Ísafold - 18.01.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.01.1879, Blaðsíða 1
f I FOL VI 2. Reykjavík, iaugardaginn 18. janúarmán. 1879. í „Norðlingi" stóð fyrir skemmstu grein, sem fór mörgum, en ekki fögr- um, orðum um það, hversu embættis- mannastjett vor sje landinu dýr, og hver bagi landinu sje aó óþörfum embættis- mönnum. Væri nú þetta sagt blátt á- fram, og um leið bent á, hver af em- bættum lands þessa væri óþörf, þá gæti greinin gjört gagn, en eins og hún er samin er hún öllu fremur til þess, að efia kala til embættismanna- stjettarinnar, heldur en til að bera sann- leikanum vitni. Að brúka orðið: ,.lands- ómagar" um embættismennina, erhvorki kurteist nje vel valið. Ómagi er sá, sem ekki vinnur fyrir sjer, og getur því ekki átt heima hjá þeim, sem fyrir umsamið kaup vinna fyrir landið, held- ur í hæsta lagi hjá eptirlaunamönnum. pað er rjettmæli, að kalla embættis- manninn vinnumann eða þjón landsins, og það er landshöfðinginn fullt eins og sýslumaðurinn eða klerkurinn, hversu „veglegur og starfsamur" sem þessi ráðsmaður landsins annars er. pó nú sum embætti kunni að vera óþörf, þá er það heldur ekki embættismönnunum sjálfum að kenna, heldur húsbóndanum, stjórninni og þinginu, sem hleður á sig hjúum að óþörfu. En ¦— er rjett að koma inn hjá landsbúum kala til embættismannanna ? Er það hollt fyrir landið og velferðar- mál þess, að ein stjettin rísi öndverð gegn annari? Veitir oss af, þó allir væri samhuga og samtaka í því að vinna landinu gagn, og er það hyggilegt, að róa undir úlfúð og flokkadráttum ? Er ekki meira en nóg af slíku og því líku í sögu landsins, og hafa ekki þeir, sem sáðu sundurlyndi, allajafna skorið upp styrjöld? Hvað veldur þá þessari haf- ísnepju, sem andar að norðan á móti embættismönnnm vorum? Eru það of- sjónir yfir þessum krónum, sem þeir bera úr býtum? Aumur er öfundlaus maður; enda hefir margur sveitaprest- ur og sveitabóndi á góðri bújörð nota- legri tekjur, (þó krónutalan kunni að vera minni), en hinir „hálaunuðu", auk þess að hann er snöggt um óháðari landsstjórninni, en þeir, sem, að yfir- dómendunum einum undanskildum, í em- bættisstöðu sinni ekkert sjálfstæði og enga frægðarvon eiga, nema þá, sem rómverskur rithöfundur kallar „frægð auðsveipninnar" (obsequiigloriam). Eða eru það leifar af þeim ríg, sem á síð- asta þingi var á milli deilda, og sem hollast væri, að ala ekki á ? Vjer erum of skammt komnir í stjórnfrelsi, til þess oss henti, að skipta oss í flokka og ekki hafa t. d. Norðmenn verið neinu bættari fyrir þófið á milli bændaflokks- ins og embættismannafl, milli „penna- gæðinganna" og „planka-aðalsins", eins og þeir eru kallaðir í Norvegi. pó stjórnarskráin og síðar þingsköpin hafi búið svo um hnútana, að efri deild alþingis varla getur orðið ofan á hjá oss, eins og t. d. hjá Dönum, ef í hart fer, þá mun það þó reynast happasælla fyrir lagasetningar vorar og fjárveiting, að gott samlyndi sje milli deilda í öllum höfuðmálum. Eru nú embættismennirnir sjálfir saklausir af þessum kala, sem fram við þá kemur? Bryddir ekki hjá þeim á viðleitni við að hnappa sig saman í dilk, tilvonandi „Valhallardilk" líkast til, að halda hóp sjer utan við það, sem ann- ars hreifir sjer hjá landsbúum, að leiða hjá sjer velferðarmál hinnar stjettarinn- ar, bændanna, þó þeir sjeu hold af henn- ar holdi, og láta þeir sjer ekki ofmjög nægja, samkvæmt munkareglunni gömlu „að lofa heiminum að ganga sina götu, gjöra embættisskyldu sína svona og svona, og tala vel um ábótann?" Hugsi þeir til að skapa gæðingaflokk sjer, þá er hætt við þeir reyni, að til þess brest- ur hjá þeim bæði á töluna og vigtina; enda er maður ekki konungborinn fyrir það, þó maður sje konungkjörinn, nje merkilegur fyrir það, þó maður sje merktur stjórninni. Hjer á ofan bætist fleira. J>ótt embættismenn vorir engan veginn sjeu eptirbátar fyrri tímanna, hvorki að embættisskyldurækni nje sið- ferði, þá er hitt eins víst, bæði að hærri embættin, að undanteknum yfirdómnum, standa skör lægra síðan landshöfðingja- dæmið var stofnað en áður, — því „stiptsyfirvöldin" eru „skuggiaf veglegu nafhi", biskupinn og amtmennirnir eru nú lítið annað, en landshöfðingjaskrif- arar —¦ og svo hitt, að mennirnir sjálfir, sem nú sitja í embættunum, standa em- bættismönnum fyrri tíma, sjer í lagi 18. aldarinnar og fram á þá iq., á baki í allri framtakssemi, andlegri og verk- legri, fyrir utan embœttisstöðuna. Kem- ur þetta sjálfsagt með fram af því, að bæði þingið og landsstjórnin sjer þeim fyrir meiri vinnu, en áður tíðkaðist. En allt fyrir það myndu þeir, margir hverjir, auk þess að rækja embættin forsvaranlega, geta sýnt rögg af sjer landinu til uppbyggingar, ef þeir hefði viljann. Yfirvöld 18. aldarinnar og fram- an af þessari voru hvatamenn og odd- vitar landsbúa í öllum framförum, and- legum og verklegum. þó þeir væri, sumir hverjir, hjeraðsríkir, þá voru þeir jafnframt vorir beztu búhöldar; peir hjeldu hóp gegn einokunarverzluninni og unnu slig á henni, peir bættu bjarg- ræðisveguna, þeir hjálpuðu stórkostlega á harðindaárunum; þeir voru vorir beztu og sjer í lagi nytsömustu rithöfundar, og ljetu ekki þar við lenda, að þjóna embættunum. þeir voru raunar ekki eins af kastamiklir í álitsskjölum, skýrsl- um og brjefaskriptum, en þeir höfðu aptur miklu meiri djörfung, meiri áhuga á velferðarmálum landsins, og á því að vekja, fræða og manna alþýðuna. pað er ekki þar fyrir, að enn þá eru embættismenn uppi, sem annað meira liggur eptir, en tómt pappírsgagn- ið. Landlæknirinn hefir í 30 ár, og þar yfir, barizt, og barizt góðri bar- áttu fyrir betri læknaskipun og lækna- kennslu 1 landinu sjálfu; hann hefir lagt stund á að vekja eptirtekt innlendra og útlendra á hlunnindum landsins, svo það er honum fyrstum að þakka, að brenni- steinsnám hefir að nýju á komizt, og að kalkbrennsla er hjer byrjuð. Land- fógetinn hefir gengið manna bezt fram í að koma upp sjúkrahúsinu og þeim bezta sparisjóði landsins, og stjórnað honum svo, að hann hefir eflzt öðrum viðlíka stofnunum landsins betur. En — ein sóley, og þó tvær væru, gjöra ekki sumar. Sömuleiðis hafa einstöku em- bættismenn, sem enn þá eru uppi (Gunn- lögsen og Egilssen eru dánir) auðgað bókmenntir vorar, sjer í lagi biskupinn á góðum guðsorðabókum; annars ligg- ur flest í þessu tilliti eptir íslenzka námsmenn erlendis, sem starfað hafa fyrir fornfræða- bókmennta- og útlend fjelög, fyrir ný Fjelagsrit o. s. frv., og sem flestir hafa þagnað, þegar hingað voru komnir. En verður þetta, hvað með öðru lagt á borð við kirkjusögu Finns biskups, sem enn þá er og lengi verður ein bezta uppsprettan til íslenzkra sagnarita? hvað geta vorir tímar sýnt, sem að fjöl- hæfni í því verklega, að menntunará- huga og ástundun á framförum lands- ins, komist til jafns við Lærdómslista- fjelagsritin gömlu, við ferðabækur Egg- erts, Bjarna Pálssonar og Olavii, við Deo, Regi, Patriœ, Minnisverð tíðindi, Klausturpóstinn o. s. frv. þ>að eru því sannmæli, þegar Gröndal leggur 18. öldinni þessi orð í munn: Fjöllynd var eg, en fram mjer hrundu Fólkum djarfir mínir arfar; Man eg það af kosta kyni Komu drengir frægir lengi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.