Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 3
•787S ÍSAFOLD. 75 mánuð. Börnin sem í hann gengu voru alls 25; þar af voru 21 allan tímann, eitt 6V2 mánuð, tvö 4 mánuði og eitt 2 */2 mánuð. Námsgreinir voru þessar: kver, biblíusögur, lestur, skript, rjettrit- un, reikningur, saga, landafræði, danska og söngur (hin siðast nefnda að eins 5 mánuði). Kennslustundir voru 4 á dag og 5 þá daga sem söngur var kenndur. Kennari var Sigurður Sigurðsson, og í söng Guðmundur Einarsson, ungur og efnilegur bóndason þar á nesinu, sem hefir aflað sjer talsverðrar þekkingar á söngfræði, og er vel að sjer í þeirri grein. í Mýrarhúsum var og haldinn sunnudagaskóli næstl. vetur, 3 tímar á hverjum sunnudagsmorgni, kl. 8 til 11. 1 honum var kennt: skript, rjettritun, reikningur og söngur; nemendur voru 2 5 fram að vertíð; nokkru færri þar eptir. Flestir sem gengu í skóla þenna voru unglingar, sem komnir voru yfir fermingu, og fólk um tvítugs aldur. Fleiri vildu komast í skólann en gátu, sakir rúmleysis; virtist því vera tals- verður áhugi í ungu fólki þar á nesinu að afla sjer nokkurrar menntunar. Úr brjefi vestan úr Saurbæ. jþú biður mig að skrifa þjer eitt- hvað um skólann okkar, og vil jeg ekki færast alveg undan því þó hann sje lítilfjörlegur, og lítið sje til að skrifa um hann. Undirrót þessa skóla — ef skóla má kalla — er sú að fyrir tveim- ur árum stofnaðist hjer í sveitinni bind- indis- og lestrarfjelag, eins og kunnugt er af þ>jóðólfi í fyrra. í fjelaginu voru allt ungir og einhleypir menn að undan- teknum 2 bændum. Fjelagsmenn settu sjer strax það ætlunarverk að fá sjer einhvers staðar sameiginlegt húsnæði, tímakorn að vetrinum, og vera þar all- ir, eða svo margir sem mættu vera heiman að, til þess að taka sjer fram í skript og reikningi og fleiru, og fá einhvern mann til að segja sjer til um leið. Ur þessu áformi varð það, að herra Indriði Gíslason á Hvoli ljeði pilt- um húsnæði, og jeg fór þangað með þeim til þess að sjá um að námið færi reglulega fram, og segja þeim til, að því leyti sem jeg var fær um. í fyrra vetur tóku 18 piltar þátt í náminu er stóð í 8 vikur, sumir allan tímann, sumir skemmri, tiljafnaðar allan tímann 13.— Piltarnir stunduðu einkum skript og reikning, 6 lásu dönsku og 3 ensku. Auk þessa kynntu piltar sjer landafræði og rjettritun. — Til námsins var varið 10 stundum á dag og 1 stundu á eptir var varið til að æfa sig í skipulegum samræðum. Húsnæðið sem við höfðum var fremur óþægilegt og þröngt, því allt var lítt undir búið. — Fjelagið hefir nú haldið hinu sama áfram í vetur, og nú verða hjer alls 20 piltar, flestir verða allan tímann (8 vikur) en sumir einungis hálfan, það tel%t svo til að hjer verði alltaf 16 piltar. Flestir, sem voru í fyrra, eru hjer aptur í vetur. — Indriði ljet rýmka og laga húsnæðið talsvert í sum- ar, svo það er nú miklum mun betra en í fyrra, og öllu fremur laglega fyrir komið; en húsið er enn of lítið fyrir svona marga, til þess að það geti heit- ið gott húsnæði. — Námið fer fram í vetur á líkan hátt og í fyrra, nema að núervarið lengri tíma tilað læra rjett- ritun og landafræði. Tímunum er þann- ig skipt í vetur: reikningur 3 stundir, skript 2 st., rjettritun og landafr. 2 st., danska og enska 2 st. á dag, samræð- ur eða fyrirlestur 1 stund. Við námið brúkum við þessar bækur: við reikn- ing reikningsbækur Briems, við rjett- ritun rjettritunarreglur Magnúsar Jóns- sonar, við lándafræði hina nýju útlegg- ing af Erslev’s landafr. (í fyrra Halldórs landafr.), Jantzen’s Atlas og uppdrátt íslands, við dönsku Hjort’s Borneven, Halldórs dönsku Málfræði og Konráðs Orðabók, og við ensku Briems kennslu- bók í ensku. Sögunni höfum við alveg sleppt, bæði af því að okkur vantaði hentugar bækur, og svo fannst mjer, að ef við hefðum fleira undir svona stuttan tíma, þá mundi framförin í skript ogreikningi verða minni.—Hvað kostn- aðinn snertir er þess að geta, að flestir piltar kaupa sjer fæði og annað, sem þeir þurfa, annaðhvort af Indriða eða mjer fyrir 5 kr. um vikuna. Kennslu- kaupið borga þeir mjer sjer á parti og verður það í vetur tæp króna um vilc- una af hverjum. Flestir hafa piltarnir verið fjelagsmenn, en nokkrir utanfje- lags báða veturna, þeir, sem voru utan- fjelags í fyrra, gengu allir í fjelag vort þegar við skildum, og sama hygg jeg muni verða í vetur. Jeg hefi nú sagt þjer það helzta, sem jegget sagt, og skal einungis bæta því við aðjeg skal verða fyrstur manna til að kannast við að skólinn okkar er næsta ófullkominn. Húsnæðið ekki upp á það bezta, kennslan ófullkomin og ýmsar bækur og áhöld vantar, en þrátt fyrir allt þetta held jeg að piltum hafi orðið tíminn skemmtilegur, og að þeir hafi tekið framförum framar vonum.— Jeg skal ekki fara mörgum orðum um það hvort að slíkar stofnanir væri þarf- legar hjer ef þeim yrði vel fyrir komið, því jeg vona eptir athugasemd um það frá þjer, en meining mín er sú að þær sjeu ekki einungis nauðsynlegar og þarfleg- ar hjer eins og í öðrum löndum, heldur sje líka auðvelt að koma þeim á fót ef laglega er að farið, og maður hugsar ekki of mikið í byrjuninni, og ef hið opinbera vildi taka þær undir verndar- væng sinn, og liðsinna þeim. Til herra 15. (Sjá ísafold V 17). Sá misskilningur hjá sálmabókar- nefndinni, sem þjer, háttvirti herra, hafið orðið hræddur við og viljað leiðrjetta, átti, mjer vitanlega, eigi heima hjá nein- um af oss nefndarmönnum. Sú sam- þykkt nefndarinnar, sem lauslega er drepið á í J>jóðólfi 30, 21, en sem yð- ur hefir mislíkað, var hjá nefndinni þannig orðuð og bókuð: „Nefndin hugs- ar sjer eigi að búa til bók, er verði lögboðin í stað hinnar eldri, heldur þá bók, sem leyft verði að nota jafnhliða þeirri, sem nú er höfð, þangað til reynsl- an sker úr, hvor betri þykir“. þessu hugsaði nefndin sjer að svara þeim hinum mörgu, sem segja, að það sje of snemmt að koma innan skamms aptur með nýja messusöngsbók, og með þessu hugga þá, sem af einhverjum ástæðum kvíða fyrir komu hinnar fyrirhuguðu sálmabókar. Að þetta beri vott um misskilning hjá nefndinni eða óljósa hugsun, skil jeg eigi, en get fullvissað yður um það, að engum af oss nefndarmönnum, sem viðstaddir vorum, kom til hugar að ætl- ast til, að hin fyrirhugaða sálmabók verði höfð við opinbera guðsþjónustu án stjórnarleyfis. Helgi Hálfdánarson. Úr brjefi frá Akureyri. Hákarlaskip- in eru búin að flækjast í og við ísinn síðan í miðjum apríl og flest fengið lít- inn afla. |>að hefði því orðið mjög bág- ar horfur fyrir sjóarbændum hjer þetta ár, þar svoddan fjöldi manna útheimt- ist til hákarlaveiðanna, ef hinn fágæti þorskfiskisafli í vor hefði ekki bættúr. Grasvöxtur í úthaga má heita í bezta lagi einkum þar sem votlent er en tún misjöfn, hólar og harðlendi í þeim brunnið svo að ekki sjezt stingandi strá upp úr, sem vonlegt er þar síðan ívor hafa verið breizkjuþurrkar og sól- hiti, en enginn regndropi komið úr loptinu nokkurn tíma. Gamlir menn segjast ekki muna eptir öðru eins stað- viðri síðan árin 1843 og44, hvort nokk- ur tilhæfa er i því að þá hafi viðrað svo veit jeg ekki, þvi það var fyrir mitt minni. Hjer er allt fullt af,. Vesturheimsku“ fólki, sem Norðlingur kallar svo, börn og gamalmenni, konur og ónytjungar liggja hjer hrönnum saman á götum bæjarins og hverri krá, sem opin stend- ur fyrir þeim. þeir mæna sífellt von- araugum eptir hinu eptirþráða skipi, sem slasaðist í Hrútafirðinum á dögun- um, en sem þeim var aptur heitið nú um þessar mundir, en ókomið er það enn. f>eir eru að smádraga sig til baka nú vesælingarnir og fjöldi var hættur við ferðina áður en frjettist um töf skipsins. Hjer hafa orðið og verð- ur enn meir hnekkir af þessu brutli þeirra, sem ætluðu en aptur settust, fyrir þá sem kyrrir voru, því suma verður strax að taka á sveit þeirra og góðar líkur eru til að flestir komist það innan mjög lítils tíma, þar þeir voru búnir að segja ábýlisjörðum sínum laus- um og selja aleigu sina fyrir lítið verð. Úr brjefi frá einni ameríkanskri konu til eins manns hjer í Reykjavík, dagsett í Boston 23. apríl 1878. — Enginn ætti nú að flytja sig til Ameríku. Oll verzl- un vor og viðskipti hafa nú um langan tima verið í þvi versta ástandi, og það svo mjög, að okkar eigið fólk hefir orð- ið að vinna mikið ' til þess að halda líf- inu. Hinn einasti vegur fyrir framandi til þess að hafa ofan af fyrir sjer, er með því að leita sjer atvinnu hjá bænd- um út um landið, en dvelja ekki í borg- unum. þetta vilja margir ekki gjöra, og því verða þeir öreigar. — Allir sem hafa verzlun í borgunum, eru eins og milli heims og helju, því þeir sem enga verzlun hafa, en lifa af eignum sínum, eru opt gjörðir öreigar afhinum, sem þurfa hjálpar við. Allir pappírs- peningar hafa reynzt að vera meira og minna falskir ásamt alls konar fleiri ó- höppum þar af leiðandi. — Sá, sem er stór auðmaður í dag, getur verið kom- inn á vonarvöl á morgun. — jpetta eru engar ýkjur. J>að er því miður svo satt, að enginn veit hvar hann stendur eða þorir að voga neinu frekar en hann getur sjeð. Úr brjefi úr Borgarfirði, dags. 12. júni. J>ann tíma, sem liðinn er af sumrinu, hefir veðráttan verið fremur þurr og köld. Fyrstu tvær vikurnar var að sönnu hlýtt og gott veður, en með 11. maí brá til norðanáttar í fullar tvær vikur með frosti á nóttunni, svo að eigi þiðn- aði á daginn nema þar sem sólin náð- til. Gróður, sem þá var kominn í betra lagi, varð af því veðri fyrir miklum hnekki af kali. Síðan hafa norðanáttir gengið öðru hvoru, og veðurátt verið mjög þur og stundum köld, svo jörðin hefir blásið og þornað mjög, en lítið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.