Ísafold - 13.11.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L D.
V 27.
Reykjavík, miðvikudaginn 13. nóvembermán.
1878.
J>ar sem nokkur sinna er á almennum
framförum, lætur stjórnin sjer annt um,
að á ári hverju sjeu útgefnar áreiðan-
legar og fullkomnar skýrslurum lands-
hagi, verzlun, og ástand atvinnuveganna
yfir höfuð. Að ónefndum þeim þjóðum,
sem fremstar eru í þessu eins og mörgu
öðru, svo sem Bretar, Vesturheimsbúar,
Hollendingar og Belgíumenn, þá má í
þessu mikið læra af þeim, sem næstir
oss standa, svo sem Danir. Statistisk
Tabelværk, sem nú hefir komið út í
margt ár, hefir að maklegleikum góðan
orðstír fyrir hversu nákvæmt og áreið-
anlegt yfirlit þar er látið í tje yfir allt
ástand verzlunar og atvinnuvega í Dan-
mörku. Má þar ár eptir ár rekja fram-
farir Dana i öllum efnahag, og sjá bæði
búskap og búskaparlag þjóðarinnar.
Hvernig er nú þessu varið hjá oss ?
Bókmenntafjelagið gaf, eins og
menn muna, um nokkur ár út lands-
hagsskjtrslur, sem að líkindum ekki hefir
almennt verið sá gaumur gefinn, sem
þær áttu skilið, þó þær, ef tilvill, ekki
væri ávallt eins áreiðanlegar, eins og
veraskyldi, sökum undirbúningsins hjer
á landi. því ókleyft er að semja áreið-
anleg yfirlit eptir óáreiðanlegum skýrsl-
um. Landstjórnin er nú sjálf búin að
taka þetta starf að sjer, og hefir í Stjórn-
artíðindunum fyrir 1877 B, bls. 54-—92
og fyrir 1878 bls. 84—102 látið prenta
skjrslur um verzlun hjer á landi árin
1873-—1875 og um búnaðarhagi á ís-
landi í fardögum árin 1872—1876.
Er í þeim fyrri þulið fram í tómum
tölum, segjum, reiprennandi, hversu
mikið hafi verið inn- og útfiutt af hverri
vörutegund til og frá hverjum verzlun-
arstað á þeim tilgreindu árum og á hin-
um síðari, býla-, framteljenda-, penings-,
báta-, kálgarða-, sljettumáls- og enda
færikvía-tala. Ekki er þess getið í
verzlunarskýrslunum, hverri upphæð
hinar innfluttu eða útfluttu vörur nemi
í krónum og aurum, og er þó þetta
höfuðatriðið, svo sjá megi, hver munur-
inn sje á andvirði þess, sem landið af
hendi lætur, og þess, sem það tekur
við. 5>etta er þó hinn sanni mælikvarði
fyrir megun landsins, því nemi hið inn-
flutta meiru en hið útflutta, þá er efna-
hagurinn bágur, en því meira, sem
útflutt er fram yfir það innflutta, þess
betri er hann. Mismunurinn af eða á
eru, sem sje, annaðhvort peningar, sem
flytjast burt úr landinu, eða peningar,
sem koma inn í landið, eða, sem kem-
ur í sama stað niður, hvað efnahaginn
snertir, skuldir vorar til útlendra, eða
skuldir útlendra við oss. f>ó jeg viti,
að svo og svo mikið hafi verið innflutt
af kornvöru, og svo og svo mikið út
af ull og fiski, þá get jeg þó engan
reikning gjört, fyr en jeg veit verðlag
á hverju um sig; þess konar skýringar
hefir Statistisk Tabclvœrk allajafnan inni
að halda í innganginum til taflanna;
enda eru þær bæði nauðsynlegar í
sjálfum sjer, og gjöra skýrslurnar miklu
aðgengilegri. Hversu margir manna
fara að leggja sig niður við tómar töl-
ur, og hvað fá þeir kroppað úr þess-
um hagfræðisbeinagrindum, sem vantar
allt hold og blóð. þ>á vantar enn frem-
ur allan samjöfnuð við verzlunar- og
búnaðarástand hins undanganganda
tímabils. Norðmenn hafa þann eptir-
breytnisverða sið, að amtmönnunum í
Norvegi á hverjum fimm ára fresti er
gjört að skyldu, að senda stjórninni
svokallaðar fimm ára skýrslur um allt
megunarástand hvers amts, sem þeir
aptur heimta af sýslumönnum og fóget-
um. A þessu væri engin vanþörf hjer
og það því síður, sem þetta tíðkaðist
hjer fyrrum undir einveldinu. Varbæði
höfuðsmönnum og seinna landfógetun-
um boðið að senda þvílíkar skýrslur á
ári hverju til stjórnarinnar í Kaupmanna-
höfn. Munu í skjalasafni landfógetans
finnast margar þess konar fróðlegar
skýrslur t. d. eptir Skúla Magnússon.
fessar tjeðu fimm ára skýrslur amt-
mannanna lætur norska stjórnin prenta
til fróðleiks og áminningar fyrir lands-
lýðinn, og hefir það komið miklu góðu
til vegar. Efumst vjer engan veginn
um, að landsstjórn vorfegin muni taka
þessari bendingu, og það þess heldur,
sem oss virðist mjög efasamt, hvort
Alþing eptirleiðis muni veita fje til
annara eins skýrslna, eins og þær eru,
sem Stjórnartíðindin hingað til hafa haft
meðferðis.
þ>ví það er eklti nóg með það,
að skýrslur þesar vantar allar skýr-
ingar til þess nokkuð verði á þeim
byggt um framför eður apturför, eður
allan efnahag landsins yfir höfuð. þ>ær
eru heldur ekki áreiðanlegar í sjálfum
sjer, það er líklegt að þetta komi sum-
staðar af framtalinu í hjeruðum, en
landsstjórnarinnar er að sjá um, að allt
framtal bæði til tíundar og til búnaðar-
tafianna sje nokkurn veginn í lagi. Vand-
lætingarsemi í þessu efni er nauðsyn-
leg og veruleg, en ekki óþörf og smá-
smugleg. En sumstaðar má sanna að
töflurnar eru rangar, og sanna það af
framtali stjórnarinnar sjálfrar á öðrum
stað. Verzlunarskýrslurnar (Stjórnar-
tíðindi 1877, B bls. 65 og 66) segja að
árið 1875 hafitil landsins innflutt verið:
af brennivini............pottar 247,910
- víni alls konar .... — 21,861
- rommi.................... — 26,804
- púnsextrakt.............. — 6,601
- kryddvíni................ — 4,904
Samtals 308,080
Eptir tilskipun 26. febr. 1872 um
gjald af brennivíni og öðrum áfengum
drykkjum var gjaldið 16 a. af hverjum
potti, og hefði því af þessum 308,080
pottum átt að nema 49,292 kr. 80 a.,
en eptir reikningsyfirliti fyrir 1875 var
brennivinsgjaldið það ár 61,345 kr. 68
a. eða 12,052 kr. 88 a. meira, en vera
átti eptir því, sem skýrslurnar í Stjórn-
artíðindunum tilgreina. þ>að skakkar
þá ekki nema um 75,330 potta, sem
skýrslumar vantelja, og er önnur eins
villa og þessi í stærra lagi fyrir Stjórnar-
tíðindi.
Skýrslurnar um búnaðarhagi (Stjórn-
artíðindi 1877, B, bls. 84 og þar á ept-
ir) eru hryggilegur vottur þess, hvern-
ig fram er talið í hjeruðum. f>egar
maður t. d. á tilvitnuðum stað, bls. 86
finnur í Norðurmúlasýslu fyrir 1874 (ár-
ið á undan jarðeldinum) 15,780 ær með
lömbum, en (bls. 87) fyrir 1875 (árið
eptir) 22,641 gemling, þá má samgleðj-
ast Norðurmúlasýslubúum bæði með
það, hversu margar af þeim 15,000
ám hafa verið tvílembdar árið áður, og
hversu vel hefir heimzt um árið eptir.
f>ó þetta sje verst, þá er tiltalan milli
ánna árið áður og gemlinganna árið
eptir víðast hvar mjög ósennileg. Ekki
er það heldur vel skiljanlegt að sauðir
og hrútar eldri en veturgamlir skuli í
Norðurmúlasýslu hafa verið 1874: 9,019,
árið 1875 (eldgosárið) 9,651, og árið
1876 eptir alla sauðasöluna, 9,863. f>að
er eins og engin plága bíti á þetta
hjerað; hjer má með sanni segja: hart
dynur á, en harðir taka á mót. Ekki
eiga þær hrossaríkustu sýslur á landinu,
Rangárvallasýsla og Skagafjarðarsýsla
1876, eptir skýrslunum (bls. 88) nema
3,815 hin fyrri og 2,702 hin síðari, en
Árnessýsla á þó 4,082, og Húnavatns-
sýsla 3,586 hross. Hver getur trúað
þessu? Ekki er Álptaneshreppur (bls.
94) látinn sljetta eina þúfu 1876; ogþó
getum vjer sannað með þingsvitni, ef
á þarf að halda, að á einum einasta bæ
í hreppnum var sama ár sljettað hjer
um bil dagslátta eða 900 □ faðmar.
Ekki eru þar heldurlátnar vera neinar
færikvíar, og þó hafa á þessum sama