Ísafold - 16.11.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.11.1878, Blaðsíða 1
V 28. Tímanlega á næstliðnu sumri pantaði jeg hjá hinu homöopathiska Apóteki í Kaupmannahöfn nokkur homöopathisk meðul, til að viðhafa sem húsapótek á heimili mínu handa mönnum og hús- dýrum, og bað um að meðulin yrði send annaðhvort með Díönu til Stykkis- hólms, eða þá með póstgufuskipinu Phönix til Reykjavíkur. í pöntunar- listanum tók jeg það fram, að ef pen- ingarnir ekki hrykki, þá gjörði mjer ekkert til þó jeg fengi ekki tilheyrandi spíritus með meðulunum, því hann gæti jeg fengið hjer. Póstmeistara Ola Fin- sen bað jeg að veita meðulunum mót- töku fyrir mína hönd, ef þau kæmu til Reykjavíkur, og greiða fyrir mig pann kostnað, sem d þeim kynni að hvíla, sem hann og hefir játað fyrir rjetti. Nú komu þessi pöntuðu meðul með póstgufuskipinu Phönix tilReykjavíkur, og var þeim skipað upp til póstmeist- arans 30. ágúst næstliðinn, en daginn eptir, þann 31. ágúst, kom hinn setti bæjarfógeti í Reykjavík, Jón landritari, með tveimur lögregluþjónum ásamt hjeraðslækni J. Jónassen og lyfsala Kruger til póstmeistarans; krafðist þá fógetinn, að meðalakassinn með utaná- skript til mín væri opnaður, þar líklegt væri, að í honum væri líka spíritus, sem engin tollskýrsla hefði verið gefin um; kassinn var opnaður, og voru þá í hon- um, auk nokkurra meðalaglasa, 5 pottar af spíritus, sem fógetinn tók strax og forsiglaði með innsigli póstmeistarans, án þess að spyrja hann að, hvort hann vildi halda þessum spíritus mín vegna, móti því að greiða afhonum lögboðinn toll; ljet svo fógetinn spiritusinn til geymslu hjá lyfsala Kruger. — Síðan stendur í fógetagjörðinni bókað: „Mættir voru apótekari N. S Krúger og með honum hjeraðslæknir Jónas Jónassen, og kröfðust þess að meðul þessi (sem áður er talað um í fógeta- gjörðinni) yrðu, þar þau virtust vera ætluð til ólöglegrar meðalaverzlunar og ólöglegra lækninga, kyrsett“. Eptir þessari kröfu lyfsalans og læknisins kyrsetti hinn setti bæjarfógeti meðulin, forsiglaði flösku með Karból- vatni og aðra með Arnica-áburði með innsigli póstmeistarans, og kom síðan meðulum þessum, er hann ljet flest í ljereptspoka og forsiglaði á sama hátt, til geymslu hjá lyfsala Krúger. Nokkru síðar ritaði bæjarfógetinn amtinu um, að hann eptir kröfu lyfsalans og lækn- isins hafi kyrsett meðul nokkur, ætluð Reykjavík, laugardaginn 16. nóvembermán. til mín, og álíti læknirinn sum af þeim eitruð, og spurði fógetinn hvað við þau skyldi gjöra. Amtið svaraði: að væru meðulin álitin eitruð, þá væri nauðsyn- legt að landlæknirinn skoðaði þau. þessi skoðun landlæknisins framfór ekki fyrri en 8. október. Við þessa skoðun hafði bæjarfógeti E. Th. Jónassen brotið inn- sigli póstmeistara Ola Finsens frá pok- anum, sem meðalaglösin höfðu verið látin í, án þess að kalla póstmeistara eða nokkurn mín vegna til að vera við staddan, og innsiglaði aptur pokann með innsigli bæjarfógetadæmisins. Ept- ir s'coðanina gaf landlæknirinn þá skýrslu, að eptir utanáskriptinni væru sum meðulin skaðlegasta eitur, og vildi hann því að meðulin væru gjörð upp- tæk, með því það væri einnig gott að hafa þau til „samanburðar“ síðar, ef á þyrfti að halda. þegar jeg frá póstmeistaranum var búinn að fá tilkynningu um þetta, brá jeg við, fjekk prófastsleyfi til að fara suður í Reykjavík, og fjekk prófast minn til að þjóna embætti mínu meðan jeg væri í burtu. Lagði jeg svo af stað heiman að með fylgdarmanni þann 9. október suður í Reykjavík, til þess að vita hvernig á þessari meðalatöku stæði, °g\com til Reykjavíkur 13. s. mán. Daginn eptir, þann 14. október, ritaði jeg amtmanninum yfir suður- og vest- uramtinu og óskaði að hann hlutaðist til um, að mjer yrði skilað aptur með- ulunum, og sagði um leið, að hvað snerti þá 5 pottaaf spíritus, semíkass- anum hefðu verið, þá væri sjálfsagt að jeg greiddi af þeim lögboðinn toll, þeg- ar jeg fengi þá, eins og jeg hefði líka verið búinn að greiða af þeim tollinn, ef þeir hefðu ekki verið kyrsettir. — J>ann 16. október tilkynnti amtið mjer, að það hefði borið undir úrskurð lands- höfðingjans, hvort ekkimætti framselja meðulin, annaðhvort öll, eða að minnsta kosti þau er afgangs verða, að þeim meðulum fráteknum, sem landlæknirinn að gjörðri ransókn lýsir yfir að inni- haldi svo mikið eitur, að þau megi ekki vera í hvers manns höndum. Amtið segir að landshöfðinginn hafi þann 15. október gefið sjer til kynna, að hann (o: landshöfðinginn) álíti ísjárvert að skipa að hin byrjaða rannsókn skuli hætta, en hafi falið amtinu á hendur uð sjá um að málinu verði fylgt fram með lögboðinni „röksemd“ af hálfu hins opinbera, en jafnframt hafi landshöfðingi getið þess, að það sje vitaskuld að hin kyrsettu meðul 1878. verði ekki gerð upptæk nema með dómi. J>egar jeg heyrði þess getið, að sum af meðulunum væru álitin eitruð, gat jeg þess bæði við landshöfðingja og landlækni munnlega, að jeg vildi að það af meðulunum, sem landlæknir- inn áliti eitraðri en svo, að þau mættu vera í hvers manns höndum, yrðu und- ir opinberu innsigli í gegnum lands- höfðingjann yfir íslandi og ráðherra ís- lands send heilbrigðisráðinu í Kaup- mannahöfn til ýtarlegri rannsóknar, og krafðist jeg jafnframt, að ný skoðun væri gjörð á meðulunum fyrir rjetti og mjer gefinn kostur á að vera þar við- staddur, til að gæta míns rjettar og apó- tekara þess í Kaupm.h., semjeg hafði fengið meðulin frá. Hin nýja skoðun á meðulunum var því gjörð 17 október fyrir fógeta rjetti af landlækninum; auk mín voru þar viðstaddir hjeraðslæknir J. Jónassen og lyfsali N. S. Krúger. — Síðan voru meðalaglösin tekin öll upp úr pokanum og tekin utan af hverju þeirra umbúða- pappírinn, svo landlæknirinn gæti lesið á miða þá með meðalanöfnunum, sem límdir voru á hvert glas. Landlæknir- inn tók þá frá 39 glös, sem hann sagði að eptir nöfnunum innihjeldu eitur; í það sinn rannsakaði hann ekkert meðal eptir chemiskum reglum. — Jægar landlæknirinn var búinn að lesa á öll glösin, voru þessi fráteknu 39 glös með hinu svokallaða eitri látinn í lítinn stokk, stokkurinn krossbundinn og inn- siglaður með innsigli bæjarfógetadæm- isins. — Utan um sum afhinum glös- unum var látinn aptur umbúða pappír- inn og þau ásamt mörgum umbúða- lausum glösum látin aptur ofan í pok- ann, og gat jeg þess fyrir rjettinum, að þetta væri ekki varlegur umbúningur á glösunum, en því var ekki gaumur gefinn. Pokinn var aptur innsiglaður með innsigli bæjarfógetadæmisins. — Síðan var amtinu gefin tilkynning um skoðun þessa, en amtið skrifaði lands- höfðingja og lagði það til, að mjer væru afhent þau af meðulunum, sem land- læknirinn hefði álitið saklaus, en lands- höfðinginn svaraði aptur amtinu með brjefi 23. október, að hann álíti rjettast að lögreglumáli því, sem gæti um í brjefi sínu 15, október gegn mjer útaf ólöglegri meðala verzlun og ólöglegum lækningum, væri framhaldið og uppljóstr- armönnunum, lyfsalanum og læknin- um, gefinn kostur á að vera viðstaddir, til að gæta rjettar síns, og það síðan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.