Ísafold - 05.09.1878, Side 3
ÍSAFOLD.
87
5/g78
átt sjer stað innan Faxaflóa. Hafði
sýslumaðurinn í Gullbr. og Kjósarsýslu
með brjefi, dags. 24. maí þ. á., fyrir-
skipað þennan fund, og kvatt á hann
undirskrifaða Chr. J. Matthíasson á
Hliði, Ólaf Guðmundss. í Mýrarhúsum,
Egil Hallgrímsson í Vogum, og Erl.
Erlendsson á Breiðabólstöðum. I nefndu
brjefi sýslumannsins voru einnig kvadd-
ir á þennan fund þeir Árni þorvalds-
son á Meiðastöðum, og Guðmundur
þ>órðarsoa á Hól. Hvorugur þessara
gat mætt á fundinum, en í stað þess
fyrnefnda mætti Eyjólfur þorgeirsson
á Króki. Var Chr. J. Matthíasson skip-
aður formaður fundarins.
Komu fundarmenn sjersaman um
eptirfylgjandi atriði:
I. Um þorskanetalagnir.
1. grein.
Sjerhverjum skal án undantekning-
ar vera fyrirboðið, að leggja nokkurt
net utan þeirrar línu, er menn_ hugsa
sjer dregna frá Setuvörðu um Utskála,
alla leið norður Hamarinn fastan, þar
til Vífilfell ber yfir Rauðará. þau
net, er finnast fyrir utan þessa línu,
skulu upptæk, ásamt fiskiaflanum, og
gjaldi eigandi netanna sekt samkvæmt
því, er sýslunefndin nákvæmar vill
tiltaka.
2. grein.
Með hverju skipi má ekki leggja
fleiri net, en eitt net fyrir hlut, hvort
heldur eru helmingaskipti eða hluta-
net, þannig, að það ekki yfir grípi
nema tvær trossur í einu með hverju
skipi, af hverri stærð sem er.
3. grein.
Enginn má, hvernig sem á stendur,
draga upp net sfn, fyrir miðjan morg-
un, og má enginn vera á sjó lengur
en til sólarlags, nema brýnasta nauð-
syn banni mönnum að vera búnir að
vitja neta sinna fyrri. Skal hver og
einn búandi hafa sterkustu gætur á,
að þessu sje fylgt, hvað snertir skip
þau, er hann hefir undir hendi, og skal
það á hans ábyrgð, ef á móti er brotið.
4. grein.
Hver sem verður uppvís að skemmd-
um á annara netum, og gripdeild á
fiski úr þeim, sektistfrá2o—100 króna,
að svo miklu leyti sem brotið ekki
bakar honum þyngri hegningu.
5. grein.
Helmingur þeirra sekta, er falla
kynnu fyrir brot gegn ofangreindum á-
kvörðunum, og helmingur alls þess, er
upptækt gjörist, hlotnist uppljóstrar-
manni brotsins, en hinn helmingur hlut-
aðeigandi sveitarfjelagi, þar sem brot-
ið er framið.
II. Um ísulóðir.
Á tímabilinu frá rjettum á hausti
allt til 6. maí n. á., má enga lóð í sjó
leggja innan Faxaflóa: þó skal þar frá
undantekið veiðipláss það, sem liggur
innan Borgarslóðar inn á móts við Keil-
isnes; skal á þessu veiðiplázi heimilt,
hvort heMur er innlendum, eða útlend-
um, að leggja lóðir frá 6. Maí til Jóla.
III. Um haldfæri.
Með haldfæri skal öllum heimilt
að reka fiskiveiðar innan Faxaflóa á
hverjum tíma árs sem er, hvar sem er,
eptir því sem hver bezt veit og kann.
Breytingaratkvæði:
Chr. J. Matthíassonar.
Við r. gr. Að línan sje þannig
tiltekin: Frá Gerðahólmaá Keilisnesi,
síðan beina stefnuna norður, Keilir um
Keilisnes, og þaðan beina stefnu á innri
Akrafjallsenda; þessa stefna norður, þar
til Vífilfell er um Rauðará.
E. Hallgrímssonar.
Við 1. gr. Að línan sje þannig
tiltekin: frá hinni alkunnu Langholts-
vörðu í Leiru, um Litla-Hólm, beint á
Akran esskaga.
Við 2. gr. Vill, að trossatalan sje
ótiltekin.
Við 3. gr. Vill enga ábyrgð taka
á inntökumönnum.
Við 4. gr. Að sá útlendur (utan-
hrepps) maður, sem verði uppvís að
skemmdum á netum f Strandarhreppi,
verði útrækur úr hreppnum, auk þeirra
sekta eður hegningar, sem lögin á hann
leggja.
Viðauka-atkvæði:
E. Hallgrímssonar.
Enginn útlendur (utanhrepps) mað-
ur, sem ræríGarðsjó eður Leiru, Vog-
um eður Vatnsleysuströnd, má leggja
net innan fiskhelgi, ella verða þau upp-
tæk af hlutaðeigandi jarðareiganda.
í sambandi við þetta fyrirbýðst öll-
um útlendum eða inntökumönnum að
taka nokkurn stein úr landi jarðeigenda
í Strandarhreppi, í svokallaða barlest,
þegar róið er, til þess að fleygja í sjó-
inn, þegar út er komið.
Ákvarðanir þessa fundar gildi að
eins um næstu fimm ára tímabil.
Hafnarfirði, 20. júni 1878.
Chr. J. Matthíasson. Egill Hallgrímss.
Ölafur Guð'mundss. Erlendur Erlendss.
Eyjólfur porgeirsson.
Útlendar frjettir.
Kaupmannalröfn, 15. ágúst 1878.
Eptir Berlínar-sáttmálann. Eptir
mikil málalok verða dómarnir jafnan
nokkuð sundurleitir, og svo hefir enn
orðið eptir friðargerðina í Berlín. Sum-
um þykir sjálfsagt, að nú sje allt búið
þar eystra, en þeir eru ekki færri, sem
ætla, að nóg efni sje eptir í nýjan á-
greining og vanda. Um þjóðirnar með
fram Duná og á Balkansskaga mun ó-
hætt að segja, að engin þeirra sje á-
nægð með sinn hlut, þó eigi megi við
gjöra að sinni. Rússar draga heldur
enga dul á, að sáttmálinn hafi svo rýrt
árangur sigurvinninga sinna, að bæði
þeim og öðrum verði að þykja þungt
undir að búa; og sum blöðin á Rúss-
landi segja það fortakslaust, að það
verði að vinna í nýrri herferð, sem nú
hafi orðið óunnið við að skilja, kristnu
þjóðflokkunum til fullrar lausnar. Rúss-
ar una eigi vel við, að Englendingar,
sem eigi hafa meira að gjört eðaí söl-
urnar lagt, enn þegar er kunnugt, skuli
hafa hlotið mestar sæmdir af málun-
um; en um það ber nálega öllum dóm-
um saman, að svo verði þó á málalok-
in að líta. Fyrir einbeitta frammistöðu
Torýstjórnarinnar komst sú breyting á
samninginn í San Stefanó, sem gjörð
var í Berlín, og ofan á þetta náðu Eng-
lendingar nýrri varðstöð í Miðjarðar-
hafi á Kýprusey. En hitt er þó mest
vert, að þeir hafa heitið að halda hjer
hræðum uppi á móti öllum vörgum, sem
vilja renna á ríki soldáns í Asíu. J>á
er og mælt, að enn sje ekki öll ráð
Englendinga upp komin, en að þeir
hafi leitað samninga um að fá Tenedos
í sama skyni og hina eyna. Austur-
ríkiskeisari hefir sent her sinn inn í
Bosníu og Herzegovínu að taka þar
landgæzlu, sem fyrir var skilið í Ber-
línarsáttmálanum. J>eir landsbúanna,
sem Múhamedstrú játa, hafa safnazt
í flokka hjer og hvar, og ráðiztí gegn
hersveitum Austurríkiskeisara, og gjört
þeim nokkuð manntjón á sumum stöð-
um. Að þetta komi þeim til lítils,
má nærri geta, þar sem innsóknar-
herinn er 80 þúsundir manna, en
þó er talað um, að hann muni eiga
allharða viðtöku fyrir höndum, þegar
til Serasjevó kemur, höfuðborgar
Bosníumanna. þegar þessi lönd eru
komin á vald og í umsjá Austurríkis,
þá verða þau að varðstöð að vestan,
og Rússar vita vel, að á móti þeim
eru brögðin ætluð, sem Bretar og
Austurrikismenn hafa leikið. Svo líta
þeir á málin, sem kalla mikil trygg-
inda ráð fram komin af hálfu þessara
stórvelda (Englands og Austurríkis).
en Rússar og þeirra vinir hugga sig
við, að þetta sje þó ekki annað í raun
og veru, en byrjunin á sundurliman
Tyrkjaveldis. Svo ætla og fleiri, og
ítölum — til dæmis að taka — þykir,
sem Bretar og Austurríkismenn hafi
hjer þegar tekið hlut af dánarbúi
Tyrkjans óskiptu. ítalir segja, að er-
indreki sinn hafi litla sæmdarför farið
til Berlínar, er hann hafði komið svo
slyppur aptur, og kalla Bismark hafa
enn farið með ginningar, þar sem hann
hefði áður tekið sem greiðlegast undir,
að ítalir mættu krefjast landa við Adríu-
hafsbotna af Austurríki (Triest o. fl.),
ef undir það bæri lönd á Balkansskaga.
Ut af þessu varð allmikið uppþot til
funda í stórborgunum á Ítalíu, en nú
hefir þeim hávaða slegið niður. Grikkir
láta að svo komnu verst yfir lyktunum
í Berlín. J>ar var að vísu fyrir skipað,
að Tyrkir yrðu að sjá þeim einhvern
sann, og láta eitthvað af hendi rakna,
svo landamærin yrðu þeim hentari en
að undanförnu hefir verið, en eptir á
hafa Tyrkir tregðast við öllu, og stór-
veldin verða líklegast að hlutast til sem
þau hjetu, ef Grikkir eiga ekki við
svo búið að sitja. Af þessu má skynja,
að málalokin eira ekki öllum enn sem
bezt, til hvers sem draga kann siðar.
Frá ýmsum löndum. Vilhjálmur
keisari er nú þvínær albata eptir áverk-
ana, og kominn til Tepliz í Sclesíu.
J>ar hefir hann setið um tíma og neytt
baða, og þar hefir sótt hann heim Jósef
keisari frá Austurríki. þjóðverjar hafa
sýnt það hversdagslega, síðan tilræðið
var framið, að allri alþýðu manna —
nema þeim sem heillast hafa af kenn-