Ísafold - 13.01.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.01.1879, Blaðsíða 3
3 aði, með 7660 kr., samtals 127,660 kr. Mismunurinn á þessari upphæð og g6,ooo kr., sem rúgurinn hefði átt að kosta að rjettu lagi, er 81,660 kr., sem sýslubúar hafa fleygt að gamni sinu út umfram þarfir. þ>etta gjörir 5 kr. á hvert mannsbarn, og meira en öll sveit- arútsvör sýslunnar, að meðtaldri Reykja- vík. Af saltfiski munu í suðurkaupstöð- unum, hafa verið útflutt árið sem leið, hjer um bil 14,000 skippund. Fiskur- inn gekk í sumar og haust 60 kr. skip- pundið í Björgvín, enda gaf norska verzl- unin í Reykjavík 50 kr. fyrir skipp., og Siemsens verzlun sama verð um tíma. Aptur á móti gáfu hinir kaupmenn vorir almennt 40 til 45 kr. fyrir skipp., og ef vjer nú til jafnaðar við þann fisk, sem borgaður var með 50 og með 40 kr., reiknum að upp og ofan hafi verið gefnar 45 kr. fyrir skipp., í stað þess að hann, með 60 kr. verði erlendis, hefði átt að borgast hjer minnst með 50 kr. fyrir skippundið, þá gjörir þetta 70,000 kr. missi fyrir plássið. Kaupmenn vorir þykjast jafnan borga innlendu vöruna um of, þó þeir játi að útlenda varan sje fulldýr. jþessu hefir ekki verið svo varið árið sem leið með saltfiskinn; því hafi kaupmenn, sem ekki er líklegt, selt fiskinn áverri markaði, en þörf var á, þá var það þeirra eigin sök. þeir gátu í sumar og haust eð var selt hvert skippund í Björgvin fyrir 60 kr. Sje nú við þess- ar 70,000 kr. bætt þeim 31,000 kr., sem landsbúar hafa tapað á rúgkaupunum, þá kemur fram, að Gullbringu- og Kjós- arsýsla, að meðtaldri Reykjavík, hefir Á morgun söðlum hesta Dist*) að ríða. Sömuleiðis er þetta stefið sitt við hvern dansinn : 1. Gefið ljóð frúvur Karl er kominn í dans, Guð gefi engin jungfrúin Gjaldi hans. 2. Vatnið rennur af háum fjöllum Eptir hvössu grjóti, Illt er að leggja ást við þann, Sem enga leggur móti. Stef finnast einnig með fornyrðalagi, svo sem þetta: þar þykir mjer Vænt að vera Er drottinn dansar með drengjum ; Gaukurinn gall í grænni hlið Og fuglar fagrir Fljóta vængi skaka. Mætti margt fleira til tína, og vild- um vjer biðja þá, sem kunna gamla dansa, stef, viðkvæði, þulur og kvæði frá miðöldunum, að senda „ ísafold “. J>að sakar ekki, þó eitthvað vanti í, því stundum vill svo til, að sinn kann hvað úr kvæðunum, og má þá setja heilt kvæði saman úr brotunum. *) A dönsku : D y s t. árið sem leið haft rúman 100,000 kr. halla á einum tveimur vörutegundum, annari útlendri og annari innlendri. Af þeim 6000 innbúum hjeraðsins hefir því kaupmönnum verið goldin rúmra 16 kr. nefskattur af hveiju nefi, í rúg- og fiski- kaupunum einsömlum. Hver myndi upphæðin verða, ef líka væri rann- sakaður halli landsbúa á ullar- og tólgar sölu, á kaffi, sykur og munaðar- vöru kaupum? Hvern einn má hrylla við því. Ekki er kyn þó sveitarfjelög og einstakir búendur fari á höfuðið með þessari verzlun, þó skuldir og vesöld aukist í landinu, og það sem þessu fylg- ir deyfð og óskilvísi. Kaupmenn vorir hafa fyrir skemmstu haldið fund með bændum og sett nokkr- ar reglur fyrir fiskverkun, sem kunna að vera góðar, ef þeim er fylgt og sam- komulaginu haldið, hvort sem í hlut á ríkur eða fátækur. þ>að væri öll þörf á því fyrir kaupmenn, að ná einnig ein- hverju samkomulagi við bændur um vöruverð á ári hverju, og jafnvel um uppbót á verðinu á þeim tveim vöru- tegundum, sem hjer hafa verið nefndar að framan, fyrir umliðið ár. f>ví ann- aðhvort eru íslendingar dauðir úr öllum æðum, eða þeir fara að læra að gjöra samtök til að panta nauðsynjar sínar hingað með gufuskipunum, og spara þær þúsundir króna, sem þeir þakkalítið hafa látið renna í vasa kaupmanna. Vjer þykjumst vita, að kaupmenn treysti fá- tækt almennings og vankunnáttu, sam- takaleysi bænda og deyfð, og sjerílagi því, að hávaðinn er þeim meira eða minna skuldugur. Hvort þetta traust er öruggt, mun síðar sýna sig. Á hjeraðsfundi þeim, sem haldinn var i Reykjavik 17. desbr. f. á. um fiski- veiðasamþykkt sýslunefndarinnar, fjellu eptir nokkrar umræður, þær greinir frumvarpsins, sem höfðu inni að halda reglur fyrir netalögnum, lóðabrúkun, og tilsjón með fiskiveiðunum af hálfu sveitarfjelaganna. Voru þó fáirtilstað- ar á fundinum, nema Reykvíkingar, sem nýmæli þessi að sögn voru frá komin; en þeir munu, sem greindir menn, hafa sjeð, að þessar reglur ekki gátu haft neina verklega þýðing, og að ekki er til neins að setja ákvarðan- ir, sem bæði er ómögulegt að hlýða og fram að fylgja. þ>ar á móti var samþykkt, að skera niður háf, að vitja ekki um þorskanet á næturþeli, og að grýta ekkiað nauðsynjalausu seglfestu- grjóti í sjóinn, og var húsbændum einn- ig fyrirskipað að áminna sjómenn sína um að hlýðnast samþykktinni. f>etta var einkar meinlaus ákvörðun, sem eng- an getur hneykslað. Sú uppástunga kom fram, að taka skyldi upp öll þorskanet í hvern stórstraum, en þó þetta sje ekk- ert nýmæli, heldurílíka átt, þóttnokk- uð mildara, en ákvarðanirnar í opnu bijefi 15. okt. 1797, sem vjer ekki vit- um betur, en sjeu enn þá í lagagildi, og sem því sjálfsagt má beita, ef hjer- aðsbúum ekki er ljúft að þeim sje breytt til hins vægara, þá fjell sú uppástunga, líkast tilafþví, að hún kom of flattupp á menn. Flestir munu þó sjá, að það hlýtur bæði að vera gott fyrir fiski- göngurnar, sem, að ætlun manna, fylgja straumum, að enginn netjaveggur rísi gegn torfunum, er þær skunda inn á grunnmiðin, og veiðarfærisins vegna, sem er svo útdráttarsamt í sjálfu sjer, að æskilegt væri, að það entist sem lengst; vita allir, að net þarf að taka upp, hreinsa og þurka á milli, ef end- ast eiga, og getur enginn verið þessu mótfallinn, nema sá, sem annaðhvort ekki ber skyn á netjabrúkun, eða er vikadrengur kaupmanna, og vill að sem mestu sje eytt af hampi og seglgarni, kaupmönnum til gagnsmuna, en lands- búum til skaða. í barnaskólanum á Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, sem stofnaður var í fyrstu að tilhlutun Olafs bónda á sama bæ, hafa í vetur verið 26 börn til kennslu. þ>ar er kennd almenn menntun, að lesa, skrifa, reikna, danska, kristindómur, biblíufræði, sagnafræði, landaskipunar- fræði. Fyrir kennslunni stendur sami kennari og í fyrra, Sigurður Sigurðs- son. Seltjerningar hafa stofnsett þenn- an skóla af eigin efnum. Á hann nú sitt eigið skólahús, og mun því þegar kominn í tölu þeirra barnaskóla, sem rjett hafa til að þiggja styrk af opinberu fje. í barnaskólanum í Flensborg hafa í vetur 30 börn notið kennslu. Fyrir kennslunni stendur porsteinn kandidat Egilsson. þ>ar er kennt sama og í hin- um fyrnefnda skóla, og sumum að auk enska. í barnaskólanum á Brunnastöðum hefir sömuleiðis verið haldið áfram kennslu í vetur. Fyrir kennslunni stend- ur í vetur Pjetur verzlunarmaður Pjet- ursson. Oss er sagt að skóli þessi efl- ist. Sama er að segja um barnaskólann í Garðinum. þ>ar er porgrimur Guð- mundsen kennari, og virðist áhugi for- eldra á skólanum fara vaxandi. Einnig hefir barnaskólinn á Eyrarbakkagóðan orðstír af þeim, sem til þekkja. Um barnaskóla Akurnesinga höfum vjer enga skýrslu, en göngum að þvívísu, að menn þar einnig láti sjer umhugað um að styðja gott og gagnlegt fyrirtæki. Heyrzt hefir, að hafís sje kominn fyrir norðan land. Er sagt hann sje landfastur á Skaga, en einstakir jakar hafa sjezt á Húnaflóa. Eptir veðráttu- farinu er mjög líklegt, að fregnin sje sönn. þ>ó búast megi, eptir þessu, við harðindum fyrst um sinn, þá er sú bót í máli, „að sjaldan verður mein að miðs- vetrar ís“. — Veðrátta hefir síðan á miðri jólaföstu verið þur og köld, snjó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.