Ísafold - 13.11.1878, Síða 4
108
ÍSAFOLD
»/„78
fannst í uppástungunum, veit jeg ekki,
hvort þetta getur tekizt, enda þótt bæði
útvegsmenn í Reykjavík, sýslunefndin
og amtmaður væru því meðmæltir, sem
jeg ekki veit, leyíi mjer þó, að leiða
athygli þeirra, sem hlut eiga að máli,
að þessari ákvörðun, sem jeg er sann-
færður um að bæði er gagnleg fyrir
sjálfar fiskiveiðarnar og fyrir netjaeig-
endurna, því eins og t. d. eigandi Ell-
iðaánna finnur sinn reikning við að taka
laxveiðivjelarnar úr ánum við og við,
svo laxinn geti hlaupið upp eptir, eins
hefir reynslan kennt Norðmönnum, að
fiskur gengur betur á grunn, þegar net-
in við og við eru tekin upp. þá er
það netunum gott, að þau sjeu þurrk-
uð á milli, og mundu þau með því
móti endast betur, en þau gjöra hjer
hjá oss með þeirri aðferð, sem brúkuð
hefir verið; þau eru fulldýrt veiðarfæri
hvort eð er. Mun þessleiðis ákvörðun
gjöra meira gagn, en mikil takmörkun
á lóðabrúkuninni. En — hvað sem því
líður, treysti jeg því, að samþykktin
að minnsta kosti komist á eins og hún
nú liggur fyrir; þvi verði henni fylgt,
mun margt gott af hljótast, þó hún
kunni ekki í alla staði að vera full-
komin--------“.
Úr brjefi að austan: — — „Hjer ma
heita beztatíð, fjárhöld hin beztu, verð-
ur nú hvergi vart við óþrif í fje, og
lítið við bráðafár. En hætt er við að
hey reynist ljett; mjólka kýr i lakara
lagi, þó vel sje gefið; er þetta óþurrk-
unum að kenna, sem gengu í sumar var.
Heilsufar manna á meðal er gott, því
varla má til þess taka, þó kvefsótt hafi
stungið sjer niður hjer og hvar — —
Frá ísafjarðarkaupstað voru í sum-
ar og haust útflutt nooo skippund af
saltfiski, og frá hinum hofnum vestur-
landsins hjer um bil 4000 skippund.
Vjer höfum leitað skýringa um útflutn-
ing á fiski frá höfnunum í kring um
Faxaflóa, en ekki fengið enn þá ná-
kvæmar; þó mun hann varla hafafarið
fram úr 12—13000 skippundum, eptir
því salti að dæma, sem brúkað hefir
verið. Skulum vjer síðar skýra betur
frá þvi. En þó það reynist, að það
hafi verið nokkrum hundruð skippund-
um frekar, þá er nú Faxaflóa gengið,
sjer í lagi þegar að er gáð, að þessi
fiskur kemur mjög ójafnt niður á veiði-
stöðurnar. Mestallur sá fiskur, sem
hjer ræðir um, veiddist í verstöðun-
um frá Garðsskaga og inn að Brunna-
staðatanga. Innströndin, Hraunin, Hafn-
arfjörður, Álptanes og Seltjarnarnes
urðu mjög svo út undan. þegar nú
þess er gætt, hver munur er á fólks-
fjöldanum hjer og í kringum ísafjörð
(í Gullbringusýslu hjer um bil 6000
manns, í allri Isafjarðarsýslu hjer um
bil 5000), og svo aptur til þess, að ís-
firðingar einnig hafa við landbúnað að
styðjast, og loksins þess, að þeirfengu
eins og vant er, talsvert meira fyrir
hvert skippund en Sunnlendingar, þá
er hægt að reikna, hvernig megunará-
standið muni vera að tiltölu á báðum
stöðunum.
Hinir merku útvegsmenn, dbrm.
Geir Zoega, Kristinn Magnússon og
Jón jþórðarson, hafa nú keyptfráFær-
eyjum gott og vandað skip í stað
„Fannyar“, sem þeir misstu í fyrra, og
í viðbót við „Reykjavíkina“. þetta
nýja skip þeirra heitir GYLFI, skonn-
ert rúmar 20 lestir að stærð. jþað kom
hjer 1. þ. m. með heilu og höldnu ept-
ir 16 daga ferð frá Færeyjum, oghafði
hreppt storma svo mikla (norðanveðrið),
að skipstjóri kvaðst aldrei hafa fengið
verra á sjó.
jþannig á útvegsfjelag þetta tvö
haffær skonnertskip, vönduð og með
góðum útbúnaði. jþótt hreinn ágóði af
þilskipum þess hafi að undanförnu án
efa opt verið minni en margir hugsa,
sem eigi hafa nægilega gætt kostnað-
arins, þá hafa þau þó gjört ómetanlegt
gagn með hinu mikla vörumegni, sem
þau hafa flutt í land, og með því að
veita mörgum mönnum góða atvinnu.
J>að má og fullyrða, að Geir Zoega,
sem stendur fyrir útgjörðinni, hefir flest-
um mönnum fremur þá fyrirhyggju og
hyggni, sem er nauðsynleg til að stjórna
svo kostnaðarsömum útvegi, svo að í
lagi fari og von geti verið um ágóða.
Og bæði hefir hann og fjelagar hans
sýnt, að þeir unnafleirum, en sjálfum
sjer einum, gagns af útvegi sínum.
J>ann 21. októbr. gjörði hjer ofsa-
rok á norðan, sem að heita má stóð í
6 daga. Urðu af því víða tjón bæði á
húsum og skipum. Víða fauk þak af
húsum, og tók opin skip og báta upp.
Hey tók og upp á Kjalarnesi.—Mað-
ur kom 9. þ. mán. norðan afBorðeyri.
Hann flutti þá fregn, að 4 hafskip hefðu
rekið á land, 2 á Blönduós og 2 á Sauð-
árkrók. Ekki hafði hann frjett lengra
að norðan. Sauðfje hafði svo að segja
almennt fennt og hrakið, og er eigi til
spurt um hve stórkostlegt tjón hefir af
því orðið. Borizt hefir sú fregn, að á
einum bæ í Dölum hafi smalinn farizt
og 200 fjár, og á öðrum bæ 100 fjár.
— í Staðarsveit urðu úti 2 menn við
fjárbjörgun, og á Fróðárheiði varð mað-
ur úti, Böðvar Guðmundsson að nafni.
J>ann 28. okt. kom skip’í Hafnar-
fjörð, sem ætlaði til Borðeyrar; það
hafði verið 50 daga í sjó frá Danmörku
og orðið fyrir hrakningum miklum,
eins og nærri má geta eptir þeim veðr-
um, sem hjer hafa gengið.
-—■ í laxveiðarmáli því, sem hið opin-
bera hefir höfða látið gegn kaupmanni
H. Th. A. Thomsen, er dómur fallinn
fyrir undirrjetti, og tjeður kaupmaður
dæmdur í 30 króna sekt.
— Guðinn Amor beiddi Jupiter um að lofa
Psyche inn á Olympus. Jupiter tók því seinlega,
„Psyche mun“, sagði hann, „þurfa að eignast must-
eri úr því eins og aðrar gyðjur. Við það missum
við hinir í. Liggur við sjálft, að við nú þegar
sveltum og deyjum úr kulda á ölturum vorum.
Hvernig fer þá, þegar lnin bætist við. J>að verður
líka bráðum svo hversdagslegt að vera guð, að
manneskjurnar fara að gjöra lítið úr guðstigninni“.
Amor: „Hverju skiptir þig það ? Er þitt yndi
komið undir guðrækni mannanna. Hvað sem þeim
líður, áttu hjer ekki gott og náðugt, sefur 18 stund-
ir af 24, lætur heiminn eiga sig sjálfan, nema hvað
þú stöku sinnum lætur þruma og rigna að gamni
þínu. J>ú veizt þó hvað opt okkur leiðist. Aldrei
er skemmtilegt nema innan um þægilegt kvennfólk.
Og hvernig er okkar kvennþjóð hjerna á Olympus.
Cybele er gömul, Juno illa lynd, á Ceres er megn-
asti sveitabragur, sú er ekki fín, Minerva sjest
aldrei nema í alvæpni, Diana rífur í sundur á okkur
hlustirnar með sífelldum hornablæstri. fiað mætti
samt komast út af við þessar tvær, ef þær væri
ekki svo stygglyndar, að þær eklci þola eitt spaugsyrði.
Pomona er alltaf að gösla, og svo er hún harðhent.
Flora er dáindis þægileg, en hún er alltaf eitthvað
að snúast niður á jarðríki. Jeg tala nú ekki um
Auroru, hún fer svo snemma á fætur og sjest svo
ekki allan daginn. pað er þá ekki nema mamma;
hún er sú eina, sem skemmtir okkur, en hefir þá
aptur svo mörg útibú á Paphos, Cythere og Ama-
thon, svo við njótum hennar ekki nema við og við.
Psyche á eldci eitt jarðarhundrað, og má því reiða
sig á, að hún verður kyr hjá okkur, þegar hún er
einu sinni hingað komin“.
Jupiter Ijet sjer segjast, gaf sitt jáyrði með því
móti, að hann lygndi augunum svo lítið og öll ver-
öldin ljelc á reiðiskjálfi svo sem hálfa stundu.
L u c i a n.
Auglýsingar.
Ur Hvanneyrarhreppi voru mjer í
fyrra vetur gegnum Snorra alþingis-
mann Pálsson sendar 213 kr., tilútbýt-
ingar meðal nauðstaddra í Bessastaða-
sókn. jþessum gjöfum hef jeg þannig
skipt, að ein ekkja, sem misst hafði
sinn forsorgara, fjekk . . . . 30 kr.
ein ................................20 —
þrjár, 10 kr. hver..................30 —
tvær 5 kr. hver.....................10 —
einn maður, sem skammkól á fótum 10 —
einn útvegsb., sem lá alla vertíðina 38 —
tveir,sem urðu sjerstaklega út und-
an með afla, 10 kr. hver 20 —
~ 158 —
I höndum mmum eru enn þa 55 —
eptir, semgeymdarverðaþang- 213 —
að til harðnar á ívetur. Jafn-
framt leyfi jeg mjer að votta gefend-
unum innilegt þakklæti þeirra, sem þeg-
ar hafa notið góðs af veglyndi gefend-
anna og hjartagæzku.
Bessastöðum, 10. nóv. 1878.
Grímur Thomsen.
Nýsilfursbúnum bauk, móleitum,
týndum 2. þ. m._ á leiðinni með sjónum
frá Görðum á Álptanesi suður í Hafn-
arfjörð, umbiðst skilað, ef finnst, á skrif-
stofu ísafoldar gegn sanngjörnum fund-
arlaunum. Silfrið á bauknum er dalað
að framan. Staddur í Reykjavík, 5. nóv. 1878.
Jakob Guðmundsson frá Sauðafelli.
Ritstjóri: Grímur Th.omsen, doctor phil.
Prentsmiðja „ísafoldar11. — Sigm. Guðmundsson.