Ísafold - 16.11.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.11.1878, Blaðsíða 2
110 ÍSAFOLD. 16/n 78 afgjört með rjettarúrskurði, hvort jeg ætti að fá meðulin afhent. Síðan var jeg kallaður til að mæta fyrir rjetti 28. október, oglíka höfðu að sögn dómar- anna verið kallaðir til að mæta þar uppljóstrarmennirnir lyfsali N. S. Kriig- er og læknir J. Jónassen. Jeg mætti í ákveðinn tíma, en hinir mættu ekki; var þá rjettur settur, og síðan af dóm- aranum uppkveðinn sá rjettarúrskurður, — að mjer skyldu afhendast hin um- ræddu meðul. í brjefi sínu 23. oktbr. hafði landshöfðinginn getið þess, að sjer virtist að málið um hina umgetnu 5 potta af spíritus heyra undir 5. gr. í tiisk. 26. febr 1872. Bæjarfógetinn ljet birta mjer stefnu til að mæta fyrirrjetti 29. október, til þess dóm að þola o. s. frv., þar jeg ekki hefði gefið fógeta til vitundar um spíritusinn og ekki greitt af honum lögboðinn toll; jeg hafði áður borið það fyrir, sem satt var, að jeg hefði ekki vitað með vissu, hvort spíritusinn mundi koma, og líka haldið, að þó hann kæmi, þá myndi verða skrifað á kassann að í honum væri ekki að eins homöopathisk með- ul, heldur líka svo eða svo margir pott- ar af spíritus, og því hefði jeg beðið póstmeistarann að greiða min vegna þann kostnað, sem á kassanum kynni að hvíla. — Oli póstmeistari Finsen var einnig mættur, og bar fyrir rjettin- um, að hann hefði verið fús til að greiða mín vegna hinn lögboðna toll, ef bæjar- fógetinn hefði spurt sig um það og ekki tekið spíritusinn frá sjer ; enn fremur lagði jeg fram fyrir rjettinn eptirrit af brjefi því, er jeg hafði skrif- að amtinu, daginn eptir að jeg kom til Reykjavíkur, og hvar í jeg hafði fram boðið tollinn. En að svo vöxnu máli kvað þó bæjarfógetinn upp þann dóm, að jeg skyldi auk tveggja króna í toll, gjalda tvöfalt við hann, eða 4 kr. í sekt, eptir 5. gr. í tilsk. 26. febr. 1872. J>essum dómi áfríaði jeg til landsyfir- rjettarins. Loksins þann 31. október var jeg kallaður til að mæta á skrifstofu bæjar- fógetans, til að taka á móti meðulum þeim, sem mjer höfðu verið til dæmd. f>egar rjettur var settur, krafðist jeg þess, að mjer yrði einnig fram seldur spíritusinn, gegn því, að jeg legði fram hinn lögboðna toll, 2 krónur, og þar að auki hina ídæmdu sekt, 4 krónur, með því skilyrði, að jeg fengi sektar- fjeð aptur, ef jeg ynni þetta tollmál fyrir æðra rjetti, og fjellst fógetinn á það. J>á byrjaði afhendingin, og voru spíritusflöskurnar, og flöskurnar með karbólvatninu og arnica áburðinum fram seldar undir óbrotnu innsigli Óla póst- meistara Finsens, einnig var lagður fram pokinn með litlu meðalaglösunum í, og bókaði fógetinn, að hann væri með ó- brotnu innsigli bæjarfógetadæmisins, og játaði jeg að sönnu, að innsiglið væri óbrotið, en bað það einnig bókað, að á botni pokans væri svo stórt gat, að þar mætti taka út um flest, ef ekki öll, meðalaglösin, og var þá tekið glas út um gatið, og látið þar inn aptur; jeg bað einnig bókað, að pokinn væri þann- ig forsiglaður, að það mætti leysa frá honum fyrirbandið, án þess að brjóta innsiglið, og sagði fógetinn þá, að jeg skyldi gjöra það, hvað jeg gjörði hæg- lega á svipstundu fyrir rjettinum, í við- urvist rjettarvitnanna, Jóns Borgfirðings og Ólafs Rósinkranz. Var þá farið að talca meðalaglösin upp úr pokanum; voru mörg þeirra umbúðalaus, og mið- arnir með meðalanöfnunum dottnir af sumum þeirra; úr pokanum komu alls 92 glös. Jeg bað þá bókað í hvaða ástandi glösin kæmu upp úr pokanum, og afsagði fógetinn það. Jegspurðiþá, hvort Óli póstmeistari Finsen hefði verið kallaður til að vera viðstaddur þegar hans innsigli var brotið frá pok- anum 8. október, og svaraði fógetinn á þá leið, að það skipti engu, því hann (fógetinn) hefði fidem publicam (= sjer væri trúandi). Jeg skoraði þáárjettar- vitnin, að vera við því búin, að vitna um það síðar meir, ef á þyrfti að halda, sem jeg hefði beðið bókað, og ekki fengið. Síðan var mjer fengin bókin til undirskriptar, og sá jeg þá fyrst, að vitnin voru búin að skrifa undir; jeg skrifaði þá sjálfur inn í bókina, að jeg hefði óskað, að það yrði bókað, í hvaða ástandi meðalaglösin komu úr pokan- um, að miða vantaði á sum þeirra, og að fógetinn hefði neitað að bóka það, einnig að jeg geymdi mjer og hlutað- eigandi apótekara rjett gagnvart þeim, sem meðhöndlað heféu meðulin, og ritaði jeg nafn mitt þar undir. — Síð- an stefndi jeg fógetanum fyrir sswtta- nefnd, 5. nóv.. útafþví, sem mjer pótti ábótavant við afhendinguna, en þar sáttum varð ekki á komið, var því máli vísað til landslaga og rjettar. Eptir að jeg var kominn til Reykja- víkur, og mjer var orðið það ljóst, að meðulin höfðu verið kyrsett hjer í Reykjavík, beinlínis eptir kröfu þeirra hjeraðslæknis J. Jónassens og lyfsala N. S. Krugers, og eptir að jeg sá, að þeir höfðu byggt þessa kröfu sina á ósönnuðum uppljóstri, sem sje þeim, að meðulin virtust ætluð til ólöglegrar meðalaverzlunar og ólöglegra lækn- inga, og af því mjer virtist, að þeir með þessu hefðu bakað mjer allan þann kostnað, sem af því leiddi fyrir mig, að verða að fara hingað til Reykjavíkur, til að sækja þessa eign mína, í stað þess að njóta þess rjettar að málið væri ransakað heima í mínu hjeraði, ef það þætti þurfa ransóknar við, þá höfðaði jeg gegn þeim mál til skaðabóta fyrir þetta ómak mitt, og var það mál eptir all- langa málafærzlu tekið upp til dóms 31. október næstliðin, og er ekki dóm- ur fallinn í því enn þá. J>ann 6. þ. m. fjekkjeghjá fóget- anum útskript af rjettarhaldinu um af- hending meðalanna 31. f. m. Sá jeg þá að sleppt hafði verið athugasemd þeirri, sem jeg skrifaði inn í þingbók- ina og sem áður er getið; krafði jeg fógetann um eptirrit af henni líka; hann ritaði þá athugasemdina neðan við út- skriptina og vísaði henni inní útskript- ina með merki, en ritaði ekki undir hana nafn sitt. Jeg áleit mig þá neyddan til að biðja amtið að skipa hæfan mann til að fá fyrir rjetti vitnisburð rjettarvitn- anna við afhendinguna, um þau atriði, sem mjer þóttu enn óljós og ósönnuð samkvæmt útskriptinni af fógeta gjörð- inni. — Vitnaleiðsla þessi fram fór fyr- ir rjetti í gær 11. þ. m. og vitnaðist þá, að jeg hefði leyst fyrirbandið frá pokanum fyrir rjettinum án þess að brjóta innsiglið, og að glas hefði verið tekið út um gatið á pokanum áður en jeg leysti frá honum, einnig báru vitn- in, að áskriptarmiða hefði vantað á sum glösin þegar þau komu úr pokan- um — líka játaði vitnið Olafur Rósin- kranz, að hann hefði sleppt athugasemd þeirri, sem áður er getið og jeg hafði ritað inn í þingbókina á undan nafni mínu, þegar hann ritaði útskriptina fyr- ir fógetann ; sama vitni játaði líka, að hann hefði hjálpað mjer um pappírs umbúðir utan um sum af glösunum og vafið sjálfur utan um nokkur þeirra. J>að, sem vafningssamast var við þessa vitnaleiðslu, var það, hvað af hinum umræddu atriðum hefði skeð fyrir rjettinum, og hvað af þeim eptir það rjetti var slitið, og kom þetta eink- um af því, að fógetinn og rjettarvitnin virtust álíta, að það hefði skeð utanrjett- ar, sem fram fór eptir að vitnin rituðu nöfn sín í bókina; jeg he}>rði ekkifó- getann segja rjetti slitið og sá ekki þeg- ar vitnin rituðu nöfn sín í bókina, held- ur einungis að þau voru búin að því, þegar mjer var fengin hún til undir skriptar. J>essa frásögn hefi jeg að efninu til ritað svo rjett, sem jeg ýtrast man, enda eru flest aðal atriði hennar inn færð í rjettarskjöl. Staddur í Reykjavik 12 Nóvember 1878. Jakob Guðmundsson frá Sauðafelli * * * J>ó oss ekki detti í hug að rengja þessa píslarsögu síra Jakobs, þá skal þó við bætt kafla úr öðru brjefi um sama efni. „-----Svoleiðis var, að samkvæmt stjórnarskrárinnar 49. og 50. gr., þótti rjett, að snuðra á pósthúsinu eptir homöopathiskum meðulum. Fannst þá kassi til síra Jakobs í vörzlum póst- meistarans; var hann sleginn upp, og kom þá upp mesti grúi af glösum, sum- um tómum, sumum fullum, þar á með- al 39 af því megnasta eitri, sem engin skepna kvað þola, nema ein gamal-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.