Ísafold - 12.12.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.12.1878, Blaðsíða 4
124 ÍSAFOLD. — Póstskipið lagði hjeðan af stað 4. þ. m. Með því sigldu: Kristján O. f>or- grímsson bóksali, F. A. Löve verzlun- armaður, Gísli Árnason gullsm., Snæ- björn og Jón verzlunarstjórar á Skaga og Brákarpolli, skipbrotsmenn margir og Rothe vitasmiður. Hálíöaprjedikanir í dómkirkjunni: Aðfangadagskvöld kl. 6: kand. Sigurður Jensson. Jóladavinn 1 kl.ll: prófastur Sveinn Nielsson. J kl. l’/ji dómlcirkjupr. (dönsk messa). 2. Jóladag : prestaskólakennari sira Helgi Hálfdánarson. Sd. milli Jóla ogNýárs: yfirkennari kand, HelgiE. Helgesen. Gamlaárskvöld : sira Mattliías Jochumsson. Nýársdag: dómkirkjupresturinn. — Nýprentuð er „Lýsing f>ingeyra- kirkju, og ræður fluttar við vígslu hennar“, með uppdráttum af kirkjunni. Rúmar 2 arkir, og kostar 35 aura. Ný glasasaga. Herra ritstjóri. Jeg fjekk núna með póstskipinu kassa með fullri utanáskript og áteikn- að „Medicinalvarer“. Á mánudaginn var gjörði bæjarfógetinn boð eptir mjer, og óskaði að fá að sjá í kassann, sem morguninn eptir var sleginn upp í minni viðurvist. í honum fundust hjer um bil 1000 tóm glös með töppum í. Enginn tappi var tekinn úr neinu glasi, en fó- getinn skoraði á mig að segja til, hverj- um glösin væru ætluð. Svaraði jeg, að mjer, eins og hverjum öðrum, mundi heimilt að panta tóm glös frá útlöndum, enda mundi mjer ekki skylt að segja til, hverjum jeg kynni að selja glösin, ef jeg kynni að láta þau burt. — f>ar með áminnti fógetinn mig um að segja satt frá, þar jeg stæði fyrir rjetti, því það gæti skeð að mál yrði höfðað á móti mjer; en glösin fjekk jeg. Reykjavík, 28. nóvbr. 1878. Kristján O. þorgrímsson. Hitt og þetta. —r Prestur nokkur í Smálandi í Svíþjóð átti fyrir skemmstu afbragðs - fjárhund, sem opt var látinn smala einn saman og því kallaður „Smali“. Eitt kvöld á Góu komu kindurnar heim að vana, en ,.Smala“ vantaði. Morguninn eptir var gjörð leit eptir hundinum um leið og fjeð var rekið. Loks- ins fannst seppi, lá hann þá grafkyrr á grastó eins og dauður væri. En þegar mennirnir komu að honum, þá reisti hann við höfuðið, og fannst þá að hann hafði nýfætt fyrirmálslamb í kryppunni, sem hann hafði verið að verma liðlanga vetrarnóttina. Lambið var tekið og borið heim, og fylgdi „Smaliu hróðugur og ánægður með sjálfan sig, eins og von var. ELDGOS Á KAMTSCHATKA. X öndverð, um septembermánuði gaus eitt af eldfjöllum þeim, sem eru í nánd við bæinn Kljutschevskí á Kamts- chatka (slcagi úr aust-norðanverðri Asíu). Gosið var svo mikið, að í nokkra daga var svo myrkt um há- daginn, sem um skammdegis-nótt, og er þó eldfjall- ið rúmar 7 mílur frá bænum. Öskulagið í sveitinni kring um bæinn varð tveggja þumlunga þykkt, og eyðilagði hin heita aska allan jarðargróða ; vatnið skemmdist og fiskiveiðar í ám og lækjum hættu al- veg. Innbúarnir, sem að mestu leyti lifa af fiski, eru mjög bágstaddir, en þar eð fjallið er hætt að gjósa, eru þeir hughraustir og vongóðir. Auglýsingar. Skip til sölu. Slúppskipið Fox frá þ>órshöfn, 38 smálestir (tons), byggt áEnglandi, sem þrjú síðastliðin ár hefir verið á fiskiveiðum við ísland, fæst til kaups með góðu verði, ef menn snúa sjer til O. P. Effersö í þórshöfn á Fær- eyjum. þ>órshöfn, 19. nóv. 1878. O. P. Effersö. Frá næstkomandi krossmessu fæst til leigu eða kaups stórt og vænt íbúð- arhús í vestanverðum bænum, með 7— 8 herbergjum, auk búrs og eldhúss. Húsinu fylgir stór geymsluskúr og stór kálgarður. þ>eir sem kynnu að vilja kaupa eða leigja þetta hús, geta snúið sjer til dómkirkjuprests Hallgríms Sveinssonar. Siemsens verzlun. Eptir að herra konsúll Eduard Siemsen hefir aflient mér undirrituðum sem umboðsmanni verzl- unarhússins CARL FRANZ SIEMSENS í Ham- borg, allt það, er fylgir og fylgja ber hinni svo nefndu Siemsens verzlun hjer í bænum, hefi jeg í dag öðlazt borgarrjett, og auglýsist hjer með, að jeg muni fyrir hönd nefnds umbjóðanda míns halda áfram verzlun þeirri, er mjer þannig hefir verið af- hent, samkvæmt bókum herra konsúls Eduards Siemsens, og með öllum þeim rjettindum, er hingað til hafa fylgt verzluninni. Öllum sanngjörnum kröfum viðskiptamanna sinna mun verzlunin gjöra sjer far um að fullnægja. Hún mun sjá um, að nægar byrgðir af nauðsynjavörum sjeu til vetur og sumar, að vörur þær, sem hún hefir á boðstólum, verði hinar beztu sem kostur er á að fá, og seljist með sem ódýrasta verði, og hún mun apt- ur á móti kaupa allar innlendar vörur við hinu hæsta verði sem unnt er að gefa. Reykjavík, 2. desember 1878. G. Emil Unbehagen. tiíbúin karlmannsföt af öllum stærðum, X X 3" C0 ‘Cð 4- 3L œ —s & >o £- KARLMANNSFATA-VERZLUN co »3 n > í REYKJAVÍK (GLASGOW) 3a cr' 53 3 *o *o framhýður vel vandað safn 3 S œ O) af öllu því, er til karl- ■o' o co mannsfatnaðar lieyrir, með E góðu verði. p Mál er tekið og föt pöntuð eptir pví. J>ar eð jeg fer til útlanda með gufuskipinu, hefi jeg falið herra Egils- son í Reykjavík, að standa fyrir útsölu á fatnaði þeim, sem eptir er í sölubúð minni, hvar af flest er nýkomið utan lands frá, sömuleiðis hefir hann alla reikninga mína til innheimtu, og bið jeg því alla skiptavini mína að halda sjer til hans, meðan jeg er ytra, og heldur þannig verzlun mín áfram á sama stað, á meðan jeg er fjærverandi. Reykjavík, 30. nóv. 1878. F. A. Löve. Tapazt hefir nálægt veturnóttum dökkjörp hryssa solckótt á öllum fótum með nokkur hár hvít framan í enni, afrökuð seint í sumar og tagljetin, mark að mig minnir blaðstýft framan vinstra; með henni hvarf jarpskjótt mertryppi tvæveturt afrakað og taglskellt, tálgað á því hótkyrlci á næstliðnu sumri, mark á því man jeg ekki. Hver sem hitta kynni hross þessi, er vinsamlega beðinn að gjöra mjer visbendingu af að Vör- um í Garði. 27. nóvember 1878. Einar Sigurffsson. Fjármark nýupptekið: miðhlutað hægra; hálftaf aptan, biti framan vinstra, brennimark E S vörum Einar Sigurðsson. R ú ð u r fást hjá mjer á næstkomandi sumri og framvegis mikið ódýrari, en að undan- förnu, svo jeg hygg þær muni hvergi verða með jafngóðu verði. Eyrarbakka, 30. nóvember 1878. Guðm. Guðmundsson (í barnaskólanum). Islenzk frímerki brúkuð, en órifin, kaupir undirskrifaður fyrir 3 kr. hundraðið, eður 3 aura hvert. Eyrarbakka, 30. nóvember 1878. Guðm. Guðmundsson. (í barnaskólanum). í Biskupstungnahreppi hafa íhaust verið seld við uppboð 5 lömb, sem eptirleitarmenn þaðan fundu fyrir fram- an Kjalhraun — og sem líklega eru að norðan — nefnil. 3 geldingar hvítir; mark á einum : hálft af framan hægra, tvístýft framan vinstra; á öðrum : sneið- rifað framan, bragð aptan hægra, ham- arskorið vinstra; á þriðja : tvístýft apt- an hægra, hamarskorið vinstra, og 2 gimbrar hvítar, mark á annari: mið- hlutað í stúf hægra, gagnbitað vinstra; á hinni: blaðstýft aptan, biti framan hægra, stýft, biti framan, hangandi fjöður aptan vinstra. Rjettir eigendur mega vitja verðsins, að frádregnum kostnaði, til undirskrifaðs. Miklaholti í Biskupst., 30. nóv. 1878. Eiríkur Eiríksson. Undirskrifaður óskar að fá hesta til kaups á næstkom- anda vori, ekki seinna en = innan loka aprílmánaðar. Yngri hestar en 5 vetra, og eldri en vetra, verða ekki keyptir, ekki held- ur nema hestar í brúkunarholdum. Verðið eptir samkomulagi. þeir, sem vilja selja hesta um það leyti, umbiðjast að gjöra mjer aðvart þarum sem fyrst. Krísuvík, 9. desember 1878. W. G. Spence Paterson. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsiniðja „ísafoldar11. — Sigm. Guðmundsson,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.