi verða hjer fyrir útlenda kaupend- ur en nú á sjer stað. það er því skylt að mæla með þess- ari fyrirætlun húss- og bústj órnarfj elags- ins, og er vonandi að bæði sýslufjelög og yfirvöld gjöri þar góðan róm að máli, og leggist öfl á eitt að styðja þetta málefni. þ>að er ekki ætlunar- verk dagblaðs að benda á hvernin koma á þessu máli á gang; þetta verður að vera komið undir ástæðum og greind yfirvaldanna að nota þær sem hagan- legast. Eins rjett og sanngjarnt eins og það er, að uppgjafa-embættismenn fái lausn frá embættum sínum með hæfilegum eptirlaunum, eins nauðsynlegt er það landsins og landssjóðsins vegna, að lausn með launum aldrei sje veitt að nauð- synjalausu. Raunar er það ákveðið í þeim núgildandi eptirlaunalögum, hve- nær og hvernig öllum skilyrðum sje fullnægt. En — bæði er það, að lög þessi upprunalega voru út gefin fyrir Danmörku, án alls tillits til þess, hvern- ig sjerstaklega stendur á hjer á landi, enda hafa þau ákvarðanir inni að halda, sem hægra er að sneiða hjá, en góðu hófi gegnir. það er sjálfsagt, að við þessu verður ekki gjört, meðan lögin eru í gildi, en því meira ríður á að yf- irvöldin hafi nákvæmar gætur á, að eng- um undanbrögðum sje beitt, ogað t. d. ekkert læknisvottorð sje talið gilt, nema það sje gefið af heimilislækni, eða þá hjer í landi hjeraðslækni, þess embætt- ismanns sem hlut á að máli. því þó einhver annar læknir, sem ekki þekkir lífernisháttu, heilsufar og allan aðbúnað embættismannsins, rannsaki ástand hans, þá brestur hann þó, hversu duglegur læknir sem hann er, opt og einatt þá undirstöðu undir rjettan úrskurð, sem löng og nákvæm þekking á sjúklingn- um gefur. Afieiðingin af of vægri brúkun ept- irlaunalaganna yrði sjálfsagt sú, að reynt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.