Ísafold - 13.01.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.01.1879, Blaðsíða 4
4 laus að heita má; frost hefir verið í meira lagi, að jafnaði frá io—140 R. Skerjafjörður er lagður ; hefir hann þeg- ar undir hálfan mánuð verið gengur, og milli jóla og nýárs var farið með hross yfir um hann. — Bráðafárið hefir geysað í meira lagi, helzt á Kjalarnesi; má nú heita, að allar skepnur sjeu á gjöf, þar sem menn ekki ætlast til þær horfalli. í Njarðvík varð skömmu fyrir jólin skipreiki. Fórst róðrarskip með sex mönnum á, voru fimm þeirra vinnumenn Arinbjarnar bónda í Njarðvík. — Lítið er umaflakringum Faxaflóa, endamun vera sjaldróið, því optast er hvassviðri á norðan til sjávarins, þó logn sje í landi. Tvær bækur, eptir 'tvo merkustu guðfræðinga landsins, eru nýkomn- ar á prent. 1. Kristilegur barnalœrdómur eptir lút- erskri kenningu. Flöfundur : I-Ielgi Hálfdánarson. 2. útgáfa, aukin og breytt. Rvík 1878. E. jpórðarson. 2. Stuttur leiðarmsir til að spyrja börn úr barnalærdómi síra Helga Hálf- dánarsonar prestaskólakennara, ept- ir P. Pjetursson. Reykjavík, Prent- smiðja Isafoldar 1878. Sigm. Guð- mundsson. Aptan við eru tveir fagrir sálmar eptir síra Matthías Jochumsson. Kostar í bandi 66 a. jþótt bækur þessar sjeu ekki stórar, nál. 6 arkir hvor, þá eru þær merkilegri fyrir oss, en flestar aðrar bækur, þar sem þær eru ætlaðar til að vera um óákveðinn tíma grundvallarrit undir menntun allrar alþýðu, rit, sem án efa margir menn verða að fá úr mest alla þá þekking á trú og siðgæði, er þeir hljóta í lífinu. J>að er því ekki tiltöku- mál, þótt ekki væri hrapað að því, að innleiða „Barnalærdóminn“ fyrir lær- dómsbók handa börnum, enda var það ekki gjört. Fyrst sendi biskup hina fyrri útgáfu öllum próföstum á landinu, og bað þá, ásamt þeim prestum, er helzt væru færir um, að segja um hann álit sitt. þ>eir sendu biskupi aptur álit sitt og athugasemdir; munu þeir flestir eða allir hafa hrósað ritinu mjög, og óskað að það yrði sem fyrst löggilt. Höfundurinn endurskoðaði það því næst vandlega, gjörði nokkrar breytingar, og var það síðan af biskupi gegnum landshöfðingja sent ráðgjafanum fyrir Island, sem þegar leyfði að framvegis mætti brúka „Barnalærdóm11 þennan við kristindómsfræðslu barna jafnhliða ,.Balles“ og „Balslevs kverum“. Eptir þennan hreinsunareld var hann prent- aður á ný og hefir flogið út. Kemur það bæði af þyí, að fiestir barnafræð- endur eru orðnir þreyttir á að verða að kenna eptir tveim kverum, og þyk- ir það hneklcja uppfræðingunni, og svo hinu, að „Barnalærdómur“ síra Helga tekur að flestra áliti báðum hinum fram. Hann er saminn í sann-lútersk-kristileg- um anda, efninu vel skipað, hugsunin Ijós, málið lipurt og gagnort. Með þessum kostum er líklegt, að ha-iin ryðji sjer fljótt til rúms, syo að hin tvö kyerin verði að víkja. Höfundurinn á piikið þakklæti skilið fyrir að þafa með svo mikilli snilld orðið fyrstur til að frumsemja barnalærdóm á voru máli, og sýna með því, að Islendingar eiga svo mikið guðfræðinga val, að þeir þurfa ekki lengur að láta börn sín læra út- lend kver í óliðlegum þýðingum. En hversu ljós og gagnorður sem þessi barnalærdómur síra Helga er, þá má enginn ætla, að ekki sje jafnan þörf á vandaðri og góðri munnlegri fræðslu með honum, og einmitt sá kost- ur hans, að hann er g'agnorður, svo að í greinunum felst meiri og dýpri lær- dómur, en almenningur getur í skjótu áliti sjeð, gjörir hina munnlegu fræðslu enn nauðsynlegri. — Spurningáfræðin (Catechetik) er ein af hinum verklegu greinum guðfræðinnar, og hún ekki ljett. Hið andlega líf barnanna er með marg- víslegu móti, optast lítt þroskað, og er því mikill vandi fyrir kennarann að beita sjer rjettilega við það. Ef barnið á að hafa full not af tilsögninni, verður hann að vera svo nærgætinn og glögg- skyggn, að sjá hvað hverju barni bezt hentar; hann verðúr að beygja sig nið- ur að hinum óþroskaða skilningi þess og hugmjmdalífi, og laga spurningarnar þannig, að þær í allri sinni einfeldni og Ijósleik geti glætt, eigi að eins þekking, heldur og skynsemi barnsins og jafn- framt haft góð áhrif á hugarfar þess. A prestaskólanum er að vísu kennt að spyrja börn, en það eru að eins fáir tímar, sem til þess eru ætlaðir, og verð- ur því þekking og æfing prestaefnanna i þeirri grein fremur ófullkomin, sem við er að búast. Auk þess eru sumir menn, þótt lærðir sjeu, svo illa lagaðir til að kenna, að þeim fer það í mestu handaskolum. þ>að er því vafalaust, að sumir prestar hafa þörf á að fá prent- aðan leiðarvísi til að spyrja eptir. En einkum virðist þó slíkur leiðarvísir vera nauðsynlegur, þegar þess er gætt, að kristindómsfræðsla barnanna fer vegna skólaleysis landsins að mestu leyti fram í heimahúsum undir leiðbeiningu þeirra manna, karla eða kvenna, er aldrei hafa í skóla gengið; hjá þorra alþýð- unnar er og öllu slíku námi að mestu lokið og bókin lögð á hilluna þegar eptir ferminguna, og gjörir það atriði enn meir áríðandi, að barnið fái góða tilsögn á lærdómsárum sínum, þar eð annars er hætt við, að trúar og siðferðislíf þess nái aldrei þeim þroska, sem þarf til þess, að það kulni ekki út, þá er storm- ar lífsins taka að næða. Biskup vor hefir nú með „Leiðarvísi“ sínum bætt úr þeim skorti, sem á hefir verið í þessu efni. Höfundurinn, sem er öllum mönn- um hjer á landi æfðari í að kenna guð- fræði frá hinu lægsta stigi hennar til hins hæsta, gefur ekki í „I.eiðarvísi“ þessum neinar almennar reglur fyrir barnafræðslu, heldur tekur hann fyrir barnalærdóm sira Helga, og spyr út úr hverri grein hans svo ljett, að engu barni með fullri skynsemi er ofætlun að svara, og þó svo nákvæmlega, að þegar barnið er búið að svara spurn- ingunum í „Leiðarvísinum11, má gjöra ráð fyrir, að það viti nokkurn veginn til hlítar lærdóm þann, er kenndur er í hinni tilsvarandi grein barnalærdómsins. Svo einfaldur, sem „I.eiðarvísir“ þessi er, og einmitt af því, að hann er ein- faldur, er það óefað, að án hans yrði barnalærdómurinn ekki að þeim notum, sem hann nú getur orðið. „Leiðarvís- irinn“ hjálpar ekki að eins til að spyrja börnm, heldur fræðir hann sjálfa fræð- endurna um leið, þar eð hann knýr þá fil að hugsa um, hvernig eigi að svara mörgum spurningum, sem þeim, ef til vill, hefðu sjálfum ekki dottið í hug. Og sömuleiðis hlýtur hann að vekja í- hugun barnanna, þegar þau geta sum- part fyrirfram lesið í honum þær spum- ingar, sem þau mega búast við að eiga seinna að svara, sumpart lesið þær á eptir og þannig ryfjað þær upp fyrir sjer. Bæklingur þessi ætti því að vera á hverju því heimili, sem barnalærdóm- urinn er brúkaður á. Prentun á „I.eiðarvísinum“ er prýði- leg, og pappír og allur frágangur góð- ur, eins og á flestu frá þeirri prentsmiðju. þ>ar á móti hefir ekki heppnazt að velja eina tegund pappírs í barnalærdóminn, heldur eru að minnsta kosti tvær teg- undir í hverju exempl., önnur rauðleit, hin hvít, og veldur þetta því, að kver- ið er að innan ýmist húfótt eða flekk- ótt. En það er vonandi, að þetta verði betur vandað við næstu útgáfu, sem að' líkindum mun skammt að bíða. Hitt og þetta. Landshöfðingjaritarinn hefir byrjað árið með því að sýna Reykvíkingum fram á, að það er sann- mæli, sem stendur í Hávamálum: Arla rísi Sá er annars vill Fje og fjörvi hafa. Hefir ritarinn brúkað fyrstu morgna ársins, meðan gæðingar bæjarins lágu í rúmum sínum, til þess að steypa undan einum þeim merkasta fugli, sem í 25 ár hefir orpið í bæjárstjórninni. Sagt er að af þessu muni rísa mörg málaferli. J>að væri líka skárra, ef annað eins yrði viðburðalaust. — Nú á að skríða til skarar með rófuna á Kata- nessdýrinu. Kristján sýslumaður Jónsson kvað, sem settur dómari, eiga að skera úr, hversu löng hún er. Auglýsingar. Ur skipi mínu hvarf stjórafæri úr þremur 5 punda enskum línum sextug- um, frá 19. maí til 25. sama mán. næst- liðið ár; færið var lítið brúkað; skipið stóð í skiparöðinni fyrir neðan verzlunar- búð Magnúsar Jónssonar í Bráðræði. Sömuleiðis, í kringum næstliðin jól, hvarf einnig úr sama skipi, á sama stað, gamalt stjórafæri. J>eir sem hafa tekið þessi færi, eru beðnir að skila þeim til skipseigandans. — Vigfúsarkoti 7/i þ>órður Torfason. Mig undirskrifaðan vantar af fjalli rauðstjörnóttan fola tveggja vetra, mark biti og fjöður aptan vinstra, og rauð- gráan tveggja vetra, með sama marki, en fjöðrina fyrir neðan bitann á honum. Hlíðarhúsum. Jón pórðarson. þ>eir sem gjörast vilja nýir kaup- endur að 2. árgangi blaðsins Framfara, sem nú er nýbyrjaður, geta um það snúið sjer til amtsskrifara Páls Jóhannes- sonar í Reykjavík. AUGLÝSINGAR í ísafold kosta 8 aura smáleturslínan eða jafnmikið rúm, en 10 aura með venjulegu megin- málsletri. A miklu auglýsingagjajdi fæst töluverður afslátfur. . Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.