Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.08.1878, Blaðsíða 2
74 ÍSAFOLD. verði til að fá ný eptirlaunalög, sem betur eiga við vorar kringumstæður, en þau sem nú gilda. Hitt er sjálfsagt, að enginn heiðvirður læknir af misskildri góðmennsku gefur læknisvottorð um skör fram, því það væri að vera brjóst- góður á landsins kostnað. „Skuld“, J\?. 17.—18. fyrir 6. júlí þ. á. hefir grein inni að halda með yfir- skript „Rógur", f>ar segir meðal annars svo: „í löngu brjefi, sem einhver hefir ritað Morgunblaðinu (Morgenbladet) í Höfn frá Reykjavík og dagsett er 22. marz þ. á., er farið þessum orðum um rektor skólans, Jón þorkelsson: „„þetta lagaboð (Nellemanns skóla- reglugjörð) hefir talsvert flýtt fyrir hruni hins eina skóla vors. þó er helzt um það að kenna rektor skólans sem nú er, Jóni þorkelssyni, því að það er kunn- ugt, að hann er óhæfur maður til þess, að ala upp unglinga, og allar hans ráð- stafanir fá honum að eins óþokka hjá kennurum jafnt og lærisveinum. Svo er að sjá sem stiptsyfirvöldin, er vaka eiga yfir skólanum, geti aldrei komið auga á þá deyfð og agaleysi sem æ fer meira og meira i vöxt i skólanum. það mundi því verða næsta gagnlegt ef ráðherrann ... vildi láta hefja rann- sókn um stjórn skólans, enda virðist það vera skylda hans þegar búið er að vekja opinberlega athygli hans á því, hvernig hjer hagar til““........Oss ís- lendingum hefir ávallt verið, og er enn næsta annt um hinn eina lærða skóla vorn. þó að vjer höfum ekki hingað til haft beinlínis löggefandi afskipti af honum, þarf þó hvergi langt að fara á íslandi til þess að finna, hvaða áhugi mönnum býr í brjósti um þá stofnun. Enda er engin stofnun til á íslandi tengd jafn næmum böndum við þjóðina eins og sú, þar er landsins helztu menn eiga að fá hina beztu andlegu og siðferðis- legu menntun, sem er að fá á landi voru. Skólamál vort er og verðurjafn- an eitt af alvarlegustu þjóðmálum vor- um; og þegar illar fregnir berast af skólanum, finnum vjer allir til þess eins og þjóðhneisu ef þær reynast sannar. En langt mundu menn mega leita í sögu skólans að dæmi til þess, er hjer kemur fram; að skólastjóri sje borinn hinni verstu sök, er hann verðr borinn — allsherjar dugleysi. Og enn lengra munu menn verða að leyta að dæmi þess, að yfir hans dugleysi hafi verið klagað fyrir þjóð, sem það kemur ekk- ert við, sem hvorki getur komizt nje hirðir um að komast fyrir það, hvort satt sje klagað eða logið, og þar sem skólastjóri sjálfur getur engri vörn kom- ið fyrir sig, fyrr en allt um seinan, hversu ástæðulaust sem hann kynni að vera rægður. Hjer bregður nú undar- lega við. Á Islandi heyrist hvorki nje sjest eitt orð um dugleysi rektorsjóns. J>ar kemur mönnum það þó við, og þar er varnarþing skólastjóra. Vjer getum ekki trúað því, að dugleysi Jóns þor- kelssonar og óþokki við pilta ogkenn- ara væri allt lagt svo í lágina á íslandi, ef að því kvæði jafn voðalega og hjer er greint, að enginn yrði til að vekja athygli þjóðarinnar á þvf. Eða eigum vér að trúa þvf, að stiptsyfirvöld, kenn- arar og piltar horfðu opnum augum á hrun skóla vors og þegðu um það eins og steinn? Vjer getum ekki fengið af oss, að trúa jafn-ótrúlegum hlut. Ekki dettur oss það f hug, þar fyrir, að Reykjavíkur skóla sje ekki í mörgu á- bótavant. Vjer játum það fúslega að hann þarf margra bóta við. En vjer segjum það hreint og beint, að vjer trú- umþvfekki, að um gallahans sje einna helzt, eða mest megnis, að kenna dug- leysi Jóns þorkelssonar. Enda minn- umst vjer þess ekki, að nefndin, sem sett var að rannsaka skólamálið, kæm- ist að þeirri niðurstöðu að skólinn væri á hraðri apturför af völdum rektors Jóns, og hefði henni þó sannarlega ekki átt að dyljast það atriði málsins ef á því hefði borið eins og brjef þetta læt- ur uppi — en að ætla að hún hefðisjeð það, en þó þagað yfir því, væri að saka hana um svikræði við þjóð sína. En nú kemur nafnlaus brjefritari fram, sem fræðir Dani um það, að skóli vor sje f hrynjandi apturför, að hruninu valdi ódugnaður Jóns þorkelssonar, sem ekkert gjörir nema illt af sjer og allir þess vegna hata, að stiptsyfirvöldin sje svo blind að þau sjái ekki þessi ósköp, og piltar leggist í slæpingsskap og aga- leysi!............Sannist það, að höf- undur brjefs þessa sje einn af kennurum Reykjavíkurskóla, þá liggur það beint við að rektor aftaki að vinna saman við hann og lærisveinar skólans heimti hon- um vikið frá, og að stiptsyfirvöldin víki hneykslinu brottu skjótt og skörulega. Vjer sjáum ekki nokkurn annan vegtil þess, að skólinn verði firrður þeim háska og hneisu er af brjefi þessu stendur. þvi að það væri sannarlega smánarleg- ur endi þessa máls, ef rektor, rægður af nafnlausum hatursmanni, skyldi bera | nokkurt tjón eða skaða af jafn illmann- legu tilræði. Justitia“. Póstskipið Phönix fór hjeðan aptur 30. f. m. Með þvf tóku sjer far til Kaup- mannahafnar stórkaupmaður W. Fischer með konu, stúlkan Stefanfa Melsteð frá þingvöllum, verzlunarmaður Lotrup, stórkaupmaður Lefolii, Guðrún Matt- hiesen, á málleysingjaskólann, kand. med. & chir. Helgi Guðmundsson úr Reykjavík, kand. Björn Jónsson, ritst. ísafoldar, með konu og barni, bakara- sveinn Clausen; til Leith Bjami Bjarna- son (fyrrum á Esjubergi) til lækninga, fyrverandi kaupmaður H. C. Robb, með konu, 3 börn og vinnukonu áleiðis til Ameríku, o. fl. — Ferðamenn þeir, þar 5/878 á meðal konsúl C. P. A. Koch, er komu með skipinu, munu flestir hafa farið með því aptur, sömuleiðis nokkrir franskir og norskir skipbrotsmenn. Sjóhrakningur. Fimm sjómenn fóru frá Norvegi 1. marz þ. á., sem hásetar á gufuskipinu Magdalena, (25572 norskar lestir að rúmmáli), frá Túnsbergi í Nor- vegi, skipstjóri Axel Kræfting. Eigandi skips þessa er stórkaupmaður Gústav Hansen í Túnsbergi. Á skipinu voru 5 7 manns, og var það ætlað til selaveiða í norðurhöfunum.^ f>eir sögðust hafa ætl- að norður um ísland, en máttu vegna ísa snúa aptur, og fóru síðan suður um land og vestur fyrir undir Grænland. J>eir voru við selaveiðar til 6. júlf, og hafði skipið þá aflað um 14000 seli (o: hjerumbil 1500 tunnur af spiki). þann 6. júlí voru g bátar sendir af skipinu til selaveiða, og voru þessir 5 hjer komnir á einum bátnum. þeir fengu nokkura seli, en þá gjörði dimmviðris-þoku, svo að þeir misstu sjónar á skipinu. Freist- uðu þeir þá árangurslaust í 3 daga að finna skipið aptur, en sáu það hvergi; þá voru þeir á að gizka 20 mílur af Grænlandi beint í vestur af íslandi. J>egar þeir sáu, að leitan þeirra var á- rangurslaus, kom þeim ásamt um, að freista þess, ef þeir gæti komizt til ís- lands, þótt þeir hjeldi sig þá vera f c. 50 mílna fjarlægð þaðan. |>eir höfðu leiðarstein (compds) f bátnum, er þeir fóru eptir. Segl höfðu þeir eigi; tóku þeir þá það fangaráð, að festa merkis- blæju, er þeir höfðu og 2 selskinn á rá, og sigldu með þessu 2 fyrstu dagana, þá brá á logn, og reru þeir þá þann dag allan. Var það hinn 6. dagur, er þeir voru í frá skipinu. J>á sáu þeir land að kveldi dags, ogvar það Island og Snæfellsjökullinn, er þeir sáu. J>á gjörði vind töluverðan að suðvestan, reru þeir þá að öðru hvoru, meðan orkuðu, og lögðu sfðan árar í bát, þar þeir voru dasaðir mjög, og langt að komnir. Hjeldu þeir þá kyrru fyrir allt að tveim stundum, og ljetu reka. Sáu þeir þá enn landið að morgni dags og reru þann dag allan 11 eða 12 st. Náðu þeir þá að kveldi dags til lands f Keflavík í Neshrepp ytra, og höfðu þeir þá haft 7 daga útivist. Allan þenna tfma voru þeir matlausir, nema fyrir einn dag frá skipinu. J>eir höfðu þvf einungis selakjöt hrátt ogfugla, erþeir skutu sjer til viðurværis; vatn höfðu þeir einungis fyrir 1 dag, en láðist að taka af Grænlands-ísnum er þeir voru við, í bátinn. Drukku þeir þá sjó, er áleið. J>eir voru allir í meira og minna lagi meiddir og skinnlausir á höndum og fótum, er þeir komu í land, og svo langt að komnir, að þeir fengu trauð- lega gengið. Var vel við þeim tekið, og þeim björg, maturoggóð rúm feng- in. Hjeldu þeir þar kyrru fyrir einn sólarhring, og voru síðan fluttir til Stykkishólms á öðrum bát en þeirra. Flutningsfar þetta var sexæringur og fyrir því Guðmundur bóndi Skúlason á Munaðarhóli f Neshrepp ytri. Sigldu þeir þá fyrir góðum byr í 6 stundir, og náðu þá Stykkishólmi. Var þar enn í móti þeim tekið, og þeir vel haldnir með alla björg og hjúkran. Verða þeir þar, unz þeir fá far út heim til sín. Barnaskólinn í Mýrarhúsum á Seltjam- arnesi var settur 1. okt. 1877 og sagt upp 15. maí 1878 og stóð þannig f 7^2

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.