Ísafold - 12.12.1878, Blaðsíða 2
122
ÍSAFOLD.
12/i2-8
Við höfum nú reyndar stundum heyrt
annan þingrnann Skagfirðinga kallaðan
„landshöfðingjaritara11; en þrátt fyrir
þetta nafn sjáum vjer ekki, að þing-
maður þessi þurfi að vera eða geti
verið landshöfðingja háðari en hver
annar embættismaður í umboðsstjórn-
inni, svo sem amtmenn landfógeti sýslu-
menn o. fi. Skyldi það vera ætlun „Hs“,
að alls enga embættismenn ætti að kjósa
á þing, jafnvel ekki yfirkennara hins
lærða skóla?
Reykvíkingur.
Ágreiningurinn milli forstjóra hinn-
ar íslenzku stjórnardeildar og vor um
skilninginn á lögum þeim „um rjettindi
hjerlendra kaupmanna og kaupfjelaga“,
sem stjórnin, vildi ekki staðfesta, er
eins og sjá má á grein deildarstjórans
í 30. tölublaði „Isafoldar“, sér í lagi
um það, „hverja þýðing eigi að leggja
í orðið „hjerlendur". Vjer getum nú
verið höf. samdóma um það, að velja
mætti betra orð, þó ekki af þeirri or-
sök, sem, hann tilfærir, að lögin eru
gefin út í Danmörku, því það virðist oss
hvorki gjöra til nje frá, þegar allir vita,
að lögin þó eiga að gilda fyrir annað land
enþað, sem þau eru gefin út í, heldur
fyrir þá sök, að orðið er ekki nógu á-
kveðið. Máske hinni íslenzku stjórnar-
deild falli betur, að orða fyrirsögn lag-
anna: um rjettindi íslemkra kaupfjelaga
og kaupmanna, sem búsettir eru á ís-
landi. Sje svo, er vonandi, að alþing
láti það eptir henni, nema það sem
betur færi, kysi heldur aðra fyrirsögn,
t. d. „um strandsiglingar og lausaverzl-
un“. Upphafið á fyrstu gr. frumvarps-
ins yrði þá:
Heimilt skal öllum íslenzkum kaup-
fjelögum, og kaupmönnum þeim, er
búsettir eru á íslandi, en öðrum eigi
o. s. frv.
Vér köllum kaupfjelögin fslenzk,
hvar sem kaupstjóri er búsettur, á með-
an meiri hluti hlutabrjefanna eríhönd-
um Islendinga, Eins og höf. skilur, er
ómögulegt að ákveða fjelögum bólfestu
með öðru móti. En ef meiri hluti hluta-
brjefa kæmist í útlendar hendur, þá
þyrfti kaupstjóri að vera hjer búsettur.
Höfuðspurningin fyrir alþing og
fyrir íslendinga er að styðja að því
eptir mætti, að verzlun vor verði sem
innlendust. þ>að er svo langt frá því
að meiningin sje að útiloka Dani eða
útlendinga frá að verzla hjer, að öllu
fremur er leitazt við að hvetja þá
til að taka sjer hjer bólfestu. Hitt er
sjálfsagt og tíðkast í öllum löndum, einn-
ig Danmörku, að búsetunni eða bólfest-
unni fylgja sjerstök rjettindi, og þá
sjer í lagi rjettindi til strandsiglinga,
hvort sem þau eru bundin við þjóðerni
skipsins, eða bólfestu eigandans, eða
hvortveggja, það hlýtur að koma af
því, hversu lengi höf. er búinn að dvelja
erlendis, að hann trúir því „að kaup-
menn þeir, er nú hafa fasta verzlun á
íslandi, en eru þar þó ekki búsettir,
verði sviptir atvinnugrein, sem fyrir
þá getur verið mikilsvarðandi“, og
„myndi að líkindum neyddir til að hætta
við alla verzlun“, ef umrædd lög hefðu
útkomið. f’eir, sem hafa sagt höf. þetta,
hafa ranghermt; það er minnsti verzl-
unararðurinn, sem þessir menn hafa af
lausaverzlun sinni með ströndum fram.
Margir þeirra stunda hana lítið eður
að eins með höppum og glöppum. Einn-
ig ber það til, að sumir hinna stærri
kaupmanna hafa svo víða verzlanir, að
það væri þýðingarlítið fyrir þá, að keppa
við sjálfa sig, en engan veginn þýðingar-
laust fyrir landsbúa, ef aðrir verzlunar-
menn kæmu keppni inn í verzlunina á
þeim stöðum, effa í nánd við pá staffi,
þar sem heita má, að einokun eigi sjer
stað, svo sem á Eyrarbakka, Papós, Beru-
firði, Búðum, Olafsvík o. s. frv. —
Hættan í þessu falli er engin. Margir
af þeim stærri kaupmönnum hjer á landi
eru þar á ofan orðnir svo „fastir“, þótt
ekki sjeu búsettir, að þeir myndu varla
geta losazt við verzlanir sínar svo iljótt,
þótt vildu; en það kemur ekki til mála,
að þeir vegna þessara laga, þegar lög
verða, vilji losast hjeðan. Höf. heíir
því misskilið tilgang laganna, ef hann
heldur þau lúti að því, að bolaút hjeð-
an kaupmenn, sem ekki hafa hér ból-
festu; meiningin er, eins og áður er
sagt, að hvetja þá til að verða hjer bú-
settir, að bjóða þeim nýjan arð, til þess
að brúka afraksturinn af verzlununum
meðal vor, í stað þess að eyðahonum
í Danmörku, Norvegi, Skotlandi, Ham-
borg, o. s. frv.
þar sem höf. kvartar yíir íslenzku
þýðingunni á brjeíi ráðherrans 12. júní
í Stjórnartíðindunum, þá er ráð við því,
sem sje, að ráðherrann eptirleiðis skrifi
landshöfðingja á íslenzku öll þau brjef,
sem birta á í tjeðum tíðindum. Enda
lýsir grein höf. í „ísafold“ því, að hann
er vel fær um, að semja brjef á íslenzku,
og ráðherrann þekkjum vjer svo, að þó
hann kunni ekki að geta skrifað mál
vort, þá mun hann fullfær um, að skilja
hverja íslenzku, sem ekki er þungskild-
ari en íslenzkan í Stjórnartíðindunum,
þegar hún er frumrituð. Aptur á mót
ætlast enginn til þess að ráðherrann
heldur en aðrir skilji sumar islenzku
þýðingarnar af hans eigin brjefum, sem
„Stjórnartiðindin11 hafa meðferðis t. d.
brjefið 14. febr. 1876, um ekkjufram-
færsluskyldu embættismanns, (Stjórnar-
tíð. 1877 B, bls. 41).
Vjer leyfum oss að endingu við
þetta tækifæri að benda á eitt van-
kvæði, sem opt hefir orðið tilfinnan-
legt á alþingi, sem sje, hversu ófull-
komin sú leiðbeining er, sem þinginu
býðstafhálfu stjórnarinnar, þegar laga-
frumvörp eru rædd. Hversu starfsam-
ur sem landshöfðinginn er, þá er varla
von, hann endist til þess aðstoðarlaust,
að ræða hvert mál undirbúningslítið
sem á þing kemur, og það einatt að
honum óvörum. Enda sýna þingtíðind-
in, að landshöfðingi á stundum ekki tal-
ar eitt orð í sumum málum ; það væri
því engin vanþörf á, að stjórnin eins
og líka stjórnarskráin gjörir ráð fyrir,
ætti sjer svaramann á þingi við hlið
landshöfðingja, og væri sjerstaklega vel
til fallið að forstj. hinnar fsl. stjórnardeild-
ar kæmi hjer annað hvert ár og ásamt
landshöfðingja leiðbeindi þinginu fyrir-
fram, þegar vandamál koma fyrir.
J>etta er öllu betra, en að synja um
staðfestingu laga, sem afgreidd eru af
þinginu, en lesa því svo textann á ept-
ir í misjafnlega þýddum brjefum í Stjórn-
artíðindunum. Enda hefði hinn hátt-
virti deildarstjóri sjálfur í alla staði gott
af því, að fá sjer við og við íslenzkt
bað, því annars kann honum eins og
öðrum hætta við, að verða íslands, þörf-
um ókunnugur og íslenzkum skoðunum
afhuga. Eigi það að fara að tíðkast,
að lög, sem frá þinginu koma, nái ekki
staðfestingu konungs, þá má ráðherrann
og deildarstjórinn vita, að bráðum mun
reka að því, að þing og landslýður fari
að hreifa breytingum á stjórnarskránni;
við það kemur órói í landið, og enginn
veit, hve margan ófögnuð kann af því
að leiða. Vjer erum sannfærðir um, að
stjórnarskráin, rjett notuð bæði af hálfu
þings og stjórnar, er að svo stöddu
allbrúkanleg, eins og hún er, en eigi
að fara að eyða tíma þingsins og fje
landsins með árangurslausu lagasmíði,
þá er hætt við, menn óski t. d. að fá
álíka grein inn í stjórnarskrá vora, eins
og 79- gT- í grundvallar lögum Norð-
manna, sem sje, að stjórnin geti engum
lögum hafnað, sem frá þinginu koma,
optar en tvívegis. Að minnsta kosti
er það ekki tilvinnandi, að eiga að
heita frjálst land, og sæta þó eptir sem
áður nýlendukjörum í verzlunarefnum.
Ekki hefðu þeir Olafur og Magnús
Stephensen stutt að þvilíku.
Eignar- og tekjuskattur
í Reykjavikur lögsagnarumdæmi, þeirra,
sem gjalda yíir 10 kr.
Eignar- Tekju-
skattur. skattur.
I. Hilmar Finsen . . . 14 00 CM
2. Biskup P. Pjetursson 56 149
3- Amtmaður Thorberg 4 110
4- Justitiarius J. Pjetursson 20 9i
5- J>. Jónassen konferenzr. 100
6. Rektor Jón þorkelsson 4 60
7- Bæjarfógeti Jónassen 11 45
8. Landfógeti Thorsteinsson 9 98
9- Docent H. Hálfdánarson 3i
10. Póstmeistari Finssen . 40
11. Erú Benediktssen . . 3i
12. Lektor Melsteð . . . 20 62
13- kaupm. H. St. Johnsen 20
14- Einar prentari . . . 19
i5- P. C. Knudtzon & Sön 100
16. Magnús í Bráðræði 40 5
i7- Bernhöft bakari . . 70