Ísafold - 16.11.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.11.1878, Blaðsíða 3
16/u7 8 ISAFOLD. 111 belja á Sauðafelli, sem hefir verið alin á eitri síðan hún var kvíga, einnig 5 (segi og skrifa fimm) pottar af vín- anda. Allt hefði nú farið vel, hefði ekki, sumir segja landlæknirinn, aðrir segja Jónassen læknir, og nokkrirsegja lyfsali Kriiger, samkvæmt konungsúr- skurði 18. marz 1772,—tekið tappa úr einu tóma glasinu. En — það var ekki eins tómt og þeir hjeldu. Úr því fór, ekki vínandi, heldur einhver annar andi, sem vorir innlendu efnafræðingar engin deili vita á eptir chemiskum reglum, og hann fór, ekki eins og á Nýja Testa- mentisins dögum, út í svínin, heldur út í alla höfðingjana í höfuðstaðnum, að undanteknum landfógetanum, lektor Melsteð og biskupnum, sem hvergi komu nærri. Og hvaðskeði: amtmað- urinn fór að stinga niður penna, lands- höfðinginn fór að úrskurða, hinn setti bæjarfógeti fór að dæma, hinn virki- legi bæjarfógeti fór að dæma, setudóm- ari fór að dæma, hinn hái landsyfir- rjettur á að fara að dæma, og Borg- firðingur og Rósinkranz hafa nóg að gjöra á hverjum degi, að bera það sem þeir muna. Allir eruánálum, ogland- læknirinn, Jónassen og Kruger kvað vera búnir að missa matarlystina. En það er ekki þar með búið, nú ætlar andinn úr tóma glasinu með fyrstu ferð yfir pollinn í ráðherrann og Sundheds- collegiið. Málin, sem búið er að höfða út úr þessu, eru sem stendur jafn mörg og pottarnir af vínandanum, og er allt útlit fyrir, að þau geti með tímanum orðið eins mörg og tómu glösin. í bráðina kvað þó ekki veravon nema á 7, sem síra Jakob munhöfða: 1., gegn Kruger fyrir hlutsemi, 2., gegn Jón- assen fyrir forvitni, 3., gegn póstmeist- aranum fyrir pössun á sendingum, 4., gegn Jóni ritara fyrir meðferð á með- alaglösum, 5., gegn bæjarfógetanum fyrir gat á poka, 6., fyrir ófullkomna forsiglingu, og 7. gegn Borgfirðingi og Rósinkranz fyrir minnisleysi. Menn halda, að eitt meðalaglas hafi farið út um gatið á forsiglaða pokanum, og mun það, þótt fáir viti, vera ætlað til að koma fyrir Katanesdýrinu. — En — það verður stund, þangað til allt þetta er komið í kring, og á meðan baular Skjalda á Sauðafelli eptir eitrinu sínu-------- Svo margir íslendingar, sem fyrr og síðar hafa gefið sig við fornfræðum vorum og annari bókvísi, og svo margt gott sem eptir marga þeirra liggur, þá verður því þó ekki neitað, að útlendir hafa stöku sinnum í þessu efni staðið íslendingum fullkomlega á sporði. Næg- ir að tilnefna Rask og Maurer. Fyrir skemmstu hefir einnbæztvið, sem sje hinn danski höfundur P. E. Kristian Kálund, sem á kostnað Arna-Magnússonar nefndarinnar gaf 1877 út: Bidrag til en historisk-topo- grajisk Besknvelse af Island. Er ekki komin út, nema fyrri partur bókarinnar, sem lýsir Suður- og Vesturfjórðungum landsins, með stöðugri hliðsjón af sög- um vorum og ömefnum þeim, sem í þeim finnast. J>essum parti fylgja 5 uppdrættir af sýslum, af Reykjavík og alþingisstaðnum forna. J>að er hvort- tveggja, að höfundurinn hefir haft góð- an undirbúning við að styðjast, sem sje sögurnar sjálfar, dagbækur Jónasar heit- ins Hallgrímssonar, sóknalýsingar frá prestum og öðrum merkum mönnum, t. d. Árna umboðsmanni Thorlacius í Stykkishólmi, en þó sjer í lagi ferðir sínar um landið tvö sumur samfleytt og dvöl þar vetrarlangt, enda er bókin einkar vönduð og fróðleg fyrir oss, sem í landinu búum. J>að liggur við að ís- lendingar megi fyrirverða sig, að út- lendur maður skuli verða fyrsturtil, að lýsa fósturjörðu vorri rjett og hlutdrægn- islaust, með ýtarlegri þekkingu á sög- unum, á öllum örnefnum, og meira að segja jafnvel á sögnum og munnmæl- um, sem stöðunum fylgja. En fyrst að útlendur maður varð fyrstur til þess, að semja slílca bók, þá væri rjett, að vjer flýttum oss að gjöra hana sem fyrst að vorri eigin eign, með því að snara henni á islenzku, svo hún gæti fundist i hvers manns húsi. Væri þvi fje vel varið, sem til þessa væri brúkað, hvort sem landssjóður, eða bókmenntafjelag- ið, eða Árna-Magnússonar nefndin eða öll þrjú vildu þar hlaupa undir bagga. J>etta ímyndum vjer oss gæti hægast komist i kring með því móti, að bók- menntafj elagið vekti máls á þvi við Árna-Magnússonar nefndina og land- stjórnina, og fengi svo einhvern lagleg- an mann til þess að þýða bókina á ís- lenzku. Sú einasta umbót, sem frum- ritið að vorri hyggju gæti tekið í þýð- ingunni, væri sú, að það hjer og hvar mætti, ef til vill, að skaðlausu stytta það, og sjer i lagi sleppa sumum neð- anmálsgreinum, því höfundurinn er held- ur langorður, að minnsta kosti fyrir ís- lendinga. En það er vist, að þetta rit íslenzkað væri æðimikið uppbyggilegra fyrir land og lýð, en Leifar fornra kristilegra frœða, eða „heimsmagna- fræðin“, ef vjerkunnum að nefna hana, sem líkast til ekki kemur út að nein- um manni lifandi, sem nú er uppi. Lærisveinaröð í Reykjavíkur lærða skóla, eins og hún varð við byrjun þ. mán. 5. b e k k u r: 1. Lárus Eysteinsson, bónda Jónssonar á Orrastöðum í Húnavatnssýslu (1). 2. Skúli Thoroddsen, sonur Jóns heit- ins Thoroddsens sýslumanns í Borg- arfjarðarsýslu, umsjónarmaður úti- við (1). 3. Ólafur Finsen, * sonur landshöfð- ingja Hilmars Finsens. 4. Sigurður Stefánsson, bónda Stef- ánssonar á Heiði í Skagafjarðar- sýslu, umsjónarmaður í bekknum við bænir og kirkjugöngu (1). 5. Hannes Havsteinn, sonur Havsteins heitins amtmanns í Norður- og Aust- urumdæminu (1). 6. Jónas Jónasson, bónda Jónssonar á Tunguhálsi í Skagafjarðarsýslu (1). 7. Jón Magnússon, * bónda Andrjes- sonar á Steiná í Húnavatnssýslu (1). 8. Pálmi Pálsson, bónda Steinssonar á Tjörnum í Eyjafjarðarsýslu (1). g. Jón Jakobsson, * prests Benidikts- sonar á Miklabæ í Skagafjarðar- sýslu (V2). 10. Bertel J>orleifsson, lyfsalasveins, heitins Sigurðarsonar á Keldulandi í Húnavatnssýslu (1). 11. Lárus J>orláksson, sonur J>orláks heitins Stefánssonar á Undirfelli í Húnavatnssýslu, umsjónarmaður á 3. svefnlopti (1). 12. Niels Lambertsen, * sonur Guðm. Lambertsens kaupm. í Rvík (V2) 13. J>orgrímur J>órðars.,* bónda Torfa- sonar í Rvík (l/2). 14. Halldór Egilsson, * heitins bókbind- ara Jónssonar í Rvík (%). 15. Helgi Árnason, prófasts Böðvars- sonar á ísafirði (1). 16. Emil Schou, sonur L. Schou verzl- unarmanns á Vallanesi í Suður- Múlasýslu (Vg). 17. Finnbogi Rútur Magnússon, heit- ins bónda Jónssonar á Brekku í ísafjarðarsýslu (V2). 18. Hans Sigfús Bjarnarson,* sonur sýslumanns Stefáns Bjarnarsonar í ísafjarðarsýslu (V2). 19. Hálfdán Helgason, Hálfdánarsonar prestaskólakennara í Reykjavík.1 4. b e k k u r: 1. J>orleifur Jónsson, bónda Pálmason- ar í Stóradal í Húnavatnssýslu, um- sjónarmaður í 2. svefnloptinu (V2). 2. Jóhannes Sigfússon, sonur Sigfúsar bónda Thorlaciusar á Núpufelli í Eyjafirði (3/4). 3. Steingrímur Stefánsson, heitins gull- smiðs Stefánssonar frá Sviðholti á Álptanesi (1). 4. Jón Magnússon, prests Jónssonar á Skorrastað í Suður-Múlasýslu, um- sjónarmaður í bekknum (1). 5. Halldór Jónsson, heitins bónda Jóns- sonar á Bjarnastöðum í J>ingeyjar- sýslu (1). 6. Einar Hjörleifsson, prests Einars- sonar á Undirfelli í Húnavatns- sýslu (V2). 7. J>orvaldur Jakobsson, heitins prests Finnbogasonar að Steinnesi í Húna- vatnssýslu (x/2). ') þessi piltur hefir það, sem af er skóla-árinu, ekki getað verið i skólanum, sökum sjúkdóms; hon- um hefir því elcki orðið raðað eptir einkunnum í námsgreinunum eins og hinum öðrum lærisveinum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.