Ísafold - 12.12.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.12.1878, Blaðsíða 1
V 31. I Eptir lancjsþingssamþykkt við Oxar- á árið 1757 milli allra lögmanna, varalögmanna og sýslumanna landsins, undirskrifaðri seinna i Viðey fyrir allra hönd af varalögmanni Ólafi Stefáns- syni og sýslumönnunum þorsteini Magnússyni, Brynjólfi Sigurðssyni, Jóni Árnasyni og Jóni Eggertssyni, var Skúla landfógeta Magnússyni eptir undirlagi Magnúsar amtmanns Gíslasonar og Skúla sjálfs falið, að frambera fyrir konunginn og stjórnina ýmsar óskir landsbúa áhrærandi verzlunarástand landsins. Meðal þessara bæna er ein, sem — með nauðsynlegum breytingum — hefir inni að halda bendingu um, hvern- ig stofna mætti hjer banka eða lánafje- lag, ef þjóðbankinn danski, eins og út lítur fyrir, ekki vill eiga hjer útibú. I þriðja pósti þess álitsskjals frá Skúla, sem bænarskránni fylgdi, segir svo: 1. Allir sjálfseignarbændur landsins gætu, eptir skrá, sem sönnuð væri með þingvitni, sett allar þær jarðir, sem jeg eptir þeim jarðabókum, er nú eru til taks, og eptir afgjaldinu ætla á, að sjeu 200000 rd. virði, í veð fyrir allt að 150000 rd. láni hjá Kaupmannahafnar banka, eða þá úr konungssjóði, gegn lagavöxtum. Skyldu þeir setja þetta fje í verzl- unina, og jafnframt tilfrekari vissu halda reikning við bankann fyrir þeim reiðupeningum, sem hver fyrir sig kynni að geta sett inn í hann. Framvegis skyldu þeir allajafna tryggja allt það af eignum sínum, sem tjóni er undirorpið, svo að inn- stæðunni aldrei sje hætta búin. 2. Allur hreinn ávinningur af verzl- uninni á þeim 5 ára tíma, sem hjer ræðir um (því meiningin var að gjöra að eins tilraun um stundarsak- ir), borgist aptur upp í lánið, en jafnframt verði hver jarðeigandi sam- eigandi verzlunarinnar að tiltölu við þá fasteign, sem í verzluninni stæði. 3. Engin jörð er tekin gild, sem áður stendur í veði annað hvort til kon- ungs fyrir sköttum, umboðsgjöldum og eptirstöðvum, eða fyrir öðru op- inberu fje, svo sem gjöldum til skóla, kirkna og spítala, eða fyrir skuld- um til Compagníisins (sem áður var) eða öðrum útlendum skuldum. En ekkert er því til fyrirstöðu að fasteignin sje innanlands veðsett manna á milli, eins og hún líka get- ur gengið kaupum og sölum lands- búa á meðal líkt og áður, allt ept- Reykjavík, fimmtudaginn 12. desembermán. 1878. — .......-..— . < ir því hvort sá, sem fasteignina á, að fimm árum liðnum hefir unnið eða tapað við verzlunina, að tiltölu við sameigendur sína. J'etta er nú, eins og sagt var, ekki nema bending, en það er bending i sömu átt, og „ísafold11 um daginn drap á. Fjeð til að stofna banka getur ekki hugsazt fengið, nema gegn fullu laga- veði og tn'ggingu, og eigi landssjóður eða viðlagasjóður að láta það í tje, þá verður hann að hafa sjálfseignir að veði. þ>ví ekki færi það vel, eins og oss minnir, vjer höfum sjeð á prenti, að landssjóður eigi að hafa sínar eiginjarð- ir, þjóðjarðirnar, að veði fyrir innstæðu bankans. Eigi bankinn að vera eign og stofnun landsins eða landssjóðsins sjálfs, það er að skilja, leggi landsjóð- ur sitt eigið fje til og reki bankann fyrir sinn eigin reikning, sem aldrei færi vel, þá þarf hann ekkert veð; hann hefir því veg og vanda af öllu saman sjálfur. En eigi bankinn, eins og nú tíðkast, að vera hlutafjelag, þá er hann eign þeirra, sem hlutast til um að skjóta fje til hans, hvort þeir gjöra þetta með reiðupeningum, eða fasteign- arveðum fyrir því fje, sem aðrir, sem sje landssjóður, kynni að lána stofnun- inni. Annað mál er það, að landsjóður, ef hann hefði traust á bankanum, eða ef hann vill styrkja fyrirtækið, gæti tekið þátt í stofnuninni og með því eignazt fleiri eða færri hluti í honum, en þetta getur eklci skeð nema með lögum. pó þess sjeu dæmi, að bank- ar hafi verið lögboðnir eða ijettara valdboðnir, þá er það hvorki gott f sjálfu sjer, nje á við vora tíma. Lands- stjórnin gæti boðið mönnum til sam- skota, annað hvort með reiðupeningum eða með fasteignarveðum, og undir eins boðið fje fram, eptir því, sem fasteign væri í tje látin ; það sýndi sig þá, hvort landsbúum væri alvara með að fá hjer banka, eður ekki; en hitt, að vilja stofna banka bæði af fje og jörðum landssjóðsins, það getur ekki komið til mála. Menn verða að muna, að bank- ar eru ætlaðir til skyndilána með nokk- uð hærri vöxtum, en lagavöxtum gegn fasteignarveði, en þá er líka veðinu fyr- ir lánum öðruvísi varið; þar er margt tekið gilt, sem landssjóður ekki getur tekið gilt, t. d. handfengin veð, veð- göngur annara, víxlbrjef, o. fl Jjað er með banka, eins og flest annað; hafi landsbúar almennan og alvarlegan á- huga á, að fá hann, þá geta þeir sjálf- sagt fengið hann, — því þeir geta út- vegað sjer hann sjálfir. Sjeu, segjum 10000 jarðarhundruð framboðin til veðs, þá ætti hjer um bil 500000 kr. að geta fengizt til láns, ef jarðarhundraðið upp og ofan er virt á 100 krónur, en þessi 10000 hundruð mega ekki vera veðsett landssjóði, eða opinberum stofnunum áður; þar á móti mega þau vera veðsett einstökum mönn- um, ef þessir gefa leyfi sitt til hinnar nýju veðsetningar; en undir eins kemur 20000 kr. hald á þessi 10000 jarðarhundr- uð, sem gjalda verður landssjóði í vöxtu á ári hverju. Aptur verður bankinn, til þess að geta staðizt, sjálfsagt að hafa að minnsta kosti 40000 kr. arð á ári hverju; og nú kemur spurningin: er von á því eins og ástatt er hjer á landi? er verzlunin eða atvinnuvegirnir í því horfi, að kaupmenn eða aðrir standi sig við, að taka fje til láns upp á 8 af hundraði, og borga það þó apt- ur skilvíslega að_6 mánaða fresti ? — f>ví sje það ekki, þá er enn þá of snemmt að tala um banka hjá oss. Aptur á móti er líklegra, að lán- stofnun (Creditforening) geti staðizt hjer á landi annaðhvort af viðlagasjóðs eigin ramleik, eða þá með sameinuðum kröptum landssjóðs og fasteignareig- anda, og þó lánin, gegn veði í fasteign, sjálfsagt verði að vera uppsegjanleg eptir lengri eða skemmri tíma, svo fjeð sje í veltu hjá sem flestum, eins og þjer um daginn tókuð fram, þá er þó stór munur á þessu fyrir lántakendur og hinu, sem á sjer stað við banka, að verða að láta sjer nægja skyndilán upp á háa leigu. því ekki vitum vjer til, að bankar gefi meira en hálfs árs lán nema upp á handfengið veð í skulda- brjefum, hlutabrjefum og öðrum verð- skjölum, eða þá í gulli og silfri smíð* uðu, það er að skilja í þeim munum, sem hægt er að koma út við fullu verði. Man jeg eptir því undir stríðinu 1848 —49 í Danmörku, að margir efnamenn tóku lán í þjóðbankanum danska gegn silfrum sínum og gripum, en þeir munu hafa fleiri verið, sem ekki treystu sjer til síðar meir að innleysa silfrin og grip- ina, sem því urðu bankans eign, þeg- ar skuldin kom í gjalddaga, eða vextir ekki voru greiddir trúanlega. A. í 30. blaði „þ>jóðólfs“ hefir einhver „Hrólfur" fundið það að Skagfirðingum og Strandasýslumönnum, að þeir hafi kosið 2 landshöfðingjaskrifara á þing.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.