Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 4
76 ÍSAFOLD. aukizt gróðurinn. Hjer er því fremur að óttast fyrir grasbresti 1 sumar, enda heíir og orðið vart við grasmaffk í jörð, einkum í túnum, sem mun vera gróðr- inum mikið til spillis, því hann grefur sig niður í rótina og eyðir henni, svo að grasið deyr. Maðkur þessi er dökk- ur að lit, margliðaður, og verður l/a—1 þuml. álengd. Hann myndar smágjörv- an vef eða hysmi um sig, og er jörðin af því grá niður í rótinni sumstaðar á stórum bletti. Einkum veitist hann að fífilsúrunni, og eru þá ból hans eins og hreiður, því hann eyðir blöðunum og rótinni, og deyr blómið þá er maðkur- inn tekur að vaxa. þessi maðkur spillir þann veg mjög grasvextinum þar sem hann er, og mun eigi hægt að gjöra við því, og eins er líklegt að hann valdi óhollustu í heyinu, og að af honum leiði veiki í íjenaði þeim, sem heyið er gef- ið. J>að væri því æskilegt að þeir, sem þekkti ráð til bóta í þessu efni, vildu unna alþýðu leiðbeiningar í meðferð fóðursins, þegar grasmaðkur er í því. * ATHUGASEMD. f>að er álitið gott ráð gegn grasmaðki að strá snemma á vorum dálitlu af brennisteinsdupti í jörð. Ritstjórinn. Kalk og sement. (Eptir Sv. Runólfsson, steinhöggvara). f>á erjeg fyrst fór að læra að höggva grjót og byggja úr þvi, hafði jeg það einkanlega í huga að verða til gagns með því, að útbreiða hjer á landi kunnáttu í þessu. í þessu tilliti hefir mjer einnig nokkuð ágengt orðið, því síðan eg kom hingað til lands i86o, eru allmargir farnir að mínu dæmi eða eptir mínum hvötum að læra að höggva grjót °g byggja úr því. í sambandi við þetta hefijeg og jafnan á ferðum mínum veitt því eptirtekt, hvert jeg eigi sæi kalk- stein og sementstein ogviljegnú geta þess, hvarjeg hefi orðið þess var, svo að þeir, sem krapt og framkvæmd kynnu að hafa til þess, gætu notað það, sjerog öðrum til gagns. Auk þeirra staða í Mógilsárlandi (og hjá Kollafirði) hvarjegásamt dr. J. Hjaltalín hefi fundið kalklög, og hvað- an að nú er tekið kalk það, sem verið er að brenna í Reykjavík hefi jeg fund- ið upp og austur undan Vallá hátt í Esjufjallinu á Kjalarnesi, tvö lög af sementsteini, sem liggja hjer um bil vatnsrjett, eru þau bæði mjög þykk, einkum neðra lagið. Frá þessu hefi jegfyrir nokkrum árum sagt bæði dr. J. Hjaltalín og hr. E. Egilsson í Reykja- vík. — Hjá Litlasandi við Hvalfjörð er kalklag, og er enn ókönnuð stærð þess. — í Víðirdalsá í Húnavatnssýslu, ná- lægt Faxalæk, er kalksteinn og se- mentsteinn. Lögin liggja á botninum í ánni. — í>egar maður fer úr Dala- sýslu suður Bjúg, þá er á vinstri hönd dalur einn óbyggður, semjeg eigi veit hvað heitir, þar hefijeg fundið kalklag mikið; liggur það á ská inn og ofan eptir fjallshlíðinni austanmegin í dalnum. —I gili einu fyrir utan Hofstaði á Skaga- strönd, hefijeg einnig fundið kalkstein. Hann virðist ekki vera kalkmikill. Víðar hefi jeg fundið kalkstein, en það er þá svo lítið, að mjer eigi þykir vert að geta þess. Aflabrögð. Seint í f. m. voru rekin að landi og unnin í Njarðvíkum, 207 marsvín. — Eptir miðjan f. m. kom „Sigþrúð- ur“ (tilheyr. faktor J. Stephenssen o. fl.) með 14000 fiskjar. — 1. ágústkom „Reykjavikin11 (þeirra G. Zoéga og sameignarmanna) með 23000 fiskjar, mestallt þorsk. Prestvígður sunnud. 28. f. m. kand. theol. Skapti Jónsson, til Hvanneyrar í Siglufirði. Hitt og þetta. — Einusinni var Ameríkumaður, með mörgum öðrum löndum sínum, á ferð á gufubát niður eptir Missisippi. Við fljótið stendur litill bær er Napo- leonville beitir, þar skyidi við staðið 20 mínútur. pegar að dró bænum, gekk Ameríkumaður niður i veitingasalinn og spurði svertingja, er fyrir veiting- um stóð, hverskonar bær væri þessi Napoleonville. „Allramesta einhestis þorp“ sagði svertingi, og átti þetta orð að lýsa þvi hve allt væri hægfara og líflaust, dautt og dofið i Napoleonville. Skipið lagði að brúnni og fór Ameríkumaður í land. — Eptir 20 mínútur kemur hann aptur og er nú rjóður i andliti; gengur niður í veitingasal að fá sjer hressingu, og segir við Svertingja; „þú mátt kalla þetta „einhestis þorp“, ef þú vilt; mjer hefir orðið að allt öðru; jeg kalla það fjörugann, lítinn, framfarabæ. Jeg fór í land; gekk upp á markað ; stal þar sokkum ; var tekinn fastur; leiddur fyrir dómarann; próf var tekið í málinu; vitni leidd ; jeg var dæmdur ; hafður út úr dómsaln- um, dómnum var fullnægt og jeg hýddur opinber- lega, og nú er jeg hjer; og þetta allt á 20 mínút- um. Ef þetta er ekki fjörugr, litill bær og fram- faralegur, þá veit jeg ekki hvað hann er. Mjer liggur við að taka tryggð við hann, og aldrei skal jeg gleyma honum. — Kaupskipastóll heimsins var i fyrra (1877) 51,912 seglskip, nær 15 milj. smálest- ir alls, og 5,471 gufuskip, er tóku 3,600,000 smá- lestir alls. petta voru allt haffær skip; hin eru eigi talin með. Af seglskipunum voru 17,765 ensk, (þ. e. rúmur þriðjungur) og af gufuskipunum 3133 (eða s/6). Annan mestan kaupskipastól i heimi eiga Bandamenn i Norður-Ameriku, og þó eigi nema 6307 seglskip og 542 gufuskip. |>á koma Norð- menn að þvi er snertir seglskipaeign, en að gufu- skipaeign eru 6 ríki þeim meiri, eða jafnvel 11, sje farið eptir smálestatali gufuskipanna samantöldu. Seglskip Norðmanna eru 4135. Frakkar eiga gufu- skipastól mestan aðrir en Bretar og Bandamenn í Vesturheimi, og þá þjóðverjar. Danir eiga 1203 seglskip, er taka 182,870 smálestir alls, og 96 gufu- skip, er taka 61,671 smálest. Tólf ríki eigameiri seglskipastól en Danir, og tíu meira af gufuskipum. Auglýsingar. Hjá Ola Finssen póstmeistara og víðar fæst til kaups fyrir 4kr. Ný út- komin „Sálmasöngsbók með þrem rödd- um eptir Pjetur Guðjónsson organsleik- ara við dómkirkjuna í Reykjavík, gefin út af sonum hans, prentuð í Kaup- mannahöfn 1878“. Framanvið er æfi- saga höfundarins skráð af Einari Jóns- syni, stud. theol. Lög í henni eru alls 119. Utgáfa bókar þessarar er mjög vönduð og prýðileg í alla staði. Hjer með gefst almenningi til vit- undar, að jeg hefi til sölu fjölda af ís- lenzkum bókum, og jafnframt tek jeg bækur til innbindingar. Bækur þær, sem menn kynnu að óska að fáogjeg ekkihefi, skal jegút- vega hið fyrsta unnt er. Stykkishólmi í húsi herra S. Hjaltalíns, 31- júlí 1878- Magnús Gíslason, bókbindari. LÖGREGLUSTJÓRNAR - AUGLYSING. Samkvæmt tilskipun 28. marz 1855, sbr. opið brjef dags. 26. sept. 1860, eru gestgjafar og aðrir veitingamenn hjer í bænum áminntir um, að þeir megi ekki á sunnudögum eða öðrum helgum veita mönnum áfenga drykki eða leyfa spil eða aðra leiki í húsum sínum eða við þau. Bæjarfógetinn í Eeykjavik, 31. Júlí 1878. jjón Jónsson, settur. Baðmeðal á sauðfje. Bezta baðmeðal á sauðfje er Patent Sanitær Creosote. pað er hið ágætasta meðal við fj á r- kl á ða og öðrum útbrotum, og drep- ur jafnskjótt alla lús. pað fæst ásamt notkunar-fyrirsögn hjá nndirskrifuðum, sem einn hefir sölu-umboð á hendi fyrir Danaveldi. Fyrir 10 kr. má baða yfir 100 fjár. M. L. Möller & Meyer Gothersgade „L; 8 Kjobenhavn. Forstöffunefnd pjóðvinafjelagsins tilkynnir hjer með fulltrúum fjelagsins og öðrum hlutaðeigendum, að með því að brugðist hefir að ANDVARA yrði komið út þetta ár, verða þeir, sem skrif- að hafa sig fyrir árbókum fjelagsins, samkvæmt boðsbrjefi forstöðunefndar- innar 1. sept. f. á., með 2 kr. árstillagi, látnir fá í hans stað fyrra helming h i n s nýja ágrips af mannkynssög- u'nni eptir Pál Melsteð. Enn fremur fá þeir Almanak pjóðvinafje- lagsinsum árið 1879, og ensk landabrjef (um allan heiminn) með fslenzkum skýringum. Bækur þessar munu verða sendar fulltrúunum jafnóð- um og þær verða tilbúnar, með póst- um eða öðrum áreiðanlegum ferðum. í miðjum fyrra mánuði týndist frá Digranesi brún hryssa, brennimerkt á framfótarhófunum með |>. B. Beðið er að halda henni til skila til verzlun- arstjóra G. Thordals í Reykjavík, gegn sanngjörnum fundarlaunum og borgun fyrir hirðingu. Nóttina milli hins 25. og 26. þ. m., burtkall- aðist hjeðan til betra lífs eptir 15 klukkutíma legu okkar ástkæra móðir, MARGRJET EGILSDÓTT- IR. Jarðarför hennar framfer—að forfallalausu— við Kálfatjarnarkirkju, föstudaginn þann 9. ágúst næstkomandi. J>etta tilkynnist hjer með fjærver- andi ættingjum, vinum og kunningjum liinnar látnu. Landakoti og þórustöðum, 27. júlí i878. Guffm. Guðmundss. Egill Guðmundss. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Frentsiniðja „ísafoldar“. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.